Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JULI 1976 15 Hreinsanir og endurskipu- lagning efst á baugi hjá Miki Yfirheyrslum yfir Tanaka haldið áfram Tókió 28. júli. Reuter — AP. YFIRHEYRSLUR héldu áfram í dag yfir Takuei Tanaka fyrr- um forsætisráðherra Japan, sem handtekin var ( gær, sakað- ur um að hafa þegið 1.7 milljónir dollara í mútur frá bandarísku flugvélaframleið- endunum Lockheed. Tanaka er f haldi f gæzluvarðhaldsfang- elsinu f Tókfó, þar sem hann hefst við f 9 fermetra klefa og sefur á þunnri dýnu á gólfinu eins og hinir 2000 meðfangar hans. Handtaka Tanakas hefur vakið gffurlega athygli í Japan og vfða um heim og hefur ham- ingjuóskum rignt yfir skrif- stofu saksóknaraembættisins f Tókfó. Tanaka var forsætisráð- herra Japans frá 1972—1974 er hann lét af embætti vegna ádeilna um að hann hefði auðg- ast á vafasömum viðskiptum meðan hann var forsætisráð- herra. Hann neitaði ailtaf sak- argiftum, og sagðist aðeins segja af sér til að lægja öldurn- ar. Tanaka hefur áður verið handtekinn og sakaður um mútuþægni, 1948, en var sýkn- aður þá. Flokkur Tanakas, Frjálslyndi demókrataflokkurinn, sem ver- ið hefur við völd í Japan frá því 1955 er nú í miklu uppnámi vegna handtöku þessa fyrrver- andi foringja sins. Takeo Miki núverandi forseti flokksins og forsætisráðherra litur á vand- ann, sem prófraun þinglegs lýð- ræðis. Miki, sem svaraði spurn- ingum fréttamanna á fundi i gær eftir að tilkynnt hafði verið um handtöku Tanakas, að nú riði mest á að halda loga lýð- ræðisins logandi. Stjórnmála- fréttaritarar segja að á öðrum stað og öðrum tima hefðu slík ummæli þótt yfirborðshjal, en er litið sé á Asiu í dag, þar sem lýðræði sé svo til úr sögunni sé ljóst, að áhyggjur Mikis séu ein- lægar. Miki hefur gegnt þing- mennsku um 40 ára skeið og hann þekkir sérhvern veikleika og styrkleika flokks síns og þingsins. Miki er þekktur í landi sinu, sem strangheiðarlegur og fram- farasinnaður maður, sem telur rikisstjórn fólksins fyrir fólkió besta valkostinn þrátt fyrir ýmsa galla kerfisins. Stjórn- málafréttaritarar segja að ef Miki hefði ekki verið i forsæti flokks sins nú hefðu horfurnar verið dekkri. Helzta verkefni hans nú er að reyna að bæta eins mikið af tjóninu og unnt er fyrir almennu þingkosningarn- ar, sem halda verður fyrir 9. desember nk. Hann verður að komast til botns i Lockheed- hneykslinu þannig að engin vafaatriði eða grunsemdir verði eftir. Á sama tima verður hann að gera ærlega hreinsun innan flokksins og gera breytingar á þeim reglum, sem kveða á um kosningu flokksforsetans. Sög- ur eru uppi um að Tanaka hafi Takeo Miki kostað um 3 milljónum dollara til aó tryggja sér embættið i kosningunum innan þing- flokksins 1972. Að lokum verð- ur Miki að setja saman nýja rikisstjórn, sem er algerlega laus við nokkur tengsl við Lock- heedhneykslið ef hann á aö gera sér nokkrar vonir um að flokkur hans sigri í kosningun- um. Nr. 6. Litir: Ljós. svartur og brúnn. Kr. 11.850. Kr. 12.490. Laugavegi 69, simi 16850 Miðbæjarmarkaði, sími ,19494 Fyrstu siglingar á Bret- land um miðjan ágúst ENN sem komið er hefur ekkert íslenzkt fiskiskip siglt til Englands frá þvi að samkomulag- ið við Breta vegna landhelgis- málsins var gért. Morgunblaðinu er þó kunnugt um að einhverjir íslenzkir útgeróarmenn eru að hugsa um, að láta skip sin sigla á næstunni. Nokkrir útgerðarmenn m.a. frá Vestmannaeyjum hafa siðustu daga staðið i sambandi við Jón Olgeirsson ræðismann i Grimsby. ( Jón telur vart ráðlegt að skipin byrji að sigla fyrr en um miðjan ágúst. Markaðurinn i Bretlandi verði miklu stöðugri eftir þann tima og einnig megi búast vió hærra fiskverði en nú er. Nr. 4. Litir: Ljós, svartur, og brúnn. Ef þú œtlar að kaupaföt fyrir verslurtarmannahelgina, þá skaltu gera það í dag. Ekki geyma fatakaupin fram á síðustu stundu þvíþá áttu það á hcettu að lenda í troðningi og tímahraki. Við viljum reyna að veita þe'r hestu þjónustu sem völ er á, því ráðleggjum við þér að komafyrr en seinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.