Morgunblaðið - 08.09.1976, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.09.1976, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 25 n i k í fréttum Agúrkutíð hjá sleða- hundum. . . + Þeir mega muna sinn flfil fegurri sleðahundarnir á þessari mynd. Áður voru þeir þarfasti þjónninn i heimskautslöndum norðurs- ins en nú hefur tæknin gert þá óþarfa með öllu. Með öfl- ugum móttökutækjum og hjáip gervihnattar geta (- búar smábæjarins Noorvik I Alaska haft samband við menn um allan heim en þurfa ekki lengur á aðstoð hundanna að halda þegar þeir vilja blanda geði við annað fólk. Snjómaðurinn skelfilegi... + Bandarfskir fjallgöngu- menn, sem um þessar mundir klffa brattar skriður Himalaya- fjalla og halda þannig upp á afmæii þjóðar sinnar, hafa gjarnan augun opín og ifta vel f kringum ef Snjómaðurinn skelfilegi skyldi birtast þeim öilum að óvörum. Á leið sinni upp fjaliið komu þeir við f klaustri lamamunka og þar var þeim sýnt höfuðleður af Snjó- manni og handarbein eins og sjá má á þessari mynd. Að eiga sér hugsjón + Það er misjafnt hvað mennirnir hafast að og danski kvikmyndagerðar- maðurinn Jens Jörgen Thorsen virðist eiga þá hug- sjón æðsta að gera mynd um kynferðislff og drykkjuskap Jesú Krists, hvaðan sem hann hefur nú heimildir um þá hluti. Þó að Danir kalli ekki allt ömmu sfna f þessum efnum þótti þeim þó sem nú væri mælirinn full- ur og neituðu Thorsen um leyfi til kvikmynda- tökunnar. Thorsen leitaði þá til Svfþjóðar og Frakklands en hafði ekki erindi sem erf- iði og nú ætlar hann að reyna fyrir sér f Bretlandi. Hume kardináli og erki- biskup af Westminster sagði þegar hann frétti um fyrir- ætlanir Thorsens að hann vonaðist til að enginn sæi sér hag f að ieggja fram fé til framleiðslunnar og stuðla með þvf að þessum ömurleika. + Leikstjórinn Ken Russel, sem m.a. gerði kvikmyndina „Tommy“ ætlar að leika leik- stjóra f næstu mynd sinni sem fjallar um hetju þöglu myndanna, Valentino. Brezka leikarasambandið mótmælir þessu kröftuglega og krefst þess að viðurkenndur leikari fari með hlutverkið. — Hafnir Framhald af bls. 10 á döfinni á vegum hreppsins," sagði Jósef. 1 þessu sambandi yrði kappkostað að ljúka yrði kappkostað að ljúka við að leggja varanlegt slitlag á götur þorpsins ásamt því að Hafna- menn legðu á það mikla áherzlu að fá varanlegt slitlag á þjóð- veginn inn að Reykjanesbraut. Þá væri dýpkun hafnarinnar mikið mál og yrðu framkvæmd- ir þar að lútandi hafnar í haust. Eins og er nýtist ekki nema hluti 130 metra langs viðlegu- kants vegna þess hve höfnin er grunn, og geta því ekki stórir bátar lagzt þar að bryggju. Jósef sagðist vona að á þessu væru orðnar breytingar þegar á næsta sumri. „Það sem okkur vantar þó helzt er fleira fóik því sjávarút- vegurinn getur lítið vaxið nema fleira fólk setjist hér að og að fleiri hefji hér útgerð. Her er eitthvað af húsnæði fyrir hendi og hér ætti að vera nokkuð gott að búa. Flestir hlutir eru i nokkuð góðu lagi, þó svo að litlum stað sem þessum séu auðvitað nokkur takmörk sett,“ sagði Jósef að lokum. ágás. — Kristnir menn Framhald af bis. 23 einum minna minnstu bræðra, það gjörið þér mér.“ Minnsti bróðir hans gæti gjarnan verið úr hópi Pales- tinumanna og íslamstrúarfólks ekkert síður en katólskra og mótmælenda. Þessi orð hans eru liklega mælikvarði þess, hvað er að vera kristinn maður, og sá mælikvarði æðri öllum trúar- játningum og helgisiðum kirkjudeildanna, þótt slíkt geti verið nauðsynleg tæki eða um- búðir. Einu sinni kom tyrkneskur herflokkur að armenskum bóndabæ úti i skógi. Þetta var á ofsoknartímum. Bóndinn og uppkomnir synir hans voru skotnir fyrir augum eiginkonu og dætra. Þær siðan seldar i ánauð. Löngu siðar kom foringi tyrk- nesku herdeildarinnar helsærð- ur á sjúkrahús, þar sem elzta dóttir armenska bóndans var orðin yfirhjúkrunarkona á veg- um Breta. Hún þekkti þennan morðingja fjölskyldunnar og henni var innanhandar að láta hann kveljast og deyja. Samt hjúkraði hún honum svo sem bezt varð á kosið. Hann þekkti hana líka og var hræddur við hefnd hennar. Þegar hann mörgum vikum seinna útskrif- aðist hraustur af sjúkrahúsinu, spurði hann undrandi: Hvernig hefur þú getað sýnt mér, „villu- trúarmanni", sem myrt hefur föður þinn og bræður svo mikla umhyggju og ástúð?“ Hún hugsaði sig um eitt and- artak og svaraði svo: „Ég er kristin kona.“ Hún hafði sannað að svo var. Reykjavik 21. ág. 1976. Árelfus Nfelsson. — Fatasýningin Framhald af bls. 5 verða kynntar 4 aðrar iðngreinar, en þær eru hárgreiðsla, hárskurð- ur, kjólasaumur og klæðasaumur (klæðskerar). Kynning þessi fer fram I anddyri hallarinnar og þar verður gestum sýningarinnar boð- ið upp á ókeypis hársnyrtingu. Verkefnaráð islenzkrar iðnkynn- ingar taldi þetta heppilegt fyrir- komulag, því með þvi að sýna þessar iðngreinar sér mundu þær ekki hljóta eins mikla athygli og eftirtekt. Einnig verður i anddyrinu visir að farandsýningu Islenzkrar iðn- kynningar, sem mun fara út um landsbyggðina siðar meir. Þarna verða veittar almennar upplýsing- ar um íslenzkan iðnað, en þessi vísir er þríþættur og á eftir að vaxa. Veittar verða viðurkenningar fyrir þrjá bása, sem að dómi sýn- ingarnefndar eru bezt hannaðir. Fyrir vikið hafa sýningaraðilar vandað sérstaklega til básanna og þar er mörg skemmtileg skreyt- ingin, hvort sem hún er úr dýr- indis viði eða kassafjölum. Verð- launaskjölin verða veitt meðan á sýningu stendur og munu þeir heppnu þvi eiga kost á að láta viðurkenningarnar blasa við gest- um. ENGIN SVNING An hressingár Eins og venja er um miklar sýningar hefur í þetta sinn verið komið upp aðstöðu, þar sem fólk getur fengið hressingar við vægu verði. Bítibúrið er hluti af svæð- inu sem tízkusýningarnar fara fram á og er það skemmtilega hannað. Það eru þrir ungir mat- reiðslumeistarar sem tekið hafa að sér veitingarnar, þeir Haukur Hermannsson, Páll Arnar Arna- son og Einar Arnason. HAPPDRÆTTI Verði aðgöngumiða er stillt í hóf og þannig kostar aðeins 400 krónur fyrir fullorðna og 200 fyr- ir börn. Ókeypis sýningarskrá fylgir og gildir hún sem happ- drættismiði, og dregið verður um vinning hvert kvöld kl. 21 og verð- ur sá vinningur islenzkur fatnað- ur að verðmæti 25 þúsund krón- ur. I lok sýningarinnar verður svo dregið um aðalvinning, en hann er islenzkur fatnaður eftir eigin vali á alla fjölskylduna að and- virði kr. 200 þúsund. ágás. — Indversk Framhald af bls. 15 sem er i eign afkomenda Jaipur fjölskyldunnar. Rikisstjórnin hefur lofað að skipta öllu því, sem kann að finnast, með Jai- pur fjölskyldunni, en rikidæmi hennar var I fréttum nýlega, þegar skattheimtumenn fundu leyniherbergi í höllum sem hún á þar sem geymt var gull og silfur. Sagðist fjölskyldan ekk- ert hafa vitað um þau herbergi. Maharajahn sjálfur fór frá Amber höllinni skömmu eftir að hann átti að hafa grafið fjár- sjóð sinn. Fluttist hann um 10 kílómetra leið til nýrrar höfuð- borgar sinnar, Jaipur, sem var byggð úr bleikum sandsteini og er enn í dag kölluð bleika borg- in. Virkið var þó ekki yfirgefið og álitið er liklegt, að hann hafi geymt fjársjóði sína þar, þar sem auðvelt var að komast þangað frá Jaipur. Hvort sem hann gerði það eða ekki, þá er þvi almennt trúað i Indlandi, að hinir ríku prinsar hafi yfirleitt falið sina gífurlegu fjársjóði einhvers staðar. GagnvarinnV/IÐ U R Sérlega hagstætt verö ^ TIMBURVERZLUNIN VttLUNDUR hf. Klapparstíg 1. Skeifan 19. Símar 18430 — 85244.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.