Morgunblaðið - 29.07.1976, Side 32

Morgunblaðið - 29.07.1976, Side 32
AUGLÝSíNGASÍMINN ER: 22480 jnorgttnÞlafeife AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Rtorgunblahiþ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1976 Salan svipuð eða . . r # minni en 1 tyrra TOLLIVERT hefur verid að gera í byggingariðnaðinum á Reykja- víkursvæðinu að undanförnu. Þessa dagana er mikið steypt meðai annars vegna þess að steypustöðvar loka um 10 daga skeið á næstunni og eru margir húsbyggjendur nú að viða að sér byggingarefni og láta steypa áður en sumarfrí steypustöðvanna byrjar. Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar hjá steypustöð B.M. Vallá í gær að salan i sumar hefði almennt gengið nokkuð vel og voru horfur á þvi að salan yrði í ár svipuð og í fyrra, en þá varð 22% samdráttur frá árinu 1974. Víglundur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri hjá B.M. Vallá sagði að nokkur samdráttur hefði orðið fyrstu fimm mánuði ársins en svo virtist sem salan í júni og júlí ætlaði að bæta það upp að einhverju leyti og árið í heild koma út sem slakt meðaltaisár. Þeir Leifur Sveinsson og Sigurður Hall hjá Timburverzlun- inni Völundi tjáðu Morgun- blaðinu í gær, að það sem af væri árinu væri salan svipuð hvað krónutölu snerti og á síðasta ári, en á þessu timabili hefðu orðið allmikiar verðhækkanir á timbri og öðru því sem til bygginga þyrfti. Þetta þýddi því minnkun magnsölu. Gat Sigurður Hall þess, að nú.væri ekki eins mikili hugur í fólki að panta innihurðir fyrir Framhald á bls. 19 VEÐRID — Það er von til þess að þessir hressu piltar þurfi ekki vaða drulluna upp að hnjám í dag eða ganga í regnfötum, því nú er spáð norðvestanátt á Suðurlandi og á að létta til. Hins vegar hljóðar spáin þannig aó á Norður- og Austurlandi verður norðaustanátt og dálítil súld eða rigning. NYR kjarasamningur milli Sjó- mannasambands Islands, annars vegar og Landssambands fs- lenzkra útvegsmanna hins vegar var undirritaður f gærkvöldi hjá sáttasemjara rfkisins. Þessi nýi kjarasamningur kemur f stað þess, sem undirritaður var 1. marz s.l., en felldur var í öllum Gert er ráð fyrir hækkun kauptrygg- ingar og á hlut 1 sumum tilfellum sjómannafélögum landsins að undanskildum sex. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgun- blaðinu tókst að afla sér í gær- Gróf gjaldeyrisbrot: Allt að 4 ára fangelsi og 500 þús. kr. sekt kvöldi þá gerir nýi samningurinn ráð fyrir nokkurri kauphækkun til sjómanna bæði hvað varðar kauptryggingu og einnig á hlut f stöku tilfelfum. Ákveðið er að sameiginleg at- kvæðagreiðsla verði að þessu sinni hjá sjómannafélögum og á henni að vera lokið fyrir 21. ágúst n.k. en talning fer fram f Reykja- vfk 23. ágúst. Kristján Rangarsson formaður Landssambands islenzkra útvegs- manna sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að í sumar hefði siitnað upp úr samningavið- ræðum, en fyrir skömmu hefðu viðræður verið teknar upp á ný. Nýi samningurinn yrði í gildi á Norðurlandi, Snæfellsnesi, Suð- vesturlandi og Höfn í Hornafirði. Þegar atkvæði voru greidd um samninginn, sem var undirritaður 1. marz s.l., var hann feildur i öllum sjómannafélögunum nema i Grindavík, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Eyrarbakka , Skaga- strönd og Akranesi. Jón Sigurðsson formaður Sjó- mannasambands Íslands sagði er Morgunblaðið ræddi við hann i gærkvöldi, að nú yrði talið upp úr einum potti, en ekki hjá hverju félagi fyrir sig eins og áður. Nokkurn tíma tæki að koma at- kvæðaseðlum og samningsupp- Framhald á bls. 18 Humarvertíðin: 10% meiri veiði á togtíma en í fyrra NÚ FER senn að Ifða að þvf að yfirstandandi humarvertfð Ijúki, en það er 7. ágúst n.k. sem veiði- leyfin renna út. Þá er gert ráð fyrir að humarhátarnir verði bún- ir að veiða það magn, sem heimil- að var á þessu sumri, 2800 lestir. Þann 15. júlí s.l voru bátarnir búnir að veiða 2200 lestir. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið fékk f gær, mun humarafli pr. togtfma vera um 10% meiri f ár en f fyrra, sem bendir til þess að stofninn sé að stækka. Hrafnkeli Eirfksson fiskifræð- ingur, sem er nýkominn úr rann- sóknarleiðangri á rannsóknar- skipinu Dröfn, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að eins og búast mætti við á þessum tfma væri nú nokkuð um linan humar, svokallaðan „gúmmíkrabba" f afl- anum, Ástæðan fyrir þvf væri að hrygnur væru nú búnar að hrygna og skipta um skel. „Það hefur borið nokkuð mikið á smáum humri í sumar og stafar það einfaldlega af því, að sterkir árgangar eru að koma inn í stofn- inn. Stofninn virðist því vera á réttri leið þótt hann sé ekki kom- inn í hámarksstærð enn. Það hef- ur borið mikið á árganginum frá 1970 í sumar, en hann mun þó ekki gefa af sér hámarkstonna- fjölda fyrr en 1978. Þá eru aðrir sterkir yngri árgangar eins og frá 1971 og 1972 að koma inn í veið- ina smám saman, sagði Hrafnkell. Hrafnkell sagði ennfremur að Framhald á bls. 19 Byggingarefnissalan: VEGNA rannsóknar Sakadóms Reykjavíkur og gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á kaupum skipa erlendis frá og um hvort gróf gjaldeyrisbrot hafi verið að ræða, eins og í kaupunum á sanddæluskip- inu Grjótjötni, sneri Morgunblaðið sér til Gylfa Knútssonar lögfræðings viðskiptaráðuneytisins og spurði hann hvaða viðurlög væru við svona brotum. Gylfi sagði, að í lögum um skipan innflutnings- og gjald- eyrismála nr. 30 frá 1960 væri sérstakt ákvæði um brot frá reglunum, auk þess sem svona mál vörðuðu aimenn hegn- ingarlög. 1 lögunum um skipan inn- flutnings- og gjaldeyrismáls segir m.a.: „Brot gegn ákvæðum laga þessara og reglum settum sam- kvæmt þeim varða sektum allt að 500 þús. krónum. Ef miklar sakir eru eða brot ítrekað má dæma sökunaut i varðhald eða fangelsi allt að 4 árum, og svipta má hann atvinnurétti um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Upptaka eigna samkvæmt 69. gr. almennra hegningarlaga skal og heimil vera.“ 20 tíma Ölympíuefni SJÓNVARPIÐ byrjar útsending- ar á sunnudaginn eftir mánaðar- hlé. Fyrst á dagskránni á sunnu- daginn eru mvndir frá Ólympfu- leikunum og þegar dagskráin er skoðuð, sést að ólympíuefni verð- ur á dagskránni meira og minna á hverjum degi. „Danska sjónvarpið vinnur fyr- ir okkur efni frá Ólympíuleikun- um, samtals rúma 20 tíma í út- Sendingu,“ sagði Bjarni Felixson íþróttafréttamaður sjónvarpsins. „Þarna verður að finna allt það markverðasta, sem gerst hefur og á eftir að gerast á leikunum. Á sunnudaginn verða fimleikar sýndir ög síðan kemur sundið og aðrar íþróttagreinar hver af ann- arri,“ sagði Bjarni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.