Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 — 60þúsund Framhald af bls. 32 haust, en að sá árgangur myndi ekki ná neinni lágmarksstærð sem markaðirnir í Svíþjóð, Finn- landi og víðar geta fallist á að taka við. Þá tók Gunnar fram, að erfitt væri að spá um það, hvaða sfldar- stærðir kynnu að veiðast á vertíð- inni og í hvaða hlutföllum, en eftir að samningar hefðu tekizt við Sovétríkin ætti að vera tryggt að unnt yrði, að taka til söltunar allar þær síldarstærðir, sem leyfi- legt er að veiða. Á s.l. ári hemilaði sjávarútvegs- ráðuneytið veiðar á 7.500 smálest- um sfldar I herpinót, en nú hefir þetta magn verið aukið í 10 þús- und tonn. Reknetaveiðar eru leyfðar án takmörkunar og gert er ráð fyrir, að mun fleiri rek- netabátar taki þátt í veiðunum nú en á s.l. ári. I fyrra voru saltaðar hátt í eitt- hundraðþúsund tunnur af Suður- landsíld. — 50 mílur Framhald af bls. 1. vill 5o mílna einkalögsögu, sem hluta af 200 mflna lögsögu EBE. Tomlinson lagði einnig áherslu á þörfina á að bandalagið semdi við fslendinga og norðmenn um gagn- kvæm fiskveiðiréttindi áður en samningar breta og fslendinga ganga uf gildi 1. desember. Tillögur um stefnu EBE í fisk- veiðimálum verða tilbúnar á mið- vikudag og sendar rfkisstjórnum aðildarlanda til umsagnar. — Svíþjóð Framhald af bls. 1. kjósendur, en val þeirra getur þýtt sigur eða tap fyrir Palme. I tilraun til að ná forystunni af jafnaðarmönnum, hafa borgara- flokkarnir þjarmað að Kristilega lýðræðisflokknum (KDS), sem er hálf utanveltu í sænskum stjórn- málum. Hann hefur frá því hann var stofnaður 1964 fengið á milli 1.5 og 1.8% atkvæða og aldrei átt fulltrúa á þingi. Vilja borgara- flokkarnir fá KDS til samstarfs við sig þar sem atkvæði greidd flokknum geta eyðilagt mögu- leika þeirra. Ritari flokksins, Stig Nyman, sagði á föstudag að símalfnur á flokksskrifstofunni hefðu verið rauðglóandi allan daginn, og fólk haft uppi ásakanir um að KDS kæmi f veg fyrir stjórnarskipti. — Aukaskattar Framhald af bls. 1. komin var frá jarðskjálftasvæð- inu. Fólkið f Friuli var rétt að ná sér aftur í dag eftir að hafa enn eínu sinni orðið fyrir barðinu á mikl- um jarðhræringum. Skjálftarnir tveir eru taldir hafa lagt heimili 20.000 manna í rúst. Míklar bið- raðir vöruflutningabfla, sem flytja vistir til jarðskjálftasvæð- anna mynduðust á vegum og fólk leitaði víða í rústum húsa sinna. Fjármálaráðherra landsins, Fil- ippo Pandolfi, skýrði síðar frá því í dag að nýtt leyfisgjald á bíla yrði frá 3.500 til 44.000 íslenskar krón- ur eftir vélarstærð. Þúsundir manna hafa farið frá jarðskjálftasvæðunum til strand- héraða, þar sem þeim hefur verið kornið fyrir á gistihúsum og í ferðamannaíbúðum. 6. mai f vor urðu einnig jarðskjálftar í Friuli- héraði og fórust þá um 1.000 manns. I gær týndu 12 lífi. — Flugleiðir Framhald af bls. 2 kaup á Tri-Star-þotunum, ef unnt á að verða að koma þeim f gagnið fyrir háannatímann næsta sumar. Sveinn sagðist hafa séð í sölu- listum DC-8 61 og styttri gerðina af DC-8 og er endursala þeirra ekki nærri eins góð. Stafar það af því að burðarþol þeirra er miklu minna en DC-8 63. Ef af kaupunum á Tri- Star-þotunum verður, verður far- ið að breyta þeim. Þarf að breyta burðarþolsbitum f vélunum og tekur slík aðgerð nokkra mánuði. Eykur hún burðarþol þotanna. Hjá verksmiðjunum er nú verið að breyta á þann hátt þremur flugvélum, sem Air Canada á og eiga þær að verð tilbúnar í end- aðan maf eða byrjun júnimánaðar 1977. — Gunnar Þórðarson Framhald af bls. 32 Gunnars um allan heim og Gunnar á að fá 6% af allri sölu platna með lögum hans. Gunnar Þórðarson sagði f samtali við Mbl. f gærkveldi að hann hefði hitt Kramer, er hann var hér á landi fyrir hálf- um mánuði. „Mér fannst maðurinn heilsteyptur og traustvekjandi og vona ég að samningar takist með okkur. Hann hefur nú þegar sent mér samningsdrög, sem ég hef sam- þykkt með fyrirvara um nokkr- ar breytingar. Þessi samningur er örugglega sá bezti, sem ís- lendingi hefur boðizt til þessa, en að öðru leyti vil ég sem mínnst tjá mig um þetta, fyrr en samningar hafa verið undir- ritaðir." Kramer kom hingað til lands eins og áður er getið fyrir hálf- um mánuði og þá fyrir tilstuðl- an Guðlaugs Bergmanns í Karnabæ. I viðtali, sem Slag- brandur átti við Kramer og birtist fyrir tæpri viku var bandaríkjamaðurinn spurður að þvf, hvort íslenzkir tónlistar- menn ættu framvon erlendis: „Já, þær (hljómsveitirnar) eiga vissulega möguleika á þvf. En það yrði þá að gerast með plöt- um, frekar en þær færu að spila opinberlega. Plöturnar eru fyrsta skrefið." Sfðan segir Kramer: „Mér leizt vel á plötur Jóhanns G. Jóhannssonar og Gunnars Þórðarsonar og Spil- verkið var einnig gott.“ Þess má og geta að á telex, sem barst fá Lee Kramer f gær, er minnst á Jóhann G. Jóhanns- son, Langspil og segir hann þar að hann hafi jafnvel áhuga á að gera við Jóhann svipaðan samn- ing. Þá ber að geta þess að Lee Kramer segir f skeytinu frá í gær, að hann óski eftir þvf að Gunnar komi til Los Angeles til þess að taka upp aðra plötu og lofar að eyða í þá útgáfu fjár- hæð, sem er sjö sinnum hærri, en þær fjárhæðir, sem notaðar hafa verið í plötuupptökur Is- lendinga til þessa. Þá mun væntalegur til landsins innan skamms fulltrúi Kramers til þess að ganga frá samningum við Gunnar. Mun hann þá safna efni um Gunnar til auglýsinga- gerðar í Bandaríkjunum. — Þjóðarsorg Framhald af bls. 1. um ein milljón manna muni safnast saman í hinni fornu helgu borg á fjöldafund, sem markar lok átta daga þjóðar- sorgar. Ekki hefur fengist staðfest- ing á þvf að Ifk Maos verði brennt eins og Ifk annarra kfn- verskra leiðtoga og hefur það ýtt undir vangaveltur um að Ifkið verði varðveitt. Aður en fjöldafundurinn hefst mun öll kfnverska þjóðin, sem telur 800 milljónir manna, standa hljóð f þrjár mfnútur. Útlendingum verður ekki boðið á f jöldafund- inn, en mikill viðbúnaður er vegna hans. Meðfram Stræti hinnar eilffu kyrrðar hefur hátölurum verið komið fyrir og mynda þeir 5 kflómetra langa röð, drykkjar- fontar hafa verið settir upp með ltO metra millibili og fjöldi salerna og læknastöðva hafa verið settar upp. A miðju fundarsvæðinu, við hlið hinnar helgu borgar hefur verið reist ræðupúlt og er búist við að kfnverskii leiðtogar flytji þaðan lofræður um hinn fallna formann. Það mun koma mjög á óvart ef forsætisráð- herrann, Hua Kuo-feng, flytur ekki aðalræðuna, enda er hann elstur núlifandi stjórnarherra f Peking. Hann hefur haft yfir- umsjón með framkvæmd þjóð- arsorgarinnar og sfðustu 8 daga hefur hann mikið verið auglýst- ur upp f f jölmiðlum. Flest sendiráð hafa beðið starfsfólk sitt að vera ekki á götum úti á morgun og helzta gistihús höfuðborgarinnar hef- ur sagt gestum sfnum að þeir geti ekki farið út úr eða komist inn f bygginguna milli klukkan 9 um morgun til 6 um kvöld. Engum útlendingum verður á morgun hleypt inn fyrir eins kflómetra radius f kring um Tien An Mientorg. — Spenna Framhald af bls. 1. sé einnig reiðubúinn að hitta hinn hvfta leiðtoga suðurhluta Afrfku, Ian Smith, forsætisráðherra Rod- esfu, ef meiriháttar breyting verð- ur á afstöðu hans til meirihluta- stjórnar svartra f Ródesíu. Smith sagði f Salisbury í dag að hann ætlaði til Pretoriu um helg- ina til að sjá rúgbileik, hitta Vorster og ef til vill tala við Kiss- inger. En hann sagði blaðamönn- um að hann vonaði að stefna bandaríkjamanna væri ekki sú sama og stefna breta, sem krefj- ast þess að svarti meirihlutinn verði kominn til valda innan tveggja ára. Forsetarnir Julius Nyerere frá Tanzaniu og Kenneth Kaunda frá Zambiu, sem töluðu við Kissinger fyrr í vikunni, hafa varað hann við að gæta þess að viðræður hans við Smith og Vorster verði ekki til að auka álit þeirra á alþjóða vett- vangi. En forsetarnir tveir og aðr- ir afrfskir leiðtogar virðast hafa fallist á röksemdir Kissingers um að viðræður við hina hvítu leið- toga séu það verð, sem greiða verði fyrir friðsamlega lausn deilumála f suðurhluta Afrfku. Kissinger sækist eftir friðsam- legri valdatöku svarta meirihlut- ans f Ródesiu og Namibiu, sem Suður-Afrfka hefur stjórnað í trássi við vilja Sameinuðu þjóð- anna. Utanrfkisráðherrann mun einnig beita áhrifum sínum til að endir verði bundinn á apartheit- kynþáttaaðskilnaðarstefnu Suð- ur-Afríku. — Sjónvarp Framhald af bls. 2 þetta mál. Hann hafði eftirfar- andi að segja: „Það hlaut að koma að því, — og er hætt við að þetta sé aðeins byrjunin, — að starfsfólk f þjón- ustu hins opinbera færi að hefja einhverjar aðgerðir vegna hlut- fallslegra lágra launa sinna. Ég á hér við launahlutfallið milli hins frjálsa vinnumarkaðar annars vegar og launaflokkakerfis rfkis- ins hins vegar. Mér dettur ekki f hug að halda því fram, að þeir, sem halda utan um rfkiskassann, sem er fé almennings, geri það að gamni sínu að skammta ríkis- starfsmönnum svo lág laun, sem raun ber vitni. Þeim ber beinlínis skylda til að spara eftir beztu getu f ríkisrekstrinum. En eins og nú er komið hefur myndast svo breitt bil milli launa opinberra starfsmanna, annars vegar og launa hjá einkafyrirtækjum eða á hinum frjálsa vinnumarkaði, hins vegar, að til stórvandræða horfir. Þau vandræði koma fyrst fram í mótmælaaðgerðum og truflun á opinberri þjónustu og beri það ekki árangur munu dynja yfir fjöldauppsagnir fólks f opinberri þjónustu, einkum vel menntaðs ungs fólks, sem á allra kosta völ á vinnumarkaðinum og er ekkert farið að verða háð eftirlaunahags- mununum. Hætt er við að þá verði ekki aðeins truflun heldur stöðvun á margri opinberri þjón- ustu og væri þvf að mínu viti skynsamlegra að reyna að byrgja brunninn, áður en barnið er dott- ið ofan f, þ.e.a.s. semja þegar við opinbera starfsmenn um þá lág- markshækkun, sem hlýtur að koma fyrr eða sfðar vegna hins gífurlega launamismunar á vinnumarkaðinum. Samningar af þessu tagi eru fyrst og fremst nauðsynlegir fyrir hið opinbera, en ekki starfsfólk þess, sem flest getur fengið vinnu annars staðar með betri launa- kjörum.“ — Ekki launa- misrétti Framhald af bls. 2 skipuðu þau Adda Bára Sigfús- dóttir, Hákon Guðmundsson og Már Pétursson, segir, að full- trúinn, Jón Ölafsson, hafi ann- azt samantekt og varðveizlu hins varanlega hljóðritanasafns Alþingis. „Þótt hann hefði við lauslegar starfsreglur að styðj- ast er ljóst að við það starf vann hann iðulega að byggja á eigin mati, þessi starfsþáttur fól í sér nokkurt sjálfstæði og frum- kvæði,“ segir í niðurstöðunum. Auk þess hafði fulltrúinn á hendi nokkur minniháttar aukastörf. Hann sá fréttamönn- um fyrir afritum af ræðum þingmanna og sá um fjölritun þingskjala á annatímum og í verkföllum prentara og próf- arkalestur stensla í því sam- bandi. Einnig vann hann að hluta við prófarkalestur Alþingistíðinda í þinghléum. Síðan segir: „Gögn málsins i heild bera með sér að starfs- samband nefnds fulltrúa og vinnuveitenda hans var með nokkuð öðrum hætti en ann- arra þingritara. Honum hefur verið sýndur meiri persónuleg- ur trúnaður, starf hans verið fjölþættara og umboð til ákvarðanatöku og frumkvæðis viðtækara. m Að þessu athuguðu verður ekki talið, að stefnandi hafi sýnt fram á svo ótvírætt verði talið að hún og fulltrúinn hafi unnið „jafnverðmæt og að öðru leyti sambærileg störf" í merk- ingu 1. gr. laga nr. 37/1973.“ Már Pétursson setudómari i málinu las dómsorðin en þau eru þessi: „Stefndu, forsetar Alþingis, f.h. Alþingis og fjármálaráð- herra f.h. ríkisstjóðs eiga að vera sýknaðir af kröfum stefn- anda, Ragnhildar Smith, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Adda Bára Sigfúsdóttir með- dómari skilaði sératkvæði, en í dómsorði hennar segir: Stefndu, fjármálaráðherra f.h. rikissjóðs og forsetar Alþingis f.h. Alþingis greiði stefnanda, Ragnhildi Smith kr. 65.283, auk 7% ársvaxta". (Síðan kemur nánari sundurliðun á útreikn- ingi vaxtanna). Málskostnaður falli niður. Málið ráku lögmennirnir dr. Gunnlaugur Þórðarson fyrir hönd frú Ragnhildar og Þorsteinn Geirsson fyrir hönd Alþingis og ríkissjóðs. — Kjöt Framhald af bls. 2 krónur af þessari 100 króna hækkun í söluskatt. Verð til framleiðenda fyrir kar- föflur I 1. verðflokki verður eftir hækkunina 70,84 krónur hvert kfló en í smásölu kostar kílóið 99,80. Heildsöluverð á kartöflum í 50 kg. pokum verður 3.900 krónur pokinn og í 25 kg. pokum 1.975 krónur og er þá miðað við fyrsta verðflokk. Kartöflurnar eru óniðurgreiddar og engar breytingar voru gerðar á niður- greiðslum kjöts að þessu sinni. Þetta nýja verð á kindakjöti gildir um kjöt af framleiðslu árs- ins 1976 en verð kindakjöts af fyrra árs framleiðslu helst óbreytt frá þvi sem ákveðið var 1. júni sl. — Bandaríski Framhald af bls. 14 hætti, sem þar greinir. Um er að ræða fiskflök og fiskblokkir úr þorskfiskum og karfa. Árið 1948 voru Bandaríkjamenn svo til sjálfum sér nógir hvað varðar framboð þeirra fisktegunda sem mestu máli skipta I sjávarútvegi og fiskiðnaði íslendinga. Eigin framleiðsla þeirra var þá 137.8 millj. pund eða 72% framboösins. Aðeins 28% voru flutt inn. Árið 1975 er svo komið að fullnægja verður 93% af þörfum Banda- ríkjamanna fyrir þessar fiskteg- undir með innflutningi. Aðeins 7% eru eigin framleiðsla. En þetta segir aðeins brot af sögunni, því á sama tfma eykst framboðið úr 191.4 millj. pundum (86.704 smálestum) I 554.8 millj. pund (251.324 smálestir) eða um 190.0%. I þessu sambandi má geta þess að árið 1975 var svo komið, að Bandarfkin voru svo til algjörlega háð innflutningi fisk- blokka fyrir fiskiðnaðarverk- smiðjur sínar. Árið 1975 var heildarverðmæti fiskstauta og fiskskammta í þess- um verksmiðjum $ 274.1 milljón ( kr. 51.065 milljónir). Gefur það nokkra hugmynd um þýðingu inn- fluttra fiskblokka fyrir þennan markað. Engum dylst lengur, að Banda- rfkin eru land framtfðarinnar f fisksölumálum. 200 sjómílna út- færsla eigin fiskveiðilögsögu mun ekki breyta miklu hér um f nán- ustu framtfð fyrir helztu fiskðir heims. En hvernig hafa þessar þjóðir hagnýtt sér bandariska fiskmarkaðinn á liðnum áratug- um? Hver hefur hlutdeildlands veriðr athafnafrelsið skilað ís- landi þeim árangri sem vænta mátti? Að þessum og fleiri atriðum verður vikið f næstu og síðustu greininni f þessum greinaflokki um utanríkiviðsipti Islands. — Engar ýkjur Framhald af bls. 10 tvær almennilegar votheysgeymslur hér á Haga og á Seftjörn, og verið er að byggja gryfju I Hvammi Margir bændanna hér á Ströndinni hafa verið að tala um að koma sér upp gryfjum og vonandi láta þeir verða af því, það er hreint og beint nauð- synlegt ef næstu sumur verða svip- uð tveimur síðastliðnum Við ættum að taka kollega okkur í Strandasýsl- unni meira til fyrirmyndar, þeir heyja mikið í vothey og eru þvl síður I vandræðum. Heyskapur hér á Barðaströnd fer yfirleitt seinna af stað en víðast annars staðar, varla fyrr en 20. júli Það sprettur einfaldlega seinna hérna en t.d. I sveitunum fyrir norð- an okkur, segir Bjarni. Á Haga hefur verið ræst fram mikið af mýrum fyrir neðan bæinn en Bjarni segir að erfitt sé með alla ræktum þar vegna þess hve mýrarnar séu blautar og ófrjó- samar. Við spyrjum hann hve stórt bú hann hafi og svarar Bjarni þvi til að hann viti það varla. —Sennilega um 300 fjár, 25 mjólkurkýr og svo geldneytadrasl að auki, segir hann að lokum. ÚTFALLIÐ AÐ VIÐ FÁUM NÝTT SLÁTURHÚS HINGAÐ Bjarni Hákonarson er hreppstjóri I Barðastrandarhreppi, en oddviti er Kristján Þórðarson bóndi á Breiða- læk. Haft éráorðiá Barðaströndinni að Kristján sé eini oddvitinn á land- inu, sem fylgi Álþýðuflokknum dyggilega að málum Þess ber þó að geta að á Barðaströndinni er ekki kosið eftir flokkspólitiskum línum. Mikill framkvæmdahugur er í Barðstrendingum og biðjum við Bjarna að segja okkur frá því helzta, sem er á döfinni hjá hreppnum — Hafnleysið hrjáir okkur hérna og við höfum mikinn hug á að koma upp höfn i Haukabergsvaðlinum og löndunaraðstöðu fyrir framan fisk- húsið að Klöpp, sem starfrækt var með ágætum árangri nú í sumar. Þetta mál er þó á byrjunarstigi, en verður vonandi farsællega til lykta leitt. Almennilegt sláturhús vantar okkur tilfinnanlega því kofadjöfull- inn, sem er á (Skjaldvarar)Fossi er löngu orðin of lítill og ófullkominn sem sláturhús fyrir okkur. Einhverjir munu vilja að við slátrum fé okkar á Patreksfirði, en ég held að það verði útfallið að við fáum nýtt sláturhús hingaðá Barðaströndina — Hér á Barðaströndina vantar nauðsynlega meira húsnæði og nú er verið að byggja leiguibúðir við Birkimel og sömuleiðis dýralæknis- bústað. Það verður borað eftir heitu vatni i vetur og að sögn jarðfræð- inga er góð von á vatni þar sem ákveðið er að bora. — Um félagslif er það að segja að sumarið í sumar hefur verið óvenju dauft og ekki ein einasta samkoma haldin i félagsheimilinu I Birkimel. Ástæðan fyrir því er sú að þar hefur i sumar búið fólk, sem verið hefur við vinnu hér á Barðaströndinni. Á veturna eru bæði ungmennafélagið og kvenfélagið sæmilega virk, þann- ig að það gerist ýmislegt þann tima ársins. Annars tekur bölvað sjón- varpið mikinn tima frá fólki, hér eins og annars staðar eru alltof margir þrælar þess, segir Bjarni Hákonar- sonaðlokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.