Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. AGUST 1976 tizkuverzlumn r\ / ÚTSALA 20—70% afsláttur Laugavegi 54. Sími 18046. Merkisafmæli: Guðrún og Oskar Bjartmarz Fátt er í rauninni fegurri gjöf á lífsleiðinni en traustir og góðir samferðamenn, sannir vinir. En þar taka fáir fram þeim hjónun- um Guðrúnu og Óskari Bjartmarz, sem lengi hafa búið við Berg- staðastræti hér í borg, en eru nú flutt í eitt af nýju hverfunum, Gautland 19 í Fossvogi. Þau eiga einmitt bæði merkisaf- mæli á þessu sumri. Hann er fæddur 15. ágúst og var þá 85 ára. Hún er fædd 4. sept. og er þá 75 ára. Þau eru bæði úr Dalasýsl- urini en hafa þó lengst átt heimili sitt hér í Reykjavík, kannski allt- af. Og hér er þeirra lífsstarf unn- ið, með sérstökum sóma og dáð- um, svo varla mun finnast gróm Einu sinni var reynt að telja upp þá mannkosti, sem Breiðfirð- ingafélagið hlyti að meta mest hjá sínum félögum og heiðursfélög- um. En þeir voru þessar; Trú- mennska, þolgæði, lipurð, fórnar- lund, drengskapur, gestrisni, mælska söngást, forsjá og höfð- ingsskapur. Vel munu Bjartmarz hjónin standa sig á því prófi, þótt hvor- ugt syngi einsöng eða flytji stól- ræður. En hér vil ég þó bæta einu við. Þótt oft hafi verið ágæt sam- fylgd þeirra á samkomum í borg- inni og ekki síður á ferðalögum á sumardegi um sveitir og óbyggðir heimahaga eru þau mér ógleym- anlegust í danssal. Glæsileg, sam- stillt og ástfangin, svo unga fóikið allt mætti af læra. Og þannig hef- ur og verið öll þeirra samleið og heimilisllf til fyrirmyndar. Engar kröfur á annarra hendur, en Is- lenzkar dyggðir ástúðar, nægju- semi og reglusemi, ræktuð skraut- blóm I hverju horni og fylgsni hugar, hjartna og heimilis. Og vissulega hafa þessar dyggðir gert litla húsið þeirra I miðborginni að Ásgarði fjölskyldunnar og kon- ungshöll hollustu við allt, sem ís- lenzkt er og heillir beztu veitir. Þótt Óskar hafi verið forstjóri við Skólavörðustíginn, þá hefur hann samt alltaf verið íslenzkur bóndi og hestamaður, vaxinn úr jarðvegi aldanna sem áttu vor- gleði yfir ull og kambi og um varð sagt orðum skáldsins: Knapinn á hestbaki er kóngur um stund kórónulaus á hann ríki og álfur. Mér þykir satt að segja líklegt, að hann eigi enn þá bæði fé og hross. Og Guðrún sýslumanns- dóttirin frá Sauðafelli hefur sízt latt hann slíkra tómstundaiðkana og ávallt átt ómandi strengi og indæl bros til að samgleðjast hon- um við búskapinn. Þannig hafa þau haldið velli sem íslenzk bændahjón I borginni og þó ekkert skort á háttvlsi og kurteisi, sem I höllum og sölum stórmenna þykir vel fara. íslenzk mennt var af aðli borin, og vel sé þeim, sem varðveitir þann sjóð til vaxta I sannri dyggð. Annars eru þau mér kunnust fyrir starf sitt I Breiðfirðingafé- laginu. En þar hefur hann og raunar þau bæði (þvf fátt mun verða sundurgreint i áhugamál- um þeirra) verið I fararbroddi frá upphafi og fram á þennan dag á ýmsan hátt og eru þar heiðursfé- lagar. Hann er einn af fyrstu riturum félagsins og þar tók Björn sonur þeirra við um mörg ár þótt hann yrði sióar formaður. En lengst og bezt hefur Óskar starfað sem skrifstofustjóri eða framkvæmdastjóri Breiðfirðinga- heimilisins og þannig orðið aðal- húsbóndinn I Breiðfirðingabúð frá upphafi og til þessa dags, lyklavörður hússins fyrir okkur minni spámennina. Hann átti víst á sínum tíma ekki slzt heiðurinn af þvl að Breiðfirð- ingabúð varð til sem félagsheimili né bláþráður á hamingjuþræði og heiðursvoð. Samt hafa þau alltaf fyrst og fremst verið Dalabörnin, vormenn frá upprisumorgni alda- mótanna sfðustu hér á íslandi. Heimalandsmót og átthagaást þeirra mun vissulega hafa litað flest eða allt, sem þau hafa snert og hugsað. Og þar er það Breið- firðingafélagið, sem verið hefur sá vettvangur sem bezt varðveitti tengslin opinberlega og gaf rúm til umsvifa og athafna. í því félagi hafa þau starfað frá upphafi þess á svo traustan og fórnfúsan hátt, að um engan skugga yrði rætt. Það var I þessu félagi sem fundum okkar bar saman og kynni hófust, sem ávallt hefur veitt ánægju og yndisauka og sveipar nú þessi heiðurshjón, sem alltaf verða ung, þótt árunum fjölgi, ljóma kvölds eftir langan dag. eúsJ?im Fnnahófð1 v\ r- li____i Smiðshöfði Hamarshötði Dvergshöf ði Vagnhöf ði Tangarhöf ði Blldshöf ði Vesturlandsvegurl Esso I Árbæja rhverfi Við erum fíutt ínýtthúsnædi að FUNAHÖFÐA 19 Verið velkomin á nýja staðinn og kynnið yður STAR-innréttingarnar vinsælu ásamt SCADANIA inni- og útihurðum. Lágt verð - sænsk gæði. STAR-SKÁPA í ALLT HÚSIÐ eru okkar einkunnarorð. BÚSTOFN h/f, Funahöfói 19, Reykþvik símar 81663 - 81077 ÁTT ÞÚ HEFILBEKK? GUNNAR ÁSGEIRSSON HF. BYGGINGAVÖRUVERZL KÓPAVOGS Kynningarverð kr. 19.980.— '”c?' Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.