Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGTJST 1976 35 Þýzka sprengjan Effi Briest, þýsk, 1974. Leikstjóri: Rainer Werner Fassbinder. ÞÝSK kvikmyndagerð hefur á síðustu 8—9 árum verið á stöð- ugum batavegi. Áður stóð þýsk kvikmyndagerð hæst á árunum 1920—30, en upp úr því fór að dofna yfir henni og loks var ekki eyðandi orðum á hana. Þessi endurvakning kvik- myndagerðar í Þýskalandi lýsir sér einkum í þeim fjölda ungra kvikmyndagerðarmanna, sem þar starfa nú og því mynda- flóði, sem frá þeim streymir. Og einS og venja er, beinist athygl- in að örfáum mönnum, sem skara fram úr. Hingað til lands hafa aðeins borist tvær myndir úr þessari þýsku sprengju, báð- ar eftir sama manninn, Fass- binder, „Fear Eats the Soul“ (74) og Effi Briest. Það er til marks um afköst mannsins, að báðar eru þessar myndir full- gerðar sama árið (Effi Briest tafðist um eitt ár vegna veik- inda eins aðalleikarans), enda mun Fassbinder ekki síður þekktur fyrir afköstin en gæð- in. Undirritaður getur þvi lítt dæmt um Fassbinder eftir að hafa séð þessar tvær myndir, þar sem hann hefur gert yfir tuttugu myndir á sjö árum, fleiri myndir en mörgum öðr- um leikstjóra hefur tekist að gera á ævinni, og þó er Fass- binder aðeins þrítugur. Per- sónulega verð ég að segja, að Fear Eats The Soul þótti mér allmiklu betri en Effi Briest. Sem er ef til vill aðeins vegna þess, að fyrri myndin stendur. okkur nær í tima og rúmi en sú síðari. Báðar fjalla um sama efnið, ást, sem er eyðilögð af kreddufullu og hefðbundnu þjóðfélagi. Það sem skilur myndirnar að, eru um 100 ár. Fear Eats the Soul gerist í nú- Fassbinder: „Ég er Þjóðverji og geri kvik- myndir fyrir þýska áhorfendur.44 tímanum og sýnir þjóðernis- rembing og lftilsvirðingu Þjóð- verja á innfluttu vinnuafli, sem- á þó stóran þátt í hagsæld þeirra. Effi Briest er hins vegar gerð eftir stuttri sögu Theodor Fontane og gerist á öldinni sem leið. Effi Briest er ung stúlka af góðum ættum, sem er gefin i hjónaband nokkuð eldri manni, sem starfar á vegum stjórnar- innar. Virðing hans er mikil og þegar hann kemst að því, að eiginkonan hefur hitt vin hans á laun og geymir hjartnæm bréf frá honum eru siðaregl- urnar einfaldar og klárar. Hann drepur vininn í einvígi, rekur konuna með skömm af heimilinu og heldur barninu eftir. Aðferð Fassbinders við að færa söguna í kvikmyndabún- ing er áhugaverð, en tæplega til eftirbreytni. Sagan er brotin upp i margar smáeiningar og stöðugt farið niður í svart, eða komið upp úr svörtu, eða farið út i hvítt og komið inn í næsta atriði úr hvítu. Þetta gerir það að verkum, að dramatisk upp- bygging er i lágmarki, atburðir verða fjarrænni og skiptingarn- ar eiga, eftir þvi sem Fassbind- er segir sjálfur, að gefa til kynna lengd í tíma. Það tekst að nokkru leyti en ekki öllu, þar sem stöðug notkun á þess- um skiptingum slævir tilfinn- inguna fyrir áhrifum þeirra. Effi Briest deyr að lokum af skömm sinni og eina tákn henn- ar um sjálfstæða persónu er, að hún lætur skrifa á legsteininn fæðingarnafn sitt (Effi Briest) en ekki ættarnafn manns síns. Þó frægðarnafn Fassbinders hafi borist viða, eru fleiri, sem þykja gera athyglisverðar myndir í Þýskalandi um þessar mundir. Werner Herzog er það nafn, sem yfirleitt er nefnt á undan Fassbinder. I Newsweek í vetur (2. feb.) var fjallað lítil- lega um þýsku sprenginguna og vitnað í þýsk kvikmyndatima- rit, þar sem Herzog var líkt við Murnau, en Fassbinder við Fritz Lang. Þvi miður hef ég ekki séð neina mynd eftir Herzog, en ef þessi samlíking er Framhald á bls. 47 Peningana eða lífið The Gambler, 1974, Am. Leikstjóri: Karel Reisz. „1 öllum mínum myndum — Saturday Night and Sunday Morning, Night Must Fall, Morgan, A Suitable Case For Treatment og Isadora Dunean — er höfuðpersónan á ein- hvern hátt á mörkum heil- brigðrar skynsemi, að hluta til að eigin mati, en jafnframt að mati annarra, sem lita á við- komandi persónu samúðar- laust. Þessi hugmynd hefur gagntekið mig, þannig að hún er jafnvel til staðar í verkum eins og í Night Must Fall, sem er upprunalega ekki mitt eigið val. Nýja myndin (The Gambl- er) er óhjákvæmilega um þetta sama gamla efni.““ Karel Reisz. Karel Reisz er einn þeirra bresku leikstjóra, (Schlesinger — Dagur plágunnar — er ann- ar), sem farnir eru að gera myndir sinar I Bandaríkjunum. Nær undantekningalaust eru fyrstu myndir þessara aðfluttu leikstjóra gagnrýni í einhverri mynd á einstaka þætti i banda- rísku þjóðlífi. The Gambler er engin undantekning. Myndin er ekki gagnrýni á spilafíkn heldur á ákveðinn hugsunar- hátt, sem Reisz reynir mjög að koma á framfæri. Axel Freed („Axel hinn frelsaði") kennir enskar bókmenntir við háskóla — hann er jafnframt gagntek- inn af spilafíkn, tilbúinn að veðja hverju sem er á hvað sem er — hvernær sem er. í gegn- um bókmenntakennslu hans fá áhorfendur allar nauðsynlegar vísbendingar um hugsunarhátt hans. í umfjöllun um Dosto- evsky og baráttuna milli skyn- semi og vilja, segir Axel að það skipti ekki máli, hvort 2+2 séu 5, heldur hvort þú trúir þvf, að það geti verið fimm. Besta dæmið um persónulýsingu Ax- els er útskýring hans á þessu fyrir einum nemanda sínum, sem er körfuboltastjarna. Axel spyr hann úr hvaða fjarlægð hann skjóti yfirleitt á körfuna, svo hann sé öruggur með að hitta. Pilturinn segir honum það. „En reynir þú aldrei að skjóta lengra frá?“ spyr Axel. „Jú,“ svarar hinn, „en það mis- tekst í flestum tilfellum." „En það er þetta augnablik, sem skiptir öllu máli,“ segir Axel. „Á þessu augnabliki, um leið og þú hendir boltanum, trúir þú, að þú munir hitta.“ Þetta á ekkert skylt við skyn- semi, heldur er aðeins um að ræða vilja og trú —• og spenn- Hanna Schygulla, Wolfgang Schenck og Karl-Heinz Böhm í „Effi Briest“. Karel Reisz með Lauren Ilutton við upptöku á „The Gambler" ing augnabliksins. Axel er hel- tekinn þessari tilfinningu, og þar sem engrar skynsemi gætir í gerðum hans, hlýtur hann að tapa. Axel fyrirlitur skynsemi og öryggi, hann þráir að leita' nýrrar reynslu. Þessi þrá- hyggja eftir sifellt meiri spenn- ingi, að leggja sífellt meira und- ir, rekur hann að lokum út i sjálfseyðileggingu. Að lokum á hann ekkert annað eftir en að veðja lífi sinu. Mynd Reisz er ákaflega formföst og vel byggð upp, hann notar tónlist mjög táknrænt, þannig að hann notar t.d. sama stefið í atriði, þar sem velgengni Axels er mest og í öðru, þar sem örvænting hans er mest og undirstrikar þar með, að Axel þráir ekki aðeins sætleika sigursins heldur einn- ig örvæntingu tapsins. Stund- um er uppbyggingin svo form- föst, að það liggur við að manni blöskri, eins og t.d. sagan, sem Billie (Lauren Hutton), vin'- kona Axels, segir af fyrrver- andi vini sínum, fjárhættuspil- ara, sem lenti i kröggum og var fyrir bragðið laminn sundur og saman og skorinn illilega I and- liti. Þegar Reisz síðan endar myndina á andliti Axels, sundurskornu, er likt og hann tviundirstriki þá sjálfseyðingu, sem þessi gegndarlausa þrá leiðir til. Og úr sigrihrósandi svip Axels má lesa staðfestingu þess, að hann muni leggja meira undir næst. The Gambler er mynd, sem hægt er að njóta hvort sem er sem til afþreyingar eða til íhug- unar. Persónur myndarinnar eru heilsteyptar og Reisz tekst jafnvel að láta áhorfendur taka þátt í spenningi augnabliksins með Axel. Karel Reisz vann, eins og áður sagði, í Bretlandi, en hann er tékkneskur að upp- runa. Hann var áður fyrr gagn- rýnandi og rithöfundur, og skrifaði m.a. bók um klippingar á kvikmyndum, sem um tima var eins konar biblía klippara. Reisz virðist nú ætla að vinna aðallega í Bandaríkjunum og verður fróðlegt að fylgjast með næstu myndum harls. SSP Lélegt úrval ÞAÐ hefur verið dæma- laust lágt risið á sýning- um kvikmyndahúsanna þessa vikuna. Hver endursýnd myndin tröll- ríður nú annarri. Tvær af þessum myndum eru að vísu velkomnar, mynd. Kubricks, A Clockwork Orange, og mynd Bog- danovich, The Last Picture Show, en það mætti ætla, að ástandið í kvikmyndainnflutningi landsmanna væri harla slæmt, þegar kvikmynda- hús þurfa að bera á borð myndir á borð við Tatara- lestina, Hvernig bregstu við berum kroppi, Hinir dauðadæmdu og Nakið líf í annað sinn. Það er einnig mjög varhugavert að endursýna myndir án þess að taka fram, að myndin sé endursýnd. Ef ég man rétt, var Nakið líf sýnd í Bæjarbíói fyrir all- mörgum árum og Hinir dauðadæmdu, sem nú er sýnd í Laugarásbiói, var áður sýnd i Bæjarbíói fyrir ekki löngu siðan. Ef drepið er á aðrar myndir, er Elvis on Tour t.d. hin furðulegasta mynd, þar sem Elvis er fylgt á hljómleikaferð og áhorfendur sjá lengst af ekkert annað en röð af hljómleikum, sem allir eru eins, nema sifellt ný lög, eða þá myndir af Elvis að koma eða fara á hljómleikana. Það er erfitt að átta sig á því, fyrir hverja þessi mynd er gerð, því i augum yngri gestanna lítur Elvis út sem aumkunnar- verð persóna, skringileg- ur eldri maður, sem reyn- ir að lita unglega út, en hinir, sem áður dáðust að honum, finna illilega tii þess, að tímarnir breyt- ast og mennirnir með. Besti kafli myndarinnar var sá, sem sýndi hinn gamla, upphaflega Elvis (eðlilega?) og hefði mátt bregða upp fleiri slíkum myndum, þó ekki væri til annars en að rjúfa aðeins hið einhliða og þreytandi hljómleikahald. Thomasine og Bushrod er enn ein svertingja- myndin, gerð fyrir „svarta markaðinn“ í Bandarikjunum. í mynd- inni eru gerðar heiðar- legar tilraunir til að likja eftir Bonnie og Clyde og Butch Cassidy and the Sundance Kid, en eins og aðrar eftirlikingar, er myndin ekki svipur hjá sjón. SSP. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.