Morgunblaðið - 15.09.1976, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.09.1976, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 31 Jafnvel byrjendamistök hjá íslenzka landsliðinu í tap- leik þess við Svisslendinga ÞAÐ VAR svartur dagur hjá fs- lcnzka handknattleikslandsliðinu f fþróttahúsinu á Akranesi f gaer, er liðið tapaði fyrir Svisslending- um með tveggja marka mun, 18—20. Er þetta jafnframt fyrsta tap tslendinga f landsleik f hand- knattleik fyrir Sviss, en áður höfðu tslendingar unnið einn leik og einn orðið jafntefli.' Leikurinn á Akranesi í gær- kvöldi var mjög slakur af hálfu íslenzka liðsins, og gerði það sig hvað eftir annað sekt um mistök sem varla henda byrjendur, hvað þá landsliðsmenn. Það var rétt einstöku sinnum sem íslenzka lið- ið náði sér sæmilega á strik, aldrei þó eins og á kafla í seinni hálfleik er það vann upp forskot sem Svisslendingar voru búnir að ná, og kræktu í þriggja marka forystu á stöðunni 14—11. Eftir þennan góða kafla liðsins áttu flestir von á því að það myndi hrista af sér slenið og sigla fram úr, en það fór mjög á annan veg. Eftir að staðan var 16—14 og 8 mín.til leiksloka féll fslenzka liðið algjörlega saman og það sviss- neska skoraði fimm mörk í röð, á jafnmörgum mínútum. Þar með var gert út um leikinn. í íslenzka liðinu átti Geir Hall- steinsson einna skástan leik, en Björgvin Björgvinsson gerði lag- lega hluti á línunni og skoraði falleg mprk þannig. Mörk tslands skoruðu: Viðar Símonarson 6 (5 víti), Geir Hall- steinsson 4, Björgvin Björgvins- son 3, Bjarni Guðmundsson 2, Ágúst Svavarsson 1, Ólafur Ein- arsson 1 og Þorbjörn Guðmunds- son 1. Markhæstir i liði Svisslendinga voru Robert Jehle með 7 mörk og Ernst Ztlllig með 6 mörk. —HG Bayern burstaði Köge Geir Hallsteinsson — skástur af slökum fslendingum f gær. TVÖ AF stórliðum evrópskrar knattspyrnu, Livcrpool og Bayern Munchen, unnu sigra f leikjum sfnum f Evrópubikarkeppni meistaraliða f gærkvöldi. Bayern Míinchen lék við danska liðið Köge BK f Kaupmannahöfn og lauk þeim leik með sigri Þjóð- verjanna 5—0, eftir að staðan hafði verið 4—0 f hálfleik. Voru það stórkarlarnir f Bayern-liðinu, Gerd Miillerog Frans Beckenbau- er, er léku stærstu hlutverkin í þessum leik kattarins að músinni. Beckenbauer var sem konungur á vallarmiðjunni og byggði þaðan upp óstöðvandi sóknir þýzka liðs- ins. Mörkin skoruðu Gerd Miiller 2, Conny Torstensson 2 og Diirn- berger 1. Liverpool lenti hins vegar í erf- iðleikum í leik sinum við norður- írsku meistaranna Crusaders, en leikur þessi fór fram í Liverpool. Liverpool-leikmennirnir sóttu nær án afláts allan leikinn, en Irarnir vörðust vel og áttu öðru hverju mjög hættulegar sóknar- lotur. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Liverpool og var það Neal sem markið skoraði á 19. mínútu. Á 64. mínútu bætti svo Toshack öðru marki við, og urðu mörkin i leiknum ekki fleiri. Þriðji leikurinn í Evrópubikar- keppni meistaraliða sem fram fór í gærkvöldi var milli Sliema Wanderes frá Möltu og Turun Palloseura frá Finnlandi. Fór sá leikur fram á Valetta á Möltu og lauk með sigri heimamanna 2—1. Öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Roger kemur til Ármanns Nú er afráðið að Jimmy Rogers, blökkumaðurinn sem lék með Ármenningum f körfuknattleik f fyrravetur, komi aftur til liðsins og leiki með þvf f vetur. Verður Rogers eini blökkumaðurinn sem leikur með fslenzku liði f vetur, en sem kunnugt er samþykkti sfðasta ársþing Körfuknattleikssambands Islands nýjar reglur um hlutgengi útlendinga með fslenzkum liðu. Verða þeir að hafa verið búsettir hérlendis f það minnsta f sex mánuði, og telja Armenning- ar Rogers uppfylla þau skilyrði. Ekki munu þó allir jafn sammála um það, og er ekki ólfklegt að einhver lið muni láta reyna á það fyrir körfuknattleiksdómstólum hvort Rogers verður löglegur leik- maður með Armenningum eða ekki. Auk þess að leika með Ármenningum mun Rogers þjálfa yngri flokka félagsins, eins og hann gerði f fyrra. Þjálfari meistaraflokks verður hins vegar Birgir örn Birgis, hinn góðkunni leikmaður Ármannsliðsins, sem ætlar sér að leggja keppnisskóna á hilluna f vetur. Ármenningar ætla ekki að taka þátt f Evrópubikarkeppninni f körfuknattleik að þessu sinni, en þess f stað ætla þeir að fara f æfingabúðir til Englands og dvelja þar um tfma skammt utan Lundúnaborgar. Ætlunin er að f ferðinni leiki Ármenningar gegn f jórum sterkustu liðunum f Englandi. Miklar hræringar eru nú f þjálfaramálum körfuknattleikslið- anna. Sem áður greinlr mun Birgir örn Birgis þjálfa Ármann, Ánton Bjarnason, fyrrverandi kennari við Iþróttakennaraskóla tslands, mun þjálfa Fram, Einar Bollason mun þjálfa hjá KR, Guttormur Ölafsson verður með nýliða UBK f 1. deild og tS mun Einar Ólafsson fyrrverandi þjálfari tR—inga, þjálfa. Enn hefur svo Valur ekki ráðið sér þjálfara, en Njarðvfkingar munu verða með júgóslavneskan þjálfara, eða Hilmar Hafsteinsson, sem þjálfaði liðið f fyrra. Allt útlit er fyrir að Valsmönnum bætist góður liðsauki f vetur, þar sem eru þeir Sigurður Hjörleifsson og Kristján Águstsson, sem léku með Snæfelli f fyrra. Var sá sfðarnefndi þá stighæstur allra fslenzkra leikmanna f 1. deildinni. Ekki mun endanlega afráðið að þessir leimenn gangi f Val, en miklar Ifkur á þvf og ættu þeir að styrkja Valsliðið mjög mikið. Ekki er ósennilegt að frekari félaga- skipti leikmanna verði á næstunni. Birgir Örn Birgis er ekki einn um að leggja skóna á hilluna f vetur, þar sem nafni hans Jakobsson, landsliðsmaður úr lR. mun nú hættur körfuknattleiksiðkunum að mestu, þar sem hann er fluttur á Patreksf jörð og starfar þar sem héraðslæknir. Leikmenn Trabzonspor — fimm þeirra hafa leikið með tyrkneska landsliðinu. Akumesingar með gott Rð Skagamenn æda sér aftur í aðra umferð HINGAÐ til hafa aðeins tvö fslenzk lið komizt f aðra umferð f Evrópubikarkeppninni f knattspyrnu. Eru það lið Vals og Akraness. Komust Vals- menn f aðra umferð f meistara- liðakeppninni 1967, og Ákur- nesingar f aðra umferð f sömu keppni f fyrra. Telja verður lík- legt að Ákranes sé nú eina fslenzka liðið sem á möguleika á þvf að komast f aðra umferð f keppninni, en til þess þarf liðið að vinna sigur yfir tyrkneska liðinu Trabzonspor f fyrri leik liðanna sem fram fer á Laugar- dalsvellinum f kvöld. Það ætti Akurnesingum Ifka að takast, nái þeir góðum leik. Sem fyrr segir tókst Vals- mönnum að komast f aðra um- ferð Evrópubikarkeppni meistaraliða árið 1967. Þá mættu þeir Jeunesse d’Esch frá Luxemburg f fyrstu umferð og gerðu jafntefli 1—1 í Reykja- vík, og einnig jafntefli 3—3 í Luxemburg. Þar sem Valur skoraði fleiri mörk á útivelli komst liðið áfram og keppti við ungverska liðið Vasas í annarri umferð. Fóru þá báðir leikirnir fram f Ungverjalandi og tapaði Valur þeim 0—6 og 1—5. Utkoma Akurnesinga í Evrópubikarkeppninni í fyra var hin ágætasta. Þeir mættu Kýpurliðinu Omonia f fyrstu umferð, og töpuðu 1—2 á Kýp- ur, en unnu hins vegar stórsig- ur á Laugardalsvellinum, 4—0, og sýndi Akranesliðið þá ágæt- an leik. I næstu umferð lék lA við sovézku meistarana Dynamo Kiev, og stóð sig með miklum ágætum þótt báðir leik- irnir töpuðust. Fyrri leikurinn, sem fram fór í Sovétríkjunum, endaði 3—0 fyrir Dynamo og leikurinn á Melavellinum fór 2—0 fyrir Dynamo. I næstu um- ferð tapaði sovézka liðið svo naumlega fyrir franska liðinu St. Etienne, en það lið lék úr- slitaleik keppninnar' við Bay- ern Miinchen. - sagði formaður Trabzonspor, sem sá Skagamenn viina KR 3-1 í sumar TYRKNESKA liðið Trabzonspor sem mætir Akurnesingum f Evrópubikarkeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum f kvöld ætl- ar greinilega ekki að spara neitt til þess að vegur félagsins f þess- ari keppni verði sem mestur. t sumar komu hingað formaður fé- lagsins og þjálfari þess, gagngert til þess að sjá Skagamenn f leik, og horfðu þeir á viðureign Akur- nesinga og KR-inga á Laugardals- vellinum, en þeim leik lauk með sigri Akurnesinga 3—1. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í fyrradag var formaður Trabzonspor spurður um álit hans á Akranesliðinu, og sagði hann að eftir leiknum I sumar að dæma hefðu Akurnesingar yfir ágætu liði að ráða — sér hefðu virzt leikmenn liðsins búa yfir góðri knatttækni og vera fljótir og ákveónir. Ekki vildi formaðurinn tjá sig um hvort hann teldi lið sitt öruggt um sigurinn i leiknum f kvöld, heldur sagði að leikurinn lyti lögmálum knattspyrnunnar. Þrenn úrslit væru til, jafntefli, sigur eða tap. Liðið Trabzonspor er frá borg- inni Trabzon f auturhluta Tyrk- lands, og er eina liðið sem unnið hefur tyrkneska meistaratitilinn sem ekki hefur verið frá Istanbul. Má segja að Trabzonsporliðið hafi skotizt með ótrúlegum hraða upp á stjörnuhimin knattspyrnunnar f Tyrklandi, þar sem það varð meistari árið eftir að það kom upp úr 2. deild, og lék þá einnig til úrslita i tyrknesku bikarkeppn- inni. Þær fréttir höfðu borizt hingað til Islands, að eftir að liðið varð meistari hefðu stóru félögin í Tyrklandi keypt alla beztu menn þess, en á umræddum blaða- mannafundi báru forráðamenn félagsins þær fréttir til baka. Sögðu þeir að liðið væri að mestu skipað sömu leikmönnum og urðu meistarar í fyrra, aðeins fjórir menn hefðu hætt í liðinu frá þeim tima, og það væri ekki vegna þess að þeir hefðu verið keyptir til annarra félaga. I Trabzon eru um 80.000 fbúar og völlur félagsins tekur um 12.000 áhorfendur. Sögðu forráða- menn félagsins að hann væri jafn- an þéttskipaður þegar félagið féki, og sögðust búast við þvf að svo yrði einnig þegar Akurnesing- ar koma þangað í heimsókn. Þá sögðu þeir, að mjög góð aðsókn væri að leikjum félagsins þegar það mætti „stóru“ liðunum í Tyrklandi. HAFA STAÐIÐ SIG MISJAFNANLEGA Mjög lítið er vitað um tyrk- neska knattspyrnu hérlendis, en ætla má að hún sé ekki óáþekk íslenzkri knattspyrnu þegar á heildarárangur t.d. í landsleikj- um er litið. Þannig léku Tyrkir t.d. sjö landsleiki á keppnistíma- bilinu 1975. Þeir gerðu jafntefli við Rúmeníu 1—1, töpuðu á úti- velli fyrir Sovétmönnum 0—3, en unnu þá 1—0 á heimavelli, gerðu jafntefli við Sviss 1—1 á útivelli, töpuðu fyrir trum 0—4 á útivelli og fyrir Vestur-Þjóðverjum á úti- velli 0—5. Á nýbyrjuðu keppnis- tímabili hafa Tyrkir leikið einn landsleik, gegn Finnum á útivelli, sem þeir töpuðu 1—2, eða með sama mun og tslendingar töpuðu fyrir Finnum fyrr f sumar, einnig á útivelli. Tyrkneska liðið sem tók þátt i Evrópubikarkeppni meistaraliða í fyrra var Fenerbahce og var portúgalska liðið Benfica mót- herji þess. Tapaði tyrkneska liðið leiknum i Portúgal 0—7, en vann hins vegar heimaleik sinn 1—0.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.