Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 ,, Helduróu aó þaó væri munur ef þu gætir sagt: Eg á heima í bleika hásinu meó kúluglugganum’ ’ Spjalhö viö Halldór Annað hjálpartæki er komið til sögunnar »eð sama mark- mið að leiðarljósi þ.e. að auka skilning milli arkitekts og við- skiptavinarins. Það er tölvan — „arkitrainer" — sem vinnur einhvern veginn á þá leið, að hún fær svör af löngum spurn- ingalista sem þú hefur svarað, ljósmyndir og litaprufur sem þú hefur dæmt ljótar, fallegar, heitar, kaldar o.s.frv. Við- skiptavinurinn svarar sömu spurningum og er allt sett í tölvuna. Síðan ertu látinn taka annað próf, þar sem tölvan seg- ir þér sum af tilsvörum við- skiptavinarins og þú verður að setja þig i spor viðskiptavinar- ins og svara tölvunni fyrir hann og þú ert jafnóðum fræddur um hvað þú ert nálægt svörum hans. Utkoman gefur mjög góða hugmynd, bæði arkitekti og viðskiptavininum, um sjón- armið hvers annars." „Kúreka- arkitektúr“ „Þeir eru til sem finnst bara gaman að kúrekamyndum — þeir fara kannski bara á kúr- eka-myndir, það er allt í lagi fyrir þá. Arkitektar með sams konar meinloku um arkitektúr ættu ekki að teikna hús fyrir almenning, en það getur ein- mitt gerzt þegar þannig arki- tektar eru fengnir til að hanna stórar fjölbýlis-byggingar. Þeir ættu að halda sér á mottunni og teikna eingöngu fyrir þá sem Dóri ... og Róverinn. OfYIHORP Umsjón: Erna Ragnarsdóttir. HALLDÓR Gíslason heitir ung- ur arkitektúrnemi. Hann stundar nám í Bretlandi og hef- ur þegar lokið BA-prófi í fag- inu og hlaut þá einkunnina 1 ásamt þrem öðrum, sem er hæsta einkunn sem gefin er þar um slóðir. Dóri, eins og hann er oftast nefndur, hefur fengist við ýmislegt um dagana og yfir- leitt ekki farið troðnar slóðir. Þegar hann vann við blaðaút- gáfu hjá Hamrahlíðarmennta- skólanum olli sú útgáfa ekki svo litlu fjaðrafoki um landið. Þvf er heldur ekki að neita að ýmsar fréttir herast af kemp- unni Dóra handan af Bretlandi. Okkur leikur forvitni á að heyra hvað ungt fólk við nám i húsagerðarlist er að velta fyrir sér og kljást við, ekki síst núna þegar umræða um umhverfi, skipulag, byggingarlist og hús- vernd er orðin svo almenn sem raun ber vitni. Við báðum hann jafnframt að segja okkur frá náminu. „Vertu sjálfum þér nægur“ ,,Fólk skiptist töluvert í „klikur", sem hafa mjög ákveð- in viðhorf til umhverfismála," segir Dóri. Sumir eru svo harð- ir að þeir líta ekki á annarra teikningar, ef þær eru ekki á þeirra „línu". Það er t.d. alltaf ákveðinn hópur sem hallast að þvT að hver og einn eigi að vera sjálf- um sér nægur, sem felst í því að fá rafmagn frá sólinni , nota vindmyilur, rotþrær og breyta úrgangsefnum í gas til að elda og þess háttar. Þetta fólk býr gjarnan í „kommúnum" og lifir á þvi sem landið gefur, þar sem þessi trúarbrögð eru viðhöfð og aðferðirnar notaðar. Það er orðið nokkuð um svona sjónarmið t.d. í Bret- landi, Frakklandi og Svíþjóð. Ungt fólk byrjar á þessu, en fólk breytist, metnaðurinn fer að segja til sín — þeir eru svo fáir sem ekki dreymir um að verða ríkir og voldugir." „Semotiks-kenn- ingin og tölvan arkitrainer“ „Svo er það „semotiks- kenningin". Hún er í ætt við málvísindi (linguistics) og felst í því að þú hefur hugmynd um hvernig b.vggingin ætti að vera og þarft siðan að túlka hana á þann hátt að um sem allra minnsta mistúlkun sé að ræða. Markmiðið er að auðvelda því fólki sem teiknað er fyrir að fá innsýn inn í hugmynd arki- tektsins og að skynja rýmið og massann og bygginguna yfir- leitt á sama hátt og hann. Þann- ig aukast líkurnar á því að fólk fái þá byggingu, sem því líkar og hentar, og hafi svo líka meiri ánægju af þegar það gerir sér grein fyrir hvað um er að vera. Hluti af raðhúsaþyrpingu. Teiknað fyrir þorp í ná- grenni Portsmouth — raunverulegur möguleiki á „engum-stíl“, þar sem hver manneskja fær handbók og tvo veggi til að byggja á milli. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.