Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. AGUST 1976
47
— Krafla
Framhald af bls. 17
bora nokkur hundruð metra. Hins
vegar er mikil vinna í sambandi
við borunina, fóðringar og annað
og ekki alltaf hægt að hafa borinn
i gangi.“
— Hvað vinna margir við bor-
inn og hve lengi er unnið?
„Hér eru 21 maður á þremur
vöktum og við vinnum allan sólar-
hringinn. Ein vaktin er alltaf í
fríi, því að menn vinna 12 daga í
lotu og fá svo 4 daga frí.“
— Er nokkru hægt að spá um
þessa holu?
„Nei, það getur enginn, en við
vonum auðvitað hið bezta eins og
með allar holur, sem við borum."
— Hversu voldug
Framhald af bls. 34
tæku ríki: Þriðji heimurinn er langt-
um óefnilegri. hvað olupeninga
snertir, en iðnrlkin, sem geta boðið
tæknikunnáttu og fjárfestingu. Þetta
gerir oliurikin míklu viðsemjanlegri
við iðnrlkin en hinn baráttufúsi þriðji
heimur kysi
Að jafnlitlu leyti og iðnrlkin
hefðu möguleika á þvi að lifa út af
fyrir sig, gætu þróunarlöndin komizt
af án þeirra Það er tvimælalaust rétt
afstaða áð treysta á sjálfan sig, en
jafnvafalaust er sú stefna óheilla-
vænleg að ætla að einangra sig til
dæmis á þann hátt, sem tillögur
voru gerðar um á ráðstefnu hinna
óháðu rikja, að koma á fót sameigin-
legri fréttamiðlun, sem einungis léti
þær upplýsingar berast til aðildar
þjóðanna, sem rikisstjórnir landanna
hefðu velþóknun á
Það hefði átt að vera megin-
markmið ráðstefnunnar i Colombo
að fá þvi framgengt, að tveir þriðju
hlutar mannkynsins, sem eiga meira
en tvo þriðju hluta allra hráefna
heimsins, en fá minna en einn þriðja
hluta teknanna, yrði aðili að umræð-
unum um endurskipan heimsvið
skiptanna, sem bæði væri jafnrétt-
hár og aðrir og hægt væri að taka
alvarlega En saga hinna svonefndu
óháðu rlkja gefur sannast sagt ekki
miklar vonir um, að það muni tak-
ast
— Ú r „ Die Zeit" —
-—svá—
— Þýzka
sprengjan
Fratnhald af bls. 35
á rökum reist, bíö ég spenntur
eftir að sjá mynd frá honum,
þar eð ég er sérstakur aðdáandi
Murnaus. Einnig væri akkur í
að fá að sjá myndir eftir Volker
Schlöndorff og Wim Wenders.
Það væri þess vegna vel við
hæfi, ef Háskólabíó sýnir fleiri
þýskar myndir, að breikka val
höfunda í leiðinni. Ekki er mér
kunnugt um hvað Fassbinder
hefst að þessa dagana, en síðast
vakti hann á sér mikla athygli
þegar hann skrifaði leikrit, sem
nefnist á ensku, The Garbage,
The City and Death, sem hann
skrifaði ásamt David Schmidt
og hefur sá siðarnefndi gert úr
þvi kvikmynd, er nefnist
„Schatten der Engel". Hefur
þetta verk komið miklu róti á
hugi manna vegna þess, að það
fjallar um Gyðing i íasteigna-
braski og í verkinu eru setning-
ar eins og „Ef þeir hefðu sett
hann f gasklefann, gæti ég sofið
rólegur i dag“. Þarna eru ýfð
upp lítt gróin sár og settar fram
hugsanir, sem enginn þjöðverji
læ.tur sér detta í hug að segja á
almannafæri. Fassbinder er
sagður hafa skrifað leikritið í
hálfgerðum „trans“ í flugvél á
leiðinni frá Frankfurt til Los
Angeles. Sem segir nokkuð um
vinnuhraðann. SSP
Verjum
gggróöurj
verndum
land
sem allir hafa beðið eftir hefst á
morgun í 4 verzlunum samtímis
Allt nýjar og nýlegar vörur
HERRAFÖT M/VESTI
ST. JAKKAR
TERYLENE ULLARBUXUR
BÚNAR TIL BEINT Á ÚTSÖLU
DENIM BUXUR
FLAUELSBUXUR
DENIM MUSSUR
SKYRTUR
BLUSSUR
HERRAPEYSUR
DÖMUPEYSUR
DÖMUKÁPUR
HERRAFRAKKAR
KJÓLAR
DÖMUDRAGT1R
BINDI OMFL.
Látið ekki happ úr hendi sleppa