Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 25 Hafliði Hallgrfmsson við eitt verka sinna sem hann nefnir „Eftir Sýning Haf- liða Hall- grímssonar Það mun óhætt að full- yrða, að tónlistarmaður- innHafliði Hallgríms- son, sem um þessar mundir sýnir 28 mynd- verk eftir sig í sýningar- sölum Norræna hússins, sé gæddur ágætri mynd- listargáfu. Sýningin er sett upp í sambandi og tengslum við tónleika, sem hann stendur fyrir, og þar sem nafnkenndir tónlistarmenn kynna tón- smíðar eftir Hafliða og fleiri innlend sem erlend tónskáld. — Hafliði kveðst hafa myndverkin til uppfyllingar og til að auka á fjölbreytnina í sambandi við tónleika- haldið, enda séu þau ekki föl nema fyrir þá, sem ekki geta hugsað sér að ___________________________ lifa án þeirra (!). Hafliði vill sem sagt ekki, að litið sé á framtakið sem eigin- lega málverkasýningu, enda er sýningin einung- is opin á milli 3—7 e.h. og lýkur henni í kvöld, sunnudag, með tónleik- um er hefjast kl. 20.30. Hafliði hafði svipaðan hátt á í sambandi við tón- leika á sama stað árið 1970, en þá í samkomusal á hæö, og prýddu þá smá- myndir forsal hússins. Ég minntist þá lítillega myndanna í sýningar- syrpu hér í blaðinu, því að það vakti athygli mína, hve vel og menn- ingarlega þær voru unn- ar og ríkar af myndræn- umm eigindum, einkum vegna þess að hér var átta“. ekki sá á ferð, er gerir tilkall til að teljast málari og nefnir þetta dundur í tómstundum, — frá köll- un sinni, tónlistinni. Fæstir listamenn ein- Nlyndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON angra sig algjörlega við sérggrein sína, og þeir eru ósjaldan vel hlut- gengir á sviði annarra listgreina og bendi ég á til dæmis, að margur myndlistarmaðurinn er gæddur prýðilegum leikhæfileikum, svo sem alkunna er af leiksviði hins daglega lífs (og fár- ánleikans).Þannig kem- ur mér það ekki á ovart, er listamenn annarra list- greina sýna hæfileika á myndlistarsviðinu, og teldi ég það farsæla lausn, svo sem ég hefi áður bent á, að listskólar hinna ólíkustu listgreina rísi í nágrenni hver ann- ars. Á þann hátt opnuð- ust margir möguleikaar til raunhæfrar og árang- ursríkrar samvinnu, sem annars, væri nær útilok- uð, ásamt heilbrigðri vixlverkan. Hvað sýningu Hafliða áhrærir, kemst listamað- Framhald á bls. 46 það að fletta að mikilvægur árangur I störfum ríkisstjórnar- innar er fólginn í þvl, að full atvinna hefur haldizt á þessum árum. Ríkísstjórnin hefur lagt höfuðáherzlu á að tryggja at- vinnuöryggið og verður ekki fram hjá því litið, að það hefur tekizt að nokkru leyti á kostnað þess að jafna viðskiptahallann við er- lendar þjóðir og hamla meira gegn verðbólgunni, en unnt hefur reynzt.“ Líklega gera fæstir sér grein lyrir þvl, hvílíkt afrek það er að halda fullri atvinnu I landinu þessi tvö ár. Þegar haustið 1974 fór að bera á áhyggjum vegna yfirvofandi atvinnuleysis. Sá ótti rættist sem betur fer ekki. 1 árs- byrjun 1975 létu nokkrir þekktir verkalýðsleiðtogar I ljós áhyggjur slnar yfir atvinnuhorfum þá um veturinn. Til atvinnuleysis kom þó ekki. Enn höfðu menn áhyggjur vorið og sumarið 1975, ekki slzt vegna skólafólks. Að lokum tókst þó að útvega því vinnu, þótt stundum væri hún stopul og stæði skamman tlma. Um áramótin síðustu lýstu verka- lýðsleiðtogar I Reykjavík enn áhyggjum sínum yfir atvinnu- ástandinu en ótti þeirra um at- vinnuleysi sl. vetur rættist ekki. Og sl. vor höfðu menn enn áhyggjur af skólafólki, en svo kom, að vinnumiðlun I skóla ein- um lokaði og lýsti yfir, að það væri vegna atvinnuleysis þeirra sem að henni störfuðu! Þessar miklu áhyggjur vegna atvinnuleysis sem aldrei kom, eru skiljanlegar. I öllum nágránna- löndum okkar hefur komið til geysilegs atvinnuleysis meðan rlkisstjórnir landanna hafa tekizt á við verðbólgudrauginn. I lönd- um eins og Danmörku, Þýzka- landi og Bretlandi hefur atvinnu- leysi verið glfurlegt og hafa þó setið þar að völdum jafnaðar- mannastjórnir, sem ætla mætti, að væru viðkvæmari fyrir því en aðrir að grípa til ráðstafana, sem leitt gætu til atvinnuleysis. Það hafa þær þó gert, en ríkisstjórn sú sem jafnaðarmenn hér og svo- nefndir sósíalistar og kommúnistar velja nöfn eins og „afturhaldsstjórn", „íhalds- stjórn“, „hægri stjórn", „stjórn auðstéttanna" o.sv.frv. hefur hins vegar lagt höfuðáherzlu á að koma I veg fyrir atvinnuleysi og heldur valið þann kostinn en skjótari árangur I baráttu gegn verðbólgunni. Enginn vafi er á þvi að ríkisstjórnin hefur þjóðar- viljann að baki sér I þessari af- stöðu. Atvinnuleysi er svo óhugnanlegt böl, að miklu má til kosta til þess að koma I veg fyrir það Og það hefur núverandi ríkis- stjórn gert. r Arangur í efnahagsmálum Enda þótt ríkisstjórnin hafi valið þann kostinn að tryggja fremur fulla atvinnu, en að ná skjótari árangri við lausn efna- hagsvandans er þó ljóst nú, að loknu tveggja ára starfi hennar, að við erum komin vel á veg að sigrast á þeim erfiðleikum, sem við höfum átt við að etja siðustu ár og hafa stafað af verðfalli á erlendum mörkuðum, verð- hækkunum erlendis og óstjórn vinstri stjórnarinnar. Hver er þessi árangur? A árinu 1974 nam verðbólgan 53%. Árið 1975, fyrsta heila starfsár núverandi rlkis- stjórnar, var hún komin I 37% og á þessu ári er talið að hún muni nema 25—30%. Þetta er umtals- verður árangur, en betur má, ef duga skal. Forsætisráðherra hef- ur nú skýrt frá því, að ríkisstjórn- in hyggist efna til samstarfs óllkra hagsmunahópa til þess að kanna orsakir verðbólgunnar og til þess að gera tillögur um, hvernig sigrast megi á henni eða a.m.k. draga mjög verulega úr vexti hennar. Ef vel tekst til getur slikt samstarf lagt grundvöll að sameiginlegu átaki rikisstjórnar, stjórnarandstöðu og aðila vinnu- markaðarins á næsta ári til þess aó hægja mjög verulega á verð- bólgunni, svo að hún verði a.m.k. nálægt því sem gerist I öðrum löndum. Þetta er höfuðmál þjóð- arinnar I dag og ekki sizt hags- munamál og kappsmál launþega. Þeir græða ekki á verðbólgunni, en hins vegar kunna alls kyns spekúlantar og fjárglæframenn að fá tækifæri til þess að græða fé á verðbólgubraski. Þess vegna er ástæða til að vona, að frumkvæði ríkisstjórnarinnar I þessum efn- um verði vel tekið og að slíkt samstarf geti borið jákvæðan árangur. Annað meiriháttar vandamál, sem ríkisstjórnin hefur þurft að glima við á sviði efnahagsmála, er viðskiptahallinn. A árinu 1974, þegar ríkisstjórnin tók við, nam hann um 12% af þjóðarfram- leiðslu. A árinu 1975 nam hann enn 11—12% af þjóðarfram- leiðslu. En nú á þessu ári má sjá þann árangur af stefnu ríkis- stjórnarinnar I efnahagsmálum, að talið er, að viðskiptahallinn muni minnka um helming á þessu ári og verða um 5—6% og það er markmið ríkisstjórnarinnar að draga enn úr honum á næstu tveimur árum. Þegar rlkisstjórnin tók við störfum haustið 1974 var ríkis- sjóður rekinn með halla. Ekki tókst að koma I veg fyrir halla- rekstur á árinu 1975 heldur, enda tók rikisstjórnin svo seint við á árinu 1974, að undirbúningur fjárlaga fyrir árið 1975 var vel á veg kominn, þegar stjórnarskipt- in urðu. En nú á þessu ári hefur markvisst verið stefnt að þvi að ríkisbúskapurinn verði hallalaus. Fjármálaráðherra hefur gert margvíslegar ráðstafanir til þess að styrkja stjórn ríkisfjármála og á þessari stundu gætir nokkurrar bjartsýni um að takast muni að reka ríkissjóð án greiðsluhalla á þessu ári. Það er einnig umtals- verður árangur. Þegar rlkisstjórnin tók við haustið 1974 höfðu útlán banka- kerfisins gersamlega farið úr böndum og eins og menn muna var staða stærstu viðskiptabank- anna gagnvart Seðlabanka það ár mjög slæm. Á þessu hefur orðið gerbreyting síðan. Viðskiptabank- arnir hafa I samráði við Seðla- bankann tekið upp nýja útlána- stefnu, sem hefur gert það að verkum, að útlán þeirra eru nú I meira samræmi við þróun innlána en var á árinu 1974. Þessi breyt- ing I bankakerfinu hefur haft já- kvæð áhrif á þróun efnahagsmála I landinu. Utlán fjárfestingar- lánasjóða fóru einnig úr böndum á árinu 1974. Sömuleiðis á árinu 1975 enda áttu sjóðirnir enn við að glíma lánsloforð frá fyrri tið. Nú á þessu ári er hins vegar markvisst stefnt að því að útlán fjárfestingarlánasjóðanna verði innan hóflegs ramma. Allir vita, að gjaldeyrisstaða þjóðarinnar hefur verið mjög slæm hin síðustu ár, sem m.a. hefur komið fram I reglum um feróamannagjaldeyri, sem al- menningi eru ráðgáta. En I júlí- mánuði sl. var nettó gjaldeyris- staðan I fyrsta skipti I eitt og hálft ár orðin jákvæð. í júlimánuði ein- um batnaði gjaldeyrisstaðan um 4 milljarða króna. Þannig mætti lengi telja þann augljósa árangur, sem nú er að koma I ljós af starfi ríkisstjórnar- innar i efnahagsmálum. Þeim ár- angri ber að fagna. En um leið ber að varast að láta bjartsýnina ná tökum á sér um of. Miklir erfiðleikar eru enn framundan og þótt betur gangi nú megum við ekki glopra niður því, sem áunn- izt hefur. Þann ábata, sem við fáum næstu misseri, verðum við að nota til að greiða /íiður þaer gifurlegu skuldir, sem við höfum safnað á undangengnum erfið- leikaárum. Fyrr en þær skuldir hafa verið greiddar getur þjóðin ekki leyft sér rýmri lífskjör að nokkru ráði en hún Dýr við nú. En ef okkur tekst að halda þannig á málum er full ástæða til bjartsýni um framtiðina. Stórnarfarið I landinu er nú traust. Málefnum þjóðarinnar er nú stjórnað en ekki látið reka I reiðileysi. Innan tíðar sitjum við einir að auðlind- um okkac, fiskimiðunum. Góðar fregnir berast af klaki helztu nytjafiska okkar. Við eigum mikla auðlind I orku fallvatnánna og I iðrum jarðar. Þess vegna get- um við verið bjartsýn — ef við kunnutn fótum okkar forráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.