Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Umbætur í dómsmálum Reynslan hefur leitt í Ijós, að verulegra umbóta er þörf á starfi ýmissa meiri- háttar stofnana i þjóðfélagi okkar. Það er ekki sizt fram- vinda siðustu mánaða i ýmsum sakamálum, augljóst misrétti i skattamálum og misnotkun í bankakerfinu, sem hefur sann- fært menn um, að nauðsynlegt sé að taka starfsemi þessara stofnana til rækilegrar endur- skoðunar. í viðtali, sem birtist i Morgunblaðinu í gær við Geir Hallgrimsson vikur forsætísráð- herra að þessum viðhorfum og segir m.a.: „Það er útilokað að sætta sig við, að slík mál velkíst árum saman, án þess að niður- staða fáist. Vafalitið er skipu- lagi þessara mála ábótavant. Hér er líka um það að ræða, að margvisleg fjármálaleg sam- skipti þegnanna, sem voru ekki tiðkuð i sama mæli eða með sama hætti áður, þegar minna var umleikis, hafa leitt til þess að réttarkerfið, bankar og skattakerfi hafa ekki reynzt þess megnug að mæta sem skyldi breyttum aðstæðum. Það er lifsnauðsyn að gera um- bætur á lögum, reglugerðum og framkvæmd til þess að koma í veg fyrir misferli eða upplýsa það. Dómsmálaráð- herra, fjármálaráðherra og bankarnir hafa ekki sizt af gefnu tilefni beitt sér fyrir um- bótum á þessu sviði til þess að koma i veg fyrir bnjt og flýta afgreiðslu mála án þess að teflt sé i hættu réttaröryggi þegn- anna. Rikisstjornin i heild telur sér að sjálfsögðu skylt að eiga fulla aðild að slikum umbótum ásamt með þeim. Það fer ekki á milli mála að einskis má láta ófreistað til að upplýsa þau mál sem til með- ferðar er,u, og er unnið að þvi af fullum krafti. Auðvitað kann af þvi að leiða aukinn kostnað en hann verður að greiða úr sameiginlegum sjóði borgar- anna til þess að hreinsa andrúmsloftið i þjóðfélaginu." Undir þessi orð forsætisráð- herra munu margir taka. Það hlýtur að vera okkur nokkurt umhugsunarefni, að 13 árum eftir að uppvist varð um ávisanahring eða útgáfu keðju- ávísana i bankakerfinu skuli enn verða upplýst um slíka svikastarfsemi og vekur það að sjálfsögðu upp spurningar um, hvort bankakerfið sem slíkt sé nægilega vel á verði gagnvart óprúttnum mönnum, sem með einum eða öðrum hætti komast i viðskipti við banka enda þótt forsaga þeirra sé ekki traust- vekjandi og leika þar lausum hala árum og jafnvel áratugum saman. Rannsókn þeirra saka- mála, sem mest hafa verið á döfinni i vetur og vor hefur einnig leitt í Ijós, að rann- sóknarlögregla og sakadómur hafa einfaldlega ekki verið undir það búin að takast á við svo umfangsmikil glæpamál. Þá er og Ijóst, að áralöng með- ferð ýmissa fjársvikamála í skattakerfinu og dómstóla- kerfinu sýnir, að þessir aðilar eru engan veginn undir það búnir að takast á við nýja tegund fjármálalegra glæpa, sem bersýnilega eru að hefja innreið sina í okkar þjóðfélag. Þegar á allt þetta er litið er Ijóst, að mikilla umbóta er þörf á þessum sviðum. Ummæli for- sætisráðherra I viðtali við Morgunblaðið i gær sýna, að ríkisstjórninni og stjórnarflokk- unum er þetta Ijóst og þess vegna má vænta aðgerða af þeirra hálfu á næsta þingi. Tekizt á við skattamisréttið Iviðtali við Morgun- blaðið í gær gerði Geir Hallgrlmsson, forsætisráð- herra, skattamisréttið að um- talsefni og sagði: „Það er at- hyglisvert, aðgagnrýni sú, sem flutt hefur verið, hefur ekki, eða a.m.k. að óverulegu leyti beinzt að þvi, að beinir skattar væru í sjálfu sér of þungbærir, en miklu fremur að því, að ýmsir þeir, sem umsvif hafa og virðast ekki neita sér um lifsins gæði sleppa við að greiða til hins opinbera. Þessir menn eru þó sem betur fer ekki settir á neinn dýrðarstall eins og Glist- rup hinn danski, heldur hefur almenningsálitið veitt þeim slika hirtingu, að trúað gæti ég því, að ýmsir þeirra lékju ekki sama leikinn aftur. En rikis- stjórn og Alþingi munu vita- skuld reyna að fylla upp i eyður laganna og gera allt sem i þeirra valdi stendur til þess að réttlætið fái notið sín í ákvæð- um og framkvæmd skattalaga. Nokkrar endurbætur hafa þeg- ar verið gerðar á skattalögum en engan veginn fullnægjandi og er nú unnið að viðtækum breytingum. Eins og fjármála- ráðherra hefur þegar skýrt frá snerta þær m.a. ákvæði um skattlagningu þeirra, sem stunda atvinnurekstur með per- sónulegri ábyrgð, sérsköttun hjóna og meðferð fyrningar- reglna og söluhagnaðar. Það er ætlun ríkisstjórnarinnar að þessar tillögur verði til með- ferðar á Alþingi fyrir áramót og vonandi tekst að afgreiða þær, svo að unnt verði að lagfæra sem mest þá galla, sem fram hafa komið við álagningu bæði nú og undanfarin ár." Afdráttarlausar yfirlýsingar forsætisráðherra og fjármála- ráðherra um skattamisréttið gefa vonir um, að nú verði tekizt á við skattsvikin á þann veg að dugi. Það er auðvitað óþolandi með öllu að hluti þjóð- félagsþegnanna greiði ekki skatta af tekjum sinum með eðlilegum hætti. Það er krafa almennings í landinu, að nú verði tekið á þessum skattsvik- um bæði með umbótum í lög- gjöf og starfi skattayfirvalda. Rey kj aví kurbréf Laugardagur 28. ágúst Fyrir tveinvur árum Fyrir tveimur árum blöstu erfiðleikar og óvissa við islenzkri þjóð. Að loknu þriggja ára vinstri stjórnar tímabili ríkti óvissa um frambúðarskipan öryggismála þjóóarinnar. Samkvæmt sam- komulagi, sem vinstri stjórnin hafði gert í Lundúnum tæpu ári áður höfðu Bretar leyfi til þess að veiða nálægt 140 þúsund tonnum af þorski við ísland. Þá höfðu skýrslur um alvarlegt ástand fisk- stofnanna legið í skúffu Lúðvíks Jósepssonar í rúm tvö ár án þess að þeim aðvörunum væri I nokkru sinnt. Astand efnahagsmála þjóð- arinnar var hrikalegt. Á því ári komst verðbólgan upp i 53%, sem var algert met í sögu þjóðarinnar og þurfti að leita til Rómönsku- Ameríku og stríðshrjáðra ríkja Asíu til þess að finna þjóðir, sem stæðu okkur íslendingum jafn- fætis að þessu leyti. Peningar höfðu streymt út úr bönkunum þá um vorið og fram eftir sumri án þess að nokkrar innstæður væru í raun til að standa undir því út- streymi. Rikissjóður var rekinn með halla og allir sjóðir galtómir. Bifreiðaumboðin settu hvert met- ið á fætur öðru i bílainnflutningi, allar vélar voru fullar til S'pánar. / Þjóðin veltist um í peningum, sem komu nýpressaðir út úr prentvélunum. Einhver kann að halda því fram, að þetta sé ýkt lýsing á þeirri mynd, sem við blasti, þegar rikisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks tók við störfum hinn 28. ágúst 1974. Svo er ekki. En þetta er nauðsynlegt að rifja upp til þess að fólk átti sig til fulls á þeirri breytingu, sem orðið hefur á þessum tveimur árum. Hvað hefur gerzt? Hvað hefur gerzt i málefnum lands og þjóðar á því tveggja ára tímabili, sem rikisstjórn Geirs Hallgrímssonar hefur setið að störfum? Hið fyrsta, sem gerðist var að óvissu um frambúðarskip- an í varnarmálum var eytt með samkomulagi þvi, sem gert var við Bandaríkjastjórn i október 1974. Þar með var úr sögunni óvissa bæði inn á við og út á við, sem staðið hafði um þriggja ára skeið og valdið margvlslegu tjóni. Varnir landsins voru tryggðar og ísland varð á ný traustur sam- starfsaðili frjálsra vestrænna rfkja í Atlantshafsbandalaginu. Jafnframt varð þetta samkomulag áminning öllum þeim öflum, sem vissulega vildu hagnýta sér óviss- una sjálfum sér til framdráttar eins og t.d. ríkisstjórn Sovétríkj- anna. Samkomulagið, sem gert var um varnarmálin, byggði að sjálfsögðu á skýrum þjóðarvilja. Raunar má draga i efa, að svo skýr þjóðarvilji hefði fram að þeim tima komið fram frá þvi að þjóðin sagði hug sinn til lýðveldis- stofnunar á íslandi og má raunar segja að eðlilegt samhengi sé þar á milli, viljinn til fulls sjálfstæðis og til að varðveita það. Undir- skriftasöfnun Varins lands og sig- ur Sjálfstæðisflokksins I tvennum kosningum vorið 1974 tók auð- vitað af allan vafa um skoðun meginþorra íslendinga á varnar- samstarfinu við Bandarikin. Siðan hefur ekkert það gerzt, sem gefur tilefni til að ætla, að breyt- ing hafi orðið á þessari afstöðu, enda þótt gremju hafi gætt I garð Atlantshafsbandalagsins um skeið vegna yfirgangs og valdbeit- ingar einnar bandalagsþjóðarinn- ar á fiskimiðunum hér við land. Jafnan hlýtur að verða litið svo á, að samkomulagið um varnarmálin sé einhver helzti árangurinn af starfi núverandi ríkisstjórnar. Sigur í 200 mílna baráttu Þegar rlkisstjórnin tók við völd- um höfðu Bretar leyfi Islenzkra stjórnvalda til þess að veiða allt að 140 þúsund tonn af þorski við Island það ár og hið næsta á eftir. Þýzkir togarar fóru hins vegar slnu fram á miðunum hér við land án þess að vörnum yrði við komið. Hvernig er ástandið nú? Haustið 1974 höfðu Bretar 140 þúsund tonna samning. Hinn 1. desember n.k. hafa þeir skuldbundið sig til að sigla brott af Islandsmiðum, nema þeim takist að ná nýjum samningum við íslenzk stjórn- völd. Á næsta ári sigla hinir þýzku togarar brott. Baráttan um 200 mílurnar var hörð og þegar horft er til baka er framvinda þeirra mála raunar ævintýri lík- ust. Fyrir aðeins þremur árum, sumarið 1973, birtu nokkrir kunnir forystumenn I sjávarút- vegi áskorun um 200 mílna fisk- veiðilögsögu við ísland. Að at- huguðu máli tók Sjálfstæðisflokk- urinn þetta mál upp á stefnuskrá sína. I upphafi voru menn vantrúaðir á 200 mílurnar. Þáverandi stjórnarflokkar voru tregir til. Lúðvík Jósepsson hafði allt á hornum sér og taldi eðli- legast að einbeita sér að 50 mílun- um en færa út I 200 mílur er hafréttarráðstefnan hefði lokið störfum. Þaðféllíhlut Sjálfstæð- isflokksins eins að beraþetta mál fram til sigurs. Flokkurinn gerði 200 mllna fiskveiðilögsögu að einu helzta baráttumáli sínu fyrir kosningarnar 1974. Að kosning- um loknum lagði Sjálfstæðis- flokkurinn áherzlu á, I viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar, að fært yrði út I 200 mllur. Sam- komulag tókst við Framsóknar- flokkinn um að það yrði gert fyrir árslok 1975. Utfærslan tók gildi fyrir tæpu ári og hinn 2. júní sl. má segja, að fullur sigur hafi I raun verið unninn með samkomu- laginu, sem þá var gert við Breta úti I Ósló. Þetta er ævintýri, sem enginn hefði trúað sumarið 1973 að gæti gerzt. En það hefur gerzt. Andstæðingar samkomulagsins við Breta og núverandi rikis- stjórnar segja að sjálfsögðu, að ríkisstjórnin hyggist semja á ný við Breta eftir 1. desember. 1 því sambandi er fróðlegt að vitna til orða Geirs Hallgrímssonar, for- sætisráðherra, um þetta efni I við- tali við Morgunblaðið I dag, laugardag, en þar segir forsætis- ráðherra m.a: „Viðræður milli ríkisstjörnar íslands og EBE eru á algeru byrjunarstigi. Könnunar- viðræður fóru fram I lok júlímán- aðar eins og greint hefur verið frá. Ekkert hefur verið ákveðið um framhald þessara viðræðna. Eftir því sem við vitum bezt, verð- ur EBE tæpast tilbúið til frekari viðræðna af sinni hálfu fyrr en I október. EBE hefur bersýnilega ekki mótað stefnu sína, hvorki innbyrðis né út á við, þótt búizt sé við, að EBE muni á þessu hausti lýsa yfir áformum um útfærslu I 200 mílur. Við höfum engan áhuga á að knýja á um þessar viðræður, en stefna okkar er skýr, að viðræður fari fram um gagn- kvæm fiskveiðiréttindi, en tolla- mál og önnur viðskiptamál komi þar ekki við sögu. Ljóst er, að við höfum lítið sem ekkert svigrúm vegna ástands fiskstofna. Hvað við tekur eftir 1. desember fer eftir þvf, hvort við teljum ein- hvers virði að tryggja okkur fisk- veiðiréttindi innan væntanlegrar 200 mllna lögsögu EBE. Enn hef- ur ekki verið upplýst hvað banda- lagsrfkin hafa upp á að bjóða.“ Svarið getur ekki verið skýrara. íslenzka rfkisstjórnin hefur eng- an áhuga á að ýta á þessar viðræð- ur við EBE. Hún er tilbúin til þess að sjá, hvað Efnahagsbanda- lagið hefur upp á að bjóða að því er varðar fiskveiðiréttindi fyrir Islenzk fiskiskip innan 200 mllna lögsögu EBE og þá verður það okkar að meta, hvort hagur okkar af slíkum veíðum hjá þeim rétt- lætir fiskveiðiheimildir fyrir þá hjá okkur. Þótt núverandi ríkisstjórn hefði ekkert afrekað annað en þetta tvennt, að eyða óvissu I varnarmálum og færa út I 200 mílur og tryggja yfirráðarétt Is- lendinga yfir þeim, mundi það út af fyrir sig nægja henni til þess að öðlast veglegan sess I stjórnmála- sögu þessarar aldar. En hún hef- ur fengið fleiru áorkað. Full atvinna I fyrrnefndu viðtali við Geir Hallgrfmsson, er forsætisráð- herra spurður, hvern hann telji helztan árangur af störfum ríkis- stjórnarinnar að loknum tveggja ára starfsferli. Hann segir m.a. um efnahagsmálin: „Þegar ástand efnahagsmála er rikis- stjórnin hóf störf, er haft I huga og litið er til reynslu nágranna- ríkja okkar, er engum blöðum um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.