Morgunblaðið - 24.08.1976, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGUST 1976
Minning:
Stefán Wathne
framkvœmdastjóri
Fæddur 15. júnf 1917.
Dáinn 15. ágúst 1976.
— En hér féll grein af góðum stofni,
grisjaði dauði meira en nóg. —
S.S.
Genginn er góður drengur, fall-
ið valmenni fyrir aldur fram,
Stefán Wathne.
Snemma lágu leiðir okkar Stef-
áns saman. Hann var bekkjar-
bróðir Ragnheiðar, konu minnar,
og síðar kvæntist hann Soffíu
Guðrúnu, systur minni, svo að
ekki er að ólikindum, þótt mig
setji hljóðan, þegar Stefán er nú
skyndilga kallaður á æðri fundi,
nýlega orðinn 59 ára gamall. í
harmi minnist ég vinar með gleði,
þegar huganum er rennt til þeirra
mörgu hugljúfu stunda, er við átt-
um saman. Við hófumst ungir
handa um það að byggja okkur
hús, þar sem við síðan áttum um
allmörg ár gleðirika fundi með
fjölskyldum okkar. Stefán var
hreinlyndur og traustur I öllu
samneyti. Hann var að eðlisfari
hlédrægur, en jafnframt mikill
,,húmoristi“, þegar svo bar undir.
Stefán var mikill unnandi góðra
bóka og las mikið. Hann fylgdist
mjög náið með alþjóðastjórnmál-
um sem og islenzkum, en um
þessi mál tvinnuðust samræður
okkar eigi allsjaldan. Hann var
einkar laginn veiðimaður og hafði
af þvi tómstundagaman, bæði á
sjó úti fyrir Long Island, þar sem
hann veiddi oft með vinum sin-
um, flestum Norðmönnum, og
ekki síður var honum gleði að því
að geta gripið til laxveiða hér
heima á íslandi og njóta náttúru-
fegurðar.
Stefáns beið vestan hafs mikil-
vægt verkefni, að veita forstöðu
skrifstofu íslenzkra aðalverktaka
í New York. Hann nafði áður
gengt verzlunarstörfum fyrir
vestan á stríðsárunum og var því
reyndur á þvi svibi. Fyrir mér lá
það að fara nokkrum sinnum vest-
ur um haf annarra erinda, en þá
var aldrei að sökum að spyrja um
glaðværð og góðar stundir, þegar
við hittum Stefán og fjölskyldu
hans, og síðar á árum áttu synir
mínir eftir að njóta samneytis við
Wathnefjölskylduna, bæði vestan
hafs og einnig hér heima. Dætur
Soffíu og Stefáns eru þrjár. Elzta
dóttirin, Þórunn, giftist Jakobi,
hinum vænsta manni, syni Ág-
ústu og Gunnars Möller. Þau eiga
einn son, Gunnar Stefán, mikið
uppáhald afa sfns og ömmu, en
umönnunar þeirra og fósturs hef-
ur hann langtímum notið fyrir
vestan. Þórunn lauk lögfræði-
prófi frá Háskóla íslands á síðasta
ári. Hinar dæturnar eru þær
Anna Bergljót og Soffía Guðrún.
Hugur Önnu Bergljótar hefur
staðið til læknisfræðínáms við Há-
skóla íslands. Soffía Guðrún
stundar nú nám í húsagerðarlist
við Yale háskóla nálægt New
York.
Foreldrar Stefáns voru þau
Anna og Otto Wathne. Á Seyðis-
firði er þeirra saga, og afabróðir
Stefáns var Otto Wathne, sá mikli
athafnamaður, sem Seyðfirðingar
hafa reist minnisvarða i bænum.
En afi Stefáns í móðurætt var
einnig nafnkunnur athafnamaður
á Seyðisfirði, Stefán Th. Jónsson,
sem rak mikla kaupsýslu og við-
skipti við héruðin í kring, en eftir
honum hét Stefán. Ég var svo
lánssamur að kynnast þeim frú
Önnu og Otto Wathne hér f
Reykjavík síðari ár þeirra. Vænna
fólk hef ég vart vitað, frú Anna
var góðlyndur höfðingi og trúræk-
in, en Otto mikill hagleiksmaður
og ljúfur í lund. Bergljót, einka-
systir Stefáns, er gift Geir Borg,
forstjóra, en einlæg vinátta var
ætíð milli þeirra systkina.
Nú er skarð fyrir skildi hjá ís-
lenzkum aðalverktökum, þegar
Stefán er úr leik, en Soffía hefur
ætið verið hinn hlýi móttakandi
íslenzkra gesta á heimili þeirra
fyrir vestan og veitt liðsinni með
ýmsu öðru móti. Grundvöllurinn
að starfi íslenzkra aðalverktaka
er varnarsamningurinn við
Bandaríkin frá 1951. Stefán hefur
þurft að vinna við misjöfn skil-
yrði, en ég hygg, að það sé eigi
ofmælt, þótt ég segi, að hann hafi
jafnan leyst hvern vanda af
drengskap og festu. Mér er vel
kunnugt um, að hann hefur ofí
verið áhyggjum hlaðinn, ög ræddi
hann stundum þau mál við mig.
Það fór hins vegar mjög vel á með
Stefáni og stjórn Islenzkra aðal-
verktaka, og fyrir því hef ég
þeirra orð fyrr og síðar. Ég veit
einnig, að allir þessir menn hafa
unnið miklu þýðingarmeiri störf
fyrir land og þjóð en menn al-
mennt gera sér grein fyrir, en
úrlausnir þeirra hafa oft verið
með ágætum. Stefán dró aldrei af
sér, og oft þurfti hann að leggja
nótt við nýtan dag, þegar mest á
reyndi. Hvað hefur ekki gerzt á
umliðnum tuttugu árum, breyt-
ingum háð og vanda undirorpið?
Úrlausnar hefur aldrei verið vant
á verksviði Stefáns, og kunna
samverkamenn hans að meta það
að verðleikum, svo og sérstæðan
þrótt hans f starfi. En hvernig má
þá allt í einu svo snögglega sól
bregða sumri?
í önnum og erli á siðastliðnu
hausti fékk Stefán Wathne sín
fyrstu sjúkdómsboð. Þau hjónin
héldu, að tekizt hefði að vinna
bug á sjúkdómi Stefáns, og von-
glöð héldu þau áfram baráttu
sinni fyrir hönd íslenzku þjóðar-
innar. En öðru vísi fór en á horfð-
ist, og skuggavaldurinn var ekki
yfirbugaður. Stefán Wathne lagð-
ist inn á sjúkrahús í lok marzmán-
aðar sl. Nú er sjúkravistinni lok-
ið. Allan þennan tíma hefur eigin-
konan verið nærtæk manni sín-
um, og fljótt dró að því, að hún
dvaldi ætíð hjá honum á sjúkra-
húsinu, nætur sem daga. Það er
ekki nóg að hafa vilja til þess að
hjúkra og hjálpa, til þess þarf
einnig mikið þrek. Ekki hefur á
það skort hjá Soffíu, en allt kom
fyrir ekki.
Wathnefjölskyldan er nú um-
vafin sorgum, en við, sem höfum
átt með þeim nána samfylgd á
margan hátt um langan aldur,
biðjum þess, að forsjónin og
Drottinn veiti náð og miskunn og
styrk til þess að befa hin þungu
örlög. Við skiljum ei né skynjum,
en frá okkur hjónum og sonum
okkar streyma hlýjustu samúðar-
kveðjur.
Vertu, Stefán, bezt kvaddur í
Drottins friði og blessun.
Jóhann Hafstein.
Elskulegur vinur og mágur hef-
ur hlotið hina hinztu hvíld. Hann
lézt eftir harða baráttu við sjúk-
dóm, sem enn hafa ekki fundist
læknislyf gegn.
Um nokkurt skeið, rétt fyrir
andlát Stefáns Wathne, komum
við hjónin — Bergljót systir hans
og ég — daglega á sjúkrahúsið í
New York, þar sem hann lá, og
fylgdumst með og urðum vitni að
þeirri karlmennsku, sem hann
sýndi í stríðinu við hinn illa óvin.
Þótti sú barátta með ólíkindum.
Við urðum einnig vitni annars.
Við sáum eiginkonuna, sem aldrei
vék frá sjúkrabeði hans. Hátt á
þriðja mánuð bjó Soffía Wathne í
sjúkrastofu manns síns og veitti
honum einstæða aðhlynningu og
hjúkrun, alla 24 tíma sólarhrings-
ins. Við sáum einnig dæturnar
'þrjár, sem skiptust á að vera á
næturnar, móður þeirra til aðstoð-
ar, en allar voru þær þar á degi
hverjum og gerðu sitt ýtrasta, til
að stytta föðurnum stundir. Slík
var samheldni þessarar fjöl-
skyldu.
Það eru orðin æði mörg ár, síð-
an ég fyrst kynntist Stefáni, en
það var löngu áður en ég kvæntist
systur hans, og dáðíst ég oft að
lipurð hans og einlægni í starfi,
samfara víðsýni og festu. Síðar,
þegar við tengdumst fjölskyldu-
böndum, kynntist ég náið fleiri
þáttum í skaphöfn hans.
Stefán Wathne var einstaklega
hæverskur maður, í þess orðs
beztu merkingu. Hann var gædd-
ur góðum gáfum, en jafnframt
var hann svo glaðvær og ljúfur, að
öllum, sem af honum höfðu per-
sónuleg kynni, hlaut að þykja
vænt um hann. Kímnigáfa hans
var rík, en aldrei var henni beitt
öðrum til hnjóðs, og aldrei minn-
ist ég þess að hafa heyrt hann
hallmæla nokkrum manni. Það er
því ekki að undra, þótt vinsældir
hans væru miklar meðal þess
fjölda, sem hann hafði samvinnu
og samskipti við í lífinu.
Siðustu tuttugu árin dvaldi
Stefán í New York, og starfaði
sem framkvæmdastjóri íslenzkra
aðalverktaka h.f., þar í borg. Með
háttvisi sinni og dugnaði í starfi,
hefur hann ugglaust lagt drjúgan
skerf að velgengni þessa ágæta
félags, en mér er kunnugt um, að
persónuleg vinátta og gagnkvæmt
traust ríkti ævinlega, bæði fyrr og
nú, milli hans og hinna mörgu
mætu forráðamanna félagsins,
sem starfað hafa hérlendis.
Það voru hamingjudagar á
heimili okkar Bergljótar í hvert
sinn, sem leið hans lá til íslands.
Systkinin voru svo samrýnd;
væntumþykjan svo gagnkvæm, og
missætti þekktist ekki þeirra á
milli.
Þótt forlögin höguðu því svo, að
Stefán dvaldi næstum helming
ævi sinnar erlendis, þá var hugur-
inn bundinn hér heima, því ís-
lendingur var hann fyrst og
fremst, og það brá fyrir sérstök-
um glampa f augum hans, þegar
hann hugleiddi og nefndi, hvað
hann hyggðist gera, þegar hann
flytti heim alfari.
Nú er Stefán Wathne kominn
heim. Það er að vísu á annan hátt,
en hann sjálfur hafði hugsað. Það
er þungbær raun þeim, sem næst
standa að sjá eftir tápmiklum,
sterkum manni, langt fyrir aldur
fram, en sagt er, að enginn megi
sköpum renna.
Um leið og bænir mínar beinast
að brottför Stefáns héðan úr
heimi, bið ég Drottinn að veita
ástvinum hans styrk í sorg okkar
og söknuði.
Geir Borg.
Stefán Wathne, framkvæmda-
stjóri, lézt í New York 15. þ.m.
eftir margra mánaða veikindi,
þung og þjáningarmikil.
Stefán var fæddur á Seyðisfirði
15. júní 1917. Faðir hans var Otto,
sonur Friðriks Wathne, kaup-
manns á Seyðisfirði. Friðrik var
bróðir Ottos Wathne, hins þjóð-
kunna athafna- og atorkumanns,
en þeir voru norskrar ættar. Kona
Friðriks Wathne var Elísabet
Þorsteinsdóttir, bónda á Skriðu
og Dfsastöðum i Breiðdal.
Móðir Stefáns Wathne var
Anna dóttir Stefáns Th. Jónsson-
ar úrsmiðs og siðar kaupmanns og
mikils athafnamanns á Seyðis-
firði um langt árabil og konu
hans, Ólafiu Sigrúnar Sigurðar-
dóttur. Stefán Th., faðir önnu,
var sonur Jóns Þorvaldssonar
bónda á Mýrum eða Nesjum í
Hornafirði og Gróu Eyjólfsdóttur
bónda á Þernunesi. Foreldrar
Stefáns Th. bjuggu einnig í Sand-
vík (sunnar Norðfjarðar), á
Stóra-Steinsvaði og Fornastekk í
Seyðisfirði.
Ólafía Sigrún, móðir Önnu, var
dóttir Sigurðar bónda í Firði,
Seyðisfirði, Jónssonar bónda á
Sörlastöðum og í Firði. Má hér
sjá, að Stefán Wathne var Aust-
firðingur í ættir fram og á til
góðra að telja. Stefán á eina syst-
ur, Bergljótu, sem er gift Geir
Borg, framkvæmdastjóra.
Stefan byrjaði snemma að
vinna og var við símavinnu á
Austurlandi upp úr fermingu.
Síðar á menntaskólaárum sínum
var hann togarasjómaður margar
vertfðir á Kveldúlfstogaranum
Gulltoppi frá Reykjavík.
Stefán varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavfk árið 1938.
Hann var mjög vinsæll meðal
skólafélaga sinna og kjörinn „In-
spector Scholae", sem var mikil
heiðursstaða.
Sfðan hélt Stefán til Kaup-
mannahafnar, nam verzlunar- og
viðskiptafræði við verzlunarhá-
skólann í Kaupmannahöfn og
lauk þar prófi árið 1940, en hélt
síðan til íslands með m/s Esju f
hinni frægu Petsamóför.
Fljótlega eftir heimkomu mun
Stefán hafa hafið verzlunar- og
viðskiptastörf. Hann var nokkur
ár innkaupastjóri hjá Friðrik Ber-
telsen í New York, en kom heim
þaðan árið 1945 og starfaði að
viðskiptamálum hjá Landsam-
bandi íslenzkra útvegsmanna.
í ársbyrjun 1955 réðst Stefán
Wathne til starfa sem fram-
kvæmdastjóri skrifstofu ís-
lenzkra aðalverktaka í New York,
og hófst þar með höfuðþáttur í
ævistarfi hans. Hann fékk það
hlutverk að móta störf og skipu-
lag þeirrar skrifstofu frá upphafi
og stjórna henni æ síðan.
Verksvið þessarar skrifstofu er
fyrst og fremst að annast efnisút-
vegun til þeirra framkvæmda sem
íslenzkir aðalverktakar hafa haft
með höndum vegna bandaríska
varnarliðsins og Norður-
Atlantshafsbandalagsins. Þetta
hlutverk skrifstofunnar í New
York hefir verið bæði umfangs-
mikið og vandasamt, og án þeirrar
skrifstofu hefðu íslenzkir aðal-
verktakar að mínu áliti ekki vald-
ið því verkefni að taka varnarliðs-
framkvæmdir úr höndum er-
lendra verktaka og færa þær I
íslenzkar hendur.
Stefán hafði gott vald á starfi
sínu. Komu þar fyrst og fremst til
almennir mannkostir hans,
greind, skipulagshæfileikar,
menntun hans og viðskipta-
reynsla. Ég dáðist oft að þeim
hæfileika Stefáns í starfi, hversu
vel honum tókst á háttvísan og
markvissan hátt samvinna við þá
aðila sem samstarf þurfti við,
bæði íslenzka og erlenda, og var
þó oft vindur á báða bóga. Þar
sem efnisútvegun og framkvæmd-
ir standa þannig í beinu sam-
bandi, gefur auga leið að rétt efni
á réttan vinnustað á réttum tíma
er úrslitaatriði ef vel á :ð takast
til. Þetta hafði Stefán Wathne
alltaf í huga og hagaði sér sam-
kvæmt því, en enginn skyldi
halda að þetta væri auðvelt verk-
efni við miklar og flóknar fram-
kvæmdir.
Stöðu Stefáns fylgdu auðvitað
fjölmörg aukastörf og fyrir-
greiðslur, sem aldrei verða taldar,
en margir munu minnast með
þakklæti.
Stefán Wathne var vel gerður
andlega og líkamlega. Hann var
skynsamur maður og vel að sér
um marga hluti, samvizkusamur
og góðviljaður svo af bar. Stefán
var hlédrægur maður og var ekk-
ert fjær skapi en að láta á sér
bera eða stjaka öðrum til hliðar.
Hann var ákaflega orðvar. Aldrei
heyrði ég hann mæla miður um
nokkurn mann og sýnir það vel
meðfædda greind og ljúf-
mennsku.
Stefán var mjög myndarlegur á
velli, kraftamaður og vel búinn
öllum íþróttum á yngri árum. Þá
kunni Stefán þá list að gleðjast og
gleðja aðra, og eiga margir góðar
minningar um þær stundir. Það
er erfitt að lýsa mönnum, en mér
fannst Stefán vinur minn heims-
maður f sjón og raun f orðsins
bezta skilningi.
Ég flyt Stefáni Wathne þakkir
Islenzkra aðalverktaka fyrir mikil
og góð störf. Fyrir einstaklega
ánægjulega samvinnu og ljúf-
mennsku og’góðvild af hans hálfu
flyt ég einnig þakkir. Þessar
þakkir flyt ég frá forráðamönnum
félagsins, frá öðrum samstarfs-
mönnum Stefáns hjá félaginu
fyrr og sfðar bæði hér heima og á
skrifstofunni f New York.
Stefán kvæntist Soffíu Guð-
rúnu Hafstein 6. febrúar 1943.
Sofffa er dóttir Júlíusar Hafsteen
sýslumanns og konu hans Þór-
unnar Jónsdóttur. Soffía lifir
mann sinn ásamt þrem elskuleg-
um og ágætum dætrum þeirra,
Þórunni, Önnu Bergljótu og
Soffíu Guðrúnu. Þórunn er lög-
fræðingur að mennt og gift Jakob
Möller lögfræðingi, er starfar hjá
Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna í Genf. Þau eiga einn
son, Gunnar Stefán, sem er á sjö-
unda ári og var eftirlæti afa síns.
Anna Bergljót er stúdent og
stundaði háskólanám og Soffía
Guðrún er við nám í húsagerðar-
list við Yaleháskóla i Bandaríkj-
unum.
Frú Soffía Wathne er framúr-
skarandi manneskja. 1 margra
mánaða strfði Stefáns við misk-
unnarlausan sjúkdóm háði hún
hetjubaráttu og vék ekki frá hlið
manns síns, hvorki nótt né dag,
þar til yfir lauk.
Heimili þeirra Stefáns er fall-
egt og ber vitni smekkvísi og
myndarskap. Bæði voru þau hjón
gestrisin og elskuleg heim að
sækja og munu þeir margir vera
er minnast góðra gleðistunda á
þeim stað. Nú er sú tíð liðin, og
húsbóndinn er í dag til moldar
borinn á ættjörð sinni eftir langa
útivist í fjarlægu landi, þar sem
hann vann þjóð sinni eftir beztu
getu.
Vinir og samstarfsmenn Stef-
áns senda frú Soffíu, dætrunum,
einkasystur Stefáns og öllu
vandafólki hans innilegar samúð-
ar- og saknaðarkveðjur.
Minningar löngu liðinna daga
sækja á mig, er ég set þessi fátæk-
legu orð á blað. Ég minnist þess
t.d., hversu miklir vinir afar okk-
ar Stefáns voru, þeir Stefán Th.
Jónsson og Vilhjálmur Árnason á
Hánefsstöðum. Bar aldrei skugga
á þann vinskap þótt ýmsir atburð-
ir og átök þeirra tíma væru hörð
og ætla mætti að hefðu spillt
þeirri vináttu. Ég minnist þess
einnig, að við Stefán Wathne vor-
um meðal fermingarbarna séra
Sveins Víkings í Seyðisfjarðar-
kirkju sumarið 1931. Frá þeim
tíma man ég alveg sérstaklega
hversu óvenjulega glæsilegt ung-
menni Stefán Wathne var, fríður,
vel vaxinn og ljúfur I viðmóti.
Minningar eru mikils virði og
þó einkum er skuggar verða lang-
ir og að syrtir á lifsins ieið.
Vilhjálmur Árnason.
í dag er kær vinur, Stefán
Wathne, kvaddur hinztu kveðju.
Endurminningarnar vakna hver
af annarri, og atburðir meira en
þrjátiu ára náinnar vináttu verða
ljóslifandi. Allar þessar minning-
ar einkennast af einhverju, sem
er svo sérstakt og lúft, að maður
hlýtur að hugleiða hvers vegna
þær eru frábrugðnar svo mörgu
öðru sem rifjast upp í huga
manns. En það þarf ekki lengi að
leita til þess að gera sér ljóst hvað
veldur.
Það er hið Ijúfa viðmót, jafnað-
argeð, glaða eðlisfar og ósvikinn
innileiki í allri framkomu Stefáns
Wathne, sem Varpar svo björtum
ljóma á þessar endurminningar.
Hann var sífellt að gera öðrum
greiða, að aðstoða og hjálpa. Þó
gat maður haft það á tilfinning-
unni, að hann væri ekki fullkom-
lega ánægður því hann þráði sí-
fellt að gera meira og betur. Hann
hafði yfir svo sterkri uppsprettu
mannkærleika að ráða.
Störf Stefáns voru fyrst og
fremst á viðskiptasviðinu og að
langmestu leyti unnin f Banda-
ríkjunum. Það voru þýðingarmik-
il störf í þágu lands og þjóðar,
sem miklu máli skipti hvernig
leyst voru af hendi. Þar fór ekki á
milli mála, að þetta sérstaka eðlis-
far hans, sem áður er lýst, vann
honum tiltrú og traust þeirra, sem
hann átti viðskipti við og gerði
honum fært að ná betri árangri
en annars hefði mátt vænta.
Stefán Wathne verður ekki