Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976
13
„Hann hafði mikinn áhuga á garð-
rækf yfirleitt, en brátt þróaðist garður-
inn út I að verða svo gott sem rósir
eingöngu. Hann pantaði allar slnar
rósir inn sjálfur og prófaði sig áfram
með ýmsar tegundir og afbrigði og
hikaði ekki við að saga niður tré og
annað til að opna garðinn og grisja
fyrir rósunum "
Ég held að hann hafi náð nokkuð
langt I rósaræktuntnni, því þó hann
væri leikmaður var fólk farið að leita til
hans með ýmis vandamál og vanga-
veltur I sambandi við rósir og ræktun
þeirra."
— Þar fyrir utan var hann mikill
íþróttamaður og vann mikið að íþrótta-
málum, ekki satt?
,,Jú, hann var alla tið eitilharður
Vlkingur og var m.a. einn af stofnend-
um sklðadeildar Vikings, var um skeið
formaður félagsins og á seinni árum I
fulltrúaráði þess. Hann var ákaflega
félagslyndur að eðlisfari og hafði gam-
an af þessari starfsemi. Ég held að það
sé óhætt að segja að hann hafi verið
mjög léttur og yfirleitt var mikið líf I
kringum hann Hann talaði mjög hátt
og var hávær og hann var fljótur að
kynnast fólki, og t.d. voru margir af
mínum vinum einnig vinir hans og
ferðuðust með honum "
— Nú stendur yfir sýning á verkum
föður þins á Kjarvalsstöðum. Hvað get-
urðu sagt okkur um hana?
„Sýning þessi var fyrirhuguð nokkru
áður en hann lézt og hann hafði sjálfur
valið nokkrar myndanna, en það eru
fyrst og fremst 3 aðrir menn, sem
völdu restina og þessi sýning hefði
aldrei komizt á laggirnar án þeirra
hjálpar. Þetta eru þeir Haraldur J.
Hamar, Mats Wibe Lund og Gísli B
Björnsson, en þeir hafa eytt ótal stund-
um við að velja myndirnar og siðan við
aðkoma sýningunni upp. Myndirnar á
sýningunni eru allar stækkaðar I Nor-
egi og siðan settar á sérstakar álplötur
frá Sviss
Allar slnar myndir tók faðir minn á
Nikon og lengst af Nikkonmat El. Frá
fyrstu tið notaði hann alltaf sömu film-
una, Kodachrome II. Það var ákaflega
mikið verk að velja myndir úr öllum
þeim fjölda mynda, sem eftir hann
liggja. Myndirnar eru heldur ekki I
nógu góðri reglu, þótt þær séu nokkuð
vel varðveittar. Hann var mjög fljótur
að velja sérstakt úrval og siðan var
hann með afgangsmyndirnar í plast-
pokum En hann flokkaði myndirnar
ekki þannig að þær væru aðgengilegar
fyrir aðra, né gerði skrá yfir þær, en þó
vissi hann alltaf sjálfur hvar hverja
mynd var að finna. En nú I dag virðast
likur á að samstarf náist við góða aðila
um skrásetningu og dreifingu á mynd-
um hans."
árós.
RÆTT VIÐ
GUNNAR
GUNNARSSON,
UM
FÖÐUR
HANS,
GUNNAR
HANNESSON,
LJÓSMYNDARA
Árni Ásbjarnarson, Hveragerði:
Svalbarðsströnd við Eyjafjörð.
Álverksmiðja við Eyjafjörð?
í Morgunblaðinu fimmtudaginn
9. sept. s.l. er sú frétt að fyrirhug-
aðar séu á næstunni könnunarvið-
ræður á milli Islenskra og norskra
aðila um stofnun álverksmiðju
við Eyjafjörð. Þetta finnst mér
svo ill frétt og óhugnanleg að ég
get ekki látið hjá líða að lýsa
andúð minni á þeirri hugmynd
sem að baki hennar er. í fyrsta
lagi fæ ég ekki skilið hvaða til-
gangi það þjónar fyrir okkar land
og þjóð að auka hér stóriðju, sem
án efa veldur aukinni mengun i
lofti, á láði og í legi. Og það á
þeim tímum sem okkur vantar
fólk til starfa en ekki atvinnú
fyrir fólkið. Á tíma þegar við
flytjum úr landi mikið af okkar
sjávarafurðum sem hálf unnið
eða óunnið hráefni I stað þess að
vinna það hér heima að sem
mestu leyti í neysluhæfa mat-
vöru. Auk þess sem margir mögu-
leikar eru fyrir auknum iðnaði úr
mörgum öðrum tegundum inn-
lends hráefnis.
Staðarvalið:
Þá finnst mér staðarvalið hin
mesta fjarstæða og ósvinna gagn-
vart verndun lands og lýðs. Eyja-
fjörður er ein veðurbliðasta sveit
landsins. Hann er á annað hundr-
að km. á lengd frá ystu nesjum til
innstu byggða með fjallaraðir á
báðar hliðar. Við botn fjarðarins
er höfuðborg norðurlands, Akur-
eyri. Ut með firðinum beggja
vegna eru kaupstaðir og þorp.
Veðráttu er þannig farið i þessari
byggð að jafnvel á heitum sólar-
dögum kemur hafgola inn fjörð-
inn siðari hluta dagsins og þar að
auki gætir norðanáttar nokkuð
inn fjörðinn, þegar hún ríkir fyrir
norðurströnd landsins sem oft vill
verða. Hugsum okkur hve mikilli
hættu er stefnt að Akureyringum
og innsveitungum Eyjafjarðar
með því að reisa og reka álverk-
smiðju út með firðinum.
Heilsuhæli f Eyjafirði:
Um árabil hefir verið af Nátt-
úrulækningafólki, bæði norðan
lands og sunnan, unnið að undir-
búningi byggingar náttúrulækn-
ingahælis í Eyjafirði. Fram undir
þetta hefir slíku hæli helst verið
hugsaður staður að Skjaldarvík,
vestan megin Eyjafjarðar. Á síð-
ustu mánuðum, eða frá þvl að
heitt vatn tók að streyma úr iðr-
um jarðar um borholur við Lauga-
land á Staðarbyggð hefir þó fjölg-
að þeim sem vilja láta reisa nefnt
hæli á Laugalandi, þar sem jarð-
hitinn er við höndina. Hvað sem
endanlegt kann að verða um stað-
arval fyrir sllkan heilsubótarstað
er það fjarstæða að hugsa sér
verksmiðju I nágrenni hans.
Allir unnendur hreinleika og
heilbrigðs lifs, leggjumst á eitt og
frábiðjum okkur óhollustu stór-
iðnaðar hvar sem er á okkar fagra
og góða landi og þó einkum inn i
þröngum fjörðum og dölum því
þar er mengunarhættan mun
meiri en út á annesjum þar sem
vindar ná betur að hreyfa loftið.
ÞJÓNUSTA
ÁN AFGJALDS
FYRIR ÖLL
VERSLUNARFYRIRTÆKI
Við getum aðstoðað
yður við að finna
nýjar vörur
i New York riki fæst einna mest af verslunar-
varning á byggðu bóli Framleiðslan er gífurleg
og verðlagið samkeppnishæft — allt frá raf-
eindakerfum og vélum til fatnaðar
Þar er að finna vörur, sem fyrirtæki yðar kanrr
að þarfnast nú þégar
Við getum veitt yður opinbera ÞJÓNUSTU
ÁN AFGJALDS og látið framleiðendur i New
York riki yita um þarfir yðar
Allt sem þarf að gera er að skrifa okkur á
bréfsefni fyrirtækis yðar, lýsa nákvæmlega
vörunum, sem þér hafið áhuga á og, hvernig þér
hyggist nota þær Látið okkur vita hvort fyrirtæki
yðar mundi kaupa vörurnar fyrir eigin reikning
eða í umboðssölu Getið um banka yðar. við-
skiptasambönd yðar i Bandarikjunum eða
annars staðar erlendis, venjulega greiðsluskil-
mála (bankaábyrgð eða annars konar) svo og
aðrar upplýsingar sem seljanda koma að gagni
Sendið bréf yðar i flugpósti til:
New York State Department
of Commerce
DEPT. LAFC
International Division
230 Park Avenue New York,
N.Y. 10017 U.S.A
TELEX: 666705.
Þegar við fregnum frá yður munum við senda
upplýsingarnar til framleiðenda i New York riki
sem best geta þjónað fyrirtæki yðar Þeir munu
svara yður beint
Svar berst fyrr ef beiðnir eru skrifaðar á ensku.
NewYork
Statei
Skrifstofur
í London
og Tokyo
Vi8 flytjum meira út en flest lönd