Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN EH: 22480 AUGLÝSCSGASÍMINN ER: 22480 Krafla: Mann- virki og vélar tryggðar ÖLL mannvirki, vélar og búnaður á vegum Kröflunefndar hafa frá upphafi verið tryggð gegn ýmiss konar tjóni, svo sem af völdum jarðskjálfta og mistaka við upp- setningu, að því er Jón Sólness, formaður Kröflunefndar, tjáði Morgunblaðinu. Hann sagði, að rfkisvaldið væri sfðan með náttúruhamfaratryggingu þar sem væri viðlagatryggingi og hún bætti m.a. tjón af völdum eldgosa. Morgunblaðið sneri sér til Jóns Sólness í gær og spurðist fyrir um hvort nokkrar ráðstafanir hefðu verið gerðar á vegum Kröflu- nefndar til að flytja á brott véla- samstæðurnar á Kröflusvæðinu með tilliti til vaxandi goshættu. Jón svaraði þvi þá til að á vegum Kröflunefndar hefði fljótlega ver- ið gengið frá þvi að tryggja öll mannvirki, vélar og tæki á staðn- um. Hefði tryggingin verið tekin hjá Brunabótafélagi Islands og það síðan endurtryggt hjá erlend- um aðiljum, svo sem venja væri. Jón kvað þessa tryggingu m.a. ná til tjóns og skemmda af völd- um vatns, storms, jarðskjálfta og mistaka við uppsetningu, en síðan væri þess að gæta að á vegum ríkisins væri sérstök náttúruham- faratrygging þar sem væri við- Tagatryggingin, og hún bætti m.a. tjón af völdum eldgosa. Jón sagði að þannig mætti ljóst vera að Kröfiunefnd hefði gengið þannig frá hnútum að bætur fengjust ef tjón yrði á verðmæt- um á Kröflusvæðinu og þar af leiðandi gæti það naumast talizt í verkahring nefndarinnar að flytja verðmæti á brott með tilliti Framhald á bls. 46 I sól og sumaryl. SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 Morðmálið: Síldin: Viðræður við Sovét- Lögreglumenn virða fyrir sér karlmannsjakkann og frakkann, sem fundust við leit í runna á Miklatúni á föstudaginn og talið er að geti tengzt málinu. menní september Ljósm. Mbl. RAX MBL. sneri sér f gær til Gunnars Flóvenz framkvæmdastjóra Sfdarútvegsnefndar og innti hann eftir horfum á sölu saltaðrar Athygli lögreglu beind- ist að dnum manni í gær % R ANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur yfirheyrt ýmsa menn í tengslum við morðið á Lovísu Kristjánsdóttur f húsinu að Miklubraut 26, en í gær dag beindist athygli lögreglumanna þó aðallega að ákveðnum manni. Um það leyti sem Morgunblaðið fór í prentun í gær var verið að yfirheyra hann frekar og kanna til hlítar ferðir hans á fimmtudag um það leyti sem ódæðisverkið var framið. Allt lið rannsóknarlög- reglunnar hefur meira og minna unnið að rannsókn þessa máls og notið liðsinn- is v-þýzku sérfræðinganna, eins og áður hefur komið fram. Var unnið langt fram á nótt aðfararnótt laugar- dagsins en síðan tekið til við að nýju í morgun. Hef- ur lögreglan yfirheyrt ýmsa meijn í tengslum við þetta mál, en eins og áður segir beindLst athyglin I gær einkum að einum ákveðnum manni en rann- Framhald á bls. 46 Meginlandsástand að skapast í Neskaupstað EINDÆMA góóviðri og þurrkatíð hefur verið f Neskaupstað sfðustu daga. Segja heimamenn, að helzt megi Ifkja veðráttunni við þá sem ríkti við Miðjarðarhafið og fbúarnir ganga léttklæddir og á stuttbuxum um götur bæjarins. Á hádegi f gær mældist 21 stigs hiti f forsælu f Neskaupstað. Góðviðrið og þurrkarnir hafa þó sínar dökku hliðar, að þvf er Þór- leifur Ólafsson, fréttamaður Mbl. í Neskaupstað, sagi f gær, því að þar er að sumu leyti að verða hliðstætt ástand og víða á þurrka- svæðunum f Evrópu, enda þótt í minna m'æli sé. Til dæmis er nú farið að bera töluvert á vatnsskorti í bænum um þessar mundir. í sumum hús- um er aðeins að fá vatn úr krön- um yfir bfánóttina en strax og kemur fram á fótaferðartfma í bænum hverfur vatnið. Vatnið sem bæjarbúar nota er aðallega uppsprettuvatn og úr Framhald á bls. 46 sfldar til Sovétrfkjanna f ár. Gunnar sagði að samkomulag hefði nú tekizt um að formlegar samningaviðræður hæfust í Moskvu mánudaginn 13. septem- ber nk. og hefðu Sovétmenn fall- izt á að ræða um kaup á 60 þúsund tunnum. Síldarútvegsnefnd hefði óskað eftir þvf að viðræðurnar hæfust mun fyrr, en af óviðráðan- legum ástæðum hefði það ekki reynzt unnt. Sovétmenn, sem á sl. ári keyptu héðan eingöngu heilsaltaða sífd, hafa tjáð sig reiðubúna til að ræða nú jafn- framt um kaup á takmörkuðu magni af kryddsíld, en þeir keyptu lftils háttar af síðar- nefndu tegundunum fyrir nokkr- um árum. Leiguflugið milli íslands og Fiji: Sparar um 3—400 dollara á leiðinni Ástralía-Evrópa „ÉG TEL að á flugleiðinni frá Ástralfu til Evrópu megi spara ferðamönnum 3—400 Banda- rfkjadollara á hvorri leið með þvf að fara f gegnum Fiji og Island“, sagði brezki athafna- maðurinn Michael Bartlett, sem hyggst hefja leiguflug milli tslands og Fiji á vegum flugfélags sfns, Air Hibiscus, en Mbl. náði sambandi við Bartlett f fyrrakvöld f Sydney f Ástralfu. Bartlett sagði að hugmyndin væri sú að farþegar frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi færu þaðan fljúgandi eða með skip- um til Fiji og dveldust þar í einn til tvo daga, en siðan fljúg- andi með Air Hibiscus til ís- lands með viðkomu á Hawaii- eyjum og í Kanada. Síðan yrði höfð víðdvöl á íslandi í einn til tvo daga áður en haldið yrði áfram til Evrópu með Flugleið- um. Bartlett sagðist hafa verið með flug þetta í undirbúningi f 8. ár og til undirbúningsins hefði verið varið um 4,5 milljónum dala. Hann sagðist reikna með að hefja flugið í kringum 10. október og þegar komið yrði fram í desember eða janúar sagðist hann vonast til að geta flutt 5—600 farþega hvora leið á viku. Bartlett sagði að markaðurinn á leiðinni Ástralía-Evrópa væri geysistór og þvf góð von um að vel tækist til með þetta flug. Mbl. spurði Bartlett hvort til greina kæmi :ð skipuleggja ferðir fyrir Islendinga til Fiji- eyja. Hann sagðist hafa leitt hugann örlítið að þeim mögu- leika og kvaðst telja að mögu- legt, væri að bjóða upp á 12 daga ferðir þangað fyrir 700 dollara (um 130 þúsund ísl. krónur) að meðtalinni hótel- dvöl og ferðum til annarra ná- Framhald á bls. 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.