Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULI 1976 Halldór Snorrason slíkt svívirðilega til sín gert.“ Halldór svarar: Eigi má ég það vita, að nokkurt sinn hafi jafnrýr verið fylgdin mín sem málagjöfin konungs." „Satt mun það vera,“ segir Bárður, „bíð mín enn, ég vil hitta konung.“ Bárður kom fyrir konung og mælti: „Gerið sem ég bið herra, fáið Halldóri mála sinn skíran, því að veróur er hann að hafa.“ Kon- ungur svarar: Líst þér eigi nokkur djörfung í að krefja handa Halldóri annars mála en taka erlendra manna synir?“ Bárður svarar: „Á hitt er að líta, herra, sem miklu er meira vert, fdrengskap hans og svo langa vináttu ykkar, og þar með þína stórmennsku. En þér er kunnugt skaplyndi Halldórs og stríðlæti, og er það þinn vegur að gera honum sóma.“ Konungur mælti: „Vel fer þér, og fá honum silfur.“ Var þá svo gert, og færði Bárður Halldóri tólf aura af brenndu silfri og mælti: „Sér þú nú, að þú hefur slíkt er þú beiðist af konungi." Halldór svarar: „Eigi skal ég þó oftar vera á konungs- skipinu. Ef hann vill hafa mitt föru- neyti lengur. Þá fái hann mér skip til stjórnar og eignar.“ Bárður mælti: „Þaö heyrir ekki, að lendir menn láti skip sfn fyrir þér, og ert þú of fram- gjarn.“ Halldór kveðst eigi mundu fylgja konungi, nema þetta fengist. Báróur fór og segir konungi, hvers Halldórs beiddist: „Og ef hásetar þess skips,“ segir hann, „eru jafntraustir sem stýrimaðurinn, þá er yður það mikill styrkur." Konungur mælti: „Þótt þetta þyki stórlega mælt, þá skal eigi neita liði Halldórs." Sveinn úr Lyrgju hét lendur maður. Konungur lét kalla Svein til sín og mælti til hans: „Þú ert maður stórættaður, Sveinn, og vitur. Vil ég, að þú sért á skipi með mér, og hafa þig við ráó mín.“ Hann svarar: „Meir hefur þú aðra menn haft hér til við þínar ráðagerðir, er ég og til þess lítt fær. Eða hverjum er þá skipið ætlað?“ „Halldór Snorrason skal það hafa,“ segir konungur. Sveinn svarar: „Eigi kom mér það í hug, að þú myndir íslenskan mann láta taka af mér skips- stjórn.“ Konungur mælti: „Hans ætt er ekki verri á íslandi en þín í Noregi. Eru þeir og margir, sem enn byggja landið, er mjög skammt eiga að telja ætt sína til ríkra manna og ágætra í Noregi.“ Varð nú svo að vera, sem konungur vildi, og tók Halldór við skipinu. Hélt konungur austur til Ósló og tók þar veislur. Maður hét Þórir Englandsfari, og hafði COSPER Ég hélt það væri bein sjón- varpsút- sendine? VltP MOBöJlv KAff/nu ungi maður. — Ég ætla bara að láta þig vita að þetta er sonur íVIINN. Einu sinni var mamma I hikini, en síðan hefur líka kaloríunum f jölgað svakalega. Bóndi nokkur heimsótti há- skólann, sem sonur hans dvald- ist í. Hann kom m.a. I efna- fræðistofuna, og þar var honum sagt, að þeir væru að leita að efni, er gæti leyst upp alla hluti. „Það er stórkostleg hug- mynd,“ sagði karl. „En í hverju ætlið þið að geyma það, þegar þið hafið fundið það?“ Tveir menn ræddust við: „Þú giftist ekki stúlku ein- göngu vegna peninganna, eða myndirðu gera það?“ spurði annar. „Nei,“ svaraði hinn, „en ég hefði ekki hjarta til að láta stúlku verða að gamalli pipar- jónku aðeins vegna þess að hún ætti dálítið af peningum." „Hann: Þú ættir að sjá altar- ið I kirkjunni. Hún: Leiddu mig þá þangað. Prófessorinn: Einn heimsk- inga getur spurt fieiri spurn- inga en 100 vitringar geta svar- að. Stúdentinn: Nú, þá er ekki að undra, þótt margir okkar falli við prófin. „Það er til bein og óbein skattgreiðsla. Nefnið mér dæmi um óbeina skatt- greiðsiu.“ „Hundaskattur, herra.“ „Nú, hvernig þá?“ „Hundurinn þarf ekki að borga hann sjálfur." Prófessorinn: Þegar vatn verður að fs, hver er þá stærsta breytingin, sem á sér stað? Nemandinn: Verðið. Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 37 ettu? Þökk fyrir. Mér fannst hann ákaflega töfrandi maður. Já, ég hef nefnilega aldrei kynnzt manni eins og honum. Ríkur og frægur og óskapiega gáfaður og svoleiðis. Og ég hef alltaf gleypt bækurnar hans I mig. — Vitíð þér að þér voruð fyrir- mynd að einni af kvenpersónun- um I sfðustu bók hans? — Hvað þá? Hvað meinið þér eiginlega? Hefur hann skrifað um mig? En ... hvað hefur hann? Hún beit hugsi á vör sér. — Nú urðuð þér sýnilega smeykar. Hvers vegna? Hefði hann getað komið upp um eitt- hvað? Eitthvað f fortfð yðar? — Æ, það skiptir mig engu máli. Það er bara alveg dásamlegt að vera ekki bláfátæk lengur, en ég skammast mfn ekki fyrir að hafa verið það, né heldur að for- etdrar mfnir slógust eins og hund- ur og köttur og pabbi var argasti drykkjuhrútur ... Andreas stað- hæfði Ifka iðulega að það væri ekki baksvið mannsins sem skipti málí, heldur upplag og eðli manns sjálfs. — Og honum hefur fundist þér vera með gott upplag? — Já, sagði hún hreinskilnis- lega. — Já, það hlýtur að vera. Annars hefði hann áreiðanlega aldrei leyft Jóni að giftast mér. — Hann hefur sem sagt verið með f ráðum þá? — Auðvitað. Hann hafði gaman af þvf að glettast við mig, þegar hann kom að heimsækja Jón á sjúkrahúsið og sagði þá gjarnan að það væri gott fyrír veikt fólk að hafa mig og mfna Ifka innan seilingar. Nú og þegar JÓn varð svo ástfanginn af mér var ekkert sjáifsagðara en hann talaði við föður sinn um það, þvf að hann átti peningana. — Eigið þér víð að þíð hafið lifað á kostnað tengdaföður yðar? — Já. Hann var hreinasti höfð- ingi. Hann snaraði tugþúsundum f Jón, bara að hann orðaði að okkur langaði að fá okkur blóma- pott. Christer leit snöggvast á hönd hennar. — Þér berið dýran demants- hring ... gjöf frá eiginmanni yð- ar. Hvernig hafði hann ráð á að kaupa hann fyrst hann hafði hvorki tekjur né átti neinar eign- ir. Hún rétti fram höndina og lét Ijósið leika um steinana fimm í hringnum. — Ætli hann hafi ekki lagt fyrir af þvf sem Andreas lét hann hafa — til að geta komið mér á óvart. — Þar sem eiginmaður yðar andaðist á undan föður sfnum, býst ég ekkl við að þér erfið neitt? — Ne.. ei, Ifklega ekki. Hann langaði til að kaupa sér líftrygg- ingu en vegna þess að hann var svo mikið veikur var það ekki hægt. Andreas lofaði oft að hann myndi tryggja mér efnalega af- komu ef Jón dæi, en eins og mál- um er háttað nú býst ég ekki við hann hafi verið búinn að gera neina erfðaskrá. Skrambi óheppi- legt, finnst yður ekki? Christer samsinnti þvf. — Ef hinir erfingjarnir leyfa yður ekki að búa hér. yfirgefið þér scm sagt Hali hér um bil eins snauð og þegar þér komuð hing- að? Já, sagði hún kæruleysislega. — En ég mundi heldur ekki kæra mig um að vera hér. Ekki núna. — Mynduð þér hafa verið hér um kyrrt ef# doktor Hallmann hefði lifað? Enda þótí hann segði það svo að ekki fór neitt á milli mála að hann væri enginn Eilippus annar.. Högg hans kom svo óvænt og var svo hóflega framsett að það ieið drjúg stund áður en hún skildi hvað hann hafði f raun og veru sagt.. Og þegar hún skildi það varð bæði andlit og háls Cecilíu Ilall- mans eins litt og hárið á henni. — Þér með alla yðar vítneskju. Ekki veit ég hvað þér eruð að tala um og ég reyndi líka að fá Andr- eas til að skilja en hann .. Hún þagnaði skyndilega þegar hún sá svipinn á Christer. — Nú, það var sem sagt við YÐUR sem hann var að deila inni f bókaherherginu. Yður sagði hann að hann færi ekki að for- dæmi Filippusar II að girnast þá konu sem valin hafði verið handa syni hans. Þér sögðust elska hann, en hann vfsaði yður á bug — einnig eftir að Jón var ekki lengur .. vegna þess að það eina sem honum lék hugur á var að fá fram sannleikann um dauða son- ar sfns. Hún kerrti hnakkann þrjósku- lega og grófir drættir mynduðust við munnvikin. — Þér virðist vita allt. Hvers vegna eruð þér þá eiginlega að spyrja mig? Ég var leið og miður mfn eftir að Jón var jarðsettur og ég fór til tengdaföður mfns til að ræða við hann hvernig hann hefði hugsað sér að hafa þetta.. og hvort hann myndi áreiðanlega gera einhverjar ráðstafanir hvað mig snerti. Fyrst var hann óskap- lega elskulegur og sagði að auð- vitað ætti ég að vera um kyrrt á Hall og hann þarfnaðíst mfn f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.