Morgunblaðið - 29.07.1976, Síða 4

Morgunblaðið - 29.07.1976, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JULÍ 1976 LOFTLEIDIR 2T 2 1190 2 11 8£L ^BILALEIGAN— felEYSIR • CAR LAUGAVEGI66 RENTAL 24460 |f 28810 r Lltvarp og stereo,.kasettutæki. Koma haustlán? spyr stjórn SHI STJÖRN Stúdentaráðs Háskóla tslands hefur sent blaðinu frétta- tilkynningu þar sem m.a. kemur fram eftirfarandi: Eins og mörgum er í fersku minni, var aðeins veitt 800 millj. króna til Lánasjóðs íslenzkra námsmanna á síðustu fjárlögum. tT*l að ríkisvaldið gæti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart námsmönnum þurfti 1440 milljónir. Samkomulag náðist milli ríkis og námsmanna, um að það bil yrði brúað með lögbind- ingu 660 millj. króna lántöku- heimildar fyrir Lánasjóðinn. Skýrar yfirlýsíngar hafa gengið frá menntamálaráðherra um, að sú heimild yrði nýtt eftir þörfum. Lántökuheimildin aðeins pappírsgagn. Námsmenn standa nú frammi fyrir sannleiksgildi þeirrar yfir- lýsingar: 221 millj. króna er nú vant til að Lánasjóðurinn geti innt hin skuldbundnu vorlán af höndum. Þau fara til námsmanna, sem ekki luku tilskildum árangri fyrr en í vor. Nú eru liðnir tæpir tveir mánuðir frá greiðslutíma þeirra lána og enn bólar ekki á þeim. Þessir námsmenn tóku margir víxla ti að fleyta sér yfir erfiðasta hjallann, í trausti þess að tilskilin lán stæðu þeim til reiðu að vori. Það er því ljóst að tregða ríkisvaldsins til að nýta lántökuheimildina hefur steypt þessu fólki í mikla fjárhagsörðug- leika. Námsmenn borga lán sín að fullu Áður fyrri voru tilhneigingar ríkisvaldsins til að skerða eða seinka námslánaveitingum gjarn- an réttlættar með því að benda á, að námslán væru í rauninni beínn styrkur, sem þjóðin hefði ekki efni á að veita á erfiðum tímum. Forsendur þessarar réttlætingar brustu með hinum óheillavæn- legu lögum um námslán, sem Al- þingi samþykkti á sl. voru. Sam- kvæmt þeim munu námsmenn greiða lán sín til baka í fullu raungildi, án tillits til tekna þeirra að námi loknu. Það er því mikill og útbreiddur misskilning- ur, að námslán séu hreinn styrkur til námsmanna. Koma haustlánin? Haustlán til námsmanna á að fjármagna með fyrrnefndri 660 millj. kr. lántöku. Enn hafa ráða- menn þó engan lit sýnt á að nýta heimildina til fjáröflunar í haust- lán. Líkur benda því til, að í sama óefni stefni með námslán og á sl. hausti, en þá fengu námsmenn ekki lán sín að fullu fyrr en í febrúar/marz. Það er því eðli|egt að náms- menn fari fram á að: 1) ráðamenn standi við þau lof- orð sem þeir gáfu á sl. vetri og aftur í haust um nýtingu lántöku- heímildar eftir þörfum og vorlán- in verdi borguð út nú þegar, 2) að hafizt verði handa um útvegun fjármagns til haustlána, svo öngþveiti skapist ekki í fjár- málum námsmanna svo sem á sl. vetri. Útvarp Reykjavik FIM/MTUDAGUR 29. júlí MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 <og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Árnadóttir byrjar að lesa söguna „Kóngsdótturina fögru“ eftir Bjarna M. Jónsson. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25. Ingólfur Stefánsson ræðir við Tómas Þorvaldsson í Grindavík, þriðji þáttur (áður útv. í október). Tónleikar. Morguntónleikar kl. 11.00: London Wind Soloists leika Divertimento eftir llaydn; Jack Brymer stjórnar — Arthur Rubinstein og Guarneri-kvartettinn leika Píanókvintett f f-moll op. 34 eftir Brahms. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ Á frfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug“ eftir Sterling North Þórir Friðgeirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les (15). 15.00 Miðdegistónleikar Konunglega fflharmónfusveitin í Lundúnum leikur „Föðurlandið", forleik op. 19 eftir Bizet; Sir Thomas Beecham stjórnar. Itzhak Perjman og Konunglega fílharmónusveitin leika „Garmenfantasíu", tónverk fyrir fiðlu og hljómsveit op. 25 eftir Pablo de Sarasate. Hljómsveitin Fflharmónía í Lundúnum leikur „Leikfangabúðina", balletttónlist eftir Rossini/Respighi; Alceo Galliera stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatfminn Sigrún Björnsdóttir hefur umsjón með höndum. 17.00 ;Tónleikar. 17.30 Skólahall f Reykjavík og kaupavinna í Gufunesi Iljörtur Pálsson les úr óprentuðum minningum séra Gunnars Benediktssonar (2). 18.00 Tónleikar. Tilkvnningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. KVÓLDIÐ 19.35 t sjónmáli Skafti Harðarson og Steingrímur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Samleikur f útvarpssal: Aage Kvalbein og Harald Bratlie leika Sónötu fyrir selló og pfanó op. 40 eftir Shjostakovitsj. 20.25 Leikrit: „Með bakið að veggnum" eftir Evan Storm Þýðandi. Ásthildur Egilsson. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Persónur og leikendur: Ivan/ Þorsteinn Gunnarsson Helgi / Sigurður Skúlason 20.55 Á Ólafsvöku Stefán Karlsson handritafræðingur bregður upp svipmyndum úr Færeyjum. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan „Litli dýrlingurinn" eftir Georges Simenon Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (19). 22.40 Ásumarkvöldi Guðmundur Jónsson kynnir ýmsar serenöður. 23.30 Fréttir. þ.á m. íþróttafréttir frá Montreal. Dagskrarlok. FÖSTUDAGUR 30. júlí MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Árnadóttir les söguna „Kóngsdótturina fögru“ eftir Bjarna M. Jóns- son (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Tónleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Suisse Romande hljómsveit- in leikur „Thamar" sinfónfskt Ijóð eftir Bala- kfreff; Ernest Ansermet stjórnar / Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leikur Sinfónfu f C-dúr eftir Stravinský; Colin Davis stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug“ eftir Sterling North. Þórir Friðgeirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les sögulok (16). 15.00 Miðdegistónleikar. Rena Kyriakou leikur Pfanósónötu f B-dúr op. 106 eftir Mendelssohn. Anne- liese Rothenberger syng- ur lög eftir Hugo Wolf og Richard Strauss; Gerald Moore leikur á pfanó. Josef Suk og St. Martin- in-the-Fields hljómsveitin leika Rómönsu nr. 2 í F-dúr op. 50 eftir Beethoven; Neville Marriner stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 „Birtan kemur með blessað strit“ Jón Hjartarson leikari flytur ferðaþanka frá Suður-Kína; — fyrri þáttur. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Daglegt máL Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 (þróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 20.00 I föðurgarði fyrrum Pétur Pétursson ræðir við Selmu Kaldalóns um föður hennar, og flutt verða lög þeirra feðginanna. 20.40 í deiglunnL Baldur Guðlaugsson ræður við Berg Guðnason og Ölaf Nflsson um skattheimtu og skattrannsóknir. 21.15 „Á þessari rímlausu skeggöld", kórverk eftir Jón Ásgeirsson við ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Háskólakórinn syngur. Söng- stjóri: Rut L. Magnússon. 21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan úr Svartaskógi“ eftir Guðmund Frfmana Gfsli Halldórsson leikari les (5). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Litli dýrling- urinn“ eftir Georges Simen- on. Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (20). 22.40 Áfangar. Tónlistarþáttur f umsjá Ás- mundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir, þ.á.m. fþrótta- fréttir frá Montreal. Dagskrárlok. Leikrit vikurmar kl. 20:25: Með bakið að veggnum Leikrit vikunnar er eftir sænska leikritahöfundinn Evan Storm í þýðingu Ásthildar Egil- son. Þetta er fyrsta leikritið sem islenzka útvarpið flytur eftir hann, en hann er fæddur 1938 og hefur skrifað ein tíu eða tólf leikrit fyrir sænska út- varpið. Evan Storm sækir oftast efnivið sinn í daglega lifið en fær einvöldustu og hversdags- legustu hluti til að sýnast næsta fjarstæðukenndir. Leikstjóri er ERP RQI HEVF 1H1 Þetta er Uka Rétt er að vekja athygli á þvi að í dag hefst lestur nýrrar sögu í morgunstund barnanna. Björg Árnadóttir byrjar lestur sögunnar Kóngsdóttirin fagra eftir Bjarna M. Jónsson. Þá verður á dagskrá i kvöld kiukkan 22:40 liðurinn Á sum- arkvöldi undir stjórn Guð- mundar Jónssonar. Þar kynnir hann og leikur ýmsar serenöð- ur. Hrafn Gunnlaugsson, en með hlutverkin fara þeir Þorsteinn Gunnarsson og Sigurður Skúla- son. Leikurinn gerist á kaffiteriu á stórri járnbrautarstöð i Sví- þjóð. Tveir menn á fertugs- aldri, Ivan og Helgi, sitja við borð og bíða eftir afgreiðslu. Ivan er dauðhræddur um að hann fái ekki það sem hann pantaði en Helgi fullvissar hann um að það komi i fyllingu tímans. LJt frá þessu spinnast siðan orðræður um ólíkustu efni, sem ekki skulu raktar frekar, enda mikil spenna i samtalinu og endir ieiksins næsta óvæntur. Höfundur teflir þarna saman hianni, sem ný- kominn er af taugahæli og öðr- um sem við mundum kalla „andlega heilbrigðan" og hon- um tekst ótrúlega vel að prjóna góða flík úr einföldu garni svo notað sé líkingamál. á dagskránni í þættinum i sjónmáli, sem Skafti Haróarson og Steingrim- ur Ari Arason sjá um, verður fjallað um agann. Verða lesnar tilvitnanir eftir dr. Matthias Jónasson og úr bókinni Summ- erhill-skólinn ásamt erindum umsjónarmanna. Þá verður rætt við fólk á götum úti, aðal- lega eldra fólk og það spurt hvort agi hafi breyzt frá þeirra dögum og hvort unglingar séu betur upp aldir nú en áður fyrr. Frá fiskveiðum við Færeyjar. Klukkan 20:55: Frá Ólafsvöku í Fœregium Stefán Karlsson handritafræð- ingur spjallar um Færeyjar kl. 20:55. Stefán Karlsson handrita- fræðingur talar um Færeyjar i þættinum „Á Ólafsvöku“, sem er á dagskránni i kvöld. Hann sagði lítillega frá efni þáttar- ins: „Eg segi aðeins frá Ólafsvök- unni, en annars segi ég ofurlít- ið frá ferð sem ég fór til Fær- eyja fyrr á þessu ári og nota ég þá ferð sem uppistöðu til spjalls um menn og málefni. Inn í er svo skotið danskvæðum og kórsöng á færeysku, sem ég hef á hljómplötum. Einnig er ég með smásýnishorn :f upp- lestri og leiklist og flyt ég þýð- ingu þeirra á undan eða a.m.k. efnislega, svo hlustendur geti fylgst með því sem fram fer.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.