Morgunblaðið - 29.07.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.07.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JULI 1976 Sumar- bústaöa- og húseigendur GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR, ALLSKONAR Handsláttuvélar Garðslöngur og tilh. Slöngugrindur. Kranar Garðkönnur. Fötur Hrífur. Orf. Brýni. Eylands-Ljáir Greina og grasklippur. Músa- og rottugildrur Handverkfæri, allskonar Kúbein. Járnkarlar Jarðhakar. Sleggjur Múraraverkfæri, allskonar. Málning og lökk Bátalakk. Eirolia Viðarolia. Trekkfastolia. Pinotex, allir litir Tjörur, allskonar Kitti, allskonar Virbustar. Sköfur Penslar. Kústar. Rúllur. Polyfilla-fyllir Polystrippa-uppleysir Vængjadælur Ál-stigar Ryðeyðir — Ryðvörn Gas- ferðatæki Olíu-ferða- prímusar Vasaljós. Raflugtir Oliulampar. Steinolia Plastbrúsar 10 og 25 Itr. Útigrill Viðarkol Gólfmottur Hreinlætisvörur Gluggakústar Bilaþvottakústar Bíladráttartaugar Hengilásar og hespur Þvottasnúrur Þéttilistar á hurðir og glugga. Slökkvitæki Asbest-teppi Brunaslöngur Björgunarvesti Árar — Árakefar Silunganet og slöngur Silunga- og laxalínur Önglar. Pilkar. íslenskir fánar Allar stærðir. Fánalinur. Húnar. Fánalínu festingar. Ullar- nærfatnaður „Stil-Longs" Vinnufatnaður Regnfatnaður Gúmmístígvél Vinnuhanzkar v Ánanaustum simi 28855 Hestaþing Sleipnis og Smára: Blesa varð að láta sér nægja annað sætið í 250 m stökkinu Mósi frá Vindási sigraði HESTAÞING Sleipnis og Smára var haldið ð mótssvæði félagsins á Murneyrum á Skeiðum sunnu- daginn 18. júlí sl. 1 góðviðri og hrakandi þerri komu hestamenn saman til þessa hestaþings, en margt sveitafólk átti þó ekki heimangengt vegna heyanna og urðu áhorfendur þvf með færra móti. í gæðingakeppni Sleipnis sigr- aði Vinur Iðunnar og Snorra Sig- finnssonar á Selfossi í flokki al- hliða gæðinga. Annar varð Hlýja Skúla Steinssonar, Eyrarbakka, og þriðja Litla-Bliða Skúla Steins- sonar, Eyrarbakka. Af klárhest- um með tölti stóð efstur hjá Sleipni Erpur Skúla Steinssonar á Eyrarbakka, en annar varð Blesi Kristjáns Friðbertssonar á Selfossi og i þriðja sæti varð Hrefna Guðmundar Ketilssonar, Selfossi. Bezti alhliða gæðingurinn hjá Smára reyndist vera Litla-Stjarna Kolbeins Sigurðssonar i Hvítár- holti. Annar varð Þytur Sigfúsar Guðmundssonar i V,- Geldingaholti og þriðji Blakkur Asgeirs Gestssonar á Kaldbak. Af klárhestum með tölti stóð efstur hjá Smára Gjósta Einars Kára Sigurðssonar, Háholti, en Hálegg- ur Rosemarie Þorleifsdóttur, V,- Geldingahoiti, og þriðji Hrimfaxi Sigurgeirs Sigmundssonar á Grund. Sérstök gæðingakeppni barna- og unglinga fór fram undir stjórn Rosemarie Þorleifsdóttur og var keppt í tveimur flokkum, flokki barna yngri en 13 ára og flokki unglinga 13—15 ára. í yngri flokknum sigraði Ari Thorar- ensen, 11 ára, á Grágás, og annar varð Þorleifur Sigfússon, 12 ára, á Faxa, en þriðji Ólafur Ingi Sigur- geirsson, 11 ára, á Hrimfaxa. Magnús Skúlason, 13 ára, sigraði í eldri flokknum á Stakk. Annar varð Ævar Ásgeirsson, 15 ára, á Þyt og þriðja Þórunn Ansnes, 14 ára á Snerru. Atli Lilliendahl, Skálmholti, hlaut Riddarabikarinn fyrir beztu ásetu þeirra Sleipnismanna, en Einar Kári Sigurðsson, Háholti, hlaut Sveinsmerki Smára fyrir góða ásetu. Sveinsmerkið hefur nú verið veitt í allmörg ár, en það er gefið til minningar um Svein heitinn Sveinsson á Hrafnkels- stöðum, sem var einn af stofnend- um Hestamannafélagsins Smára. Urslit kappreiða urðu sem hér segir: 250 m skeið: 1. Vafi Erlings Sigurðssonar, Reykjavík, á 24,5 sek. Einar Kári Sigurðsson situr hér hryssuna Gjóstu, sem stóð efst klárhesta með tölti hjá Smára. 2. Hrafnhildur Más Ólafssonar, Eyrarbakka, á 25,6 sek. 3. Hrimnir Eyjólfs ísólfssonar, Stóra-Hofi, á 26,3 sek. 250 m unghrossahlaup: 1. Mósi Valmundar Gíslasonar, Vindási, á 19,3 sek. 2. Blesa Sigurðar Bjarnasonar, Hlemmiskeiði, á 19,6 sek. 3. Rauðka Unnar Jóhannesdóttur, Hvammi, á 20,2 sek. 350 m stökk: 1. Gustur Björns Baldurssonar, Reykjavík, á27,l sek. 2. Bleikur Höllu Sigurðardóttur, Hvítárholti, á27,3 sek. 3. Jerímías Björns Baldurssonar, Reykjavik, á 27,6 sek. 800 m stökk: 1. Frúarjarpur Unnar Einarsdótt- ur, Hellu, á 66,5 sek. 2. Rosti Baldurs Oddssonar, Reykjavík, á 67,2 sek. 3. Ástvaldur Gunnars Svein- björnssonar, Keflavík, á 67,2 sek. — Sig. Sigm. Gunnar B. Gunnarsson formaður Sleipnis afhendir hér Snorra Sig- finnssyni Sleipnisskjöldinn fyrir bezta alhliða gæðinginn hjá Sleipni. Ljósm. Sig. Sigm. 100. fundur Æskulýðsráðs ríkisins: Boðað til ráðstefnu um aðstöðu til félags- starfsemi í landinu 100. fundur Æskulýðsráðs rfkisins. Talið frá vinstri: Þorbjörn Guð- mundsson, Jónas Sigurðsson, Arnfinnur Jónsson, Reynir G. Karlsson æskulýðsfulltrúi, Hafsteinn Þorvaldsson formaður, Unnar Stefánsson, Ólafur Oddsson og Jóhann Geirdal. ÆSKULÝÐSRÁÐ rfkisins hélt nýlega 100. fund sinn, en ráðið hefur nú starfað f 6 ár. Skipan ráðsins er með þeim hætti, að menntamálaráðherra skipar for- mann, Samhand fsl. sveitarfélaga tilnefnir einn mann og landssam- tök æskulýðsfélaga f landinu kjósa þrjá menn f ráðið. Núver- andi formaður ráðsins er Haf- steinn Þorvaldsson, en fram- kvæmdastjóri ráðsins er Reynir G. Karlsson æskulýðsfulltrúi rík- isins. í samtali við Reyni Karlsson kom fram, að allt frá upphafi hef- ur ráðið lagt áherzlu á beinan og óbeinan stuðning við æskulýðs- samtökin, þjálfun og fræðslu leið- beinenda og forystumanna félaga í æskulýðsstarfi. Reynt hefur ver- ið að samræma starf æskulýðsfé- laga, skóla og æskulýðsstarf sveit- arfélaga, og sagði Reynir, að ráðið hefði nú haldið 9 námskeið fyrir félagsmálakennara og gefið út námsefni, sem nýtt hefur verið á 180 félagsmálanámskeiðum æsku- lýðsfélaga með yfir 4000 þátttak- endum. Á 100. fundi sínum samþykkti Æskulýðsráð að boða til almennr- ar ráðstefnu i nóvember n.k. um aðstöðu til félagsstarfsemi í land- inu og fjárveitingar til æskulýðs- starfsemi. Hjá Reyni kom fram að fjárveitingar til Æskulýðsráðs ríkisins hafa frá upphafi verið mjög af skornum skammti, en 1975 fékk ráðið 2,4 millj. króna til ráðstöfunar, og sömu upphæð fyr- ir 1976. Hann sagði það von ráðs- ins að fjárveitingar verði veru- lega auknar á næstu árum þannig að ráðinu reynist unnt að sinna þeim verkefnum, sem því er falið með lögum um æskulýðsmál. Æskulýðsráð rikisins skipa nú: Hafsteinn Þorvaldsson formaður, Unnar Stefánsson, tilnefndur af Sambandi ísl. sveitarfélaga, Arn- finnur Jónsson, Jóhann Geirdal og Jónas Sigurðsson, kjörnir af landssamtökum æskulýðsfélaga. Varamenn eru: Guðmundur Guð- mundsson, Hermann Sigtryggs- son, Höskuldur Frímannsson, Ól- afur Oddsson, Þorbjörn Guð- mundsson. .. • Félag Vestmannaeyja Suðurnesjum Skemmtiferð á vegum Útivistar verður farin laugardaginn 7. ágúst. Brottför kl. 8.00 frá Keflavík, farþegar síðar teknir í Hafnarfirði, Reykjavik og á Selfossi. Ferðaáætlun Upp Landssveit eða Rangárvelli með viðkomu í Hraunteigi og víðar. Síðan um Tröllkonuhlaup og Fossabrekku í Þjórsárdal, þar sem það helsta verður skoðað, svo sem Gjáin, Hjálparfoss og hugsanlega gengiðað Háafossi. Fararstjóri verður Jón Bjarnason, ferðin kostar kr. 2.200,— Á heimleið, heldur félagið Eyjaball i Selfossbiói kl 9 e.h. Hljómsveit Grettis Björnssonar leikur fyrir dansi. Aðgöngumiðar á Eyjaballið kosta kr 1.000.— Allir Vestmannaeyingar og makarverið velkomin með okkur í ferðipa og á Eyjaballið Farseðlar seldir hjá Útivist, Lækjargötu 6, Reykjavik simi 14606, í Keflavik hjá Stellu Ingimundardóttur Faxabraut 79, sími 92-2223 og Helgu Jónsdóttur Hafnargötu 47 sími 92-1386 C(i. in

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.