Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 23 Costa Eiginmaðurinn pantar tvo Cuba libra, eiginkonan tekur upp úr töskunum. Þau eru komin til sólarlanda til „að slappa af" og hvað nú verður gaman. „Sólarferð", nýjasta leikrit Guðmundar Steinssonar, verður frumsýnt í Þjóðleik- húsinu á laugardaginn. Höf- undurinn var fararstjóri i Sólarlöndum í mörg ár. Aðspurður hvort leikritið gæfi Maðurinn á næstu svölum fyrir ofan. rétta mynd af sólarlandaför- um, brosti Guðmundur en sagði lítið. „Sólarferð" segir frá hjónum í ástvana sambandi, sem bregða sér til Costa del Sol til að hafa það huggulegt, drekka Cuba libra, til að verða brún, til að skemmta sér — hvað annað? Leikstjóri er Brynja Bene- del Þjóð diktsdóttir, aðstoðarieikstjóri Steinunn Jóhannesdóttir, leikmynd gerði Sigurjón Jóhannsson. Róbert Arn- finnsson .og Þóra Friðriks- dóttir leika aðalhjónin í leik- ritinu, önnur meiri háttar hlutverk eru í höndum Guðrúnar Stephensen og Bessa Bjarnasonar. Lista- skáldið vonda, Sigurður Páls- son, kemur fram í hlutverki þjónsþokka. Á milli atriða dútla tveir þögulir verkamenn við bygg- ingarvinnu. „Það er alltaf verið að byggja" sagði Guðmundur Steinsson. „Annars eru verkamennirnir hugmynd Brynju, þeir fylla upp í á mílli atriða. Þið ráðið hvernig þið takið þá ." Guðmundur Steinsson Sigurjón, Steinunn, Brynja. Á æfingu á „Sólarferð” eftir Guðmund Steinsson 1 sólbaði á svölunum. Róbert Arnfinnsson reynir að læra nokkur handhæg orð á spænsku ______ Þóra Friðriksdóttir skrifar kort tii krakkanna. Þegar blm. Morgunblaðs- ins fékk ásamt öðrum gest- um að fylgjast með æfingu, var mikið hlegið — e.t.v voru áhorfendur að hlæja að sjálfum sér jafnt og að leikrit- inu. í lok leikritsins snúa sólarfarar heim á leið, með stráhatta og uppstoppað nautslíki —— „Ég vorkenni nautinu", segir eiginkonan, hún ætlar að hafa það í stofunni heima. Eiginmaður- inn er í fýlu, hann var maga- veikur allan tímann. — Fréttabréf Framhald af bls. 19 sandi, i stað þeirrar sem fauk fyrir nokkrum árum, þar er búið að setja upp og gera fokhelda gömlu Reykhólakirkjuna sem rifin var þar, en flutt svo hingað vestur til að þjóna öðru höfuðbóli Guðmund- ar hins rika á Reykhólum sem einu sinni var, og sagt er að hafi átt hátt á annað hundrað jarðir, þar af fjögur höfuðból, Reykhóla, Saur- bæ, Brjánslæk, og Núp í Dyrafirði. Heyskapur: Heyskapur hefir gengið illa hjá flestum, og fólk orðið að hanga yfir þessu að- gerðarlaust og lítið dögum og vik- um saman, sjáandi arðsemi ársins sem átti að vera, verða að engu, og þá stundum leitað á hugann sú spurning, sem sífellt er ósvarað: „Hvers vegna að vera við þennan búskap?“ og henni verður jafn ósvarað áfram meðan islensk bændamenning má sin nokkurs. Þó hefir gengið misjafnlega, einn og einn er orðinn sæmilega heyj- aður, en slæmt hjá öðrum, jörð er viðast orðin það blaut að hún ber ekki vélar nema stórskemma tún- in, og þornar ekki á þessu hausti þótt þurrt verði. Margir eða flest- ir, hafa verulega votheysgerð, súg- þurrkun og þess háttar, sem miklu bjargar, en það hrekkur ekki til. Nokkrir þurrkdagar hafa komið siðan á höfuðdag, og bjargað veru- lega, en hey eru léleg þótt magn sé nokkurt, svo stór skellur á bændur frá hendi veðráttunnar er óum- flýjanlegur, þótt úr honum kunni að verða dregið af hendi stjórn- valda. Ferðafóik: Mikill straumur ferðafólks hefir verið á Látrabjarg í vor og sumar, þrátt fyrir veðrátt- una. Vegurinn úr Örlygshöfn og útá bjargið hefir verið nokkuð góð- ur, svo það hefir ekki dregið úr fólki að heimsækja þennan sér- stæða stað. Margir hópar voru eftirminnilegir, eins og fjölmenn- ur hópur Þingeyinga i bændaför, með fylgdarliði úr nágrannasveit- um. Hópur undir stjórn Jóns Böðvarssonar skólastjóra. Starfs- fólk, gestir og listafólk Norræna hússins í Reykjavik með frú Guð- rúnu Jónsdóttur prestmaddömu okkar frá Sauðlauksdal í farar- broddi, svo eitthvað sé nefnt. öll umgengni þessa fjölda fólks hefir verið með stakri prýði, þó með örfáum undanekningum, sem hvekkt hafa höfuðskraut bjargs- ins, fuglinn einkum lundann. En lundinn þarna á brúninni er búinn að fá traust á fólkinu, sem alltaf er þarna á ferðinni, allt að því að hægt sé að taka hann með höndun- um, en sé hann hvekktur er blaðið fljótt að snúast við, þvi vildi ég mega biðja alla sem koma á Látra- bjarg að fara vel að lundanum. Ekki ósvipað er með æðarfugl- inn, hann fær traust á fólkinu sem er í kringum hann og hlúir að hreiðrunum. í sumar, til dæmis, átti ein kolla hreiður í miðri sléttu hjá mér, þegar ég fór að slá slétt- una var hún enn á eggjum, krakk- arnir sem hjá mér voru, allt Reyk- víkingar, báðu mig að hreyfa ekki hreiðrinu, mjög vandræðaleg. Samkomulag varð um, að ég skildi fermetra eftir ósleginn undir hreiðrinu. Þegar ég fór að slá, sló með greiðusláttuvél, hélst hún á eggjunum þar tjl mig vantaði einn og hálfan metra að henni þá flaug hún. Ég stóð við samninga og skyldi eftir ferm. en hún kom aft- ur krökkunum til mikillar ánægju. Þegar ég fór að snúa heyinu með heytætlu, var hún hrædd fyrst í stað, en að lokum var hún búin að fá svo mikið traust á okkur, að hún hreyfði sig ekki þótt ég stefndi á hreiðrið með tætluna á fullri ferð, og stoppaði rétt við bl.ettinn. Mesta traust sem mér hefii',verið sýnt. Látrum, rigingardag 9/9. ‘76. Þórður Jónsson LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER ÚTSALA aftur UTSALA Ofsa Komið — sjáið — sannfærist! 011 okkar teppi eru nú á útsölu Lítið við í Litaveri, því það hefur ávallt borgað sig liirf Grensásvegi LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.