Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 31 Og á meðan maður hefur áhuga, þá gengur þetta. Þegar áhuginn minnkar, þá fækkar ráðning- unum hjá hijómsveitunum og þá er sjálfhætt. — Er starf umboðsmannsins óheiðarlegt? Ef einn maður væri með margar hljómsveitir þá gæti orðið ruglingur í þessu, en ef hann er eingöngu með eina hljómsveit, þá getur hún fylgzt með því hvað hann er að gera. Sumir hljóm- listarmenn halda alltaf að um- boðsmaðurinn græði, en ekki þeir sjálfir. — Er umboðsmaðurinn snikju- dýr? Hann sér hljómlistarmönnun- um fyrir starfi og kemur þeim á framfæri, þeir þurfa bara :ð spila. Þeir leita til hans með alls konar vandamál sem þarf að leysa. Hann sér um auglýsingar og fleira og bókar þá langt fram í timann. Ef ég væri með einka- skrifstofu þá kæmi sima- reikningur upp á 30—40 þúsund krónur sem þeir yrðu að borga með mér, en ég legg þetta með mér i útgerðina á móti þeirra framlagi, spilamennskunni. Um- boðsmaður á tslandi gerir alla mögulega hluti og hann vinnur alveg fyrir sínu kaupi. laugardegi, þá hefst vinnan á þriðjudegi. Það þarf að skrifa veggspjöld, semja um sætaferðir, tala við menn hér og þar á réttum stöðum um hvort þeir ætli ekki að skreppa á ballið. Ég sé um auglýs- ingar og líka um hitt, að kynna hljómsveitina almennt, útvega viðtöl og fleira. Strákarnir eiga að lifa, æfa og spila og ég á að sjá um hitt. Ég er búinn að vera hljó- færaleikari og það er smá hug- sjónakennd í því sem ég er að gera. — Hver eru laun þín fyrir umboðsstarfið? Ég tek 10% af nettóhagnaði og ef hljómsveitin fær ekkert þá fæ ég ekkert. Á meðan við erum að borga skuldirnar, eina og hálfa milljón, þá fær hljómsveitin ekk- ert kaup í eigin vasa og ég ekki heldur. Nú er hljómsveitin búin að vera lifandi í hálfan mánuð (byrjaði um verzlunarmannahelg- ina áð spila opinberlega) og ég er hreykinn af að geta sagt, að við erum búnir að borga 800 þúsund, af skuldunum. Við tökum yfirleitt hús á leigu og höldum dansleikina sjálfir. Það er eina tryggingin fyr- ir að við getum staðið við okkar skuldbindingar. Annars eru laun- in mjög lág. Það eru sömu tölur i þessu og þegar ég var að byrja i Haukum fyrir löngu. Gjöld hús- anna hafa hækkað það mikið, að hlutur hljómlistarmannanna hef- ur ekkert hækkað. — Er mikil samkeppni milli umboðsmanna hér? Þetta er erfitt starf vegna þess að umboðsmenn hafa ekkert sam- starf sin á milli. Það er bara hægt að vinna með tveimur: Baldvin Jónssyni og Axel Einarssyni. Ég get hringt í þessa menn og fengið verkefnaskrána hjá þeim og þeir hjá mér. Umboðsmenn eiga að starfa mjög þétt saman til þess að fá sem bezta nýtingu út úr mark- aðnum sem við höfum. Þetta er aðeins 35 þúsund manna markað- ur sem við vinnum við og hann ber 4—5 topphljómsveitir, en við erum með 11 hljómsveitir. Þess vegna eiga þessir strákar í hljóm- sveitunum ekkert fé. Það er of mikið af áföllum. — Jón Hildi- berg og Ámundi vinna öðru visi, þeir hugsa bara um að ota sínum tota og hugsa ekkert um aðra. Hinir tveir vita að það er til fólk i kringum þá. — Mér finnst Ámundi vera eins og I Austur- bæjarbíói í gamla daga. Hann var þar að selja hasarblöð og hann rekur þennan poppbissness alveg á sama hátt. Ámundi er með um- boðsskrifstofu og útvegar allar hljómsveitir, en er ekki umboðs- maður fyrir neina hljómsveit sjálfur. Fólk hringir þangað, þvi að þar er hægt að fá hljómsveitir. Auðvitað er líka til ráðningar- skrifstofa Félags íslenzkra hljóm- listarmanna, en bara á pappírn- um. Við höfum fengið eina ráðn- ingu í gegnum Ámunda og þá tók hann sín umboðslaun sem f þessu tilviki voru 20 þúsund krónur. — En það kemur að því að allar okkar ráðningar fara í gegnum FlH. Við viljum að allar hljóm- sveitir geri það, við viljum að ráðningarskrifstofan verði sterk. En ég tel samt nauðsynlegt að hver hljómsveit hafi sinn fram- kvæmdastjóra. Hver hljómsveit er gifurlega mikið fyrirtæki. Ef hér væru til fyrirtæki eins og til dæmis í Ameríku, sem eru með menn til að annast allt það sem getur komið upp i rekstri einnar hljómsveitar, þá þyrftu hljóm- sveitir hér ekki framkvæmda- stjóra. Hér hefur verið gerð ein tilraun með slika skrifstofu. Það var Demant og það fyrir \ tæki var hugsað ákaf lega vel, en ekki byggt á traustum grunni. En það var með 65—70% af markaðnum á meðan það var og hét og átta hljómsveitir og sá um öll þeirra mál. Þetta er draumurinn, en það þurfa að vera góðir Helgi Steingrfmsson hef- ur verið starfandi I poppheimin- um í nær 16 ár og þekkir hann því betur flestum þeim mönnum, sem nú eru i sviðsljósinu. Helgi hóf feril sinn sem hljómlistarmaður í Brúartríóinu árið 1960, lék með bróður sínum og Gunnari Kvaran i 40 manna bragga á Hrútafirði og laun tríósins voru þrjú þúsund krónur fyrir fyrsta kvöldið. Síðan stofnaði Helgi Hauka 1962, og var driffjöðurin í þeirri hljósveit allt til ársins 1974, að undanskildum stuttum tíma er hann lék með Örnum, en á meðan tóku Haukar sér hlé á fluginu. Eftir að Helgi hætti hljófæraleik fyrir tveimur árum hefur hann starfað að umboðsmennsku og átti aðild að umboðsfyrirtækinu Demant hf., sem nú er farið á hausinn. Nú er hann umboðsmaður hljómsveitar- innar Celcius. — Hvers vegns gerðistu um- boðsmaður? Ég hef alltaf verið forsvarsmað- ur fyrir þeim hljómsveitum sem ég lék með, nema síðustu tvö árin í Haukum. Ég vildi alltaf ná sem beztum kjörum fyrir hljómsveit- ina og sem beztum samskiptum við aðra og treysti sjálfum mér bezt í þessa hluti. — En hvers vegna hélztu áfram umboðsmennsku eftir að þú hætt- ir að spila? Ég hef gaman að þessu að sumu leyti. Maður er bara ungur einu sinni og ég held að þegar ég hætti að vera hrifinn af þessum bransa þá sé ég orðinn gamall. — 1 hverju er starfið fólgið? Þessi bransi er æðislega mis- skilinn hér. Það er bara litið á umboðsmenn sem sníkjudýr. 1 minu starfi eru aðeins 10—15% vinnunnar að ráða hljómsveitina. Aðalatriðið er að skapa þessum strákum aðstöðu til að þeir geti virkilega náð árangri. — Svo er vinna við bókhald. Ég sé um bók- anir og ber ávísanir á milli og reyni að standa í skilum okkar vegna. Þetta eru 40—50% af tím- anum. En í rauninni er umboðs- starfið 24 tímar á sólarhring. Það þarf að skipuleggja ótrúlegustu hluti. T.d. ef dansleikur er á ^ RÉTT áður en Slag- brandur fór (prentun barst honum til eyrna að von væri á Stuð- mannaplötunni um og eftir helgina. Ekki gafst Brandi tækifæri til að kynna sér efnis- innihald eða aðrar upplýsingar um plöt- una enda verður vænt- anlega f jallað nánar um hana nú á næst- unni. Stuðmenn eru eitt af merkilegri fyr- irbrigðum (sl. popp- menningar og ef að Ifkum lætur er platan sú arna forvitnileg fyrir margra hluta sakir, — ekki sfður en hin fyrri. Stuomanna platan ao koma Lónlf Blú Bojs taka á móti gullplötunum. Laddi, Halli og GFsli Rúnar sem verða með F förinni áttu Hótel Sögu. Ljósmynd F'rióþjófur .stjörnuleik" á skemmtuninni á • ÞAÐ er ekki amalegt veganestið, sem þeir félagar f Lónlf Blú Bojs taka með sér f sína fyrstu dansleikjaferð um landið: Tvær gullplötur sem þeir hafa hlotið fyrir metsölu á breiðskffunum tveimur “Stuð, stuð, stuð“ og „Hinn gullni meðalvegur“. GuIIplöturnar voru afhentar á stórgóðri skemmtun á Hótel Sögu nú ný- verið þar sem Halli, Laddi og Gfsli Rúnar fóru á kostum og sönnuðu að fslenskir háðfuglar geta verið á heimsmælikvarða. Ekki má heldur gleyma Baldurs þætti Brjánssonar sem lék hinar ótrúlegustu listir af mikilli fagmennsku. En svo vikið sé aftur að ferð Lónlf BIú Bojs verður ekki annað sagt en undirbúningur sé allur eins og best verður á kosið. Á fundi með fréttamönnum sem hald- inn var f tilefni fararinnar afhentu liðsmenn hljóm- sveitarinnar ávarp til þjóðar- innar og segir þar m.a.: „Þar kom að því, — eitt best varðveitta leynivopnið. á ísl. poppmarkaðinum, Ðe Lónlí Blú Bojs, hefur verið afhjúpað. Þeir Njáll, Páll, Valdimar og Sörli eru engir aðrir en Gunnar Þórðar, Rúni Júl., Berti Jensen og Bjöggi Halldórs." — 1 Með goll- plötor í veganesti ávarpinu er þess sérstaklega getið að Þórir Baldursson mun gera sér sérstaka ferð heim frá Þýskalandi til að leika með strákunum í túrnum svo og trommuleikarinn Terry Doe sem leikið hefur á öllum plöt- um hljómsveitarinnar. í tilefni af ferðinni hafa verið fram- leiddir minjagripir s.s. merki, bolir og auglýsingaspjöld og hundraðasti hver gestur fær frítt eintak af Lónli Blú Bojs hljómplötu. Karnabær hefur tekið að sér að hressa upp á útlit drengjanna og Halli, Laddi og Gísli Rúnar munu halda gestum við efnið i hléum. Valið lið vina og vandamanna verður með i förinni s.s. Gústi rótari, Tommi „Stuðmaður", sem sér um tækniþjónustu og dugir ekki minna en 36 manna langferðabifreið undir mann- skap og tækjakost. Fyrsti dansleikurinn verður í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri fimmtudaginn 2. september, þá verður farið á Húsavík og á laugardagskvöldið verður þrumað í Miðgarði i Skagafirði. Búðardalur verður sóttur heim sunnudaginn 5. september og þriðjudaginn 7. verður yngri kynslóðinni i Tónabæ gefinn kostur á að heyra og sjá Lónlí Blú Bojs. Þá munu þeir félagar skemmta í Sigtúni fimmtudags- kvöld 9. september, í Stapa á föstudagskvöldið og Aratungu á laugardagskvöld. Sunnudags- kvöldið 12. september er óráðið en líklega verður þá slegið upp dansleik i Reykjavik. Á dans- leikjunum mun hljómsveitin leika eigin lög eingöngu og verða þá m.a. kynnt lög af væntanlegri 12 laga hljómplötu sem koma mun út I byrjun október, en hún ber nafn ferðarinnar: „Lónli Blú Bojs á ferð“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.