Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976
5
BRfiun* BRflun•BRflun* BRflun•BRflun
Pfaff hf. hefur tekiö við BRAUN
umboöinu af Raftækjaverzlun íslands
hf., sem sagði umboðinu lausu að
eigin ósk. Umboðið tekur til allra
BRAUN vörutegunda nema
Ijósmyndavara og hljómflutningstækja.
Þar með bætist enn eitt heimsþekkt
vörumerki í umboðaskrá fyrirtækisins.
Við höfum gert ráðstafanir til að koma
á fót góðum varahlutalager og
viðgerðarþjónustu — og á það
jafnt við um ný sem eldri tæki.
Við getum nú þegar boðið þær
BRAUN vörur sem myndirnar sýna.
Ennfremur eigum við BRAUN ávaxta-
og berjapressur, kaffivélar og
rafmagnsblástursofna. Væntanlegir
eru BRAUN kveikjarar. Lítið við
einhvern daginn, og kynnist hinum
glæsilegu BRAUN vörum.
Hoirsfyling-Set
plus2
BRflun
brRuh
Hársnyrtitæki, 2 gerðir
Verzlunin
PFAFF
Skólavörðustíg og
Bergstaðastræti — Sími 26788
Akranes-
kirkja
80 ára
SUNNUDAGINN 19. sept. verður
þess minnzt að Akraneskirkja er
80 ára á þessu ári en hún var vfgð
23. ágúst 1896.
1 tilefni afmæiisins verður
hátfðarguðsþjðnusta f krikjunni
klukkan 14.00. Biskup Islands,
herra Sigurbjörn Einarsson,
prédikar og sr. Jón M. Guðjðns-
son fyrrverandi sóknarprestur les
kafla úr vfgsluræðunni, sem sr.
Jón A. Sveinsson prófastur flutti
er hann vfgði krikjuna. Altaris-
þjónustu annast sr. Leó Júlfusson
prófastur og sr. Björn Jónsson,
sóknarprestur. Krikjukórinn
syngur, organisti er Haukur Guð-
laugsson.
Um kvöldið klukkan 21.00 verð-
ur kvöldvaka 1 kirkjunni. Þar flyt-
ur ræðu sr. Jón Kr. Isfeld, fyrr-
verandi prófastur. Einnig flytur
kirkjukór tónlist og orgelleikari
verður Haukur Guðlaugsson söng-
málastjóri.
I sambandi við afmælishátíðina
verður haldinn aðalfundur Hall-
grímsdeildar Prestafélags Islands
og verða prestar deildarinnar
þátttakendur f hátíðarhöldunum.
Réttað í nágrenni
Reykjavíkur um
og eftir helgina
Um helgina og fyrrihluta næstu
viku verður fé réttað í réttum f
nágrenni Reykjavíkur. Á morgun
, sunnudag verður réttað LÖg-
bergsrétt og verður féð komið í
réttina milli kl. 15—16. Lögbergs-
rétt stendur á völlunum fyrir of-
an Lögberg og sést vel af Suður-
landsveginum, þegar ekið er í
austur. Réttað verður í Hafra-
vatnsrett á mánudagsmorgunin
og í Húsmúlarétt við Kolviðarhól
sfðdegis á mánudag en komið
verður með féð í réttina milli kl.
14 og 15. Aðrar réttir í nágrenni
Reykjavfkur verða sem hér segir:
Kjósarrétt þriðjudaginn, 21.
september, Kollafjarðarrétt og
Selvogsrétt á miðvikudag og
ölfusréttir við Hveragerði á
fimmtudag.
VESTUR-Islendingurinn Valdi-
mar Jakobsson Lfndal dómari er
iátinn f Calgary f Kanada, 89 ára
að aldri. Walter Lfndal, eins og
landar hans kölluðu hann gjarn-
an, var mjög vpl þekktur maður.
Fjöimargir Islendingar vestan
hafs og á Islandi höfðu af honum
persónuleg kynni og nær allir
Vestur-íslendingar a.m.k. þekktu
bækur hans og rit og vfðtæka þátt-
töku hans f opinverum máium.
Einnig var hann vei kunnur öðr-
um kanadfskum samlöndum sfn-
um, segir f ritstjórnargrein, sem
birtist um hann látinn f dagblað-
inu Winnipeg Press.
Valdimar Lfndal var fæddur að
Forsæludal f Vatnsdal í Húna-
vatnssýslu 22. apríl 1887, sonur
Jakobs Hanssonar Líndal og
önnu Hannesdóttur bg fluttist
með foreldrum sínum á fyrsta ári
til Kanada. Hann lauk BA-prófi
frá Manitobaháskóla í stærðfræði
1911 og lögfræðiprófi 1914. Eftir
lok heimsstyrjaldarinnar fyrri,
sem hann tók þátt f, stundaði
hann málafærslustörf í félagi við
konu sfna, Jórunni Magnúsdóttur
Hinriksson úr Þingvallabyggð,
sem einnig var lögfræðingur. En
hún dó frá tveimur ungum dætr-
um þeirra, Ruth og Elisabetu,
1941. 1950 kvæntist hann síðari
konu sinni, Guðnýju Sigurbjörgu
Magnússon, sem látin er fyrir fá-
um árum. Walter Lfndal var hér-
aðsdómari f Manitoba f 20 ár, og
viðurkenndur merkismaður og
sómi sinnar stéttar, segir höfund-
Vaidimar Lfndal dómari.
ur fyrrnefndrar ritstjórnargrein-
ar. Lfndal dómari beitti mjög
kröftum sfnum og tíma til að efla
kanadfska þjóðarkennd og varð-
veita um leið sérkenni hinna
ýmsu þjóðarbrota þar. Hann
stofnaði og var um árabil formað-
ur nefndarinnar Citisenship
Council of Manitoba. Hann stofn-
aði blaðamannafélagið Canada
Press Federation, sem nær yfir
öll kanadfsk blöð á öðrum tungu-
málum en ensku. Hann lét fá op-
inber mál afskiptalaus, og tók
þátt í stjórnmálum, þar til hann
varð dómari.
Walter Líndal skrifaði tvær
bækur um Islendinga vestanhafs,
The Saskatchewan Icelanders, A
strand of the Canadian Fabric og
The Icelanders in Canada, sem
tilheyrði bókaflokknum Canada
Ethnica, sem gefinn var út í til-
efni af aldarafmæli þjóðarinnar
1967. Auk þess liggja eftir hann
ýmis rit, er fjalla um kanadísk
þjóðmál og fjöldi ritgerða og
blaðagreina og hann var f rit-
nefnd tfmaritsins The Icelandic
Canadian frá byrjun og formaður
hennar f mörg ár. Þá átti Líndal
sæti i ýmsum opinberum nefnd-
um, var formaður National Em-
ployment Committee um skeið.
Hann lét félagsmál Islendinga í
Winnipeg til sín taka, sat f stjórn
Þjóðræknisfélagsins í Vestur-
heimi, var einn af stofnendum
The Icelandic Canadian Club og
formaður félagsins f nokkur ár,
og var ötull starfsmaður og einn
af stofnendum Canada Iceland
Foundation.
Stuðmenn á Lækjar-
torgi á sunnudag
2 nýjar plötur komnar út hjá Steinari h.f.
Hljómplötuútgáfan Steinar hf. hef-
ur látið tvær nýjar plötur frá sér fara
— í kreppu og Tivoli.
Á hinni fyrmefndu koma fram sex
hópar tónlistarfólks. svo sem Diabol-
us in Musica. Dögg. Kaktus, Lið-
sveitin, Ómar Óskarsson og Þokka-
bót og fjalla listamennirnir um
kreppur af ýmsu tagi.
Hin platan. Tivoli, er með Stuð-
mönnum og viSfangsefni hennar er
gamla góða tivoli i Vatnsmýrinni.
Greint er frá þvi helzta sem á boð-
stólum var i Tivoli til afþreyingar og
skemmtunar og nokkrar persónur
koma við sögu.
f fréttatilkynningu frá Steinari hf.
segir, að þó platan virðist eingöngu
vera létt og hress hljómplata, hafi
hún dýpri og alvarlegri undirtóna.
Stuðmenn virðast hafa fullan hug
á þvi að gera Tivoli aftur að veru-
leika i borgarlífinu, því að þeir hafa
hvatt alla stuðningsmenn málefnis-
ins til að koma á Lækjartorg kl. 4 á
sunnudag. þar sem þeir ætla að leika
nokkur lög af þessari nýju plötu.
Fleira verður til skemmtunar, en allt
er þetta háð samvinnuvilja veður-
guðanna, sem sáu vist aðallega fyrir
því að Tivoli lognaðist út af i gamla
daga.
<stupmen(5>
TIV0L0'
Hrærivélar, 2 gerðir
Rakvélar, 6 gerðir
Krullujárn
Hárþurrkur, 2 gerðir
BRflun
HÖNNUNí
SÉRKLASSA
Klukkur, 4 gerðir
Merkur V-íslendingur látinn