Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 % GUÐLAX er fremíir sjaldséður fiskur. Á þessari mynd er Guðlax, 70 kg að þyngd, sem siglfirzki togarinn Stálvfk SI-1 fékk í einni veiðiferðinni. Á myndinni er og Jóhann Sveinsson skipstjóri, en hann hefur verið 30 til 40 ár til sjós, en þetta var fyrsta sinni sem hann fékk guðlax. t þessari sömu veiðiferð fékk togarinn um 100 tonn af þorski eftir 6 daga veiðar. Eiturloft mynd- ast ef sjálfkalker- andi pappír brennur EINS og fram kom í frétt f blaðinu f gær fannst mikið af nikkel-karbónyli við rannsókn á sýnum úr þeim, sem látizt hafa f Bandarfkjunum úr hinum dularfulla sjúkdómi, sem þegar hefur orðið 28 manns að bana. ! sjónvarpsþætti NBC í Bandaríkjunum núna fyrir helgina var skýrt frá því, að þessi bráðdrepandi gastegund myndað- ist m.a., þegar kveikt væri I pappir, sem er sjálfkalkandi og farið er að nota í mjög auknum mæli. I þessu tilfelli er þó ekki sannað að eiturefnið hafi myndazt með þeim hætti, en nú er verið að kannaþann möguleika. Stórstígar rækt- unarframkvæmdir Ávísanamálið: Einhverra upplýsinga að vænta í næstu viku „ÉG HEF varið tímanum frá þvf að mér var falin rannsókn þessa máls til af afla mér húsnæðis og hef síðan átt viðræður við full- trúa sakadóms cg dóms- málaráðuneytis í því skyni að kynna mér hvað þarna er raunverulega á ferð- inni,“ sagði Hrafn Braga- son, umboðsdómari í ávísanamálinu svonefnda. Hrafn sagði, að það yrði naumast fyrr en síðar í þessari viku eftir að hann væri farinn að vinna eitt- hvað í málinu, að hann gæti gefið einhverjar upp- lýsingar um það. Kvaðst hann væntanlega taka ákvörðun um það nú um helgina hvernig samskipt- um hans vió fjölmiðla yrði háttað hvað snerti upplýs- ingar um eðli þ'essa máls og gang rannsóknarinnar, en Maddox í framboð Chicago 28. ág. Ntb. LESTER Maddox, fyrrverandi ríkisstjóri, hefur verið útnefndur forsetaframbjóðandi Óháða flokksins í Bandaríkjunurn. Maddox er íhaldssamur í skoðun- um og er búizt við að hann fái töluvert fylgi, sérstaklega í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Á stefnuskrá hans er meðal annars að hann kveðst andvígur því að hvitum og svörtum sé blandað saman í skólum og á vinnustöðum nema þeir gangist inn á það sjálf- ir af fúsum og frjálsum vilja. Þá styður hann áframhaldandi stjórn hvítra manna í Suður-Afríku og Ródesíu. Maddox, sem var ríkisstjóri i Georgiu á undan Jimmy Carter, hlaut útnefningu flokks síns i fyrstu umferð og bar sigurorð af tveimur keppinautum, John Raruck og Robert Morris. Hrafn tók fram að hann hefói enn ekki tekið af- stöðu til nafnbirtingar varðandi málið. Hins vegar kvaðst hann gera sér ljóst, að almenningur ætti heimtingu á að fá upplýs- ingar um, um hvað málió snerist og einhverja vitneskju um hvernig hann sjálfur hygðist standa að rannsókn þess. BUNAÐARSAMBAND Austur- Skaftfellinga hélt aðalfund sinn að Hoiti á Mýrum 20. þm. 25 ár eru liðin síðan sambandið var stofnað. Stórstígar framkvæmdir hafa verið gerðar með ræktun á hinum viðáttu miklu söndum héraðsins á þessu tímabili, þó telja megi smámuni hjá allri þeirri viðáttu sem ennþá er óræktuð og mundi geta gefið af sér milljónir hestburða af safa- mikilli töðu. Markverðast á fundi þessum var að stjórnarformaður, Þorsteinn Jóhannsson, Svínafelli, Messa í dag Árbæjarprestakall. — Guðsþjónusta i Árbæjarkirkju kl. 11 árdegis. — Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Jón Jónsson, jarðfræðingur: Tvöföld áhætta tek- in með Kröfluvirkjun — annars vegar goshætta og hins vegar engin trygging fyrir nýtanlegri gufu — ÉG álít, að það sé raunveru- lega verið að taka tvöfalda áhættu með virkjunarfram- kvæmdunum við Kröflu, annars vegar vegna goshætt- unnar á svæðinu og hins vegar vegna þess að ráðist er í þessa virkjun án þess að nokkur trygging er fyrir þvf að þarna fáist yfirleitt virkjanleg gufa, sagði Jón Jónsson, jarðfræðing- ur, f samtali við Morgunblaðið f gær þegar leitað var álits hans á ástandinu á Kröflusvæðinu. t samtalinu kom fram, að Jón er mest uggandi út af hættunni á sprengigosi á Kröflusvæðinu, þar eð slíkt gos geti komið fyrirvaralaust. Jón starfar sem jarðfræðing- ur hjá Orkustofnun en hann tók fram, að hann talaði hér einungis í eigin nafni. „Ég hef ekkert haft með Kröflu að gera innan stofnunarinnar, en ég get sagt það, að þegar fyrst var farið að ræða um þessa Norður- landsgufuvirkjun, þá lagði ég til að borað yrði á þremur stöð- um, þ.e. fyrir austan Námafjall, i Kröflu og þriðju holuna að Þeistareykjum. Síðan yrði sú hola valin sem heppilegust þætti frá öllum sjónarmiðum “ Jón sagði, að honum finndist nokkuð djarft teflt að ráðast í að reisa stöðvarhús við Kröflu og setja niður vélar áður en nokkur nýtanleg gufa væri fengin. „Uti i löndum þar sem ég þekki til að staðið hafi verið að gufuvirkjunum af þessu tagi, þá hefur sá háttur verið hafður á þegar um ný svæði er að ræða að borholurnar eru reyndar til þrautar I a.m.k. eitt ár áður en lagt er í virkjun. Taldi Jón, að langeðlilegast hefði verið að fara einnig þessa leið hér. Jón sagði, að alltof litið væri vitað um hvaða orky væri að fá á þessu svæði. Þetta væru allt ágizkanir og bollaleggingar, því að forsendur fyrir virkjun væri að vita um gufumagnið sem fá mætti og siðan samansetningu gufunnar, hvort t.d. einhver efni væru í gufunni sem gætu verið skaðleg fyrir tækjabúnað. Slíkt gæti komið til greina, þegar hitinn væri svo hár sem 340 stig, og kvaðst Jón eiga erfitt með að átta sig á hvers konar vökvi það væri sem þarna kæmi upp. Jón kvaðst þó viðurkenna, að hann væri ekki sérfræðingur á því sviði en engu að siður sagðist hann telja, að við Kröfluvirkjun hefði gætt heldur til mikillar bjartsýni og lítillar fyrir- hyggju, svo að ekki væri meira sagt. Varðandi goshættuna kvaðst Jón vera persónulega mest ugg- andi út af hættunni á sprengi- gosi ekki þó vegna þess að hann teldi meiri líkur á þvi að þarna yrði sprengigos fremur en hraungos, heldur vegna þess að ef sprengigbs yrði, þá væru svo litlir möguleikar á að komast undan. Sprengigos gæti orðið nánast með engum fyrirvara og þyrfti ekki að gera öllu meiri boð á undan sér heldur en þegar væru komin frá á Kröflu- svæðinu. Kvaðst Jón því per- sónulega vera hræddastur við gos af þessu tagi með tilliti til mannskaps og verðmæta á Kröflusvæðinu. Jón tók þó fram, að allt gæti þetta farið vel, því að dæmi væru um það t.d. frá ítalíu fyrir nókkrum árum, að jörðin byrjaði að lyftast undir þorpi og allir ibúar voru þar fluttir á brott en síðan hafi það allt fjarað út. gat þess i skýrslu sinni, að Elías Jónsson bóndi á Rauðabergi á Mýrum hefði afhent sambandinu ábylisjörð sina Rauðaberg að gjöf, Samþykkti fundurinn að til þess að þessari góðu gjöf yrði virðuleg- ur sómi sýndur skyldi unnið að því að á Rauðabergi yrði í fram- tíðinni komið upp tilraunabúi fyrir héraðið og lagði í því skyni til hliðar dálitla fjárhæð sem byrjunarvísi að væntanlegu til- raunabúi. Gunnar Björgunar- sveitinni á Fagurhólsmýri færð tæki að gjöf Samvinnunefnd Dale—Carn- egie klúbbanna á íslandi hefur gefið björgunarsveitinni á Fagur- hólsmýri þrjú labb—rabb tæki, sem koma sveitinni i mjög góðar þarfir. Dale—Carnegie menn voru áíerð í Skaftafelli í Öræfum í hitteðfyrra, er 11 ára drengur, sem með þeim var, týndist úr hópnum. Fannst drengurinn með aðstoð björgunarsveitarinnnar og eru Dale—Carnegie menn nú að launa sveitinni fyrir leitina að drengnum. Krókódíla- þjófar á kreiki Brisbane, Astraiiu 27. ág. Reuter ÞJÖFAR höfðu á brott með sér tuttugu krókódfla og eina eiturslöngu úr dýrasafni í Brisbane í Ástralfu f dag. Lög- reglan leitar nú mannanna, sem sagðir eru hættulegir, og er óttazt að þeir kunni að beita ránsfeng sfnum gegn lögregl- Tónleikar í norræna hús- ínu i kvöld HAFLIÐI Hallgrimsson og Philip Jenkins halda tónleika í Norræna húsinu I kvöld og verða það loka- tónleikar i sambandi við sýningu Hafliða á málverkum hans, sem nú stendur yfir í húsinu. Tónleik- arnir verða I kjallara Norræna hússins og hefjast kl. 8.30. Leikin verða verk eftir Gabriel Faure, Debussy, Benjamin Britten og Þorkel Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.