Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976
Minnispenmgar
HINN mikli fjoldi minnispeninga,
sem sleginn hefir verið undanfarin
ár, hefir létt pyngju margs mynt-
safnarans. Nú er það auðvitað
ekki svo, að allir myntsafnarar
safni minnispeningum; alls ekki.
Þó eru þeir nú býsna margir, og
þetta vita þeir, sem láta slá minn-
ispeninga, af einu eða öðru tilefni.
Það er nefnilega frjálst hverjum
og einum að slá, eða láta slá
minnispeninga Jafnframt er það
svo hverjum og einum frjálst að
velja og hafna í hvert skipti, hvort
hann vill kaupa þennan eða hinn
peninginn. Flestir eða allir minnis-
peningarnir, sem slegnir hafa ver-
ið hér á landi, eða slegnir hafa
verið erlendis fyrir íslenzka aðila,
hafa verið slegnir i fjáröflunar-
skyni, að einu eða öllu leyti. Mjög
misjafnlega hefir verið vandað til
minnispeninganna, og þeir hafa
verið seldir misjafnlega dýrt. Ég
mun nú víkja nokkrum orðum að
því, hvaða eiginleika minnispen-
ingur þarf að hafa til þess að
verða góður safngripur.
Það er þó alls ekki neitt skilyrði,
að minnispeningurinn þurfi að
hafa alla þá eiginleika, sem upp
taldir verða.
1. Tilefnið þarf að vera mikið,
eða gott. Sem dæmi um þetta
atriði má nefna: Alþingishátíðin
1930, Þjóðhátíðin 1974, Heima-
eyjargosið 1973 (það var mikið
tilefni, þótt ekki væri það gott),
Hundrað ára afmæli Þjóðminja-
safnsins 1963, Ólympiuleikarnir
o.s.frv.
2. Opinber, ábyrgur aðili standi
að útgáfunni. Sem dæmi má
nefna Ólympíunefnd íslands, sem
látið hefir slá peninga 1972 og
1976, borgarstjórn Reykjavíkur,
sem lét slá peninga 1974, stjórn
félags Sjálfstæðismanna í Austur-
bæ, Norðurmýri, sem lét slá pen-
ing 1975, Stjórn KR, sem lét slá
KR peninginn. Svona mætti lengi
telja.
3. Hámarksupplag peningsins
þarf að tilkynna opinberlega.
Helzt, og það eykur gildi minnis-
penings verulega, þarf að slá núm-
er peningsins og heildarfjölda
þeirra í rönd peningsins. Er þetta
mjög að verða algengara á sein-
ustu 2 árum.
4. Tilkynna þarf, og helzt að slá
einnig i röndina, hvaða málmur er
í peningnum, t.d. 999 eða 925
silfur; brons eða þá hvaða blanda
af gulli er i peningnum. Ekki er
alltaf hægt að koma þessum upp-
lýsingum í rönd peningsins og
verður þá að duga, að þessar upp-
lýsingar fylgi með á spjaldi, þótt
ekki sé það eins gott.
5. Samkeppni, helzt opinber,
verði um hönnun penings. Mjög
hefir skort að þessu atriði hafi
verið gefinn nægur gaumur hér á
landi. Það er alveg ótrúlegt, hve
hægt er að koma smekklega fyrir
mörgum smáatriðum á ekki stærri
flöt en minnispening. Og á sama
hátt að skemma góða hugmynd
með lélegri útfærslu islenzkir
listamenn ættu að fá miklu fleiri
tækifæri en þeim hafa verið gefin.
6. Minnispeningur sé sleginn
hjá þekktum og viðurkenndum að-
ila, sem hefir í sinni þjónustu góða
mótagrafara Það er nefnilega alls
ekki sama, hvernig mótin eru
gerð. Þarf mikla kunnáttumenn til
að útfæra rétt hugmyndir lista-
mannsins. sem hannaði pening-
inn. Einnig eru betri tæki til slátt-
unnar hjá stærri myntsláttum,
tæki til að slá upplagsstærð og
aðrar upplýsingar í rönd penings-
ins. Og betri tæki til að upplýsing-
ar um málminnihald séu réttar,
eins og sagt er í peningnum, og
ábyrgð tekin á þvi atriði.
7. Mótin á svo annaðhvort að
varðveita hjá opinberum aðila, svo
sem Þjóðminja eða byggðasafni,
eða eyðileggja þau i viðurvist
fógeta. Skal tilkynnt hvor kostur-
inn hefir verið valinn. Er þetta
sjálfsögð ráðstöfun, svo ekki verði
um endursláttu að ræða, i blóra
við upphaflegt, tilkynnt, upplag.
Minnispeningar eru alltaf án
verðgildis og eru þannig ólíkir
myntinni. Margir gamlir danskir
kóngaskiptapeningar, tveggja
krónu silfurpeningar yfirleitt, eru
eftir RAGNAR
BORG
skráðir sem mynt. Örfá eintök af
þessum peningum voru vanalega
slegin án verðgildis, en eru varla
til hér á landi. Alþingishátíðarpen
ingarnir frá 1930 hafa verðgildið
2, 5 og 10 krónur slegið í rönd
peninganna. Alþingishátíðarpen
ingarnir eru þó ótvirætt minnis-
peningar en ekki mynt, þótt sums
staðar séu þeir skráðir sem mynt í
erlendum myntverðlistum. Dr.
Kristján Eldjárn hefir ritað um Al-
þingishátíðarpeningana i Árbók
Hins islenzka fornleifafélags árið
1962. Fæst grein þessi einnig sér-
prentuð. Er þar fjallað mjög ítar-
lega um gerð Alþingishátíðarpen-
inganna, hvernig og hvers vegna
þeir voru gerðir o.s.frv. Vil ég
benda sem fiestum á að lesa þessa
grein þvi hún er bæði fróðleg og
skemmtileg. Sýnishorn þess
hvernig orðhagur fræðimaður ger-
ir verki fullkomin skil. Ég las það
nú í sumar einhvers staðar í er
lendum katalóg, að 10 krónu pen-
ingurinn, frá Alþingishátiðinni
væri af mörgum talinn fallegasti
peningurinn, sem sleginn hafi ver-
ið á þeim árum.
Jóns Sigurðssonar 500 krónu
gullpeningurinn frá 1961, 50
krónu peningurinn frá 1968, svo
og silfur 500 og 1000 krónu pen
ingarnir og 10.000 krónu gullpen
ingurinn frá 1974 eru allt skráðir
sem mynt, en ekki minnispening-
ar, þrátt fyrir að þessir peningar
hafa aldrei farið i umferð
Ég er oft að því spurður, hvers
virði þessi eða hinn minnispening-
urinn sé. Þvi er til að svara, að
minnispeningur er málmsins virði,
sem i honum er. Það að sumir
minnispeningar hafa sérstöðu
kemur af fágæti þeirra, fegurð eða
að um hvort tveggja er að ræða.
Eru þeir þá oft seldir dýrari en
málmurinn í þeim annars væri hjá
gullsmið eða koparkaupmanni. Al
þingishátíðarpeningarnir voru til
dæmis seldir á 42.000 krónur hjá
Myntsafnarafélaginu um daginn,
en ætli það fengjust meira en
2—300 krónur fyrir silfrið í þeim.
Þeir eru margir, sem hafa gam-
an af að eiga minnispeninga. Þeir
eru oft afar fallegir og sérstakir og
oft styrkir maður gott málefni og
fær minnispening i staðinn
KEISARAKRÓNA
(Frittillaria imperialis)
Á 16 öld var mikill garðyrkju-
áhugi rik|andi við austurisku
keisarahirðina og árið 1 573 réð
Maximilian keisari annar flaemska
grasafræðinginn Charles ðe l'Ecluse
(Clusius) til starfa við hina keisara-
legu garða í Vinarborg. Hann viðaðí
að sér plöntum víðsvegar að og
þrem árum síðar — árið 1576 —
fékk hann KEISARAKRÓN UNA
ásamt fleiri laukjurtum senda frá
Konstantinópel og nefndi hana á
latinu C0R0NA IMPERIALIS sem
beinlinis þýðir KEISARAKRÓNA. en
nafninu var siðar breytt. Heimkynni
jurtarinnar eru í háfjöllum Indlands
og Kasmir þar sem hún vex i um
3000 m fiæð Hún hefur snemma
borist til landanna fyrir botni Mið-
jarðarhafs, einkum Persiu (Iran) —
kransinum er svo brúskur af gras-
kenndum, grænum blöðum Þetta
einkennilega vaxtarlag jurtarinnar,
ásamt hennar hátignarlega uppruna,
varð þýska skáldinu Brockes tilefni
til heimspekilegra hugleiðinga i litlu
Ijóði sem I lauslegri þýðingu myndi
hljóða eitthvað á þessa leið:
Þú keisara- og kónga-hjörð
svo krýnd og tignuð hér á jörð
með gullí og glæstu fasi.
Sjá, þetta blóm oss lærdóm lér
að loks þitt tigna höfuð ber
kórónu úr grænu grasi
Laukar keisarakrónunnar geta orð-
ið afar stórir eða allt að því eins og
barnshöfuð. og lykta þeir mjög illa
Liklega hverfur þó lyktin við suðu
þvi að i Austurlöndum voru laukarn-
ir etnir með bestu lyst- og eru
hún var meira að segja um skeið
einnig nefnd LILIUM PERSICUM
(Persalilja) þvi talið er að til hennar
sé höfðað á vissum stöðum í bibli-
unni og mynd hennar má sjá á
gamalli mynt frá þeim tima að
„Ágústus var keisari i Rórharborg og
Heródes konungur í Gyðingalandi"
Hún hefur lika breiðst furðu fljótt
um Evrópu þvi aðeins 30 árum eftir
komu hennar til Austurrikis nefnir
Shakespeare hana i leikriti sinu „A
Winthers Tale" Sú skýring hefur
veríð fram sett á hinni öru útbreiðslu
jurtarínnar að gullgerðarmönnum
miðalda hafi þótt gullinbúnir lauk-
arnir liklegir til þess að vera i ætt við
hinn eðla málm svo sem vænta
mátti af jafn tiginni jurt sem
CORONA IMPERIALIS
Keisarakrónan er vissulega mynd-
arleg og hátignarleg jurt. Stöngull-
inn er stinnur, um það bil metri á
hæð, þéttblaðaður neðst, með
kransi af hangandi klukkublómum i
toppi, venjulega rauðgulum en til
eru líka afbrigði með rauðum eða
Ijósgulum blómum Ofaná blóm-
kannski enn. Annars eru þeir sagðir
eitraðir séu þeir etnir hráir Varla
mun þó hætta á að nokkur fari að
leggja sér þá til munns hér á landi
þvi nokkuð yrðu það dýr matarkaup;
Keísarakrónan hefur svolítið verið
ræktuð hér og þrifst bærilega á
hlýjum og skjólgóðum stað i garðin-
um sem ekki liggur undir vatni að
vetrinum og vel nýtur sólar. Það
sem mestum erfiðleikum veldur við
ræktun hennar hér er það hversu
fljót hún er til á vorin og þarf þvi
oftast að skýla henni fyrir vorfrost-
um Hún blómstrar venjulega um
mánaðamótin mai-júni, stendur
lengi i blóma og kemur siðan með
volduga fræbauka, sem prýða hana
það sem eftir er sumars
Sá leiði misskilningur hefur ein-
hvern veginn orðið landlægur hér
að kalla ELDLILJUNA (Lilium
bulbiferum) KEISARAKRÓNU og
eru þær frænkur þó ærið ólíkar i
útliti og allri framgöngu. En þó
ELDLILJAN, sem áður hefur verið
fjallað um i þessum þáttum, sé alls
góðs verð, skal þó „keisaranum það-
sem keisarans er." Ó.B.G.
Briflge
Frá Ásunum: Úrslit siðasta kvölds, þessi: urðu
A-riðill: Stig
1. Haukur Hannesson — Ragnar Björnsson 2. Heiðar Hólm — 199
HaukurIngason 192
3. Trausti Finnbogason - -
Vilhjálmur Þórsson 188
4. Dröfn Guðmundsdóttir —
Erla Sigurjónsdóttir 176
B-riðill:
1. Sigtryggur Sigurðsson —
Sigurjón Tryggvason 195
2. Kristján Blöndal —
Friðrik Indriðason 188
3. Guðmundur Arnarsson —
Jón Baldursson (ul) 187
4. Ingibjörg Halldórsdóttir —
Sigriður Pálsdóttir 181
Meðalskor I báðum riðlum
var 165 stig. Þátttaka var mjög
góð, eða 24 pör.
(Jrslit þessa kvölds eru enn
ein sönnun þess, að allir geta
sigrað. Haukur og Ragnar eru
nýlega farnir að spila saman,
með ágætum árangri. Sama má
segja um þá Sigtrygg og Sigur-
jón. Þeir koma vel út saman,
þannig að Sigtryggur getur
einnig sigrað í Kópavoginum.
Vegna breytinga á spiladögum
BR, má vænta þess, að æ fleiri
spilarar leggi leið sina til As-
anna i vetur, og eru allir þeir
spilarar velkomnir, sem slíkt
hafa i hyggju.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn sunnudaginn 26. sept.,
og eru félagar hvattir til að
mæta, en fundur hefst kl.
14.00.
I vetur fyrirhugar stjórn Ás-
anna, i samráði við Félags-
málastofnun bæjarins, að
halda námskeið eða kennslu í
bridge. Munu yfirvöld í Kópa-
vogi vera hlynnt því máli, en
mál þetta er þó enn á frum-
stigi. Næsta keppni Ásanna, að
loknum sumarbridge, er haust-
keppni í tvimenningi sem er
þrjú kvöld. Nv. haustmeistarar
eru þeir Magnús Aspelund og
Steingrímur Jónasson. öllum
er heimil þátttaka.
Istigakeppni okkar er staðan
nú þessi: Stig
1. Ester J akobsdóttir 15
2. Þorfinnur Karlsson 14
3. Guðmundur Pétursson 9
Næsta kvöld lýkur sumar-
spilamennsku og verða verð-
laun veitt fyrir hana, á fyrsta
haustkvöldi okkar.
Keppnisstjóri.
Frá Bridgefélagi
kvenna.
Vetrarstarf félagsins hófst
sl. mánudag með þriggja
kvölda einmenningskeppni.
Spilað er í þremur 16 para
riðlum.
Röð efstu kvenna er þessi:
Margrét Margeirsd. 118
Ingunn Hoffmann 110
Guðmundía Pálsdóttir 107
Halldóra Guðmundsd. 105
Gerður ísberg 105
Guðrún Jónsdóttir 104
Viktoria Ketilsd. 104
Herdís Brynjólfsdóttir 103
Alda Hansen 103
Halla Bergþórsd. 102
Meðalskor 90 stig.
Önnur umferðin verður spil-
uð á mánudaginn kemur. Spil-
að er i Domus Medica og hefst
keppnin klukkan 20 stundvís-
lega.
A.G.R.