Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 3 Odvar Nordli ræðir við dr. Kristján Eldjárn forseta Islands f stjórnarráðinu í Frá viðræðufundi Norðmannanna með fslenzkum ráðamönnum. gærmorgun. Viðræður Nordlis við ísl. ráðamenn vinsamlegar Norsku gestirnir halda til Norðurlands í dag „ÉG LEGG þennan blóm- sveig hér fyrir hönd norsku ríkisstjórnarinnar til minningar um þá Norð- menn sem gáfu líf sitt á hinum erfiðu árum 1940—45 í baráttunni fyrir frelsi Evrópu,“ sagði Odv- ar Nordli forsætisráðherra Noregs við norska minnis- varðann í Fossvogskirkju- garði um hádegisbilið í gær, er norsku gestirnir sem hér eru í opinberri heimsókn komu þar til að minnast látinna landa sinna. Að lokinni stuttri látlausri athöfn í kirkju- garðinum héldu Norð- mennirnir til Bessastaða, þar sem þeir snæddu há- degisverð í boði forseta ís- lands. Fyrr um morguninn átti Odvar Nordli einkaviðræður við Kristján Eldjárn forseta íslands, en að þeim loknum fóru fram viðræður milli Nordlis og fylgdar- manna hans og islenzkra ráðherra og embættismanna. I viðræðum tóku þátt ráðherrarnir Geir Hall- grímsson, Gunnar Thoroddsen, Halldór E. Sigurðsson og Matthías Á. Mathiesen auk ráðuneytisstjór- anna Henriks Sv. Björnssonar, Guðmundar Benediktssonar og Sveinbjörns Dagfinnssonar, Árna Tryggvasonar sendiherra íslands i Osló, Einars Ingvarssonar að- stoðarmanns sjávarútvegsráð- herra og Björns Bjarnasonar skrifstofustjóra. Auk norska for- sætisráðherrans tóku þátt i við- ræðunum af Norðmanna hálfu Eivind Bolle sjávarútvegsráð- herra, Paul Engstad ráðuneytis- stjóri, Lars Langáker skrifstofu- stjóri og Olav Lydvo sendiherra Norðmanna í Reykjavík. A fund- inum var fjallað um samskipti landanna á breiðum grundvelli og rætt um ýmis mál er varða sam- starf þessara tveggja ríkja. Síðdegis í gær héldu norsku gestirnir til Þingvalla en í gær- kvöldi sátu þeir veizlu rikisstjórn- arinnar á Hótel Sögu. í dag er fyrirhugað að þeir fari til Mývatns og Kröflu og hafi við- komu á Akureyri um kvöldið. Odvar Nordli og Geir Hallgrimsson í skrifstofu forsætisráðherra i st jórnarráðshúsinu. Sjá vetrarferðir Utsýnar á bls. 5 Með UTSYN til annarra landa Einn glaSværasti staður Evrópu Næsta brottför 3. sapt. — Fáain sæti laus. UMMÆLI FARÞEGA 1 ágúst 1 9 76 Við hjónin höfum aldrei fengið jafn mikið fyrir jafnlftið af peningum. Við höfum aldrei skemmt okkur jafn vel, það hefur aldrei verið stjanað jafn mikið viðokkur A FUENGIROLA Næsta brottför 13. sept. Fáein sæti laus. TORREMOLINOS Brottför 5. sept. — Uppse Brottför 1 2. sept. — 4 sæti I Brottför 1. sept fáein sæti laus Brottför 8. sept laus sæti SIMI 26611 AUSTURSTRÆTI 17 Ferðaskrifstofan T ■BK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.