Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1976 Suöur úr suðurenda Langjökuls gengur skriðjökull mikill. Má segja að hann nái allt vestan frá Geitlandsjökli og austur að Skriðufelli við Hvitárvatn, og er breidd hans þá un 30 km. Nálægt miðju klofnar jökullinn á flötu breiðu felli, en jökularmar teygja sig fram báðum megin. Þetta fjall er Hagafell. Sunnan undir því og suðaustan er allmik- ið vatn, sem nefnist Hagavatn. Nokkru vestar var áður annað stöðuvatn nokkru minna fram af jökulröndinni. Það hét Sandvatn, en er nú horfið. Allbreið skriðjök- ulstunga fellur fram austan við Hagavatn. Heldur fjallið að henni að vestan, en að suðaustan tak- markast hún af hnúkaröð sem er nýlega komin undan snjó. Fram- hald af þessum hnúkum til suð- vesturs eru Brekknafjöll og lengra til suðvesturs Fagradals- fjall. Eru þau eins og flóðgarður suðaustur af Hagavatni, en suð- vestan að þvi er norðausturendi Lambahrauns. Hagafell er fyrir norðan, en skriðjökull fyrir norð- austan. Hagavatn virðist þannig vel varðveitt á allar hliðar. Samt hafa orðið þarna afar miklar breyting- ar, sennilega meiri en á nokkru öðru stöðuvatni landsins. Fyrrum náði jökull á þessum slóðum miklu lengra fram en nú er. Er svo sagt að allt fram um 1920 hafi jökull náð fram yfir Brekknafjöll og niður á eyrarnar austan undir þeim. En jökullinn hopaði fljótt, og árið 1929 brast jökulstífla í lægð sem er í Brekknafjöllum, og fékk vatnið þar framrás. Myndaðist þar mikill foss afar hár, og var hann nefnd- ur Leynifoss. Stóð svo í 10 ár. En árið 1939 rofnaði önnur stífla nokkru austar, og brauzt vatnið þá þar fram, og hefur það runnið þar síðan. Þetta afrennsli Haga- vatns nefnist Farið. Mikil breyting varð á Hagavatni sjálfu við þessi umbrot. Vestri hluti vatnsins var grunnur, og þessi lækkun vatnsborðs varð til þess, að sá hluti vatnsins þornaði, og eru nú jökulleirur allt austur fyrir Hagaf.ell, og minnkaði vatn- sð þannig um fullan helming. Aft- ur á móti hörfaði skriðjökullinn austan við fellið allmikið, en hann náði áður fram í vatnið, og stækk- aði Hagavatn nokkuð til austurs við þetta. Jökullinn hafði stytzt svo mjög, að löng leið var orðin frá vatninu og upp að jökulrönd, en fyrir rúmu ári hljóp hann fram og nær nú næstum fram að vatni að nýju, og nýlega gekk jökullinn vestan við fellið einnig fram. Um- hverfi vatnsins er því sífellt að breytast. Framhlaup vatnsins 1929 og 1939 hefur skilið eftir sig greini- leg merki. Árið 1939 hvarf Leyni- foss, þvl að gljúfrið, sem Farið rennur nú I, er miklu dýpra. En þar sem Leynifoss var, er nú gljúfur langt inn I fjallið, og má ganga þar inn. Þar er silfurtær tjörn I botni, þar sem fossinn féll fyrrum, og tærar lindir streyma þar út úr berginu hér og þar. Er einkennilegt að geta gengið þann- ig inn I bergið, eins og komið væri I álfheima. Dálítið fell er sunnan við Farið gegnt Leynifossgljúfrinu. Það heitir Einifell, en annað fell er norðaustur af því. Hefur það ver- ið nefnt Birkifell. Djúpt skarð skilur fellin. Vestast I skarðinu er fallegur grashvammur. Þar stend- ur Hagavatnsskáli Ferðafélags- ins. Hagávatnsskálinn var reistur árið 1942, en þá var nýlega orðið bílfært þangað. Liggur leiðin af Kjalvegarleiðinni rétt fyrir innan Sandá. í skálanum eru svefnrúm niðri fyrir 8 menn, en 4—6 á lofti. Sá sem kemur að Hagavatns- skálanum fyrsta sinn, gæti haldið að þar væri ekki margt að sjá. En þarna er skemmtilegt gönguland. Bláfell séð að norðan. Ljósm.: Páll Jónsson. Hagavatn og Bláfell Afrennsli Hagavatns, Farið. Göngubrú er á Farinú skammt fyrir austan Brekknafjöll, og er þaðan stutt I Leynifossgljúfrið. Þá er skemmtilegt að ganga suður með Brekknafjöllum og Fagra- dalsfjalli. Skömm er leið upp að vatninu, og er fallegt að horfa yfir það og upp til jökulsins. Þá má sjá um leið hvernig Farið sogast úr vatninu niður I örþröngt gljúfrið I miklum fossaföllum. Löng röð hvassra tinda liggur til landnorðurs frá skálanum og Ljósm.: Þórunn Lárusdóttir. er framhald af Einifelli og Birki- felli. Þessir tindar eru Jarlhettur, háar, hvassar og breytilegar að gerð. Fyrrum lá jökullinn austur að þeim, en nú hefur hann sjatn- að svo, að þar er skarð á milli, og fellur þar Jarlhettukvísl. Hún er oftast lltil, en getur orðið allmikil á kveldin af sólbráð, venjulega þó vel væð. Rennur hún skammt fyr- ir vestan skálann. Innsta Jarlhett- an er hæst, 1082 m. Allstórt jökul- lón er suðvestan við hana. Þar er tilkomumikill öræfasvipur, blátt lón milli dökkra tinda skammt frá hvítum jöklinum. Til austurs frá innstu Jarlhett- um er fjall. Það er Bláfell. Bláfell er stórfjall, mikið um sig og hátt. Það gnæfir yfir um- hverfi sitt, 1204 m hátt og því hæsta fjall suðvestanlands að jöklum undanskildum. Til saman- burðar má geta þess, að Botnssúl- ur eru 1095 m, og er Bláfell þann- ig rúmum lOOun hærra. Fjallið er aflangt nokkuð frá norðri til suðurs, dregst upp i topp að sunnanverðu og er þar hæst. Norðan við háhnúkinn er djúpt skarð, en norður af því af- löng kista. Er jökull norðan á henni, en hnúkurinn sjálfur er jökullaus. Fjallið er að mestu úr móbergi, talið myndað á jökultím- anum. Lágt fell er til norðvesturs frá Bláfelli. Það er Geldingafell, en hár háls á milli, Bláfellsháls. Liggur Kjalvegarleiðin yfir hann. Hálsinn er rúmlega 600 m hár. Er bezt að ganga á f jallið af háhálsin- um sunnanverðum. Þar fyrir austan er kvos I fjallinu. Þar er bezt að fara upp og ganga á hnúk- inn að sunnan. Þannig þarf ekki að ganga nema 600 m hæð, þó að fjallið sé hátt. En sú ganga er erfiðisins verð, því að útsýni af Bláfelli er frábært I björtu veðri. Þaðan sér norður yfir Kjalveg. KerlingarfjöII sýnast ekki fjarri I landnorðri. Þá sér yfir Hofsjökul, Tungnafellsjökull sést og Há- göngur, austur Vatnajökul, Hekla auðvitað og niður yfir byggðir Árnes- og Rangárvallasýslu. Langjökull er nærri og má segja að sjáist eftir honum endilöngum. Þetta er mikið go dýrðlegt útsýni. Þá sér öðru hverju i Hvltá, allt frá þvl hún fellur úr Hvítárvatni og þar til hún hverfur suður fyrir Hestfjall. En jafnvel þó að ekki væri gengið á Bláfell/má fá mikið út- sýni. Fallegt er þar; Bláfell til annarrar handar, en Langjökull og Jarlhettur á hina. Fallegt er útsýni af hálsinum norðanverðum inn yfir Kjalveg og niður yfir byggðir Árnessýslu af honum sunnanverðum. Flestum þykir hálsinn sjálfur lltt áhugaverður og fátt þar að skoða. En margur leynir á sér, einnig Bláfellsháls. Vestan við hálsinn sjálfan er grjótgil mikið sem liggur til landsuðurs niður að Grjótá. Þar hefur sýnilega runnið stórá, er jökullinn lá fram á Blá- fellsháls. Er þar gljúfur, eigi mjög mikið fyrst, en fer dýpk- andi. Er þar hár klettastallur. Þar hefur sýnilega verið fyrrum mik- ill foss, og eru þar skessukatlar I berginu. Er niður kemur, verður slétt grasflöt, og gengur bergrani fram I hana. Báðum megin eru háirx þverhnlptir hamrar og minna helzt á Almannagjá og eru sízt lægri en vesturbarmur henn- ar. Þessi staður heitir Kórinn. Hann sést ekki af veginum, og margir fara þarna um án þess að skoða hann, vita jafnvel ekki af honum. En Kórinn er þess verður að hann sé skoðaður. Hann er fagur og sérkennilegur, ein sönnun þess af mörgum, að fegurð leynist víða I þessu landi ef við megum vera að að taka eftir henni. Gunnar Gunnarsson hefur um langt sketð vertð etnn virtasti hofund ur á Norðurlondum Ritsafn Gunnars Gunnarssonar S Áður útkomnar S Ný útkomnar Saga Borgarættarinnar Vargur í véum Svartfugl Sælir eru einfaldir Fjallkirkjan I, Jón Arason Fjallkirkjan Íl Sálumessa Fjallkirkjan III Fimm fræknisögur Vikivaki Dimmufjöll L's. Heiðaharmur s* Fjandvinir /* Almenna Bókafélagið, Austurstræti 18, Bolholti 6, sími 19707 sími 32620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.