Morgunblaðið - 30.07.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 30.07.1976, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JULI 1976 17 FRAM SLAPP FRAMARAR máttu þakka fyrir að hreppa sigur í leik sínum við 2. deildar iið iBt f bikarkeppni KSl á ísafirði í fyrrakvöld, Var það ekki fyrr en I framlengingu að Fram tókst að skora mörk sem reyndust vera sigurmörk leiksins, en lengst af höfðu Isfirðingar haft yfir f leiknum. Isfirðingar léku þarna sinn bezta leik í sumar og höfðu allan leikinn í fullu tré við Framara, enda hefur Reykjavíkurliðið sennilega goldið þess að leikið var s malarvelli. Isfirðingar náðu for- ystu í leiknum á 22. mfnútu er Örnólfur Örnólfsson komst inn í sendingu og tókst síðan að renna knettinum framhjá Árna Stefáns- syni í Frammarkinu. Var það ekki fyrr en 2 mínútum fyrir leikslok að Fram tókst að jafna og var þar Steinn Jónsson á ferð. Voru Is- firðingar óánægðir með hvernig staðið var að þessu marki, þar sem það kom upp úr innkasti sem ekki var framkvæmt á réttum stað og einnig virtist Steinn vera rangstæður. Strax á 2. mínútu framlenging- arinnar skoraði Kristinn Jörunds- son mark fyrir Fram og undir lokin bætti Steinn þriðja markinu við, og var þá sennilega rangstæð- ur. Dómari leiksins var Ármann Pétursson og sem fyrr segir voru Isfirðingar óánægðir með frammistöðu hans. — Ef ég ætti að gefa honum einkunn, eins og þið gerið, myndi ég gefa honum mínus tvo, sagði Fréttaritari Morgunhlaðsins á Isafirði í gær- kvöldi. Patrick Earles skorar seinna mark Southamton með glæsilegum skalla. Southamton fór með sigur af hólmi gegn úrvalinu 2:0 Ágúst Asgeirsson ÞROTTUR VANN VÍÐI SÍÐASTI leikurinn í 16-liða úr- slitakeppni Bikarkeppni KSÍ fór fram á Neskaupstað í gærkvöldi og áttust þar við lið Þróttar frá Neskaupstað og Víðis í Garði. Lauk leiknum með sigri Þróttar, 4:2, eftir að staðan hafði verið 2:2 í hálfleik. Víðismenn skoruðu þegar á 4. mlnútu leiksins og bættu siðan öðru marki við á 15 mfnútu. Stað- an breyttist síðan i 2:1 á 25. mfn- útu og á 30. mínútu höfðu Þróttar- ar jafnað. í seinni hálfleik bætti Þróttur svo tveimur mörkum við. Þeir sem skoruðu fyrir Þrótt voru Björgúlfur araldsson (2), Árni Guðjónsson og Sigurður Friðjóns- son. TVÖ GLÆSILEG mörk færðu Southamton sigur yfir úrvalsliði KSl á Laugardalsvellinum f gær- kvöldi. Ensku bikarmeistararnir fengu ekki mörg fleiri tækifæri en þetta, en þeim tókst að nýta færin sín. Það sama er ekki hægt að segja um fslenzku leikmenn- ina, þeir fengu mun fleiri tæki- færi þar af 2 — 3 mjög góð, en ekki tókst þeim að koma knettin- um rétta leið í markið. 1 heild var leikurinn daufur. Englendingarn- ir voru sem vænta mátti meira með boltann úti á vellinum en þeir sýndu engin sérstök tilþrif. fslenzka liðið átti spretti inn á milli og það var barátta f liðinu, sem hefði getað fært þvf a.m.k. á annað stigið, ef heppnin hefði verið með. Það var ekkert smálið, sem Southamton stillti upp f byrjun leiksins, allir þeir sömu og tryggðu félaginu enska bikarinn með 1:0 sigri yfir Manchester United á Wembley s.l. vor. Enda kallaði einhver á íslenzku strák- ana úr stúkunni og sagði þeim að standa sig betur en United f um- ræddum leik. fslenzka liðið var mun sprækara í fyrri hálfleiknum en þeim seinni og það voru varla liðnar þrjár mínútur af leiknum, þegar það hafði skapað sér tvö marktækifæri. Fyrst fékk Öskar Tómasson boltann inn fyrir vörn Southamton, greinilega rangstæð- ur, en f stað þess að skjóta lék hann sig út aftur, gaf boltann á Halldór Björnsson og hann skaut hátt yfir. Einni mínútu sfðar fékk Agúst bætti Islandsmet sitt - en Elias vegnaoi verr i tugþrautinni Frá Ágústi I. Jónssyni í Montreal ÁGtJST Asgeirsson setti nýtt Islandsmet f 1500 metra hlaupi á Ólympfuleikunum í Montreal f gærkvöldi. Hljóp hann á 3:45,47 mfn. og bætti þvf eigið met sem sett var fyrr f sumar um 4/10 úr sek. Hljóp Ágúst hlaup þetta ágætlega og var sýnilega ákveð- inn að gera allt sem hann gæti til að standa í stórkörlunum, en með honum f riðli var enginn annar en hinn frægi John Walker frá Nýja- Sjálandi, heimsmethafinn f mflu- hlaupi, og margir aðrir þekktir hlauparar, m.a. Malinowski frá Póllandi, er hlaut silfurverðlaun f 3000 metra hindrunarhlaupi f fyrradag. Anders Gárderud frá Svfþjóð var einnig skráður til keppni f þessum riðli, en mætti ekki til leiks. Hlaupararnir fóru saman í þétt- um hnapp fyrstu 8000 metrana í gær, með þeirri undantekningu að hlaupari frá Saudi-Arabíu dróst strax aftur úr Millitfminn eftir 800 metra var }:58,35 mín. Þegar um 1200 metrár voru búnir af hlaupinu tóku þeir beztu skyndilega mikinn sprett og tókst þá Ágústi ekki að fylgja þeim eftir. Kom hann í markið um 30 metrum á eftir sigurvegaranum í riðlinum, John Walker, en rétt á undan Ágústi varð Malinowski. Elías Sveinsson hóf keppni sfna í túgþraut í gær og vegnaði hon- um ekki eins vel. Hann hljóp 100 metra hlaup á 11,51 sek., stökk 6,37 metra í langstökki, varpaði kúlu 13,94 metra og stökk 1,94 metra í hástökki. Keppnin í tug- þraut er afar langdregin og var ekki lokið keppni í síðustu grein fyrri dagsins, 400 metra hlaupinu, er Mbl. fór f prentun í gær. En ljóst er að Elías er meðal síðustu manna í þrautinni, en þar eru keppendur alls 30. Guðmundur Þorbjörnsson stungubolta inn fyrir vörnina frá Inga Birni. Guðmundur komst í mjög gott skotfæri, en skaut hátt yfir. Gékk nú á ýmsu þar til á 28. mínútu að íslenzka liðið fékk bezta tækifæri leiksins. Hermann Gunnarsson fékk boltann þar sem hann var einn fyrir innan vörn Southamton. Aðeins Turner markvörður stóð milli Hermanns og marksins. Hermann skaut, en Turner bjargaði með mjög góðu úthlaupi. Á 34. minútu komst Guðmundur í skallafæri, en Turn- er varði auðveldlega. Á 35. mín- útu fengu Southamton menn sitt fyrsta verulega góða marktæki- færi. Mike Channon var hindrað- ur innan vítateigs, og i stað þess að dæma vítaspyrnu, sem hefði verið það rétta, fyrst á annað borð var dæmt á brotið, dæmdi Guð- mundur Haraldsson óbeina auka- spyrnu innan vitateigsins. Boltan- um var ýtt til bakvarðarins Peach, en Sigurður Dagsson gerði sér lítið fyrir og varði þrumuskot bakvarðarins við mikil fagnaðar- læti áhorfenda. Sigurður stóð sig vel í leiknum. Þremur mínútum síðar átti Ingi Björn lúmskt jarðarskot að marki Southamton, sem smaug fyrir utan stöngina. Eins og sjá má á upptalning- unni voru íslenzku leikmennirnir aðgangsharðari uppi við markið en andstæðingarnir, en þeir höfðu ekki heppnina með sér. 1 byrjun seinni hálfleiks sótti is- lenzka liðið einnig af nokkrum krafti og markvörðurinn þurfti t.d. að hafa sig allan við til að verja skot frá Atla Eðvaldssyni. Þá lék Guðmundur sig eitt sinn vel f gegn og gaf fyrir á Inga Björn, en fyrirgjöfin var svo föst, að Ingi missti boltann frá sér. Á 20. mínútu seinni hálfleiks skoraði Southamton sitt fyrra mark og var það sérlega glæsilegt. Sá frægi Peter Osgood, sem lítið hafði sézt til fram að þessu, fékk boltann inn í vítateiginn. Hann drap boltann niður, lagði hann fyrir vinstri fótinn og skaut síðan stórglæsilegu skoti efst í mark- vinkilinn fjær, að því er virtist áreynslulaust. Við þetta mark fór mesti móðurinn úr íslenzku pilt- unum. Þeir fengu reyndar nokkr- ar hornspyrnur, og vel að merkja miklu fleiri slíkar en andstæðing- arnir allan leikinn, en þær nýtt- ust ekki. Á 33. mfnútu seinni hálf- leiks komst hinn frægi enski landsliðsmaður Mike Channon í dauðafæri, en hann sýndi við- stöddum að svona frægir marka- skorarar geta líka brennt af. Seinna mark Southamton kom svo rétt fyrir leikslok. Brotið var á Channon, hann tók sjálfur spyrnuna strax og gaf boltann inn f teiginn þar sem varamaðurinn Patrick Earles henti sér fram og skallaði boltann glæsilega í netið. Þarna var íslenzka vörnin illa á verði. í íklenzka liðinu stóð vörnin sig mjög vel með þá Martein, Viðar og þó sérstaklega Jón Pétursson sem beztu menn. Lét Jón kappann Channon ekki komast upp með neitt múður leikinn út i gegn. Vilhjálmur Kjartansson kom inn á i hálfleik og stóð sig með prýði. Á miðjunni átti Ingi Björn beztan leik, sérstaklega i fyrri hálfleik og það fer varla að verða neitt vafamál, að hann myndi styrkja landsliðið. I framlínunni var Guð- mundur Þorbjörnsson allan tím- ann og gerði margt laglegt þótt hann ætti oftast við ofurefli að etja. Hermann Gunnarsson var sprækur í fyrri hálfleik, og var óheppninn að gera ekki a.m.k. eitt mark. Lið Southamton var greinilega miklu leiknara en okkar lið og sendingar allar voru nákvæmari og aldrei var boltinn sendur út f bláinn, eins og gerðist svo oft hjá okkar mönnum f gærkvöldi. En það var enginn broddur í sókn- inni hjá enska liðinu og fæstir leikmanna þess sýndu þá takta, sem maður hefur séð til Iiðsins i sjónvarpinu og bjóst við af þvi. Ef það leikur eins gegn úrvalinu á Akureyri i kvöld, á að vera hægt að sigra Southamton. Liðin: Sigurður Dagsson, Viðar Halldórsson, Jón Pétursson, Ottó Guðmundsson, Marteinn Geirs- son, Halldór Björnsson, Öskar Tómasson, Ingi Björn Albertsson, Hermann Gunnarsson og Guð- mundur Þorbjörnsson. Inn á komu Atli Eðvaldsson, Kristinn Björnsson, Vilhjálmur Kjartans- son og Sigurður Indriðason. Southamton: Turner, Rod- riques, Peach, Holmes, Blyth, Steel, Gilchrist, Channon, Osgood, McCalli og Stokes. Leikið á Akur- eyri í kvöld N SEINNI leikur Southamton og úr- valsliðs KSI verður á grasvellin- um á Akureyri klukkan 19.30 í kviild. I úrvalinu í kvöld leika aðrir leikmenn en voru í eldlin unni í gærkvöldi. MEÐ SKREKKINN llprðmrl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.