Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 19 Formaður stjórnar Laxárvirkjunar: Vill hraða framkvæmd- um við byggðalínuna Akureyri 27. ágúst VEGNA nýbirtrar skýrslu jarð- vfsindamanna um jarðfræðilegt ástand Kröflusvæðisins sneri fréttamaður Mbl. sér í dag til Vais Arnþórssonar, formanns Laxárvirkjunarstjórnar og spurði hann, hvort stjórn Laxár- virkjunar hefði nokkuð hugleitt, hvernig hún teldi réttast að bregðast við og leita annarra leiða tii orkuöflunar fyrir Norðurland, ef framkvæmdir við gufuöflun til Kröfluvirk junar tefðust verulega eða jafnvel eld- gos yrði á svæðinu. Valur hafði þetta að segja: — Um þetta hefur ekki verið rætt formlega í Laxárvirkjunar- stjórn, en ég get hiklaust lýst þeirri persónulegu skoðun minni, að með hliðsjón af nýjustu fréttum um Kröflusvæðið sé ekkert vit í öðru en menn fari að hugleiða það í fullri alvöru hvern kost skuli upp taka ef svo illa tekst til að Kröfluvirkjun kemst ekki í gagnið í vetur. — Auðvitað óska 'állir þess að allt gangi samkvæmt áætlun við Kröflu, en við getum ekki lokað augunum fyrir þvi að illa gengur að beizla gufuna og boranir ganga seint og illa, þó að ekki komi til eldgos, sem hamingjan forði okkur frá, en virðist þó vera full- komlega hugsanlegt og jafnvei Flughátíð á Sandskeiði FYRIR 40 árum, f ágúst 1936, var flug endurvakið á Islandi. Þann 6. ágúst það ár var Agnar Kofoed- Hansen skipaður f hið nýja embætti flugmálaráðunauts rfkis- ins. Að hans forgöngu var Svif- flugfélag Islands stofnað 20. ágúst og 25. ágúst stofnaði hann einnig Flugmálafélag Islands. Þessi tvö félög urðu sú lyftistöng sem þurfti til að endurvekja áhuga á flugi og flugmálum hér á landi. Fyrsti formaður Svifflugfélags Islands var Agnar Kofoed-Hansen en núverandi formaður er Þór- mundur Sigurbjarnarson. Fyrsti forseti Flugmálafélags Islands var einnig Agnar Kofoed-Hansen, en núverandi forseti þess er Björn Jónsson. Þessara tímamóta verður minnzt um næstu helgi með flug- hátíð og flugsýningu á Sand- skeiði. Flugsýningin mun hefjast á Sandskeiði kl. 14 laugardaginn 28. ágúst, ef veður leyfir. Ef veður hamlar verður flugsýning- in daginn eftir, sunnudaginn 29 þ.m. en til vara verður svo næsta helgi þar á eftir. A sýningunni verður aðallega reynt að sýna stöðu flugiþrótta- greinanna, eins og hún er hér á landi eftir 40 ára starf. Þar verður sýnt vélflug, svifflug, þyrluflug, módelflug með radió- stýrðum módelum, fallhlifar- stökk, flug I loftbelg og dreka- flug. Listflug verður sýnt á vél- flugum, svifflugum og á flug- módelum. Þá verður mikið af gömlum og nýjum flugvélum, svifflugum og þyrlum til sýnis. Sumar og sól FRÉTTARITARI Morgunblaðs- ins á Neskaupstað, Ásgeir Lárus- son, skýrði Morgunblaðinu frá því í gær, að Norðfirðingar gengju þar um götur sem væru þeir á Italíu eða Spáni. Ungir sem aldnir voru þar mjög léttklæddir, enda voru 23 gráður.í forsælu og í sólinni kvaðst Asgeir hafa mælt 39 stiga hita. Á Norðfirði var f gær blankalogn. Sömu sögu var að segja frá Siglufirði I gær. Þar var einhver heitasti dagur sumarsins. sennilegt fyrirbrigði samkvæmt nýframkominni skýrslu fjögurra jarðvísindamanna. — Ég kem þá ekki auga á aðra leið skjótari og ódýrari sem vara leið til að leysa orkuskort Norður- lands en leggja kapp á að fullgera byggðalinuna að sunnan og þá fyrst og fremst flöskuhálsinn syðra, lagningu línu frá Geithálsi að Grundartanga og skiptingu línu þaðan að Andakílsárvirkjun. Aðrir hlutar byggðalinunnar eiga að verða fullgerðir fyrir áramót. Við Norðlendingar getum ekki hugsað okkur einn vetur enn með tilfinnanlegum orkuskorti, hvað þá lengri tíma, líka þegar þess er gætt, að búið er að kosta geysi- miklum fjárfúlgum til orkumála á Norðurlandi. —Sv.P. Dauðadómar í Búkarest Búkarest 27. ág. NTB. HERDÓMSSTÓLL f Búkarest hef- ur dæmt tvo Rúmena til dauða vegna þess að þeir seldu leynileg- ar viðskiptalegar upplýsingar til erlendra samtaka. að þvf er rúmenska fréttastofan Agerpress skýrði frá I dag. Mennirnir tveir hafa verið áhrifamenn f iðnaði og innflutningi I landinu. Ekki var frá því greint hvenær réttarhöld- in fóru fram, en tekið fram að upplýsingarnar, sem þeir létu af hendi, hefðu skaðað þjóðarhag. Hinir dauðadæmdu áfrýjuðu til Hæstaréttar, en hann vfsaði náðunarbeiðni þeirra á bug. Úgandaher á brott frá landa- mærum Kenýa Nairóbl — 27. ágúst — Reuter KENVA-útvarpið skýrði frá þvf f dag, að hersveitir Ugandamanna væru á brott frá landamærum ríkjanna, en brottkvaðning her- sveitanna var liður f friðarsamn- ingi þeirra nýlega. Samskipti Uganda og Kenýa versnuðu mjög eftir að Uganda- stjórn sakaði Kenýamenn um að hafa veitt ísraelsmönnum aðstoð við björgun gíslanna á Entebbe- flugvelli 4. júlí s.l., og hefur her- lið Ugandamanna verið við landa- mærin lengst af síðan árásin átti sér stað. Senn kvengeim- farar í þjálfun? Houston, 27. ág. Ntb. RÖSKLEGA eitt þúsund banda- rfskar konur hafa áhuga á þvf að mennta sig fyrir geimferðir að þvf er segir í fréttum frá banda- rfsku geimferðastofnuninni. Vilja þær taka þátt f hinni nýju geimferðaáætlun Bandarfkjanna sem hefst árið 1980. Fram að þessu hafa einvörðungu karlar hlotið þjálfun til geimferða, en forystumenn bandarfskra geim- vfsinda eru hinir glöðustu vfir því hversu mikinn áhuga konur sýna. Einn forstöðumanna þjálfunar- hópsins segir að til að byrja með verði teknir til þjálfunar þrjátíu nýir geimfarar og verði það allt karlar. Hins vegar verði sfðar tekið tilathugunar áð fleiri verði þjálfaðir og þá megi ætla að konur komi til álita. Þessi mynd var tekin af ,, skógarhögginu" 1 8 ágúst Hvað gerðist í Norður-Kóreu? MORÐIN á Bandaríkja- mönnunum tveimur, sem voru að höggva tré á hlut- lausa beltinu í Kóreu mið- vikudaginn 18. ágúst, átti sér nokkurn aðdraganda. Tveimur vikum fyrr eða 5. ágúst, sendi stjórn N-Kóreu frá sér yfirlýsingu þess efnis, að Bandarfkin væru f þann mund að ráðast á N- Kóreu. Þessari yfirlýsingu var ekki veitt hin minnsta athygli, jafnvel þótt hún væri harðorðaðri en aðrar yfirlýsingar af svipuðu tagi, sem stjórnin í N-Kóreu hef- ur verið að senda frá sér með reglulegu millibili nú um nokkurt skeið. N- Kóreumenn höfðu hrópað „Úlfur, úlfur" of oft. Það var daginn eftir, 6. ágúst, sem fyrsta „skógar- höggið" kom, eftir þvi sem N-Kóreustjórn heldur fram Þá segjast þeir hafa „flæmt á brott skemmdarvarga óvinar- ins" og þar með haldið uppi virðingu hlutlausa beltisins N-Kóreumenn túlkuðu þvi atburðinn 18. ágúst sem mótaðgerð, og sögðu að Bandarikjamönnum hefði átt að vera fullljós áhættan, en þeir hafi haft fullan hug á að egna N-Kóreumenn til bar- daga í þeim tilgangi að hafa siðar gilda afsökun fyrir striði Til þess að renna stoðum undir þessi rök segja N- Kóreumenn að þeir „14 glæpamenn, sem báru axir og önnur skaðvænleg vopn" hafi fljótlega fengið hjálp frá „30 skemmdarvörgum", sem legið höfðu i leyni, þar eð búizt var við vopnaskakinu N-Kóreumenn halda þvi fram, að það hafi verið alveg augljóst að Bandarikjamenn skipulögðu atburðina i þeim tilgangi að hrinda af stað striði Sjónauka liðsforingja var komið fyrir uppi á hæð Liðsmenn óvinarins „stjórnuðu ögrunaraðgerð- um, undirbjuggu myndatöku og meir en 100 vtgreifir her- menn biðu með 3 skriðdreka eftir væntanlegum átökum " En það kemur varla á óvart, þótt yfirmaður bandariska hersins i N-Kóreu hafi gert slikar varúðarráð- stafanir, þegar hafður er i huga atburðurinn 6 ágúst, og að hann hefur viljað festa á filmu allt, sem gerðist, i þeirri von að geta seinna sýnt svart á hvitu, hvað raunveru- lega átti sér stað Það, sem kemur meir á óvart, er, að N-Kóreumenn, virðast hafa verið staðráðnir í þvi að færa Bandarikjamönnum upp i hendurnar þá „tylliástæðu" sem þeir segja Bandarikja- menn hafa verið að sækjast eftir. Framkoma N-Kóreumanna virðist harla óskynsamleg Það er hægt að segja sem svo, að N-Kóreumenn hafi ekki drepið bandarisku her- mennina af ásettu ráði, heldur hafi þeir áðeins ætlað að skjóta þeim skelk i bringu, líkt og þeir gerðu 6. ágúst- og að sú áætlun hafi siðan gengið of langt. En ef þessi skýring er rétt, þá er orsaka þessara „mistaka" að leita i yfirlýsingu N-Kóreumanna frá 5. ágúst Þeirri yfirlýsingu var fylgt eftir með þvilikum áróðri gegn Bandarikjunum, að ekki er hægt að lá N- Kóreumönnum að lita á smávægilegustu atburði sem undanfara styrjaldar Sé hegðun kóreönsku her- mannanna skiljanleg i Ijósi þess striðsótta, sem greip um sig eftir 5 ágúst, — hvernig ber þá að skilja yfirlýsinguna sjálfa? í henni eru talin upp ótal dæmi um ögranir Bandarikjanna og her- væðingu, aukin herafla, vopn og flugvélar, heræfing- ar og heimsóknir fyrirmanna úr bandariska hernum til Kóreu Og þótt Norðanmönnum hafi ekki tekizt að sannfæra umheiminn með þessum yfir- lýsingum um hervæðingu Bandarikjamanna i Kóreu, þá er ekki óhugsandi, að N- Kóreustjórn hafi tekizt að sannfæra sina heimamenn um, að Ford forseti væri að urrdirbúa hernaðaraðgerðir. Víst er, að ekki ófáir framá- menn i Washington hafa um nokkurt skeið litið stjórn N- Kóreu illu auga Þeir hafa margir haldið þvi fram, að varúðarráðstafanir séu nauð- synlegar til að koma i veg fyrir að N-Kóreumenn hefji aðgerðir meðan á kosninga- baráttunni stendur i Bandarikjunum Þvi er fleygt, að um slikar ráð- stafanir hafi þegar verið að ræða Kóreustjórn hlyti að lita á slikar ráðstafanir sem stað- festingu á ótta sinum At- burðirnir i Mayaguez vöktu mikla athygli þeirra á sinum tima og mótmæli yfirvalda i Kóreu voru miklu harðorðaðri en annarra kommúnistarikja, því Mayagues var eins og forskrift að hugsanlegri árás Bandarikjanna á N-Kóreu Þau áhrif, sem Mayaguez hafði á stjórnmálalegar vin- sældir Fords forseta fóru ekki fram hjá stjórnarherrunum i Pyongyang N-Kóreustjórn getur þvi vel hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að Ford ætlaði sér að endurtaka Mayaguez meðan á kosningabaráttunni stendur Og þegar þeir þóttust sjá merki um undirbúning hernaðaraðgerða, þá má vel vera að þeim hafi virtzt sem annað Mayaguez væri yfir- vofandi og þvi gefið út yfir- lýsinguna 5 ágúst Það eru margir — jafnvel ve.stan tjalds, — sem tor- tryggja þá Ford og Kissinger og gruna þá um að vilja koma af stað nýju Mayaguez- ævintýri til að styrkja stöðu Fords i kosningunum Og for- ráðamenn Norður-Kóreu eru tortryggnari i garð Bandarikj- anna en nokkurt annað kommúnistariki Victor'Zorza (The Guardian, þýð.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.