Morgunblaðið - 15.09.1976, Side 30

Morgunblaðið - 15.09.1976, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 Stórtap á leiknum Áhorfendur aðeins 2155, og hafa aldrei verið færri á Evrópuleik hérlendis ÁHORFENDUR á leik Fram og Slovan Rratislava í gærkvöldi voru mjög fáir, arteins 2155. „Þetta er minnsta aðsókn að Evr- ópuleik hér á Laugardalsvellin- um,“ sagði Baldur Jónsson vallar- stjóri eftir leikinn. ,,Það er auðséð, að við náum ekki endum saman fjárhagslega þar vantar mikið uppá,“ sagði Jón Ragnarsson, formaður knatt- spyrnudeildar P’ram, þegar Mhl. ræddi við hann eftir ieikinn. „Við erum að sjálfsögðu óánægðir yfir þessu. Við reiknuðum með að fá 3—4 þúsund manns á völlinn mið- að víð þá vinnu, sem við höfðum lagt í að auglýsa leikinn og miðað við það hvað veðrið var gott. Pin þetta hefur veríð óraunhæf bjart- sýni hjá okkur. Fólk er greinilega búið að fá nóg af knattspyrnu eftir alla stórleikina að undan- Markakóngur ÁÐUR en keppnistimabilið i Vestur Þýzkalandi hófst í sumar var sænski knattspyrnumaðurinn Benny Wendt, sem lék með FC Köln seldur til Tenn is Broussia i Berlin Þar sem Wendt förnu. Ég get ekki séð að félags- liðin geti staðið í þvi að fá Evr- ópulið hingað heim ef KSl hættir ekki að planta niður landsleikjum á sama tírna," sagði Jón Ragnars- son. Mbl. spurði Jón að lokum, hvort P'ramarar fengju eftirgefið eitt- hvað af vallarleigu fyrst svona fáir áhorfendur komu á leikinn. Sagði Jón að það væri ekki ósann- gjarnt, völlurinn væri í þvílíku ásigkomulagi að hann fældi fólk frá því að horfa þar á leikinn og væri að sinu mati ekki hægt að taka fulla leigu fyrir völlinn í slíku ástandi. Fram - Slovan 0:3 Pétur Ormslev er þarna kominn f dauðafæri og spyrnir knettinum að marki Slovan en Vencel markvörður sá við honum og varði á marklínu. Sigur Tékkanna var alltof stór hafði ekki staðið sig vel með Köln, var gjaldið sem félagið fékk fyrir hann ekki ýkja hátt. En Wendt virtist finna sig bærilega með sínu nýja félagi og í fjórum fyrstu leikjum þess í deildinni skoraði hann átta af níu mörkum þess, og enn er hann mark- hæsti leikmaðurinn í Vestur Þýzkalandi. Úheppnir að skora ekki EFTIR leikinn ræddi blm. Mbl. við dómarann og fyrirliða beggja liða: Ed Farrell, frskur dómari leiksins: Þetta var góður leikur og drengilega leikinn. Betra lið- ið vann að minu mati en lið Fram kom á óvart og var óhepp- ið að skora ekki tvö mörk. Þeir voru a.m.k. nær því en Tékk- arnir að verða fyrri til að skora, en mark Tékkanna var mjög ódýrt. Beztu menn Fram fund- ust meðr n.r 5 (Jón Pétursson) og nr. 9 (Rúnar Glslason). Ég átti von á því að völlurinn yrði I ennþá verra ásigkomulagi eftir rigningarnar að undanförnu. Jón Pétursson, fyrirliði Fram: Við spiluðum þennan leik ekki vel að mínu mati og Tékkarnir voru miklu lélegri en ég átti von á. Mörkin sem þeir fengu voru af ódýrari gerð- inni, sérstaklega fyrsta og síð- asta markið. Við vorum mjög óheppnir að skora ekki, en svona hefur þetta verið f allt sumar, við höfum ekki nýtt tækifærin. Alexander Vencel, markvörð- ur Slovan og fyrirliði: Bæði lið- in léku frekar lélega knatt- spyrnu óg er það fyrst og fremst vellinum að kenna. Hann var alveg ómögulegur og við félagarnir í liðinu vorum einmitt að tala um það hvers vegna þið leidduð ekki heita vatnið ykkar undir völlinn. Við munum leika mun betur úti í Tékkóslóvakfu og vinna þá örugglega. Beztu menn Fram í leiknum voru númer 9 (Rúnar Gfslason), nr. 10 (Ásgeir Elías- son) og nr. 5 (Jón Pétursson). Tékkarnir ollu vonbrigðum og áttu að fá á sig 1-2 mörk EVRÖPUMEISTARARNIR í tékkneska liðinu Slovan Bratislava sýndu litla meistara- takta þegar þeir mættu Fram f UEFÁ-keppninni á Laugardals- vellinum f gærkvöldi. Þeir báru að vfsu sigur úr býtum og það verðskuldað, en 3:0 sigurinn var allt of stór miðað við gang leiks- ins. Framarar náðu oft á tfðum að sýna skfnandi knattspyrnu á móti meisturunum og þeir voru vissu- lega óheppnir að skora ekki 1—2 mörk en þannig hefur þetta ein- mitt verið hjá Fram f sumar, liðið hefur ekki náð að nýta marktæki- færin. Nýtingin var aftur á móti í lagi hjá Tékkunum og eitt marka þeirra var af allra ódýrustu gerð, hreinlega gjöf annars bakvarðar Fram. Laugardalsvöllurinn var nú mun skárri en f landsleikjun- um á dögunum og f bikarleiknum á sunnudaginn en ástand hans er samt langt frá þvf að vera boðlegt í millilandakeppni. Er ekki að sjá annað en hin rándýra viðgerð á vellinum hafi algerlega mistek- izt. Það þýðir ekkert að vera með neitt hálfkák f þessum efnum, heldur þarf að vinda bráðan bug að þvf að gera raunhæfar endur- bætur á vellinum. En snúum okkur að leiknum að nýju. Framarar sýndu það strax í upphafi að þeir ætluðu að standa við þau orð, sem þeir gáfu fyrir leikinn, að spila sóknarleik. Þeir voru alls óhræddir við að sækja gegn vörn Tékkanna og þeim varð oft vel ágengt. Til dæmis munaði minnstu að Kristni Jörundssyni tækist að skora mark strax á 6. minútu eftir hornspyrnu Eggerts Stengrfmssonar en skot hans fór rétt framhjá stönginni. Gæfan var ekki með Fram í þetta sinn og því sfður á 9. mfnútu, þegar Tékkarn- ir tóku forystuna. Jan Capcovic (nr. 11) lék þá upp kantinn vinstra megin og gaf vel fyrir markið. Árni Stefánsson mark- vörður ætlaði að handsama knött- inn en hætti við. Knötturinn barst til Trausta Haraldssonar bakvarð- ar, sem drap hann niður og hugð- ist sfðan gefa knöttinn til Árna í markinu. En Trausti var of seinn, Jan Haraslin, nr. 6, komst á milli Trausta og Árna og átti ekki f erfiðleikum með að skora. Framarar gáfust ekki upp við þetta slysamark og á næstu mfn- útum byggðu þeir upp 2—3 ágæt- ar sóknarlotur, sem ekki báru árangur, og það var f hæsta máta ósanngjarnt þegar Tékkarnir bættu við marki á 28. mfnútu, en markið var óneitanlega fallegt þótt það væri eins einfalt og mörk geta orðið i knattspyrnu. Enn var það Capkovic sem lék upp vinstra megin og gaf síðan boltann inn í Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Myndir: Friðþjófur Helgason vítateig, þar sem Haraslín kom á fullri ferð og afgreiddi knöttinn viðstöðulaust í markið án þess að varnarmenn Fram fengju rönd við reist. Bezta tækifæri leiksins kom á 3. mínútu seinni hálfleiks og það féll í skaut Pétri Ormslev sóknar- manni Fram, sem hafði komið inná. I hálfleik. Ásgeir Elíasson lék upp vinstra megin, gaf knött- inn þvert fyrir markið á Sfmon Kristjánsson bakvörð. Símon gaf knöttinn vel fyrir markið, beint á Pétur Ormslev, þar sem hann stóð einn og óvaldaður á markteig og Rúnar Gfslason, bezti maður Fram I leiknum, á þarna I höggi við hinn fræga fyrirliða tékkneska landsliðsins, Ondrus. markið blasti við. En viti menn, Pétur hitti ekki knöttinn og þetta sannkallaða dauðafæri fór þarna forgörðum. Tékkarnir léku ágætlega saman úti á vellinum en voru ekki mjög ógnandi þegar upp að marki Fram kom. En einstaka sinnum náðu þeir góðum leikfléttum og ein slík gaf af sér mark á 16. mínútu seinni hálfleiks. Haraslín og Marian Masny (nr. 7) léku sig laglega í gegn hægra megin, Masny sendi boltann vel fyrir markið, þar sem Josef Mrva (nr. 13) stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann laglega f markið. Tékkarnir kunna greinilega þá kúnst að nýta marktækifærien það gátu Framarar ekki. Þeir fengu tvö mjög góð tækifæri þær minútur, sem eftir lifði leiksins. Fyrst átti Ásgeir Elíasson þrumu- skot i þverslá og út á 19. mínútu s.h. og á 32. mfnútu s.h. munaði minnstu að Pétri Ormslev tækist að skora af markteig eftir að Rún- ar Gislason hafði brotizt í gegn en skot hans var laust og tékkneski markvörðurinn varði boltann á marklinu. Framarar léku oft á tfðum ágæta knattspyrnu og þeir voru alls óhræddir við hina frægu mót- herja. Geta þeir verið ánægðir með frammistöðuna, en þeir mega svo sannarlega vera óánægðir með úrslitin. Munurinn var alltof mikill, þótt miðað við gang leiks- ins hafi sigur Tékkanna verið réttlátur. Það fór aldrei á milli mála að þeir voru sterkara liðið. Beztu menn Fram í þessum leik voru þeir Rúnar Gfslason, sem oft lék varnarmenn Tékka sundur og saman, Ásgeir Elfasson, sem sí- fellt skapaði hættu við mark Slo- van, og Jón Pétursson, sem var mög sterkur f vörn Fram að vanda. Er undirrituðum reyndar til efs, að landsliðsbakvörðurinn Gögh (nr. 5) hafi í annan tíma fengið aðra eins útreið og hjá Rúnari f fyrri hálfleik. Þá er ástæða til að hæla þeim Símoni Kristjánssyni og Agústi Guð- rnundssyni fyrir mikla baráttu. Lið Tékkanna olli vonbrigðum, þegar haft er í huga að 7 af leik- mönnum Slovan voru f Evrópu- meistaraliði Tékka f vor. Til dæm- is gerði hinn frægi Anton Ondrus (nr. 4) fátt eftirtektarvert í leikn- um, var alltaf að leika einhvern yfirburðamann og þegar það tókst ekki vegna góðrar baráttu Fram- ara, virtist það fara mjög í skapið á honum. Beztan leik sýndu Masny (nr. 7), Haraslín (nr. 6), Novotny (nr. 10) ogCapkovic (nr. 11). Dómari var frskur, Ed Farrell, og var hann mjög góður enda leik- urinn auðdæmdur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.