Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 Agúst Malmquist Jónsson—Minning F. 4. 8. 1914 D. 31.8. 1976 Ágúst Malmquist Júlíusson, Heiðargerði 23, var fæddur í Fagurey á Breiðafirði 4. ágúst 1914. Þaðan fluttist hann ásamt foreldrum sínum til Hrappseyjar og ólst þar upp f stórum systkina- hópi en alls urðu börnin átta. For- eldrar hans voru Guðrún Marta Skúladóttir og Júlíus Sigurðsson. Síðar lá leið hans hingað til Reykjavíkur og vann hann hérvið trésmíðar. Seinna ákvað hann að afla sér réttinda í þeirri iðngrein og vann alla tíð síðan við trésmíð- ar bæði sjálfstætt og nú síðustu 6 árin hjá Timburverzlun Árna Jónssonar. Eftirlifandi kona Ágústs er Steinunn Jónsdóttir frá Hnífsdal. Þau gengu í hjónaband 16. desember 1944 og eignuðust 4 börn sem öll eru nú uppkomin, en þau eru Erna, gift Brynjari Sigurðssyni, þau búa í Hafnar- firði; Jón giftur Önnu Karlsdótt- ur, þau búa hér í Rvik; Steinar trúlofaður. Elísabetu Ólafsdóttur, og Guðrún trúlofuð Árna Kjartanssyni. Mjög kært var með Ágústi og tengdabörnum hans enda reyndist hann fjölskyldu sinni góður heimilisfaðir og barnabörnum sínum sannur afi. Það var síðsumarskvöld eins og þau gerast fegurst hér vió heim- skaut, geislar hinnar hnígandi sólar voru að ganga undir, senn yrði kvöldsett. Kyrrð og friður ríkti í litla hverfinu okkar þar sem flest okkar hafa búið frá því það byggðist, að vlsu hafa sumir frumbyggjarnir horfið á einn eða annan hátt eins og gengur og ger- ist, en flest höfum við samt haldið hópinn, og milli okkar skapast viss tengsl, nánast sem um fjöl- skyldu væri að ræða. Samheldni og hjálpfýsi hafa frá upphafi ver- ið þær megin stoðir, sem borið hafa tengslin milli heimilanna uppi. Snögglega er hin djúpa kyrrð kvöldsins rofin, siminn hringir, andlátsfregn, harma- fregn. Einn af okkar beztu heimilisvinum er burtu kallaður í einni sjónhending. Malli eins og hann ævinlega var kallaður hér i hverfinu hafði á sinn hljóðláta og prúðmannlega hátt lifað sitt ævi- skeið og eins kvaddi hann sina jarðvist. Aðalsmerki Malla var prúðmennska, samfara glaðlyndi og ljúfmennsku, sem einkenndi alla hans framgöngu f samskipt- um við aðra. Hann var einn okkar nágranna sem svo oft kom óvænt, aðeins smá stund, rétt til að ræða málin og fá sér kaffisopa, ég tala nú ekki um ef nýsteiktar kleinur voru á borðum þá sagðist hann vera heppinn. Malli var tíðari gestur hjá okkur en aðrir nágrannar, enda þekktust þeir maðurinn minn og hann, áður en þeir fluttust í þetta hverfi. Þeir voru báóir að vestan, og höfðu auk þess verið saman við nám á unglingsárum. Minnist maðurinn minn þess oft hve Malii var trygg- ur sinum og lagði mikið á sig til að geta verið samvistum við foreldra og systkini. Sem dæmi um það má nefna, að þegar hann stundaði nám við Keykjaskóla í Hrútafirði fór hann fótgangandi í svartasta skammdeginu alla leið vestur í Breiðafjörð þar sem hann fékk svo bátsferð úti Hrappsey. Að afloknu jólaleyfi gekk hann sömu leið til baka. Malli þótti þá þegar á þeim árum mikið þrek og hreystimenni og afrenndur að afli. Við hjónin þökkum honum sam- fylgdina þessi ár, það er margs að minnast og mikils að sakna. Að endingu segjum við aðeins: Á vindanna vængjum nú berast til þín vinanna kveðjur hér heima. Aðstandendum vottum við inni- lega samúð. Gúðrún Jóhannsdóttir. Kveðja: Guðlaug Eiríksdútt- ir Blómsturvöllum Fædd 6. júnf 1896 Dáin 12. september 1976 Nú á kveójustund elskulegrar ömmu minnar langar mig að minnast hennar með nokkrum fá- tæklegum orðum, og er mér þá t Systir okkar. ÞÓRUNN A. P. ÞORSTEINSDÓTTIR. Grettisgótu 13. lézt i Borgarspítalanum fimmtudaginn 1 6 september Hulda Þorsteinsdóttir. Páll Þorsteinsson. Pétur Þorsteinsson. Móðir okkar t SIGRÍÐUR BÖÐVARSDÓTTIR Fiskilæk, andaðist i Sjúkrahúsi Akranes, fimmtudaginn 16 september Börnin t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jaðarför móður minnar INGIBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR Þóra Ottósdóttir og fjölskylda t Alúðarþakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför móður okkar MARlU E. EYJÓLFSDÓTTUR. Laugavegi 133 Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarkonum og læknum og öðru starfsfólki Heilsuverndarstöðvarinnar, fyrir frábæra umönnun Kolbrún Jónsdóttir Reynir Vilbergs Sólveig Vilbergs Bára Vilbergs Alda Acre tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. efst í huga þakklæti fyrir alla þá ástúð og umhyggju sem hún sýndi mér alla tíð og sfðar eiginmanni mfnum og litlu dóttur okkar. Sfst hefði mér dottið f hug er hún kom f heimsókn á heimili okkar sunnu- daginn 12. september svo kát og hress, eins og henni var svo eigin- legt, að svo stutt væri til umskipt- anna, þó getum við varla trúað þvf að amma sé horfin að fullu þvf svo ótrúlega fljótt dundi þetta yf- ir. Minning frá liðnum árum er mér efst f huga. öll jól eftir að afi dó árið 1967 var amma með okkur pabba, mömmu og systkinunum á aðfangadagskvöld og vona ég að minningin um þær ljúfu stundir okkar mildi söknuðinn sem verð- ur við brottför hennar. Fórnfýsi og trúmennska einkenndu öll hennar störf. Það var ekki verið að spyrja hvað klukkan væri, heldur að ljúka sem mestu dags- verki á hvaða sviði sem var, og margan sokkinn hafði hún prjón- að áður en venjulegur vinnudag- ur hófst, þvf þannig var hún, hugsaði alltaf fyrst um það sem henni var kærast en ekki sjálfa sig. Ég veit að margar litlar hendur og litlir fætur, fleiri en okkar systkinanna, nutu hlýjunnar af handarverkum hennar og þá ekki síst litlu Iangömmubörnin nú á síðustu árum. Pabbi og mamma, bræður mínir og fjölskyldur þeirra kveðja ömmu með hjartans þökk fyrir alla hennar ást og umhyggju Guð blessi hana Emma Guðlaug Eiríksdóttir Minning: Garðar Már Vilhjálmsson Fæddur 26. ágúst ’35 Dáinn 15. ágúst ’76. Ég hugsaði um, hvernig ég ætti að skilja það, það var erfitt f aug- um mínum. Þannig mælir hebreska sálmaskáldið. Enn í dag eru orð hans f fullu gildi, en þó einkum við þá staðreynd, hve okkur gengur iila að skilja eða sætta okkur við þá erfiðu lffs- reynslu, þegar ungir menn hverfa í blóma á vormorgni lifsstarfsins frá þeim mörgu ástvinum, sem binda vonir sínar við þá. En lífið er svona. Við erum fædd kvikber hingað í heim, van- máttug á allan hátt og ekki með meðvitund um einstaklingseðli okkar fyrr en eftir langan tíma. En þegar að er gáð, helst þessi aðstaða okkar áfram. Við erum alltaf kvikber og óvarin fyrir hin- um miklu lögmálum heimsrásar- innar og meðvitundarlftil gagn- vart ráðsályktunum Guðs föður. Þess vegna erum við svo óvið- búin og óvarin gagnvart ástvina- missi og fáum þá stór sár, sem seint eða aldrei gróa. En þegar skilning og þrek brestur þá vfsar kristindómurinn okkur inn á gróðurlönd trúarlífsins, þar sem við fáum huggun og græðslu í sorg og söknuði. Inn á það land vonanna leita nú ástvinir Garðars M. Vilhjálmsson- ar við burtför hans. Garðar Már Vilhjálmsson var fæddur á Sólbakka í Höfnum 26. ágúst 1935, yngstur af fjórum börnum, sem lifðu hjá þeim hjón- um, Ástríði Þórarinsdóttur og Vil- hjálmi Magnússyni, formanni að Brautarhóli í Höfnum. Einn son misstu þau, Magnús Marel, sem var tvfburabróðir Garðars. A lífi eru nú bræður hans tveir, sem búa f Keflavák og systir sem bú- sett er í Bandaríkjunum. Garðar ólst upp f föðurhúsum. Hann varð strax skemmtilegur ungur maður. Það bar margt til þess. Hann var lipurmenni, góð- lyndur og jafnlyndur og ætfð bjart f návist hans. Þetta markaði bjarta lífsbraut hans, bæði í föð- urhúsum og f atvinnulífi hans og ekki sfzt í hjúskap hans. Hann kvæntist 27. aprfl 1958 eftirlif- andi konu sinni, Elsu Lilju Eyjólfsdóttur, fallegri og góðri konu, og varð sambúð þeirra hin ástúðlegasta alla tíð. Þau eignuð- ust fjögur börn, Magnús Marel, Júlfönu Rögnu, Guðbjörn og Sævar Má. Þau eru öll efnisbörn. Garðar vann við akstur hjá Að- alstöðinni í Keflavfk, en þess á milli hjá Olíufélaginu Esso á Keflavíkurflugvelli. Hann átti alls staðar góða starfsfélaga og vini, þar sem hann vann. Sú vin- átta og tryggð kom fram á fagran hátt hjá þessum vinnufélögum hans. Þeir vitjuðu hans oft f hinztu veikindum hans og styttu honum stundir ásamt mörgum öðrum. Garðar var mjög hneigður fyrir sjómennsku. Hann var nýbúinn að kaupa sér bát, áður en salfur- þráðurinn slitnaði, eins og predik- arinn orðar það. Sjómennskan var f ættarblóðinu, faðir hans og föð- urafi báðir úrvalsformenn. Hefi ég undirritaður alltaf sótt fróð- leik til Vilhjálms föður Garðars, þegar ég hefi talað við hann um sjómennsku. í móðurætt Garðars eru líka sjógarpar og fádæma forkar í vinnuafköstum eins og Ólafur stóri, sem ég hef skráð þátt um, en hann var móðurbróðir Ástrfðar móður Garðars. Sjálf hefur Ástríður verið ákaflega dugleg um ævina en það þekki ég bezt, sem þetta skrifa. Við erum uppeldissystkini. Sjómennska og dugnaður var því meðal annars ættararfur Garðars. Honum hefði vel farnast með bátinn sinn, ef honum hefði enzt aldur og þrek til. Hildur, systir Garðars, kom- heim frá Bandaríkjunum, þegar hún frétti um veikindi hans. Hún var hér í sex vikur og var hjá honum daglega. Á sama hátt not- uðu bræður og systursonur hans hverja stund til þess að vera hjá honum. Það er ekki árafjöldinn, sem er þýðingarmestur, heldur hitt, hvernig farið er með þau ár, sem okkur eru úthlutuð. í þeim efnum var Garðar gæfumaður. Af öllum þeim línum, lóðum og færum, sem hann handlék um ævina, fór þó sjálfur lífsþráðurinn bezt i hönd- um hans. Það skipti mestu máli. Þar var hann hamingjunnar barn. Hann fæddist af hraustum og heilbrigðum foreldrum, eignaðist indæla konu og góð börn. Hann eignaðist velvild og vináttu þeirra, sem hann var með á lífs- leiðinni. Það sýndi hin dæma- lausa mikla samúð, sem Keflvík- ingar og fjöldi annarra vottuðu við útför hans og hin ágæta og hugljúfa kveðjuræða, sem nýi presturinn þeirra flutti þá. Hans ágætu konu, Elsu Lilju Eyjólfsdóttur, og börnunum bið ég Guð að gefa huggun, styrk og handleiðslu á öllum komandi tím- um. Bænir, og blessunarorð fylgja Garðari yfir á morgunlandið eilffa. Jón Thorarensen. útfaraskreytlngar blómoucil Groðurhusið v/Sigtun simi 36770 Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.