Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULl 1976 35 Amerasinghe: Stjórn málmvinnslu af hafs- botni eitt af meginmálum Al- þjóða hafréttarráðstefnunnar Sameinuðu þjóðirnar, New York, 27. júli — AP. TAKA verður tillit til hagnaðarsjónarmiðsins þegar til þess kemur að setja á stofn alþjóðaráð til að hafa eftirlit og stjórn á vinnslu auðæfa á hafsbotni, sagði Hamilton Shirley Amerasinghe frá Sri Lanka, forseti Alþjóða hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í- New York í gær, en næsti fundur ráðstefnunnar á að hefjast þar í borg á mánudag. Amerashinghe sagði að ganga yrði frá samkomulagi um fjár- hagshlið vinnslu auðæfa á hafs- botni milli væntanlegs alþjóða- ráðs og verktaka þeirra, sem taka að sér vinnsluna, „þannig að verk- tökum væri tryggður sanngjarn ágóði af vinnslunni á sama tíma og tryggð væri sameiginleg arf- leifð mannkyns.“ Koma þessi ummæli Amerasinghe fram I orðsendingu, sem hann gaf út á mánudag í nafni embættis síns sem forseti hafréttarráðstefnunnar, en hún hefst sem fyrr segir á mánudag og stendur væntanlega til 17. sept- ember. í tillögum, sem bíða afgreiðslu hafréttarráðstefnunnar, er áætlað að væntanlegt alþjóðaráð hafi eft- irlit með nýtingu málmgrýtis á sjávarbotni. Tillögumenn ætlast til þess að málmgrýti þetta verði fyrst og fremst nýtt til hagsbóta fyrir ríki þriðja heimsins svo- nefnda, en viðurkenna að til að byrja með verði að leigja út vinnsluréttindin til námufélaga, sem hafa aðstæður til að nýta þau. Genf, 27. júlí - AP YFIRLEITT eru það konur, sem fyrstar missa atvinnuna á tímum almenns samdráttar f efnahags- málum, og þær eru síðastar til að fá vinnuna á ný þegar betur árar, að því er segir í greinargerð frá Alþjóða vinnumálastofnuninni, ILO. I greinargerð sinni áætlar ILO að um sjö milljónir kvenna hafi misst atvinnuna í 18 ríkjum Vest- ur-Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Ástralíu og Nýja Amerasinghe sagði að á kom- andi fundum ráðstefnunnar yrði aóallega rætt um eftirfarandi at- riði: Skipulag alþjóðaráðsins, hlut landluktra rikja i auðæfum hafs- ins, samræmingu á siglingafrelsi og yfirráðum strandríkja i eigin efnahagslögsögu, stjórn á vísinda- rannsóknum á úthöfum, og hvern- ig leysa beri innbyrðis deilur að- ildarríkjanna. Fundir hafréttarráðstefnunnar hafa verið haldnir af og til frá árinu 1972 i New York, Caracas og Genf. Sjálandi i efnahagserfiðleikum undanfarinna ára, en sá fjöldi er rúmlega 40% allra atvinnulausra í þessum löndum, þótt konur séu aðeins 35% heildarvinnuaflsins þar. Segir í greinargerðinni að til dæmis i Sviþjóð hafi rúmlega helmingur allra atvinnulausra í febrúar síðastliðnum verið konur. i Japan var það hinsvegar þannig að margar konur hættu störfum af sjálfsdáðun þegar efnahags- örðugleikarnir dundu yfir, og eru þær konur ekki taldar til atvinnu- lausra, segir ILO. Konur verst úti Carter og kjarnorkan Plains, Georgia, 27. júlí — AP JIMMY C:rter forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum sagði fréttamönnum i heimabæ sínum, Plains, á mánudag að verði hann forseti landsins og öryggi þess eða einhverrar banda- lagsþjóðar verði ógnað, neyðist bandarfska ríkisst jórnin til að íhuga notkun kjarnorkuvopna. Carter bætti við að væru „alvar- leg mistök" að segja fyrir um það við hvaða skilyrði hann teldi Bandaríkin tilneydd að beita kjarnorkuvopnum. „En ef ég teldi öryggi þjóðar okkar eða öryggi þjóðar, sem við erum í bandalagið við, ógnað, þá held ég að við neyddumst til að íhuga beitingu kjarnorkuvopna,“ sagði hann. Seismic ókomið á Eyjahaf Ankara og Aþenu, 27 júlí — AP TYRKNESKA olíuleitarskipið „Seismic-1 ", sem áður hét „Hora". er enn ókomið inn á Eyjahaf til olíuleitar á hafsvæði sem bæði Grikkland og Tyrkland gera kröfur til Tyrknesk yfirvöld neita að segja hvar skipið sé, en haft var eftir áreiðanlegum heimildum i dag að það væri enn á Marmarahafi. Skipið fór frá Istanbul á föstudag og átti þá að sigla inn á Eyjahaf, en einhverjar tafir hafa orðið á siglingu þess Hafa grísk blöð birt skopteikning- ar af skipinu og feitletraðar fyrirsagnir og fréttir um ósjóhæfni þess og óhentugleika til rannsókna Suleyman Demirel forsætisráðherra Tyrklands sagði á mánudag að skipið færi inn á Eyjahaf „innan nokkurra klukku- stunda", og er talið að það þýði ein hverntíma i dag eða á morgun, mið- vikudag Tyrkneska blaðið Milliyet hef- ur það svo eftir opinberum heimildum i dag að skipið hafi tafizt vegna tækni- legra erfiðleika, en úr þeim ætti að rætast innan sólarhrings Þegar til- kynnt var að skipið ætti að fara til oliuleitarinnar á Eyjahafi, hótuðu grisk yfirvöld að sökkva þvi á staðnum Síð an hefur dregið úr hörkunni, og nú segja Grikkir að skipið verði stöðvað á annan hátt Demirel forsætisráðherra hefur einnig reynt að draga úr ágreiningn- um, meðal annars með að benda á að ferðir skipsins séu ekki i neinu sam- bandi við ágreining landanna um yfir- ráð á Eyjahafi, þvi skipið fari aðeins til rannsókna og mælinga. ekki til oliu- borunar Þessi ummæli Demirels hafa vakið óánægju heima fyrir, og hefur Bulent Ecevit, leiðtogi stjórnarandstöð unnar, gagnrýnt Demirel harðlega — Rignt hefur... Framhald af bls. 3 inn sé vannærður, en sama og engin eggjataka var þar í vor. Fálkar verpa i Drangey og drepa áreiðanlega eins mikið af bjarg- fugli og þeir geta í sig komið. Sinuflóki er svo mikill uppi á eyjunni, að menn eiga bágt um gang. Lax- og silungsveiði hefur verið misjöfn i ám. í Höfðavatni virðist klak hafa heppnazt vel. Búið er að sleppa um 60 þús. seiðum i vatnið, og virðast þau þroskast mjög vel. Þriggja til fjögurra ára bleikjur fást nú oft, 3—4 pund aó þyngd. Bændur sem eiga vatnið hafa ekki aðstöðu til að veióa eins mik- ið og þörf væri á. Eftir að vatnið er búið að vera lokað til sjávar í sjö ár virðist sums staðar vera næg marfló. Umferð á vegum er mjög mikil og tjöld ferðafólks sjást mjög viða og nú er sá tími að vel þegnir gestir koma til vina- og vanda- fólks. Björn r — Avísanafalsið Framhald af bls. 2 fram og rétti mér 100 þúsund króna ávisun á Breiðholtsútibúið og bað mig að kaupa hana. Ég sgði að ég þyrfti að hringja og athuga hvort inni«tæða væri fyrir hendi, en hann kvað það óþarfa, þar sem hann væri að leggja inn á reikn- inginn hærri ávísun en þá sem hann ætlaði að selja. Ég gaf mig ekki heldur kallaði og spurði vinnufélagana um simanúmerið i Breiðholtsútibúinu. Þá grunaði strax hvað var að gerast og þegar þau sáu nafnið á ávísuninni var lögreglumanninum gert aðvart, en hann var þarna í bankanum. Hann kom til min og spurði hvort eitthvað væri að. Þá greip falsar- inn ávísunina og hraðaði sér út og lögreglumaðurinn á eftir og tók manninn. Svona eftir á finnst mér þetta nokkur tilviljun, hvernig þetta tókst, að lögreglumaðurinn skyldi einmitt vera hjá okkur, en ekki einhverjum öðrum banka og aó það skyldi vera sumarmaður í rannsóknarlögreglunni, en rann- sóknarlögreglumaðurinn mun ekki hafa þekkt hann,“ sagði Hrafnhildur að lokum. — Bindindismót Framhald af bls. 3 gæzlu og einnig verða þeir sjálfir með gæzlulið á staðnum. Stefán sagði að aðstaða þarna væri mjög góð og væri mótið einna helzt sniðió fyrir fjölskyldur, en að öðru leyti engan sérstakan aldurs- hóp. Svæðinu verður skipt í tvennt. Annars vegar er tjald- stæði, sem bílar fara ekki inn á og verður bílunum þá lagt á eyrun- um við Rangá, en þaðan er örstutt inn á svæðið. Hins vegar er svæði fyrir fólk, sem vill hafa bílinn með sér og kostar þá sérstaklega fyrir bílinn, en það er nokkru utar á svæðinu. Þarna verður hægt að kaupa léttan mat, s.s. súpur, hamborgara og pylsur. Hjálparsveit skáta i Hafnarfirði sér um slysagæzlu og ætlunin er að fá lækni á staðinn. Aðgangs- eyrir inn á svæðið er 2.500 krón- ur, en börn yngri en 11 ára fá ókeypis. Gert er ráð fyrir aö þarna verði á milli 4—5000 manns, en í fyrra var miklu fjöl- mennara, þar sem þarna var eina útisamkoman þessa miklu ferða- helgi. — Náttúrufræð- ingar mótmæla Framhald af bls. 8 frjálsum vinnumarkaði þyrftu launin hins vegar að hækka um 30—65%. I stað þess að eyða þess- um óréttmæta mismun hefur niðurstaða kjardóms orðið til að framlengja hann i næstu tvö ár ef ekki kemur til endurskoðunar áóur. Með tilvísun til þessa lýsir félagið sig óbundið af niðurstöðu Kjaradóms og mun leita allra til- tækra ráða til að leiðrétta hlut félagsmanna sinna. Alyktun þessi var samþykkt samhljóða. Fundurinn samþykkti einróma i framhaldi af þessu aó senda fjármálaráðherra bréf með kröfu um raunhæfar og efnislegar við- ræður. Hafi jákvæðar undirtektir við bréfi þessu ekki borizt fyrir 1. september n.k. mun félagið alvar- lega ihuga sérstakar aðgerðir til að fá kröfum sinum framgengt. (Fréttatilkynning frá Félagi íslenzkra náttúrufræðinga) — Hæstu gjaldendur Framhald af bls. 3 Karl Sigurður Njálsson, útgm., Garðabr. 88 (Tsk. 645.410, útsv. 251.900) Vatnsl.str.hr. Guðlaugur Aðalsteinss., útgm., Vogagerði 24. (Tsk. 877.437, útsv. 337.000) Hafsteinn Snæland, hljóml.m.,Só!heimar (Tsk. 911.636, útsv. 413.800) Jóhann I. Hannesson, bifr.stj., Hófgerði 6 (Tsk. 915.312, útsv. 366.300) Hafnaþreppur Þóroddur Vilhjálmsson, vélvirki (Tsk. 658.267, útsv. 221.300) Jósef Borgarsson (Tsk. 524.927, útsv. 232.600) Jón Richardsson, eftirlm. (Tsk. 483.537, útsv. 188.100) Bessastaðahr. Lýður Vigfússson, vélsm., Túngötu 2 (Tsk. 814.070, útsv. 339.200) Guðmundur Gunnarsson, Norðurtún 3 (Tsk. 917.292, útsv. 346.100) Reynir Guðbjörnsson, Björk (Tsk. 411.443, útsv. 195.600) Mosfellshr. Guðm. Magnússon, Leirvogst. (Tsk. 1.852.713, útsv. 632.800) Ölafur Haraldsson, Ási (Tsk. 1.622.312, útsv. 547.600) Þorgrímur Jónsson, tannl., Klöpp (Tsk. 1.496.224, útsv. 593.900) Kjalarneshr. Jón Jónsson, Varmadal (Tsk. 567.630, útsv. 205.300) Egill Hjartarson, Bergvík (Tsk. 525.270, útsv. 177.800) C.eir G. Geirssor^Vallá (Tsk. 194.374, íitsvar 264.900) Kjósahr. kr. Jón Vikar Jónsson, Þúfu 929.477 (Tsk. 605.242, útsv. 234.600) Gylfi Grímsson 908.884 1.595.661 (Tsk. 618.594, útsv. 216.000) Davíð Guðmundsson, Miðdal 579.828 kr. (Tsk. 320.220, útsv. 163.300) Félög: Hæstu heildargjöld skv. skattskrá 1976 yfir 5.000.000. Kópavogur kr. 1.474.901 1.468.107 Byggingavöruverzlun Kópavogs 21.369.890 1.466.846 Málning h.f. 9.942.337 Vogur hf„ blikksm. 8.027.295 Hafnarf jörður kr. kr. Jón V. Jónsson s.f. 13.498.850 958.886 Börkur hf. 10.517,585 Vélsm. Hafnarfjarðar 7.395.768 817.791 Raftækjaverksm. hf. 6.364.319 Fjarðarkaup hf. 5.887.270 726.461 Stálskip hf. 5.007.300 Keflavík kr. . kr. Járn- og pípul. verktakar hf. 7.665.760 1.582.219 Kaupfél. Suðurnesja 7.943.215 Hraðfrystih. Keflavfkur hf. 5.339.370 1.469.819 Öl. S. Lárusson hf. 5.287.859 Garðabær kr. 1.240.606 Stálvík hf. 8.219.223 Grindavík kr. kr. 2.820.166 Fiskimjöl og Lýsi hf. 9.012.220 Njarðvík Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. kr. 8.247.437 2.629.396 Gerðahreppur Dverghatnar sf. kr, 7.706.061 2.573.553 Miðneshreppur Miðnes hf. kr. 5.895.916 kr. Rafn hf. 5.075.157 Mosfellshreppur kr. 845.250 Alafoss hf. 13.946.059 822.557 Kjalarneshreppur kr. B.M. Vallá hf. 7.085.059 816.870 Keflavikurflugvöllur og Njarðvík kr. tsl. Aðalverktakar sf. 35.586.170 ísl. Markaður hf. 11.027.189

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.