Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 Kjöt og kartöflur hækka á mánudag ísl. kartöflur 12% ódýrari en erlendar Rfkisstjórnin samþykkti á fundi sfnum f gær nýtt verð á sláturafurðum og kartöflum og tekur þetta nýja verð gildi á mánudag. Hækkun á verði kinda- kjöts verður á bilinu frá 15,9% til 19,5% og kostar hvert kfló af kindakjöti f heilum og hálfum skrokkum, skipt að ósk kaupenda, eftir hækkunina 656 krónur en kostaði áður 549 króonur. Grund- vallarverð nautakjöts hækkar um 8,05% og kostar hvert kfló af 1. verðflokki, f heilum og hálfum skrokkum 623 krónur f smásölu eftir hækkunina. Kartöflur hækka að meðaltali um 10% og hækkar heildsöluverð þeaaa til- svarandi frá þvf sem var f fyrra- vetur, þegar fslenzkar kartöflur voru á markaði. Eftir hækkunina kostar hver 5 kfló poki af kar- töflum f smásölu 499 krónur og er þá miðað við 1. verðflokk en smá- söluverðið er 12% lægra en verið hefur á þeim erlendu kartöflum, sem verið hafa á markaði hér f sumar. Kindakjötslæri kosta eftir hækkunina 766 krónur hvert kíló og hafa hækkað um 18,4%. Súpu- kjöt, frampartar og sfður kostuðu aður 584 krónur kg. Ef þessari 100 króna hækkun á súpukjöti er skipt niður sést að bændur fá 33,85 krónur vegna 7,83% hækk- unar á grundvallarverði. Slátur- kostnaður hækkar um 30 kr. á hvert kíló að meðaltali og til- færsla vegna þess að gæruverð breytist ekki veldur hækkun kjötsins um 9,35 krónur á hvert kfló. Smásöluálagningin hækkar f hlutfalli við hækkun heildsölu- verðs og svarar það til 10 króna hækkunar á hverju kílói af súpu- kjöti. Þá fær rfkissjóður 16,80 Framhald á bls. 18 Ekki rætt um ríkisábyrgð enn FLUGLEIÐIR h.f. hafa enn ekki rætt við rfkisst jórnina um hugsanlega rfkisábyrgð vegna breiðþotukaupa, enda hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um slfk þotukaup. Á stjórnarfundi Flug- leiða f dag verður fjallað um þetta mál og verði þar tekin ákvörðun um að kaupa Tri- Star-þoturnar frá Lockheed- verksmiðjunum, er búizt við þvf að þoturnar geti verið komnar til landsins fyrir næstu sumarvertfð flugsins. Þá munu DC-8 63-þotur Flugieiða vera mjög seljanlegar þotur, þar sem þær hafa mikið burðarþol. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða h.f. hefur hvorug DC- þota Flugleiða verið enn sett á söluskrá, en hins vegar kvað hann ljóst að þotur af þessari gerð væru mjög vel seljanlegar og í fullu verði enn. Sagðist Sveinn ekki búast við að nein vandræði yrðu með að losna við þær, þegar þar að kæmi, þar sem þessi gerð, sem auðkennd er með númerinu 63 væri yfirleitt ekki til á markað- inum. Eins og áður hefur komið fram i fréttum verða Flugleiðir mjög fljótlega að taka ákvörðun um Framhald á bls. 18 Uppsagnir hjá Ríkis- útvarpi ÖKYRRD meðal starfsfólks ríkisútvarpsins einskorðast ekki aðeins við sjónvarpið. 1 hljóðvarpi var eins og kunnugt er yfifvinnubann fyrir skömmu, en þar ríkir einnig óánægja með launakjör. Vegna þessarar óánægju hafa 10 starfsmenn sagt upp störfum, 4 stúlkur á auglýsingadeild, 4 í innheimtudeild, ein f fjár- máladeild og ein f tónlistar- deild. Uppsagnirnar miðast við þrjá mánuði, sem þýðir að þær fjórar stúlkur sem vinna á aug- lýsingadeild hætta allar 15. desember, þegar aðalaug- lýsingavertíð fyrir tækisins stendur sem hæst. Dómararnir Hákon Guðmundsson, Már Pétursson og Adda Bára Sigfúsdóttir. Ekki um launamisrétti að ræða — Alþingi og ríkissjóður sýknuð af kröfum Ragnhildar Smith DÖMUR hefur verið kveðinn upp f Bæjarþingi Reykjavfkur út af máli þvf sem reis er Al- þingi og rfkisstjóði var stefnt fyrir meint brot á lögum um launajöfnuð karla og kvenna. Mál þetta, sem var dómtekið hinn 10. þm. höfðaði frú Ragn- hildur Smith fyrir dóminum með stefnum birtum 3. des. 1974. Alþingi og rfkissjóður voru sýknuð af kröfum stefn- anda. Ragnhildur Smith, starfaði sem þingskrifari hjá Alþingi undanfarin ár, f fgripum 1966—72, en sem fastur starfs- maður frá 1. jan. 1973 en aðeins eftir hádegi og launin miðum við 4/7 fastra launa f þeim iaunaflokki, sem þingskrifarar taka laun eftir. Ragnhildur taldi að Alþingi greiddi hærri laun til karl- manns, sem hún taldi að ynni sömu störf og hún sem þing- skrifari. Áleit Ragnhildur að Alþingi bryti þar í bága við lög nr. 69/1961 um launajöfnuð karla og kvenna og hvarf hún úr starfi í apríl 1974 vegna óánægju með iaunakjör. Kröfur stefnanda voru að henni væru greiddur 4/7 hluti mismunar launa 13. og 18. launaflokks, efsta þreps frá 1. jan. 1973 til 31. des. 1973 og sams konar mismunur 17. og 21. launaflokks frá 1. jan. 1974 til 31. apríl 1974 auk 15% upp- bóta. Málsaðilar urðu sammála um að leita umsagnar Jafnlauna- ráðs á sakarefninu og 20. sept. skilaði það skýrslu sinni. 1 nið- urstöðum þess segir að það treysti sér ekki til að hnekkja þeim futlyrðingum skrifstofu- stjóra Alþingis um það að Jón Ölafsson hafi unnið þýðingar- meiri störf auk vélritunar sem réttlættu það að hann væri í hærri launaflokki. 1 niðurstöðum dómsins Bæjarþings Reykjavíkur, sem Framhald á bls. 18 Ragnhildur Smith og lögmaður hennar, dr. Gunnlaugur Þórðarson. Veiða má 700 tonn af rækju í Öxarfirði RANNSÖKNARSKIPIÐ Dröfn er nú nýkomið úr rannsóknarleið- angri þar sem rækjumiðin á grunnslóðum Norðanlands voru einkum könnuð. Leiðangursstjóri f þessari ferð var Sólmundur Ein- arsson og sagði hann ( samtali við Morgunblaðið ( gær, að rækju- miðin ( öxarfirði hefðu verið könnuð vel. Akveðið væri að veiði mætti byrja þar 1. október og Ekkert sjónvarp NÓ.EF f HAReBAKKANN Sl/tR ÓETUM VIP ALLT- Af 6VRJAe A9 ENLUR- TAKA ENOURTEKNA ETNIPI UTSENDING sjónvarpsins féll niður ( gærkvöldi vegna aðgerða starfsmanna sjónvarpsins, sem með þessu vilja leggja áherzlu á kröfur sfnar um bætt launakjör. Þessar aðgerðir felast fyrst og fremst f þvf að þeir mæta til vinnu, en sitja þar auðum hönd- um. Launamálanefnd Starfsmanna- félags sjónvarpsins kallaði frétta- menn á sinn fund í gær og þar kom fram að allar horfur væru á að útsendingar hæfust ekki að nýju fyrr en ráðamenn hefðu haft samband við launamálanefndina eða starfsmannafélagið þvf, eins og Eiður Guðnason sagði: „Orð eru til alls fyrst.“ „Óánægja starfsmanna stafar fyrst og fremst af óviðunandi ástandi í launamálum,“ sagði Eið- ur, „og algjör samstaða rfkir með- al starfsfólksins hér um þessar aðgerðir." Starfsmennirnir hafa lagt kröf- ur sfnar fyrir kjaranefnd og leggja mikla áherzlu á að sjón- varpinu verði valinn réttur staður í launakerfinu og er þá ekki veri.ð að tala um sjálf launin. Þeir benda á að staða þeirra sé alls staðar langt fyrir neðan það, sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Þá sögðu nefndarmenn að starfsmennirnir væru ákaflega óhressir vegna þess að enginn aðili úr „kerfinu" virtist láta sig þetta mál skipta og enginn hefði haft samband við þá. „Það var engin tilviljun að við hófum þess- ar aðgerðir á fimmtudegi,“ sögðu þeir, „þannig að þessir menn hefðu vissulega getað komið f veg fyrir að útsendingar stöðvuðust." Nefndarmenn bentu á að þessi óánægja ætti sér langan aðdrag- anda, sem nú væri að koma fram f að margir hæfustu starfsmennirn- ir hefðu horfið til annarra og bet- ur launaðra starfa og á síðustu 4 mánuðum hefði 10% starfsliðsins sagt upp störfum. „Ég er orðinn sannfærður um það,“ sagði Eiður, „að þessi stofnun á hreinlega eftir að liðast f sundur, ef ekki verður breyting hér á. Menn verða jú að lifa.“ Mbl. sneri sér f gær til Emils Björnssonar, fréttastjóra sjón- varpsins, og ræddi við hann um Framhald á bls. 18 veiða mætti 700 lestir, sem skipt- ust milli Kópaskers og Húsavfk- ur. Sólmundur sagði að f Öxarfirði hefði fundist tiltölulega mikið af rækju, en á mjög litlu svæði og stæði rækjan grunnt á þessum slóðum. Þá virtist rækjan þarna vera seinni á ferðinni með að skipta um skel, en hún ætti raun- ar að vera búin að því fyrir löngu. Af þeirri ástæðu m.a. hefði verið ákveðið að veiðar hæfust ekki fyrr en 1. október. Þá sagði hann, að töluvert af þorski hefði fundist í öxarfirði, sem ekki hefði sést þar í ára- fjölda. Þótt þorskurinn væri góð- ur væri hann slæmur fyrir rækju- veiðina, þar sem hann æti rækj- una og dreifði henni þannig að hún héldi sig upp í sjó, Hinu væri ekki að leyna, að þorskurinn gæti komið sér mjög vel fyrir íbúa á Kópaskeri og það gerði rækjan einnig. Þorskurinn á þessum slóð- um væri mjög fallegur en vart væri hægt að veiða hann nema f net. Þá rannsakaði Dröfn rækjumið út af Eyjafirði og Siglunesi en lítið fannst þar. Ennfremur var komið við í Skagafirði, þar fannst lítið af rækju og það sem fannst var mjög smátt. Sömu sögu var að segja af þeim slóðum f Húnaflóa og Ófeigsfirði, sem voru kannaðir, en ekki var farið á hina hefð- bundnu veiðistaði f Húnaflóan- um. ÖIl loðnuskip- in á landleið ALLIR loðnuveiðibátarnir voru á landleið í gær, en í fyrrinótt brældi talsvert og héldu þeir þvf áleiðis til lands f gærmorgun. Arsæll Sigurðs- son hafði boðað komu sína til Bolungavíkur með 180 tonn, Guðmundur ætlaði til Kefla- víkur með 300 tonn, Hákon ætlaði til Bolungavíkur með 250 tonn, Börkur var á austur- leið með 430 tonn og Súlan á landleið með 180 tonn. Saman- lagður afli skipanha var því 1.340 tonn. Sandskip hf. gjaldþrota Með úrskurði uppkveðnum hínn 30. ágúst s.l. var bú Sand- skips hf. tekið til gjaldþrota- skipta, en hlutafélag þetta keypti á sfnum tfma til landsins sand- dæluskipið Grjótjötun. I auglýsingu skiptaráðandans í Reykjavik, Unnsteins Beck, f ný- útkomnu Lögbirtingablaði er skorað á alla þá, sem kröfur eiga f búið að lýsa þeim fyrir skiptaráð- anda innan fjögurra mánaða frá sfðustu birtingu innköllunar. Morgunblaðið hafði f gær sam- band við Erlu Jónsdóttur, full- trúa við sakadóm Reykjavfkur, og spurði hana um gang framhalds- rannsóknar á Grjótjötunsmálinu. Sagði Erla að unnið væri að gagnasöfnum og gengi misjafn- "lega að ná þeim saman. Sagði hún að ekkert væri um málið að segja að öðru leyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.