Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. AGUST 1976 13 Anne, Emily og Charlotte Bronte, Branwell. VONIR OG VONBRIGÐI Um nokkurra ára skeið dvaldi Charlotte að mestu heima og systkinin lásu og skrifuðu, teikn- uðu og iðkuðu hljóðfæraleik sam- an, því öll fjölskyldan, að Char- lotte undanskilinni, var músíkölsk. Charlotte gerðist kennari með það fyrir augum að bæta hag fjölskyldunnar, og þar að auki átti að senda Branwell út á listamannsbrautina. Charlotte leið ekki vel við kennsluna; hún Charlotte Bronté lagðist i vanheilsu og þunglyndi og hætti kennslunni sumarið 1838. En systurnar allar reyndu fyrir sér við kennslustörf af og til og likaði öllum jafn illa, — svo mjög raunar að þessi reynsla fór illa með taugar þeirra. Einnig reyndu þær að starfa sem barn- fóstrur og kennslukonur á heimil- um, en það gekk ekki heldur vel. Það var ekki sizt af þörf til að greiða skuldir þær sem Branwell hafði steypt sér f sem þær systur tókust þessi störf á hendur. Hæfi- leiki hans til ritstarfa og mynd- listar, þekking hans á sígildum fræðum og aðlaðandi persónu- leiki höfðu vakið vonir um mik- inn frama honum til handa. I árs- lok 1837 hafði Branwell sett upp stofu sem málari mannamynda f Bradford og vann við það sam- fleytt f eitt ár. En þá rann það út f sandinn, — fyrst og fremst vegna skapbresta Branwells sjálfs, vilja- leysis, óþofinmæði. Hann vann f stuttan tfma við kennslu- og al- menn skrifstofu- og afgreiðslu- störf, en var látinn hætta vegna kæruleysis. A þessum tíma fékk Charlotte þá hugmynd að þær systurnar stofnuðu skóla, en hún var jafnan — málaðar af bróðurnum lánlausa, sú þeirra sem mest hugsaði um praktfska hluti. Til þess að undir- búa sig fyrir það fóru þær Emily til Brússel og námu í ýmsum greinum við Pensinnat Heger. Þar varð Charlotte ástfangin af skólastjóranum sjálfum Monsieur Heger. Hann var kvæntur og end- urgalt ekki ást hennar. Ari seinna sneri hún aftur til að kenna við skólann, en vonir hennar urðu þar að engu. Dvöl hennar f Brflss- el hafði mótandi áhrif á viðhorf hennar og skáldskap. Er heim kom 1844 reyndi hún að stofna skólann á prestssetrinu, en engir nemendur létu sjá sig. Aður hafði Anne látið af kennslustarfi í Thorpe Greene, og Branwéll verið sparkað úr sams konar stöðu þar fyrir að hafa átt samfarir við eig- inkonu vinnuveitandans. Sekt hans f þvf efni liggur ekki ljós fyrir, en hann varði síðustu þremur árum ævi sinnar í Haworth við drykkju, ópíum- neyzlu, skuldasöfnun og guðlast með samvizkubitsköstum i bland. Hann lézt 1848 úr ólifnaði og berklum — f jölskyldunni til mik- ils harms. Jafnframt varð minn- ingin um þennan ólánssama bróð- ur eins og afturganga f hugar- heimi og skáldskap systranna. SKÁLDVERKIN Það var haustið 1845 að Char- lotte rakst á ljóð eftir Emily af tilviljun í einhverju dóti, og leiddi þetta til útgáfu bókar árið eftir sem hét „Ljóð eftir Currer, Ellis og Acton Bell“. Þær notuðu þessi karlkyns dulnefni til þess að halda leynd yfir sjálfum sér og til að komast hjá þeirri sérstöku meðferð sem þær töldu kvenhöf- unda fá hjá gagnrýnendum. Bók- in var gefin út á þeirra eigin kostnað. Fáar umsagnir birtust I blöðum og aðeins tvö eintök seld- ust. Það var þeim vissulega áfall. En engu að sfður höfðu þær opnað sér nýja leið út úr einangr- un sinni og 1847 fundu þær allar þrjár útgefendur að fyrstu skáld- sögum sfnum, — að vfsu eftir seinkanir og synjanir. Þetta voru „Jane Eyre“ eftir Charlotte, „Wuthering Heights" eftir Emily (á fslenzku nefnd „Fýkur yfir hæðir" og hefur sjónvarpsgerðin verið sýnd hér, auk a.m.k. tveggja kvikmynda) og loks „Agnes Grey“ eftir Anne. „Wuthering Heigths" var misskilin lengi framan af og er enn deilumál bókmenntamanna, en „^ane Framhald a bls. 46 THE OBSERVER THE OBSERVER ^ THE OBSERVER MPLA þarf ennþá á Kúbuiniinnum að halða LUANDA- Agostinho Neto for- seti Angóla sótti nýlega heim sfna sterku bakhjarla á Kúbu, og urðu þar miklir fagnaðar- fundir. Þar með virðast úr sög- unni, a.m.k. um stundarsakir, vonir Bandarfkjamanna um að geta rekið fleyg á milli hinna nánu vina, Kúbumanna og rfkisstjórnar MPLA f Angóla. Neta fjallaði nýlega um sigur þann, sem Kúbumenn og MPLA unnu á fylkingum í Ang- óla, er nutu stuðnings Vestur- veldanna. Fórust honum m.a. þannig orð, að þar hefðu þeir skotið Bandarikjamönnum ref fyrir rass og stungið upp i þá, svo að um munaði. Hins vegar eru ekki allir Bandarikjamenn þeirrar skoðunar, þar á meðal Jimmy Carter, forsetaefni demókrata. Carter kom ýmsum á óvart fyrir skömmu með því að segja eftirfarandi: „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því, að enda þótt Rússar og Kúbumenn hafi komið ár sinni vel fyrir borð í Angóla, er ekki þar með sagt, að hagsmunir Bandaríkj- anna séu í hættu. Þá er það heldur ekki víst, að með íhlut- un sinni hafi Rússum og Kúbu- mönnum tekizt að koma á fót kommúnistísku leppríki á meginlandi Afríku." Þá hefur Carter lýst því yfir, að hann muni viðurkenna Alþýðulýð- veldi MPLA, nái hann forseta- kjöri í haust. skeið og farið víða og ekki er annað að sjá en að landið sé svo til algerlega á valdi MPLA. Andstæðingar þeirra hafa kom- ið fyrir sprengjum á víð og dreif og eru sums staðar f laun- sátri, en fullyrðingar þeirra að undanförnu um, að þeir hafi náð á sitt vald bæjum og borg- um, eiga greinilega ekki við rök að styðjast. Herforingi nokkur í Norður- Angóla tjáði mér, að FNLA stundaði talsverða skemmdar- starfsemi f landinu frá bæki- stöðvum í Zaire. Væri starfsem- in einkum fólgin í því að leggja sprengjur um héruðin skammt frá landamærunum, og væri þeim bæði ætlað að granda her- mönnum og óbreyttum borgur- um. Þegar ég fór nýlega flug- leiðis frá Norður-Angóla til Lu- anda, var samferða mér f vel- inni ungur drengur, sem ásamt föður sinum hafði orðið fyrir sprengju, er þeir voru að veið- um. Faðirinn lézt samstundis, en drengurinn var með- fram, að þeir höfðu hvergi orð- ið varir við hernaðaraðgerðir af nokkru tagi. Fyrir nokkru fór ég í aðra ferð með vestrænum frétta- mönnum, og f þetta sinn til Moxico-héraðs. Við slóumst í för með yfirmanni hersins á þessu svæði og héldum vestur á bóginn með Benguela- járnbrautinni til Cangumbe, en þar var staða UNITA yfirleitt sterk, meðan á stríðinu stóð, og fyrir skömmu var því lýst yfir að hálfu hreyfingarinnar, að hún hefði náð bænum á sitt vald að nýju og komið þar upp aðalbækistöðvum sínum. Við dvöldumst þarna í heilan sólarhring og urðum aldrei vör við nokkra árekstra. Hermenn sögðu okkur, að eftirhreyturn- ar af hersveitum UNITA á Moxico-Bie svæðinu hefðu ver- ið umkringdar og hraktar miklu lengra suður á bóginn, langt frá Benguela- járnbrautinni, en samgöngur með henni eru fyrir löngu eftir JANE BERGEROL Samstarf Kúbumanna og Angólastjórnar i Angóla er með allt öðrum hætti en var fyrir nokkrum mánuðum, þegar her- sveitir MPLA áttu í höggi við sveitir frá Suður-Afriku og Zaire, jafnframt þvf sem þær börðust við FNLA og UNITA. Á hernaðarsviðinu er sam- starfið ennþá mjög náið, m.a. til að koma í veg fyrir frekari fhlutun frá Suður-Afríku. Ymislegt bendir til þess að stjórnin í Pretoriu hafi ekki látið sér segjast endanlega við ósigurinn f Angóla, m.a. hafa hersveitir hennar nýlega ráðizt inn yfir landamæri Zambfu og Angóla og lagt þar bæi og þorp í eyði. Þjóðernissinnaðir skæru- liðar frá Namibíu (Suð- Vestur-Afriku) hafa eingöngu stundað starfsemi sína frá bækistöðvum í Angóla, eftir að stjórn Zambíu lét loka landa- mærum ríkisins fyrir þeim á síðasta ári. Kúbumenn hafa einnig veitt her MPLA aðstoð við að upp- ræta síðustu leifar af hersveit- um FNLA og UNITA í landinu. Hins vegar eru fréttir um vax- andi átök FNLA og UNITA við MPLA og Kúbumenn greini- lega ósannar. Ég hef dvalizt hér í landinu um þriggja vikna vitundarlaus og hafði misst báðar hendur. Ég fékk ásamt öðrum vest- rænum fréttamönnum að fara allra minna ferða í Guie og þurftum við ekki að hafa her- mannafylgd af nokkru tagi. Við fórum um kaffiekrur og kom- umst til Negage, en þann sama dag skýrðu ýmsar útvarpsstöðv- ar á Vesturlöndum frá þvi, að sá staður væri á valdi FNLA. Þegar við dvöldumst i Uige voru þar nokkrir hermenn, sem FNLA-menn höfðu gert fyrir- sát skammt frá Toto og sært þá. Þeir höfðu verið lagðir inn á sjúkrahús, en okkur gafst ekki kostur á að ræða við þá. Um svipað leyti lýsti FNLA því yf- ir, að Toto væri á valdi hreyf- ingarinnar, en fyrir þvi var enginn fótur. Fyrir skömmu komu til Lu- anda nokkrir franskir og ítalsk- ir blaðamenn, sem höfðu ferð- azt um 5.000 kílómetra án her- fylgdar. Þeir höfðu farið um Benguela, Lobgito, Lubango og Mocamedes og til baka um Huambo-svæðið, þar sem Unita hreyfingin þykist hafa tögl og hagldir. í Huambo gafst þeim kostur á að safna efni í nokkra daga og koma því áleiðis til fréttastofnana sinna. Það kom Agostinho Neto. komnar í eðlilegt horf og ganga lestirnar milli hafnarinnar í Lobito og bæjarins Luso í land- inu austanverðu. Á stöðinni í Luso bíða í tuga- tali flutningavagnar frá Zaire og Zambíu, en seint í ágúst munu ferðir hefjast til Lusaka. Við sáum þar einnig bensín- geyma, sem flytja á til kopar- námanna I Zaire, vinnuvélar og mikið af öðrum flutningi, sem bíður þess, að leiðin verði opn- uð. Aramando Dembo, yfirmaður hersins í Moxico-héraði, fór fyr- ir skömmu til Zaire ásamt 400 Angólabúum öðrum og átti þar viðræður við yfirvöld og óbreytta borgara. Snerust við- ræðurnar um athafnir FNLA i Zaire og fóru Dembo og menn hans þess á leit við Zairebúa, að þeir reyndu að stemma stigu fyrir skæruhernað og skemmdarverkastarfsemi frá bækistöðvum í Zaire. „Okkur var fagnað eins og hetjum“ sagði Dambo. „I landamærahér- uðunum kostar hver sekkur af salti 250 escudo (um 1700 isl. kr.) og þeir vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta sambúðina og koma þannig samgöngum milli landanna í eðlilegt horf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.