Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 Dr. Karl Kortsson héraðsdýralæknir, Hellu: Nýting sláturúr- gangs og skrokka Framleiðsluvörur landbúnaðar- ins eru fyrst og fremst afurðir húsdýra, sem eru aðallega alin I þeim tilgangi að fullnægja eggja- hvftuþörf manna. (Jrgangur frá slátrun og úrvinnslu sem og hræ dýra, sem fallið hafa vegna sjúk- dóma og sauðfjárveiki, krefst öruggrar eyðingar til að forðast hættur, sem heilsu manna og dýra eru búnar. Umbreyting úrgangs dýra f verð- mæt efni til dýrafóðurs hefur mikla þjóðhagslega þýðingu. Snemma á öldum gerðu menn sér ljósa þá hættu, sem stafaði af dauðum dýrum. Til dæmis setti Karl mikli keisari lög um sérstaka sorphreinsunarstaði. Hinar vís- indalegu niðurstöður gerlafræði- rannsóknanna i lok 19. aldar færðu mönnum heim sanninn um, að greftrun dýraskrokka nægði ekki í baráttunni gegn útbreiðslu dýradrepsótta. Þá voru í öllum menningarlöndum settar reglur um sorphreinsun undir eftirliti ríkisins. Þegar miltisbrands og annarra smitandi sauðfjársjúk- dóma varð vart á tslandi, var það oft vegna þess að skrokkum hinna sýktu dýra var ekki brennt, heldur voru þeir grafnir. Með auknum fólksfjölda sem og vegna sjálfstæðishreyfinga og bættrar tækni urðu hlutverk lög- Nýja Palnwlivesápan heldur húöinni mjúkri og unglegri. Olífuolían í Palmolivesápunni og hið silkimjúka löður gefur húðinni mýkt og heldur útliti yðar ungu og fersku. Palmolivesápan meö olífuolíu heldur húð ybar ungri á edtikgan hátt. gjafans fjölþættari. Þannig voru sett lög I Vestur-Þýzkalandi 2. september 1975 um eyðingu dýra- skrokka, skrokkhluta og afurða af dýrum, en þau stuðla mjög að því að auka framleiðni dýrabúskapar og efla umhverfisvernd. Þegar ég tók við starfi mínu sem héraðsdýralæknir fyrir 26 árum, vakti það undrun mína, að slátur- úrgangur skyldi ekki vera nýttur á Islandi né heldur dýrahræ og óætt kjöt. 1 skýrslum mínum til yfir- valdanna hef ég oft vakið athygli á nauðsyn vísindalegrar umbreyt- ingar sláturúrgangs í dýrafóður til þess annars vegar að hindra út- breiðslu dýrasjúkdóma (garna- veiki o.s.frv.) og hins vegar til verndunar umhverfisins meðal annars með því að hamla gegn fóðrun rotta, máva, hrafna o.s.frv. Tillögur Ingólfs Jónssonar al- þingismanns, um nýtingu úrgangs til að stuðla að því, að Island verði sjálfu sér nægt um fóður, eru mjög markverðar. Árangur Kjötmjöls- vinnslu Kaupfélags Borgfirðinga sýnir, að úr sláturúrgangi frá ár- inu 1975 er hægt að vinna 211 tonn af kjötmjöli og 76 tonn af fituefn- um til iðnaðar. Á Islandi vantar viðhlitandi lög um skyldur til eyðingar dýra- skrokka og úrgangsefna dýra (til- kynningarskyldu — afhendingar- skyldu án endurgjalds — öruggum flutningi með fjárhagslegum til- styrk ríkisins — tilhögun úr- vinnslu og eftirlit í Héraði). Að því er mér er kunnugt, er aðeins um eftirtaldar reglugerðir að ræða hérlendis um þessi efni: Auglýsingu nr. 10 frá 22. janúar 1964. Reglugerð nr. 205 frá 1967 9. gr./8. Reglugerð nr. 168 frá 1970 — Hártoppar Framhatd af bls. 11 að fara í sund með hann, en það þolir hinn toppurinn alls ekki Sé farið með nettopp í vatn hleypur netið og toppurinn verður of litill og einnig geta hárin i toppinum losnað og hvaða gagn gerir það nú þeim sem kaupir topp til að skýla berum kolli sinuml Plast-toppinn má þvo úr shampói, en net-toppinn verður að hreinsa úr kemiskum efnum, því sé sett i hann sápa þá raknar hárið frá netinu og þannig verður óviðráðanlegt hárlos Enn eitt atriði sem kemur hér við sögu er að plast-botninn frá Frisetta er þannig úr gerði gerður að ytra lagið er nákvæm eftirliking hörunds, og sést þvi ekki að utan að um plast sé að ræða, sjáist í hársvörðinn. Þessu er náttúrulega öfugt farið með net-toppana, þvi þar er strax hægt að sjá að maðurinn er með topp. sláist hárið á toppnum þannig til að hársvörðurinn sjáist " Villi rakari sagði okkur að það sem sagt hefði verið i greininni um viðgeðarmöguleika á hártoppum orkaði mjög tvlmælis „Það var sagt að ekki væri hægt að gera við toppana sem væru með plastbotni, en það er rangt Frisetta gerir við slika toppa, sé þess óskað Það ber þó sjaldan við þar sem það er ekki miklu dýrara.að kaupa nýjan topp og viðgerð er heldur aldrei endingargóð Þá var þvi vel haldið á loft að hægt væri að lita net-toppana þegar þeir færu að upplitast Þarna ■ gleymdist að geta þess að sú litun endist aðeins i þrjá mánuði og er þvið mjög dýr fjárfesting í þessu sambandi vil ég geta þess að net-toppar Mandeville eru um þrefalt dýrari en plast-toppar Fris- etta, og þar sem viðgerð Mandeville net-topps nemur um 'A af verði nýs topps þá borgar það sig hrein og beint að kaupa nýjan Frisetta-topp með plastbotni, þarsem hann er ekki endingarminni Villi rakari sagðist fara reglulega út og kynna sér alla þróun i gerð hártoppa og væri þvi óhress yfir að menn sem ættu að hafa kunnáttu á þessu sviði héldu beinlínis fram vit- leysu, einsog hann sagði enska hár- kollumanninn gera i viðtalinu um daginn ,,Það er allt of alvarlegur hlutur sem um er að ræða og þvi ekki gott að gefa villandi upplýsing- ar, einungis til að geta selt dýrustu vöruna," sagði Villi „Mér fannst það sem haldið var fram i umræddri grein, nánast mjög sérkennilegur söluáróður, þegar þessir menn ættu að vita að net- toppar eru algjörlega að leggjast niður eins og tölurnar og þrótmin gefa til kynna," sagði Vilhelm Ingólfsson að lokum r Dr Karl Karlsson 33. gr. Heilbrigðisreglugerð nr. 45 frá 1972 og Reglugerð nr. 286 frá 1973 4. gr. Nytsemi úrvinnslustöðvar, eins og hér er um að ræða, fer eftir staðsetningu verksmiðjunnar. Sá úrgangur, sem til félli, er kominn undir fjölda fjár á svæðinu og því, hversu oft sláturúrgangur myndi berast og dýraskrokkar sem og vegalengdum við flutninga. Verk- smiðjan yrði að vera lágmarks- stærðar til að standa undir fjár- magns- og rekstrarkostnaði. Vegna hins mikla flutningskostnaðar og af heilbrigðisástæðum eru vega- lengdirnar takmörkunum háðar. En þar sem ríkið hlyti að láta sig hættulausa og hagkvæma eyðingu úrgangs miklu skipta vegna vernd- unar umhverfisins, ætti það að bera hluta af flutningskostnaðin- um. Með slíkum stuðningi kæmi ríkið til móts við kröfur almenn- ings — tæki tillit til almanna- þarfa. Verksmiðjan yrði að vera mið- svæðis miðað við þá aðila, sem skiluðu úrganginum. Úrvinnslu- stöðin yrði að vera vel einangruð hið ytra sem að innri byggingu til að forðast að verða umhverfinu til byrði vegna sýkingarhættu, óþefs og skolps o.s.frv. Að mínu áliti væri það einnig hagkvæmt, að verksmiðjan yrði höfð nálægt hita- veitu og grasmjölsverksmiðju. Fóðurkögglar, sem gerðir hafa verið af kjötmjöli og grasmjöli, hafa reynzt mjög vel sem dýrafóð- ur. Til að skapa aukið geymsluþol verður kjötmjölið að vera með öllu laust við fituleifar. Úrvinnslustöðin ætti að lúta stjórn dýralæknis. Stofna mætti hlutafélag með forgangsrétti slát- urhúsahafa. Fjölmargar aðferðir eru til við úrvinnslu sem þessa, og eru þær nú á dögum allar fullkomlega sjálfvirkar. Sjálfur þekki ég Alfa- Laval miðsóknaraðferðina, sem með sjálfvirku, lokuðu kerfi vinn- ur kjöt- og beinmjöl, fitu til iðnað- ar og fleira úr úrgangi sláturhúsa og heilum skrokkum við geril- sneyðingu. Þessi úrvinnsla fer fram í þremur meginstigum: 1. Hitun og gerilsneyðingu, 2. Að- greiningu og 3. þurrkun. Með við- bótartækjum er hægt að aðgreina beinmjöl, blóðmjöl o.fl. til fram- leiðslu á verðmætum blómaáburði m.m. Endurnýtingarhlutfallið er 73% af hráefninu. Þau 27%, sefn enn verða úrgangur, geta orðið umhverfinu til óþæginda. Sem úrgangur sláturdýrs verð- ur: (en þó eftir skrokksstærð) 114 kg af nautgrip og hrossi, 8 kg af svíni, 3.8 kg af sauðfé. Það er einfalt reikningsdæmi að finna út árlegt magn úrgangs slát- urdýra I hverju héraði á íslandi til að gera sér grein fyrir hagkvæmni og nytsemi verksmiðjubyggingar. Ef menn leiða hugann að þvf, að árlega er um 700 tonnum í Reykja- vík, um 1300 tonnum frá Sláturfé- lagi Suðurlands á Selfossi og meira en 1000 tonnúm frá 10 öðr- um sláturhúsum á Suðurlandi af hinum verðmætu úrgangshráefn- um á glæ kastað af hugsunarleysi, þá hlýtur að koma að því, að loks- ins verði ákveðið að hefjast handa um byggingu verksmiðju til nýt- ingar sláturúrgangs og skrokka af dýrum. Því bæri mjög að fagna, ef ríkið myndi hafa frumkvæði í þessum efnum og stuðla að því, að hug- myndinni um nýtingu sláturúr- gangs yrði hrundið I framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.