Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 29. ÁGUST 1976 7 Ertu forlagatrúar? Þannig hljóðar spurning, sem alloft ertil mín beint. Ég svara henni venjulega með því að segja: „Nei, en ég trúi á forsjón Gu8s." Yfirleitt slepp ég þó ekki með þetta svarán útskýringa. Ég verð oftast að gera greinarmun á því, sem ég á við með orðun- um ..forlög" og „forsjón", svo að munurinn sé Ijós, og venjulega þarf ég að gefa mér góðan tíma til að ræða þessi atriði nokkuð Þau eru þess eðlis, að um þau getur spunnist býsna skemmtileg og jafnvel spennandi um- ræða. Það er ekki hægt að fara itarlega út i þessi mál í stuttri hugvekju, en mig langar þó til að ræða fáeina meginþætti þessara hug- mynda eins og þeir koma mér fyrir sjónir og án þess að gera þá of fræðilega. Þeir, sem eru forlagatrú- ar, álita lif sitt allt ákveðið fyrir fram, jafnvel í smæstu atriðum. Þar er „alræði" Guðs á ferðinni en „frjáls vilji" mannsins óhugsandi. Þegar við tölum aftur um forsjón, þá útskýrum við það þannig, að Guð vill sjá fyrir okkur, þ e. gefa okkurallt, sem við þurfum til lifsins. Auðæfi náttúrunnar, hæfi- leikar okkar til að nytja þau, umhyggja foreldra fyrír börn- um sínum o.s.frv. erallt merki um forsjón Guðs. — En forsjón Guðs þýðir einnig, að Guð sér fram í timann og ákvarðar lifsveg okkar i stór- um dráttum. Með mönnum og atburðum, sem hann leið- ir i veg fyrir okkur, inn i lif okkar, vill hann leiðbeina okkur til hins besta i lifinu. Vissan um þetta gerir mann- inn öruggan i öllu og þrátt fyrirallt. Hún segir honum að svo framarlega sem hann breytir eftir bestu samvisku, þá muni Guð leiða hann til sigursá lifsbrautinni. Þetta þýðir það, að við reiknum meðfrjálsum vilja mannsins. Hannverðurað Forlög eða forsjón? taka sinar eigin ákva/ðanir víða, e.t.v, reka sig á o.s.frv. en með því einú móti er lika hægt að búast við virkilegum þroska i lífinu. Þegar ér er að reyna að gera fermingarbörnum mín- um Ijóst, hvað við er átt með þessum hlutum, þá dreg ég gjarnan upp mynd handa þeim af einhverjum tónsnill- íngi. Þegar. hann er barn, þá kemur i Ijós, hve tónlistar- gáfa hans er afgerandi og ríkuleg. í slíkum manni er auðséð, að Guð ætlar honum ákveðið lifshlutverk. Hann á aðstarfa i þjónustu guðlegrar listar, flytja mönnunum göfg- andi boðskap i tónum hennar. Ef þessi ungi maður sinnir köllun sinni, leggur sig allan fram, má búast við að hann nái langt á þessu sviði og starf hans geti orðið til hinnar mestu blessunar. En hitt er lika möguleiki, að hann fari illa með snilligáfu sina. Hann getur eyðilagt hana og lifs- hlutverk sitt með því t.d. að leggjast i óreglu Þá fara góð- ir hæfileikar illa. Þannig, vil ég meina, á hver maður i sjálfum sér hæfileika, sem honum eru ætlaðir til að nota i þágu meðbræðra sinna. Þeireru kannski ekki alltaf jafn ótvi- ræðir og hjá snillingnum, en þeir eru fyrir hendi og þegar reynt er af einlægni að nýta þá og beita þeim rétt, þá sendir Guð hjálp til þess, sendir menn og málefni, vit og verkefni okkur til hjálpar, heldur i hönd með þeim, sem vilja reynast vel. Þetta finnst mér, að lifíð hafi margsannað Maðurinn hefur frjálsan vilja og getur þvi með rangri breytni eyði- lagt svo margt. En hjálp Guðs biður alltaf reiðubúin, forsjón hans þreytist ekki. Hvenær sem snúið er á rétta braut á ný, þá kemur hjálp hans eins og blessandi hönd, alveg eins og þegar „nýr" maður tekur sin fyrstu sjálf- stæðu skref á lifsveginum. Forlagatrú boðar, að það sé tilgangslaust að berjast fyrir einhverju í lifinu Þá er best að láta fljóta með straumnum Kenningin um forsjón Guðs segir okkur hinsvegar, að það sé til ein- hvers að berjast góðu barátt- unni. Hún segir meira að segja, að það sé hlutverk okkar hér á jörð og að við eigum hjálp Guðs visa. Guð láti engan einan i baráttu góðs málefnis og muni með einhverjum hætti gefa þvi sigur fyrr eða síðar. Þegarég hugsa um þessa hluti, finnst mérenginn vandi að velja á milli Þess vegna er ég ekki forlaga- trúar, en trúi á forsjón Guðs. Hins vegar dettur mér ekki i hug að neita þvi, að einstakir hlutir eða atburðir kunni oft að vera ákveðnir fyrirfram. Slíkt virðist oft vera og það virðist vera hluti af ráðsálykt- un Guðs, en það þýðir ekki, að allir hlutir séu fyrirfram ákveðnir. Það er jafn fráleitt. Niðurstaða min er þvi sú, sem í upphafi kom fram: Ég aðhyllist ekki forlagatrú en ég treysti einlæglega á for- sjón Guðs. Höfum kaupendur a8 eftirtöldum verSbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi pr. kr. 100. 1 965 2 flokkur 1 513 84 1966 1. flokkur 1366 21 1966 2 flokkur 1 290 22 1970 1 flokkur 685 41 Kaupendur ofangreíndra spariskfrteina óska eftir miklu magni. Höfum seljendur að eftirtóldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100 1967 1 flokkur 1229 61 1970 2 flokkur 516 56 1972 2 flokkur 381 69 1973 2 flokkur 268 90 1974 1 flokkur 183 09 1 975 1 flokkur 1 52 00 HAPPDRÆTTISSKULDABREF RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100. 1973 B 326 63 1974 D 244.14 1974 E 1 72 76 1975 G 1 20 33 1976 H (6 5% afföll) 1 16 53 VEÐSKULDABREF: 3ja ára fasteignatryggt veðskuldabréf með hæstu vöxtum 6 ára fasteignatryggt veðskuldabréf með 1 0% vöxtum piáRPcrrinGARPÉiflG ifunu hp. Verðbréfamarkaður Lækjargötu 12, R (I8na8arbankahúsinu) Simi 20580 Opi8 frá kl. 1 3.00—1 6.00 alla virka daga. Stuðmenn -Tívo/í er komin Sendum í póstkröfu Hljómdeild KARNABÆR Austurstræti 22, Laugavegi 66, sími frá skiptiborði 28155. <L Útsala Gífurleg verðlækkun Skór á allar fætur Karlmannaskór — kvenskór — barnaskór — inniskór Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 74 — Framnesvegi 2 1(1 N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.