Morgunblaðið - 24.08.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGUST 1976
13
Vatnið í lóninu hækkar smám saman unz það nær um
490 m hæð yfir sjó og verður um 40 ferkílómetrar að
stærð.
var. Mesta hæð lónsins
getur orðið 498 metrar
yfir sjávarmál en núna
förum við ekki hærra en
490 metra, við förum til-
tölulega rólega í þetta.
Þegar við höfum náð
þeirri hæð verður hleypt
úr því aftur og gert við
þessa staði eins og ég
sagði áðan og síðan verð-
ur endanlega hleypt
vatni á i haust fyrir gang-
setningu fyrstu vélarinn-
ar sem ráðgerð er í
nóvember. Þetta tekur
allt nokkuð langan tíma
því við getum ekki hleypt
hratt úr því, annars hefði
það of mikil áhrif á árnar
hér fyrir neðan. Vatninu
verður hleypt af eftir
eins konar hellum í botni
stíflunnar sjálfrar og i
gegnum þá getum við
hleypt vatni úr lóninu ef
af einhverjum ástæðum
þarf að stöðva vélarnar
hér, og verður þá aukið
vatnsmagn við Búrfell og
nýtist þar.“
Ásamt starfsmönnum
Landsvirkjunar eru það
menn frá Orkustofnun
og Raunvísindastofnun
Háskólans sem að þess-
um athugunum vinna, en
þær beinast einnig að því
hvaða áhrif lónið kunni
að hafa á grunnvatnið,
hreyfingu þess og hreyf-
ingu jarðlaganna miðaó
við þessar breyttu að-
stæður sem þarna
skapast.
Við framkvæmdirnar
við Sigöldu vinna nú um
800 manns, þar af um 640
hjá Energoprojekt sem
sér um alla jarðvinnu og
steypuvinnu. Um
100—150 vinna hjá
Landsvirkjun og þyzka
fyrirtækinu og því
rússneska sem selja allan
rafbúnað en það eru
menn frá Landsvirkjun,
sem sjá um uppsetningu
á túrbínunum. Eins og
fyrr segir er gert ráð fyr-
ir að fyrsta vélin fari í
gang i nóvembermánuði
og er stefnt að því að
öllum byggingarfram-
kvæmdum og útivinnu sé
lokið þá en í vetur verður
svo unnið við að koma
vélum nr. tvö og þrjú í
gagnið. Lokið er við að
koma fyrir rörunum
fyrir fyrstu vélina og
unnið er við rörin fyrir
hinar og reynt verður að
ljúka þvi fyrir frost. í lok
október er gert ráð fyrir
að starfsfólki fari mjög
fækkandi við Sigöldu þar
sem aðallega verður
unnið við niðursetningu
vélanna, en að því verður
unnið í allan vetur. Sagði
Egill Skúli að um og upp
úr miðjum desember
færu menn í jólafrí og
kæmu aftur til starfa
fyrstu vikuna eftir ára-
mót svo ekki yrði um
löng hlé að ræða.
Pan Am opnar skrifstofu 1 Reykjavík
BANDARtSKA FLUGFÉLAGIÐ
Pan Am hefur nú opnað umboðs-
skrifstofu f Reykjavfk á ný, en
félagið hafði hér áður skrifstofu
sem lögð var niður árið 1972.
Nýja skrifstofan er til húsa f
Bankastræti 8 en umboðsmaður
Pan Am hér á landi er Páll G.
Jðnsson stórkaupmaður.
i tilefni af opnun skrifstofunn-
ar komu hingað til lands S.H.
Ruffert, umboðsmaður Pan Am á
Norðurlöndum, Jim Edwards,
umboðsmaður félagsins i Nepal,
og R. L. Treman jr., yfirmaður
Pan Am í Evrópu, en aðsetur
hans er i London. Á fundi með
fréttamönnum sagði Treman m.a.
að skrifstofan í Reykjavík yrði
fyrst um sinn hugsuð sem
þjónustumiðstöð, þ.e. farmiðasala
og skipulagning ferðalaga út um
allan heim. Pan Am hefði ekki í
hyggju að keppa við Flugleiðir
heldur væri hér um að ræða
þjónustu við þá sem þyrftu að
fara til annarra staða en Flugleið-
Framhald á bls. 38
Páll G. Jónsson, umboðsmaður Pan Am á tslandi, ásamt erlenéum
fulltrúum félagsins við opnun skrifstofunnar, t.v. Páll, Jim Edwards,
S.H. Ruffert og R.L. Treman jr. (Ljósm. Friðþjófur).
Þu færö mikiö fyrir peninginn þegar þú kaupir
Tzmxnrn
er meö barna-
læsingum á hurðum.
er ser/ega vel ryðvarinn
frá verksmiðju.
er með sérbyggðum
stuðara, sem gengur
inn allt að 6 cm áður
en yfirbygging verður
fyrir tjóni.
er með áskrúfuðum
frambrettum, sem mjög
auðvelt er að skipta um.
Glæsilegar innréttingar og fallegt mælaborð.
Aukþess má nefna stórt farangursrými, tvöfalt
bremsukerfi, einangraðan topp, færanlegt stýri
og sérlega vel styrkt farþegarými.
FIAT EINKAUMBOO Á ÍSLANDI
Davíð Sigurðsson hf.
SÍÐUMULA 35. SlMAR 38845 — 38881