Morgunblaðið - 24.08.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGUST 1976
19
VlKINGARNIR ÁHUGALAUSIR
OG TÖPUÐU 0:3 FYRIR ÍA
SKAGAMENN létu Vfkinga ekki stöðva sig er liðin mættust á Laugardalsvellinum I gærkvöldi.
Heimaliðið lék ágætlega fyrsta hálftfma leiksins, en eftir það var eins og Vfkingarnir misstu áhugann á
þvf sem þeir voru að gera. Höfðu þeir þá reyndar fengið á sig tvö mörk, annað gefins, og eftir það fengu
Skagamenn að leika þá knattspyrnu, sem hentar liðinu bezt. Akurnesingar eru f miklum ham um þessar
mundir og leika ágæta knattspyrnu. Mörk lA gegn Vfkingi urðu alls 3, Vfkingum tókst ekki að svara. Á
liðið reyndar möguleika á að verða f 2. sæti f 1. deildinni, en til að svo megi verða þurfa Skagamenn að
vinna sfðasta leik sinn og Framarar að tapa fyrir Blikunum.
Fyrsta mark leiksins kom strax
á 3. mínútu. Jón Gunnlaugsson
skoraði þá af stuttu færi, eftir að
Diðrik Ölafssyni hafði mistekizt
að ná til knattarins. Síðan
skoruðu Skagamenn aftur á 30.
mínútunni, en fram að því höfðu
menn á tilfinningunni að Víking-
ar myndu frekar jafna en að
Skagamenn ykju forskot sitt. Karl
Þórðarson og Jón Alfreðsson léku
þá mjög skemmtilega upp hægri
kantinn og Jón gaf háa sendingu
fyrir markið. Árni Sveinsson
skallaði síðán knöttinn þéttings-
fast í netið, en Vikingar stein-
sváfu á verðinum.
1 síðari hálfleiknum bættu
Skagamenn aðeins einu marki við
og gerði það Jón Alfreðsson eftir
hornspyrnu. Árni Sveinsson tók
hornspyrnuna, Jón Gunnlaugsson
náði að lyfta undir knöttinn, sem
barst til Jóns Alfreðssonar. Jón
þurfti að vísu að teygja sig eftir
knettinum, en tókst eigi að síður
að koma honum í netið.
Fyrir Víkingana var þessi leik-
ur að því er virtist aðeins forms-
atriði, en fyrir Skagamenn skipti
hann talsverðu máli. Þeir hafa í
fyrsta lagi engin efni á að slaka á,
því framundan eru leikir í bikar-
keppninni og Evrópukeppni. Auk
þess á liðið svo nokkra möguleika
á 2. sætinu í 1. deildinni og þó að
líkurnar séu e.t.v. ekki miklar þá
er engin ástæða til að afskrifa þá
strax. Jón Alfreðsson átti einna
skástan leik Skagamanna og er
hann greinilega að finna sitt
gamla form. Auk hans áttu þeir
Pétur Pétursson, Karl Þórðarson
og Þröstur Stefánsson allir
ágætan leik.
Grétar Norðfjörð dómari
dæmdi leikinn sæmilega en ætti
að reyna að fylgjast með línu-
vörðunum.
— áij.
ÞRENNA HJÁ HINRIK
UBK+Hll
HINRIK Þórhallsson, ný-
bakaður landsliðsmaður úr
Breiðablik, var FH-ingum
þungur í skauti þegar liðin
áttust við í Kópavogi í gær-
kvöldi. Breiðablik vann
leikinn 3:1 og skoraði
Hinrik öll mörk liðsins.
Sigur Breiðabliks var
sanngjarn, liðið var betri
aðilinn í þessum leik, sem
var allf jörugur á köflum.
Leikurinn var tiðindalítill
framan af. Breiðablik var sterk-
ara og spilaði oft góða knatt-
spyrnu. Hún bar árangur á 30.
mínútu en þá skoruðu Blikarnir
fyrsta markið eftir mjög fallegt
spil Þórs Hreiðarssonar og Vignis
Baldurssonar. Þór gaf knöttinn
þvert yfir völlinn til Vignis, sem
sendi hann síðan inn í teiginn til
Hinriks Þórhallssonar og hann
skallaði örugglega f netið.
FH-ingar höfðu gripið til þess
ráðs að færa Janus Guðlaugsson
úr miðvarðarstöðunni í miðfram-
herjastöðu til að skerpa sóknina
og þetta tókst, því Janus jafnaði
1:1 á 4. mínútu seinni hálfleiks
með föstu skoti af vítateig, sem
Ólafur markvörður réð ekki við.
En dýrðin stóð ekki lengi hjá FH,
þvi á 14. minútu seinni hálfleiks
var Vignir Baldursson felldur
innan vítateigs og víti dæmt.
Hinrik Þórhallsldson tók spyrn-
una, Ómar markvörður varði skot
hans en Ómar hélt ekki boltanum
og Hinrik fylgdi vel eftir og
renndi boltanum í netið. Það sem
eftir lifði leiksins sóttu Breiða-
bliksmenn meira og Hinrik bætti
þriðja markinu við þremur minút-
um fyrir leikslok, eftir að hafa
fengið sendingu frá Vigni
Baldurssyni. Vildu FH-ingar
meina að Hinrik hefði verið rang-
stæður. Dómari gerði ekki at-
hugasemdir og Hinrik kom bolt-
anum i netið eftir nokkurn
barning. FH-ingar fengu einnig
sín færi, t.d. var einu sinni bjarg-
að á línu Breiðabliksmarksins.
Lið Breiðabliks er stöðugt vax-
andi og sóknarloturnar, sem liðið
byggir upp, eru oft á tíðum stór-
skemmtilegar. Aftur á móti hafa
engar framfarir verið hjá FH I
sumar og liðsmenn félagsins
verða að treysta á að Valsmenn
losi þá í kvöld við allar áhyggjur
af aukaleikjum um veru í 1. deild
með því að vinna Þrótt.
— SS.
Varalið KR heppið að sleppa
með 0:1 nean Keflvíkinnum,
sem misnotuðu vítaspyrnu
KR-INGAR mættu með hálfgert varalið sitt til leiks gegn IBK í Keflavík í gærkvöldi.
Þessi leikur skipti litlu máli fyrir liðin, en þó að alltaf sé leiðinlegt að mæta með
varalið til leiks þá hafa KR-ingar nokkra afsökun í þessu máli. Tveir leikmanna
þeirra, Halldór Björnsson og Haukur Ottesen, voru í leikbanni, og auk þess eru
nokkrir menn á sjúkralista. Varalið KR var lakari aðilinn í leiknum og höfðu
Keflvíkingar undirtökin mest
Undir lok fyrri hálfleiksins áttu
Keflvíkingar nokkur góð tæki-
færi, Einar Gunnarsson átti skot í
þverslá, Friðrik Ragnarsson
sömuleiðis og loks varði Halldór
Pálsson hörkuskot frá Ólafi sem
síðan fór í stöng. Að því hlaut þó
að koma að Keflvíkingarnir skor-
uðu og það gerði Þórir Sigfússon
á 52. mínútu. Var Þórir skyndi-
lega óvaldaður með knöttinn i
vítateignum og skaut snúnings-
bolta í markhornið og Halldór
Pálsson, sem hreyfði hvorki legg
né lið, bjóst greinilega við að
allan leikinn.
knötturinn faeri utan stangar.
Kom skotið öllum að óvörum og
Halldóri markverði sérstaklega
því hann rak upp mikið undrun-
aróp er hann sá knöttinn í netinu.
Á 59. mínútu var dæmd víta-
spyrna á KR, en Friðrik Ragnars-
son hafði komizt frír innfyrir þeg-
ar Þorlákur Björnsson stöðvaði
hann með því að grípa í hann.
Dæmdi Magnús Pétursson um-
svifalaust vítaspyrnu, en Ólafi
Júlíussyni varð heKdur betur á í
messunni, er hann skaut framhjá.
Keflvíkingar sóttu áfram mun
meira það sem eftir var og hefðu
verðskuldað að vinna með meiri
mun.
Beztu menn liðanna i þessum
leik voru ungu mennirnir.
Magnús Jónsson hjá KR, en hann
var einn af leikmönnum drengja-
landsliðsins í fyrra og er mjög
laginn og skemmtilegur leikmað-
ur. Þórir Sigfússon var einnig í
drengjalandsliðinu í fyrra og lék
þarna sinn bezta leik, sém undir-
ritaður hefur séð til hans.
— Hdan.
Víkingamir Diðrik, Helgi og Ragnar berjast um kröttinn og sá
síðastnefndi á fjórum fótum, eins og Vfkingarnir hafa svo oft verið í
sfðari hluta Islandsmótsins. (Ljósm. Friðþjófur).
Adolf Guðmundsson og Pétur Pétursson f baráttu um knöttinn. Gunn-
laugur fylgist spenntur með.
Einkunnagjöfin
Víkingur:
Diðrik Ólafsson 2
Ragnar Gfslason 2
Magnús Þorvaldsson 1
Eirfkur Þorsteinsson 2
Helgi Helgason 1
Róbert Ágnarsson 2
Ádolf Guðmundsson 2
Gunnlaugur Kristfinnsson 1
Haraldur Haraldsson 1
Jóhannes Bárðarson 1
Óskar Tómasson 2
Lárus Jónsson 1
Kári Kaaber (v). 1
Akranes:
Einar Guðleifsson
Guðjón Þórðarson
Þröstur Stefánsson
Jón Gunnlaugsson
Jóhannes Guðjónsson
Karl Þórðarson
Pétur Pétursson
Teitur Þórðarson
Jón Alfreðsson
Árni Sveinsson
Ándrés Ólafsson
Sigþ'ór Ómarsson (v)
Jón Askelsson (v)
Dómari: Grétar Norðfjörð 2
Breiðablik:
Ólafur Hákonarson
Gunnlaugur Helgason
Bjarni Bjarnason
Ingvar Teitsson
Einar Þórhallsson
Ólafur Friðriksson
Vignir Baldursson
Þór Hreiðarsson
Hinrik Þórhallsson
Sigurjón Rannversson
Jón Orri Guðmundsson
Heiðar Breiðfjörð (v.)
Haraldur Erlendsson (v.
Dómari:
FH:
2 Ómar Karlsson
2 Viðar Halldórsson
2 Magnús Brynjólfsson
2 Gunnar Bjarnason
3 Jón Hinriksson
2 Pálmi Sveinbjörnsson
3 Ólafur Danivalsson
2 Asgeir Arnbjörnsson
4 Janus Guðlaugsson
1 Logi Ólafsson
1 Helgi Ragnarsson
1 Leifur Helgason (v.)
1
Gfsli Sigurðsson 2
Keflavík:
Þorsteinn Bjarnason
Gunnar Jónsson
Lúðvfk Gunnarsson
Einar Gunnarsson
Guðni Kjartansson
Gfsli Torfason
Sigurður Björgvinsson
Ólafur Júlfusson
Þórir Sigfússon
Steinar Jóhannsson
Friðrik Ragnarsson
Guðjón Guðjónsson
Þórður Karlsson
Dómari:
KR:
Halldór Pálsson
Stefán Örn Sigurðsson
Sigurður Indriðason
Einar Árnason
Þorlákur Björnsson
Guðmundur Ingvason
Örn Guðmundsson
Ómar Torfason
Jóhann Torfason
Magnús Jónsson
Birgir Guðjónsson
Baldvin Elfasson
2
2
2
2
2
3
2
2
3
2
2
2 (v)
2 (v)
Magnús V. Pétursson
2
2
2
2
2
2
1
1
2
3
2
2 (v)
3