Morgunblaðið - 30.07.1976, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1976
Barna- og
unglingaskór
Tegund 34 75. Nr. 28-34. Kr. 2.690.
Tegund 4017. Nr. 28—35. Kr. 2.245 Milli-
brúnir.
Tegund 7069. Nr. 21-27, kr. 2.235. Nr.
28-34, kr. 2660. Gulir og grænir, tvíiitir.
Tegund 8051. Nr. 22-27. Kr. 2.325. Ljósir
með laxableiku.
Tegund 8052. Nr. 24-27, kr. 2.365. Nr.
28-35, kr. 2. 745. Ljósbrúnir.
Sendum gegn póstkröfu
Austurstræti
DANIEL
BARENBOIM
Píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Daniel
Barenboim er fslendingum vel kunnur. Hann kom
hingað til lands á fyrstu listahátíð 1970 ásamt konu
sinni, cellóleikaranum Jaqueline du Pré.
„Ég kom hingað fyrir Ashkenazy,“ sagði Baren-
boim blaðamanni Morgunblaðsins þá, „hann hefur
svo geysilegan áhuga á þessari listahátfð.“ Auk þess
að halda hér tónleika með konu sinni, stjórnaði
hann einnig Sinfóníuhljómsveit fslands — hljóp í
skarðið með örstuttum fyrirvara fyrir vin sinn
André Previn. Ef dæma má af eftirfarandi grein
um Barenboim, virðist hann ekki hafa munað mikið
um að skreppa til fslands á listahátíð ...
Einu sinni sem oftar kom
Daniel Barenboim til Berlínar
til að halda tónleika og leika
inn á hljómplötur. Pianóið, sem
honum hafði verið ætlað,
reyndist ekki nægilega gott að
hans mati. Þetta var á sunnu-
degi og þrátt fyrir víðtæka leit í
borginni, fannst ekkert nógu
hljómfagurt píanó. Loks tókst
þó að hafa uppi á eiganda einn-
ar stærstu hljóðfæraverzlunar-
innar í Berlín. Hann var að
njóta hádegisverðar úti í sveit
og varð að hlaupa frá borðinu
til að opna verzlunina. Baren-
boim settist við hvert píanóið á
fætur öðru og lék hluta úr
Mozartkonsertinum, sem hann
ætlaði að spila á tónleikunum.
Múgur og margmenni söfnuð-
ust saman fyrir utan verzlun-
ina, en Barenboim lét sig það
litlu skipta og einbeitti sér að
ieitinni að réttu hljóðfæri.
Hann fann það sem hann leitaði
að og gat staðið við samningana
I Berlin. Vikuna eftir stjórnaði
hann hljómsveit fimm nætur i
röð, hélt tónleikana sjötta
kvöldið og lék inn á fimm LP-
hljómplötur á milli tónleik-
anna. Á sjöunda degi flaug
hann til Parísar og hélt næstu
tónleika, á áttunda degi til Lon-
don á fund eiginkonu sinnar,
Jaqueline du Pré. Þaðan beint
til Glasgow og Edinborgar til að
spila á enn fleiri tónleikum.
Þessi saga er Daniel Baren-
boim i hnotskurn. Þetta er
krafturinn og orkan, sem er að
verða að goðsögn i tónlistar-
heiminum, Daniel Barenboim
er í hópi þeirra fáu og maka-
lausu listamanna, sem standa
efst á tindi heimsfrægðarinnar,
svo að segja rikisfangslausir
vegna stöðugra ferðalaga, sem
vita fyrir ailar sínar hreyfingar
næstu árin og fá næstum
óhugnanlegar fúlgur fyrir að
koma fram. Hljómsveitarstjóri
eða konsertpíanisti á borð við
Barenboim fær á milli 260 þús
og 650 þús ísl. kr. fyrir eina
kvöldstund — og allt að 16
milljónir á ári i sölulaun fyrir
hljómplötur.
Gagnrýnendur og aðdáendur
Barenboims eru sammála um
hæfileika hans. Hann fyllir tón-
listina nýju lifi í hvert það sinn,
sem hann túlkar hana og það er
líkt og hún hafi aldrei heyrzt
áður. Sumum mislíkar still
hans eða eru ósammála túlkun
hans, en það eru fáir tónlistar-
menn í dag, sem /ita jafn ná-
kvæmlega, hvað þeir vilja og
kunna jafnframt að laða þann
tón fram.
Forfeður Barenboims voru
rússneskir Gyðingar, sem sett-
ust að í Buenos Aires í Argen-
tinu. Foreldrar hans voru bæði
píanókennarar. ,,Ég hitti eng-
an, sem ekki kunni á píanó,
fyrr en ég varó nógu gamall til
að fara einn að heiman,“ hefur
Barenboim sagt. Fyrstu tónleik-
ana hélt hann i Buenos Aires,
T résmíðaverkstæði
til sölu
Til sölu er trésmíðaverkstæði á Reykjavíkur-
svæðinu vel búið tækjum.
Þeir sem hafa áhuga leggi nafn sitt fyrir 5.
ágúst á afgr. Mbl. merkt: „trésmíðaverkstæði
— 1976 — 6302".
Lax- og silungsveiði
í Þórisstaðavatni
Eyrarvatni og
Geitabergsvatni.
Veiðileyfin fást hjá okkur
Hótel Akranes
Akranesi
Ferstikla
Hvalfjarðarströnd.
Ferðafólk
Ferstikla Hvalfjarðarströnd býður yður
fjölbreyttan mat s.s.
TOLONA PIZZA
T-BONE STEIKUR
FILLET STEIKUR
HAMBORGARA O.FL. O.FL.
Áningastaður í alfaraleið
Ferstikla
HvaHjarðarströnd
Sólskins-
dagar í þoku
Þetta mun nú þykja ótrúleg
byrjun á ferðasögu. Er hægt að
tala um sólskinsdag í þoku? Ég
svara játandi, þegar ég hugsa til
skemmtiferðar gamla fólksins í
Langholtssöfnuði 21. þ.m. Þaó var
þoka allan daginn og stundum
dálítil rigníng, en samt virtust
mér allir i sólskinsskapi og inni-
lega glaðir. Þetta var þrettánda
ferðin, sem söfnuðurinn hefir
efnt til. Félög safnaðarins —
kvenfélag og bræðrafélag, —
undirbúa ferðirnar, en bílstjórar
Bæjarleiða leggja til bíla og bíl-
stjóra ókeypis. Farþegar borga
ekkert — „ekki eitt lambasparð“,
eins og skáldið sagði. Og þetta var
nú engin smáræðislest, 29 bílar
alls. Farþegar sjálfsagt nær 100.
Prestar safnaóarins voru báóir
með í förinni og sá eldri þeirra
var fararstjóri, en aðstoðarmaður
var hin aldna kempa Árni Óla,
rithöfundur. Hann sagði ferða-
mönnum sögur um hió helzta, sem
fyrir augun bar, en þó með svo
góðum hvildum, að menn gátu
sjálfir talast við annað veifið.
Hann kann sitt verk, hann Árni
Óla. Ég undrast rithæfni og frá-
sagnarlist þess manns, sem er þó
fæddur á níunda tug síðustu ald-
ar. Vona að hann endist sem
lengst og bezt.
Lagt var af stað frá safnaðar-
heimili Langholtssafnaðar klukk-
an að ganga tvö e.h. og haldið sem
leið liggur að Húsmæðraskóla
Suðurlands að Laugarvatni. Þar
starfar nú Edduhótel. Þar var
setzt aó kaffiborðum. Hótelið
> lagði til kaffi en kvenfélagið
ágæta brauðpakka, en þeir sem
viidu máttu hafa með sér nesti.
Afgreiðsian í hótelinu gekk fljótt
og vel. Okkur var tekið þar með
hlýju og velviid. Staðnæmzt var i
einn og hálfan tíma. tíengið var
að vigðu lauginni. Þar sagði sr.
Árelius hina merku sögu laugar-
innar í fáum orðum og minntist
hinna fornu sagna um skirn for-
feðra vorra árið 1000 og þvott á
likum Jóns Arasonar biskups og
sona hans. Einnig minntist hann