Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976
3
Ör vöxtur í
Skeiðará 1 gær
— Áin rennur undir allri brúnni
ÖR vöxtur var I Skeiðará ( gær og
var rennslið í ánni talið vera um
2000 rúmmetrar á sekúndu sfð-
degis, að þvf er Sigurjón Rist
vatnamælingamaður tjáði Morg-
unblaðinu, en f gærmorgun
mældist rennslið f ánni um 1750
rúmmetrar á sekúndu. Að sögn
Sigurjóns á vafalaust eftir að
vaxa mikið f ánni enn, en ekki
væri ósennilegt að hlaupið næði
hámarki um helgina.
1 fyrradag mældist' rennslið í
Skeiðará 1250 rúmmetrar á sek-
úndu, daginn áður, á miðvikudag,
mældist það 920 rúmmetrar á sek.
og á þriðjudag var rennslið um
800 rúmmetrar á sekúndu.
Sigurjón Rist sagði, að ekkert
hlaup virtist enn hafa komið f
Gfgju og Súlu, en yfirleitt kemur
hlaup í þessar ár jafnhliða Skeið-
ará, þ.e. úr Grfmsvötnum. Sagði
Sigurjón að hann teldi mjög
sennilegt að rennsli í þessum ám
færi að aukast.
Þá sagði Sigurjón, að komnir
væru álar undir miðri brúnni á
Skeiðará, og væri það sennilega f
fyrsta sinn, sem áin rynni þar í
einhverjum mæli. Þá rennur áin
aðeins meðfram veginum f lónum
við varnargarðana, en reyndar
hélt áin sífellt áfram að breiða úr
sér í gærdag.
Að því er Sigurjón sagði er jök-
ulfýlan af vatninu miklu sterkari
en í hlaupinu 1972, en ekki sagð-
ist hann eiga neina ákveðna skýr-
ingu á því.
í gærkvöldi ætlaði Helgi
Björnsson jöklafræðingur að
halda f átt að Grímsvötnum ásamt
nokkrum félögum úr Jöklarann-
sóknafélaginu. Ætluðu þeir að
leggja af stað kl. 19 og aka í
Jökulheima. Þar á þyrla Land-
helgisgæzlunnar að flytja þá inn
að Grímsvötnum ef veður leyfir,
en annars verður haldið á jökul-
inn f snjóbíl.
Helgi Björnsson sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að hug-
myndin væri að reyna að komast
sem fyrst inn að Grímsvötnum og
væri ætlunin m.a. að mæla sig-
hraðann. Að sögn Helga mældist
heildarsig jökulsins yfir Gríms-
vatnakvosinni eftir hiaupið 1972
alls 105 metrar.
Einar Hafliðason verkfræðing-
ur hjá Vegagerð ríkisins sagði í
samtali við Morgunblaðið f gær að
nokkrir verkfræðingar og mæl-
ingamenn vegagerðarinnar væru
nú komnir að Skeiðará og fylgd-
ust með framvindu hála. Þá væri
ætlunin að nokkur hópur sérfræð-
inga héldi austur á sanda í dag.
Djúprækjumiðin
miklu stærri en
talið var í fyrstu
KOMIÐ hefur f Ijós, að djúp-
rækjumíðin, sem fundust norður
af landinu f sumar eru miklu
stærri og vfðáttumeiri en f fyrstu
var haldið og eru þetta lang-
stærstu samfelldu rækjumið
landsins. Veiði á þessum slóðum
hefur gengið mjög vel að undan-
förnu og hefur Höfrungur frá
Grindavfk fengið svo stórt hal að
varpan hefur sprungið. Höfrung-
ur hefur aðallega haldið sig norð-
ur af Horni sfðustu daga. Þetta
kom fram, þegar Morgunblaðið
ræddi við Sólmund Einarsson
sjávarlfffræðing f gær.
Sólmundur sagði, að Djúp-
rækjusvæðið úti fyrir Norður-
landi virtist vera mjög stórt um
sig og markaðist af lfnu frá
Grímsey að austan og vestur fyrir
Horn, en vissi enginn hve langt
svæðið næði.
Hann sagði, að Höfrungur hefði
fengið allt að 5 tonn eftir 4—5
tíma hal og svo stór höl að varpan
hefði sprungið. Báturinn hefði
veitt sfðustu daga norður af Horni
og veitt vel og væri ætlunin að
báturinn héldi þessum veiðum
áfram fram f miðjan október.
Þá sagði Sólmundur að 67 aðrir
bátar hefðu fengið leyfi til þess-
ara veiða, en þeir væru vart nógu
stórir né hefðu nægilega góð stað-
setningartæki til að stunda þessar
veiðar.
„Rækjumagn á þessum úthafs-
svæðum er mjög breytilegt og
verður þvf erfitt að koma á ein-
hverju ákveðnu kvótafyrirkomu-
lagi. Þessar veiðar munu þó að
sjálfsögðu stöðvast ákveðinn tíma
á hverju ári þegar rækjan skiptir
um skel. Þetta getur orðið mjög
góð búbót fyrir þjóðina í heild og
þeir menn sem stunda rækju á
innfjörðum yfir vetrartímann
gætu brúað bilið og stundað djúp-
rækjuna yfir sumartfmann, en til
þess þurfa þeir örugglega að fá
sér stærri og kraftmeiri skip,“
sagði Sólmundur.
Að lokum sagði Sólmundur, að
þessar veiðar hefðu gengið von-
um framar i sumar.
Dráttarvélagálgi
bjargaði lífi mannsins
Dalvik, 17. september —
MAÐUR sem var að þvo vörubfl á
þvottastæði hér, klemmdist á
milli palls og grindar bflsins, er
pallurinn seig. Þetta slys varð sfð-
degis f gær og slasaðist maðurínn
svo alvarlega að flytja varð hann
til Akureyrar og þaðan til
Reykjavfkur. Maðurinn mun hafa
meiðzt innvortis og f gær var Ifð-
an hans eftir atvikum.
Það mun hafa bjargað lffi
mannsins, að fyrir tilviljun var
dráttarvél nærstödd og var á
henni gálgi. Er menn sáu hvað
verða vildi og pallurinn seig á
manninn var gálganum brugðið
undir pallinn og sig hans þvf
stöðvað. Mun þetta hafa orðið
manninum til lffs.
Skömmu áður en þetta slys
varð, féll stúlka í stiga f sláturhús-
inu hér á Dalvík. Slasaðist stúlk-
an svo að flytja varð hana í
sjúkrahús á Akureyri, Var sjúkra-
bifreiðin nýkomin úr þeirri ferð,
er slysið varð við vörubflinn. —
Sæmundur.
Ragnhildur Helgadóttir setur
þing Norðurlandaráðs f
Reykjavfk 1975.
NORÐURLANDARÁÐ
gengst fyrir ráðstefnu
um „Lýðræði í stjórn-
sýslu i Kristiansand í
Noregi dagana 27. — 29.
september n.k. Fluttir
verða fyrirlestrar um
viðfangsefni ráðstefn-
unnar og umræður fara
fram. í ráðstefnunni taka
þátt þingmenn, blaða-
menn, skólamenn, full-
Norðurlandaráð:
Ráðstefna
til að
fjalla um
lýðræði í
stjórn-
sýslu
trúar stjórnvalda og
hagsmunasamtaka.
Tildrög ráðstefnunnar
eru þau, að þáverandi
forseti Norðurlandaráðs.
frú Ragnhildur Helga-
dóttir, fjallaði um það í
ræðu sinni við setningu
þings Norðurlandaráðs í
Reykjavík 1975, að lýð-
ræðislegu stjórnarfari
stafaði hætta af of nei-
kvæðri afstöðu fólks til
stjórnmálaflokka og
stjórnmálamanna. Lagði
hún til að Norðurlanda-
rað. þ.e. stjórnmála-
mennirnir sjálfir, brytu
til mergjar vandamál
þingræðis og lýðræðis í
þeim tiltilgangi að bæta
stjórnarfarið á Norður-
löndum.
Ráðstefnan í Kristiansand
hefst þann 27. september með
setningarræðu Ragnhildar
Helgadóttur. Umræðuefnið
þann dag verður „Lýðræðið
með tilliti til þróunarinnar í
Evrópu." Erindi um það efni
flytja Trygve Bratteli, fyrrum
forsætisráðherra, Noregs, og
Jan-Magnus Jansson, fyrrum
iðnaðarráðherra, Finnlandi.
Annan dag ráðstefnunnar
verður fjallað um efnið „þjóð-
félagsþróunin og framkvæmd
lýðræðisins.“ Erindi flytja Ulf
Torgersen, prófessor, Noregi,
og Gunnar Helén, formaður
Þjóðarflokksins sænska. Síð-
degis verður fjallað um efnið
„Samskipti stjórnmálamanna
og fjölmiðla." Erindi flytja
Jörgen Schleimann, fréttastjóri
danska sjónvarpsins, og Ulf
Sundquist, fyrrum mennta-
málaráðherra, Finnlandi. Þá
verður fjallað um efnið „Sam-
skipti stjórnmálamanna og
hagsmunahópa.“ Erindi flytja
Lennart Bodtröm, formaður
bandalags opinberra starfs-
manna í Sviðþjóð, og Kare
Willoch, leiðtogi hægri manna í
Noregi.
Þriðja dag ráðstefnunnar
verður fjallað um efnið „Sam-
skipti stjórnmálamanna, stjórn-
málasamtaka og borgaranna."
Erindi flytja Indriði G. Þor-
steinsson rithöfundur og
Grethe Philip þingmaður, Dan-
mörku.
Ráðstefnunni lýkur með
ávarpi forseta Norðurlandaráðs
danska þingmannsins Knud
Enggaards.
r ........... a
Ljósmyndasýning á verkum
GUNNARS HANNESSONAR
á Kjarva/sstöóum, (Austursal)
er opin virka daga kl. 16.oo-22.oo, laugardögum
og sunnudögum k/. 14.oo-22.oo
MYNDIRNAR ERU T/L SÖLU
v ----- J