Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 11 Villi rakari: Hártoppar jafn varanlegir hvort sem þeir hafa botn úr neti eða plasti „Raunverulegur endingartími hár- topps er sá timi sem það tekur hárið I honum að upplitast og gildir þá einu um hvort botn toppsins er úr plasti eða taui. Hárið í toppunum er það sama, einungis botninn er mismunandi og upplitast hár þeirra jafnt. Þannig mæltist Vilhelm Ingólfs- syni rakara, en hann rekur rakara- stofu og hártoppaþjónustu að Miklubraut 68. Vilhelm eða Villi rakari eins- og hann er gjarnan nefndur, hafði^ þetta að segja þegar hann kom að máli við Mbl. út af grein um hártoppa sem birtist I Mbl. fyrr í vikunni, en Villa þótt sú grein villandi og þar farið með rangt mál varðandi hártoppa. „í þessari grein þar sem rætt er við fulltrúa hártoppafyrirtækisins Mandeville of London er beinlinis farið með rangt mál og vil ég þvi koma nokkrum staðreyndum að í þessu sambandi. Ég skipti á sínum tíma við umrætt fyrirtæki, en varð að hætta því af mörgum ástæðum í fyrsta lagi var að nettopparnir frá þeim en þá voru eingöngu framleiddir net-toppar voru það lélegir að 50% þeirra urðu að fara út til viðgerðar innan Vi árs, og 90% þeirra innan 1 árs í öðru lagi, þá var viðgerðarþjónustan slik að það var algerlega óviðunandi fyrir viðsklptavininn og einnig okkur. í þriðja lagi var afgreiðsla þeirra á pöntunum slík að við lentum oft i vandræðum með okkar loforð því topparnir komu stundum ekki fyrr en eftir dúk og disk Keyrði þá um þverbak þegar ein pöntunin var 14 mánuði á leiðinni en þá ákváðum við að hætta að verzla við þessa menn," sagði Villi rakari „Við urðum að leita nýrra fram- leiðenda þvi eftirspurn eftir hár- toppum var hér nokkur og ég þóttist hafa siðferðilegum skyldum að gegna við viðskiptavinina. Ég komst þvi i kynni við fyrirtækið Frisetta, sem er stærsta hátoppafyrirtæki á Norðurlöndum Þeir byrjuðu með nettoppinn, en urðu síðan fyrstir til að koma með plasttoppinn á markað Hér var aðeins um að ræða breytingu á „hörundinu" en hárið var það sama. Sú framleiðsla hefur síðan alltaf verið betrumbætt og árangurinn er að flestir viðskiptavina þeirra hafa snúið frá nettoppnum yfir i plasttoppinn, eins og salan hjá þeim bendir til en aðeins 2% toppa þeirra sem þeir selja eru nettoppar. Þetta kemur ef til vill einnig fram i þvi að þeir sem hafa verið með nettoppa hjá okkur hafa allir skipt yfir á toppana með plastbotninum, og þannig hef ég ekki selt nettopp í 1 V2 ár." Þegar Vilhelm er að þvi spurður hvers vegna menn velji frekar topp með plastbotni en topp með net- botni, svarar hann: „Það eru margar ástæður fyrir því í fyrsta lagi er þar verðmunur á og í öðru lagi skiptir miklu máli hvernig menn geta meðhöndlað toppinn. Toppurinn með plastbotninum má fara i vatn, og þannig er t d óhætt Framhald á bls. 30 Hérna er Villi aS ganga frá hártopp á viðskiptavini. Sjá má útlitsbreytingar, allt frá því að kollurinn er hreinsaður þar til síðasta hönd er lögð á snyrtingu toppsins. ' Fyrirhuguð Jesúmynd Thorsens fyrirlitleg, segir drottning London 15. september. Reuter. ELlZABET E ngl andsdrottning telur hugmynd danska kvik- myndaleikstjórans Jens Jörgen Thorsens um að gera kvikmynd um Kynlff Jesú Krists fyrirlit- lega, að þvf er talsmaður drottn- ingar sagði f dag. Hann sagði, að drottning hefði fengið 150 bréf frá þegnum sfnum, sem mótmæla þvf, að mynd þessi verði gerð f Bretlandi. 1 svari drottningar til bréfritara segir hins vegar, að bann við gerð myndarinnar f Bretlandi og brottrekstur Thor- sens úr landi verði að fara að brezkum lögum. Þvf hafi hún sent bréfin áfram til innanrfkisráðu- neytisins. Fyrirhuguð kvik- myndagerð hefur orðið tilefni mikilla mótmæla frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum f Bretlandi. Toyota prjónavélaeigendur athugið Upprifjunar og framhaldsnámskeið verður hald- ið kvöldin 20. og 21. september kl. 20. Allar nánari upplýsingar í síma 44416 á milli kl. 2 — 5 e.h. Morgunblaðid óskar eftir blaðburðarfólki í eftirtalin hverfi: VESTURBÆR Garðastræti, ÚTHVERFI Laugarnesveg 34—85, Ármúla. Rauða- gerði, Seljabraut, Bugðulæk. Upplýsingar í síma 35408 plorgmtxMútjiillí VESTFIRÐINGAR Bátur til sölu 28 tonna úrvals eikarbátur byggður 1975 með 300 ha. Volo Pentavél og búinn öllum nýjustu tækjum er til sölu nú þegar. Upplýsingar gefur Guðmundur Ásgeirsson Sími 97-71 77 Neskaupstað. HAUSTTÍZKAN 1976 Glæsilegt úrval af hlýjum og vönduðum fatnaði CAMELU LLARFR AKKAR FLAUELSKÁPUR FLANNELSKÁPUR TWEEDKÁPUR TERYLENEKÁPUR MEÐ KULDAFÓÐRI ÚLPUR OG JAKKAR NÝJAR VÖRUR I HVERRI VIKU þcmhard lax^al ^ KJÖRGARÐ/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.