Morgunblaðið - 08.09.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 08.09.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 Enginn mjólkurskortur nema verulega mörgum nautgripum verði slátrað AÐ UNDANFÖRNU hafa ýmsir bændur og forsvarsmenn þeirra látió I ljósi þá skoóun, að til mjóikurskorts komi á suð- vestanverðu landinu f vetur. Morgunblaðið leitaði af þessu til- efni til Péturs Sigurðssonar mjólkurtæknifræðings hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins og bar þessar spár manna undir hann. — Þær tölur, sem liggja fyrir um innvegna mjólk á þessu sumri, benda ekki til þess, að mjólkurframleiðslan á Suður- og Vesturlandi hafi minnkað í þeim mæli, að hægt sé að spá mjólkur- skorti í vetur. I júlimánuði var innvegin mjólk á landinu 0,6% meiri en á sama tíma í fyrra, og hjá Mjólkurbúi Flóamanna var hún 1,1% meiri en í fyrra. Ef innvigtunin I síðustu viku ágúst- mánaðar er skoðuð, kemur í ljós, að innvegin mjólk i Flóabúinu hefur minnkað um 0,9% miðað við sama tima í fyrra og i Borgar- nesi hefur mjólkin heldur aukizt, sagði Pétur og tók fram, að þegar verið væri að tala um mjólkur- skort, yrði að skilgreina við hvað væri átt. hjá Mjólkursamsölunni f Reykja- vik. Af rjóma voru fluttir 247 þúsund litrar og var það stór hluti af rjómaneyzlunni á sölusvæði Mjólkursamsölunnar um vetur- inn. Til samanburðar má geta þess, að veturinn 1968 til ’69 voru fluttir suður 944 þúsund lítrar af nýmjólk og 344 þúsund lítrar af rjóma. Að mínum dómi er ekki hægt að tala um mjólkurskort, þótt mjólkurflutningar að norðan verði í vetur svipaðir því sem var í fyrra. — Við verðum að gera okkur grein fyrir þvi, að á árinu 1975 fóru 94% af þeirri mjólk, sem framleidd var í landinu, til neyzlu innanlands, en hin 6% fóru til Framhald á bls. 18 Dr. Krafft A. Ehricke á fundi sfnum með áhugamönnum um raforkumál f Lögbergf f gær. A fundi þessum sagði dr. Ehricke frá hugmyndum sfnum um geimflutning raforku. Margfaldast fiskframleiðsla vegna endurkasts sólarljóss? — I fyrravetur þurfti að flytja frá Norðurlandi til sölu á Reykja- víkursvæðinu 113 þúsund lítra af mjólk, en það er um eins dags sala BANDARÍSKI vfsindamaðurinn dr. Krafft A. Ehricke, sem kom til landsins f gærmorgu, hélt sfðdeg- is f gær fyrirlestur um geim- Eru þeir að fá 'ann 7 REYKJADALSÁ 1 BORGARFIRÐI Tíðindamaður þáttarins var við veiðar í ánni 2.—4. septem- ber, og notaði þá tækifærið til að viða að sér eftirfarandi frétt- um um vertíðina til þessa. I heildina hefur veiðin gengið fremur rólega fyrir sig og er hún nokkru lakari en á sama tíma í fyrra, þó að hún hafi farið betur af stað í ár. Það hafa þó komið glefsur öðru hvoru í sumar og þá veiðst mjög vel, t.d. veiddust 22 laxar á þær tvær stangir sem leyfðar eru, meðan undirritaður dvaldist þar, þar af 14 stk. siðasta morg- uninn. Af þvi meðtöldu voru þá komnir um 170 laxar á land, en í fyrra veiddust samtals milli 260 og 270 laxar. Veitt er til 20. september. Meðalviktin i sumar er sennilega milli 6 og 7 pund og töluvert hefur veiðst af 10—15 punda laxi. Hins vegar er stærsti lax sumarsins ennþá 15,5 pund og veiddist hann í Hamarsgeirafljóti. Víða í neð- anverðri ánni er allmikill lax, og þeir hafa verið að veiðast þar lúsugir innan um siðustu daga. Efra svæðið hefur á hinn bóginn verið óvanalega dauft og lítill lax virðist vera þar, jafnvel á gömlum og rótgrónum miðum, hvað svo sem kann að valda því. Það er Stangaveiðifé- lag Keflavíkur sem hefur ána á leigu. ALLGÓÐ VEIÐI 1KORPU Samkvæmt upplýsingum Al- berts Erlingssonar i Veiði- manninum, hefur laxveiðin í Korpu verið ailsæmileg í sum- ar. Lítið veiddist framan af, eins og víða annars staðar, en áin sótti sig þegar á leið og taldi Albert, að heildarmagnið næði nú meðalveiði. Albert vildi ekk- ert fullyrða um fjölda veiddra laxa, en ætla má, samkvæmt framanskráðu, að laxarnir séu orðnir hátt i 400. Veitt er aðeins á tvær stengur og aðeins á flugu og maðk. Annað er bann- að. Meðalvikt sumarsins er mjög svipuð og undanfarin ár, eða i kríngum 5 pund, en öðru hvoru veiðast stærri laxar, yfir- leitt 10—15 punda fiskar og þess má geta, að i fyrra veiddist i Korpu lax sem vó 18 pund. Að sögn Alberts hefur vatnið í ánní verið óvenjulega mikið i sumar og þarf ekkert að fjöl- yrða um ástæðurnar fyrir því. Mikill lax er nú í Korpu og er hann alltaf að ganga, þannig sagði Albert, að ekki alls fyrir löngu hefðu menn orðið varir við miklar laxgöngur. Eftir 10. september mun vera til slæð- ingur af veiðileyfum og kosta þau 5500 krónur fyrir hálfan dag, en veiði lýkur siðan þrem mánuðum eftir að hún byrjaði, 19. sept. REYTINGUR AF LAXI I HAFRAVATNI Að sögn Alberts hefur nokk- uð veiðst af laxi í Hafravatni, en Korpa rennur sem kunnugt er úr þvi. Hins vegar er óger- legt að segja til um hve margir laxar hafi veiðst þar, þar sem engin veiðibók nær yfir vatnið. Víst er þó, að töluverður lax er i vatninu. MOKVEIÐI I STUBBUNUM Fyrir nokkru var sagt frá góðri veiði í Stubbunum milli Svínadalsvatna hér I þættinum. Síðan hefur þátturinn frétt, að veiði hafi verið með ólíkindum þar, einkum í neðsta stubbin- um, og veiðimenn veitt allt að 14 Iaxa á eina stöng yfir hálfan dag. Kunnugir segja, að þarna sé nú meira af laxi en þeir hafi I annan tima séð og sé skýring- in á því sennilega sú, að Laxá i Leirársveit hefur í allt sumar verið óvenju vatnsmikil og leit- ar þá laxinn á þessar slóðir. Övenjulega mikill lax er einnig í Svínadalsvötnunum, en við höfum þvi miður engar fréttir af veiðum þaðan, að öðru leyti en þvi, að silungsveiði hefur verið allgóð í allt sumar, og veiðileyfi i þau má fá keypt í Ferstiklu. gug. flutning raforku með örbylgjum og fleiri skyld mál. Mikið fjöl- menni var á fyrirlestrinum og meðal gesta voru orkuráðherra, Gunnar Thoroddsen, Jakob Björnsson orkumálastjóri og ýmsir aðrir forystumenn I raf- orkumálum, verkfræðingar og aðrir. I fyrirlestri sinum ræddi Ehricke fyrst um möguleika á iðn- væðingu geimsins (space industrialization), þ.e. nýtingu geimsins í þágu matvælafram- leiðslu, hráefnaleitar, mennta- mála og fjarskipta svo eitthvað sé nefnt, en fyrirætlanir um nýtingu geimsins í þessu skyni byggja á væntanlegri tilurð „geim- skutlunnar" svonefndu, sem er eldflaug, sem nota má til marga ferða inn og út úr gufuhvolfi jarðar. Ehricke lét I ljósi þá skoð- un, að með endurvarpi sólarljóss að nóttu til á viss svæði á jörðinni mætti auka framleiðslugetu jarðar að mun og með sama hætti mætti margfalda möguleika á framleiðslu sjávarafurða. Sagði Ehricke, að hver hektari sjávar sem endurvarpað yrði á sólarljósi með þessum hætti, gæti gefið af sér mikið af ætilegum fiski á degi hverjum umfram það sem nú er. 1 fyrirlestri sinum ræddi dr. Ehricke mikið um hugmyndir sinar um flutning raforku frá Islandi með örbylgjum til annarra heimsálfa og ýmsi tæknileg atriði þeim viðkomandi. (Yfirlit um þessar hugmyndir birtist i Mbl. 20. ágúst sl.). Dr. Ehricke og kona hans verða hér á landi ásamt ívari Guð- mundssyni aðalræðismanni Islands í New York fram á laugar- dag. Fyrirhugað er að hann heim- sæki Kröfluvirkjun og nokkra aðra staði innanlands. Kostar stundaskrárgerð skólanna milljónir króna? GlFURLEG vinna liggur að baki stundaskrárgerð f skólum lands- ins og þá einkum f skólum f þétt- býli nú eftir þá breytingu sem gerð hefur verið á skólakerfinu. Er þessi aukna vinna til komin vegna þes að nemendur eiga nú valkosti, en einnig eru áfanga- skipti og mismunandi námshraði. Er töflugerð f grunnskóla nú flóknust f 9. bekk og f f jölbrautar- skólum. Morgunblaðið hafði af því spurnir að i Flensborgarskólan- um hafi töflugerðin á þessu hausti kostað um hálfa milljon króna. Skólastjórinn, Kristján Bersi Ólafsson, kvaðst ekki geta staðfest þessa tölu, en hann staðfesti að vinnustundirnar, sem farið hefðu í töflugerðina og aðra skipulagsvinnu hefðu verið um 500 talsins. Stundatöflugerðin væri talsvert kostnaðarsöm, en hann kvað ekki hafa verið tekið saman, hve mikið hún kostaði. I Flensborgarskólanum eru nú 800 nemendur og vegna valgreina, áfangaskipta og námshraða varð að gefa út um 500 einstaklings- stundaskrár á þessu hausti. Kristján Bersi sagði að sér væri ekki ljóst, hvort ódýrara væri að gera slika töflu í skýrsluvélum, en ljóst væri að slík vinna myndi mikið flýta fyrir, þvi að gifurleg vinna lægi á bak við stundatöflu- gerð sem þessa. Er Mbl. spurði Kristján Bersa, hvort honum fyndist talan 500 þúsund sem kostnaður við töflugerðina ótrú- leg tala — kvað hann nei við, en Framhald á bls. 18 Schiitz kærir Morgunblaðið vegna teikninga Sigmunds V-ÞÝZKI rannsóknarlögreglu- maðurinn Karl SchUtz hefur lagt fram kæru á Morgunblaðið fyrir sakadómi Reykjavíkur vegna þess að hann telur sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum í tveimur skopteikningum Sig- munds, sem birtust f Mbl. 8. ágúst og 2. september sl. Málið verður tekið fyrir saka- dómi og rekið þar seinna í vik- unni, að sögn Gunnlaugs Briem borgardómara. í flestum tilfell- um eru meiðyrðamál rekin sem einkamál, en að sögn Gunn- laugs má kæra mál af þessu tagi til sakadóms, þegar meint æru- meiðing nær til opinbers starfs- manns. Gunnlaugur kvað ekki full- ljóst, hver staða SchUtz væri innan hins opinbera kerfis en sér skildist, að Schtltz væri ráð- inn hingað sem starfsmaður rannsóknarlögreglunnar og á þeirra forsendu væri málið rek- ið fyrir sakadómi. Gunnlaugur sagði, að ef þessi skilgreining stæðist ekki, gæti Þjóðverjinn háð einkamál, en eins og staðan væri nú yrði málið fyrst rann- sakað fyrir sakadómi og síðan sent saksóknara til ákvörðunar um málshöfðun. Fjórir þjóðmálafundir Varðar LANDSMALAFÉLAGIÐ Vörður hefur ákveðið að efna til fjögurra almennra þjóðmálafunda f sept- ember og október um málefni, sem ofarlega eru á baugi f þjóðlff- inu. Verða teknir til umfjöllunar málaflokkar, sem vænta má breytinga á til úrbóta, s.s. skatta- mál og dómsmál — að því er segir f fréttatilkynningu frá Verði. Fundirnir verða sem fyrr segir Þriðjudaginn 14. september verð- ur fundur um „Hvað er til útbóta í meðferð dómsmála?", mánudag- inn 4. október verður fundur, „Stefnan í iðnaðar- og orkumál- um“, miðvikudaginn 13. október verður fjallað um málefnið: „Hef- ur stefna ríkisstjórnarinnar borið árangur?” og loks þriðjudaginn 26. október verður fjallað um „Helztu fyrirhuguðu breytingar á skattalöggjöfinni". Fundirnir verða allir haldnir í Átthagasal Hótel Sögu og hefjast klukkan 20.30. Fundaformið verð- ur þannig, að á eftir ræðu frum- mælanda verða „panel“- umræður, þar sem fjölmargir kunnáttu- og áhugamenn munu svara fyrirspurnum auk frum- mælenda um viðkomandi fundar- efni. Nöfn frummælenda verða tilkynnt síðar, en fundirnir verða öllum opnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.