Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 31 REYKJAVlKURMEISTARA- MÓTIÐ f handknattleik hefst nú um helgina og verða þá samtals sex leikir f meistaraflokki karla. Eins og undanfarin ár er þátt- tökuliðunum skipt f tvo riðla, og sigurvegarar f riðlunum keppa sfðan um Reykjavfkurmeistara- titilinn. A mótinu að Ijúka föstu- daginn 1. október, þannig að dag- skráin verður stff hjá handknatt- leiksmönnunum fram til þess tfma. Sami þátttakendafjöldi er f mótinu nú og var f fyrra, eða um 1250 manns. Leikjaniðurröðun f meistara- flokki karla f mótinu verður Laugardagur 18. september: Kl. 15.30: Víkingur — Valur Kl. 16.45: IR — Ármann Sunnudagur 19. sept.: Kl. 14.00: KR — Fram Kl. 15.15: Þróttur — Fylkir Kl. 19.00: Valur — Armann Kl. 20.15: Vikingur — Leiknir Þriðjudagur 21. sept.: Kl. 20.00: Fram — Þróttur Kl. 21.15: Fylkir — kR Fimmtudagur 23. september: Kl. 20.00: Ármann — Leiknir Kl. 21.15: Valur ÍR Laugardagur 25. september: Kl. 15.30: Leiknir — IR Kl. 16.45: Ármann — Víkingur Sunnudagur 26. september: Kl. 14.00: Fram — Fylkir Kl. 15.15: KR — Þróttur Kl. 19.00: Leiknir — Valur Kl. 20.15: IR — Víkingur Miðvikudagur 29. september: Kl. 20.00: Úrslit 7.—8. sæti Kl. 21.15: ÍJrslit 3.-4. sæti Föstudagur 1. október: Kl. 20.00: Úrslit 5.-6. sæti Kl. 21.15: Úrslit 1.—-2. sæti. íþróttafélagið Þór, Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða þjálfara i handknattleik. n.k. keppnistimabil. en félagið leikur i 3. deild. Bjóðum upp á 1. flokks þjálfunaraðstöðu. Allar nánari upplýsingar gefur: Jón Kristjánsson, heimasimi 35716, vinnu- simi 17165. skrifstofu KSI frá kl. 14.00—16.00 alla virka daga. Friðjón heiðraður A STJÓRNARFUNDI KSt s.l. fimmtudagskvöld var Friðjón B. Friðjónsson, gjaldkeri sambandsins, sæmdur silfurmerki KSÍ, og honum þökkuð sérstak- lega vel unnin og mikil störf f þágu KSÍ. Veiting heiðursviðurkenningar- innar var af tilefni fertugs- afmælis Friðjóns. Þjálfaranámskeið hjá KSÍ stigs og mun það hefjast laugar- daginn 2. október n.k. og fara fram f Kennaraháskóla Islands. Verður kennt alla þá helgi og síðan á hverju kvðldi vikuna eft- ir. Rétt til þátttöku I námskeiði þessu eiga þeir sem eru 18 ára eða eldri, hafa meðmæli knattspyrnu- félags og nokkra reynslu sem knattspyrnumenn. Þátttökugjald I námskeiðinu er kr. 5000.- og er námsefnið innifalið í þvl. Um- sóknum ber að skila til tækni- nefndar KSI, Iþróttamiðstöðinni I Laugardal fyrir 25. september n.k. Þeir sem hyggja á þátttöku á námskeiðinu geta einnig fengið nánari upplýsingar um það á Handknattleiksmenn hef ja vertfð sfna fyrir alvöru I dag. Myndin sýnir markakóng Islandsmótsins’ 1 fyrra, Friðrik Friðriksson úr Þrótti 1 viðureign við Gróttuleikmenn. Þótt Ieikmenn þessir berjist ekki á sömu vigstöðvum á næstunni, kemur senn að þvl að þeir leiða saman hesta sina I Islandsmótinu. TÆKNINEFND Knattspyrnu- sambands Islands hefur ákveðið að efna til þjálfaranámskeiðs 1. Símon fer til Bandaríkjanna Simon Ólafsson, hinn kunni körfuknattleiksmaður úr Ár- manni, hélt til Bandarikjanna s.l. miðvikudag og mun dvelja þar næsta vetur. Simon hafði ætlað sér að leika með Ár- menningum i vetur, en lét undan þrábeiðni forráða- manna bandariska liðsins sem hann lék með í fyrra. Mun fjarvera Simonar vafalaust koma illa við Ármenninga, en auk hans missa þeir þá Birgi örn Birgis, Guðstein Ingimars- son og Hallgrím Gunnarsson úr liði sinu. Hins vegar kemur það Ár- menningum til góða áð Jimmy Rogers mun væntanlegur til landsins á næstunni og mun hann leika með liðinu f vetur. STEFAN MEÐITUGÞRAUTINNI BIKARKEPPNI FRl i fjölþraut- um fer fram f dag og á morgun á Laugardalsvellinum, og hefst keppni kl. 14 báða dagana. Alls 011 þau beztu meo i fyrsta FYRSTA sundmótið I nýju sundlaug- inni I Vestmannaeyjum verður haldið á laugardaginn og hefst mótið klukk- an 14. Flest bezta sundfólk landsins verður meðal keppenda, en heldur snemmt er að búast við góðum árangri, þvl sundfólkið er almennt ekki komið T góða æfingu þvi vetrar- timabil sundfólksins er að hefjast um þessar mundir. Iþróttabandalag Vestmannaeyja er 30 ára á þessu ári og er þetta mót liður i hátiðahöldun- um i tilefni afmælisins. IBV gengst fyrir þessu móti i samráði við Sund- samband islands. REYKJANESMÓT I handknatt- leik hefst n.k. sunnudag 19. sept- ember og fer keppnin I meistara- flokki karla fram I Iþróttahúsinu I Hafnarfirði. Alls hafa 9 lið til- kynnt þátttöku í flokknum, og hefur þeim verið skipt í tvo riðla. Vegna þess hversu áskipað er með leiki á næstunni var tekin sú ákvörðun að ljúka mótinu af á tveimur sunnudögum og verða þá leiknir alls átta leikir. Leikdag- arnir verða 19. september og 26. september og er fyrirkomulag leikja sem hér segir: 19. september: Kl. 11.00: FH — UMFN Kl. 12.15: Haukar —Grótta Kl. 13.30: Afturelding — UBK Kl. 14.45: HK — FH Kl. 16.00: Stjarnan — Haukar Kl. 17.15: UMFN — UBK Kl. 18.30: Afturelding — HK Kl. 19.45: IBK — Stjarnan 26. september: Kl. 11.00: UMFN — HK Kl. 12.15: Grótta — Stjarnan Kl. 13.30: Afturelding — FH Kl. 14.45: IBK — Haukar Kl. 16.00: UBK — HK Kl. 17.15: Afturelding — UMFN Kl. 18.30: Grótta — ÍBK Kl. 19.45: FH — UBK Urslitaleikir riðlanna verða til- kynntir slðar en þeir munu einnig fara fram I Iþróttahúsinu i Hafn- arfirði. eru 23 keppendur skráðir til keppni I tugþraut karla og 11 I fimmtarþraut kvenna sem fram fer f einu lagi á sunnudag. Meðal keppenda er allt besta f jölþrauta- fólk landsins. Má þar nefna Stef- án Hallgrfmsson og Elfas Sveins- son I flokki karla og Ingunni Ein- arsdóttur, Ernu Guðmundsdóttur og Láru Sveinsdóttur f flokki kvenna. Þetta mun vera f fyrsta sinn f ár að Stefán tekur þátt f tugþrautar- keppni, en hann hefur sem kunn- ugt er átt við þrálát meiðsli að strfða f sumar. Auk keppni f fjölþrautum fer fram keppni f 3000 m. hindrunar- hlaupi á laugardaginn og hefst það hlaup kl. 15. Það hlaup verð- ur opin ölium sem áhuga hafa á þátttöku. Reykjanesmótið hefst á morgun ISAL golfkeppnin UM HELGINA fer fram á Grafarholts- vellinum siðasta opna golfmótið á þessu ári. og er það ÍSAL-mótið. Keppt er i kvennaflokki með forgjöf og meistaraflokki karla, 1., 2., og 3. flokki karla, án forgjafar. Keppnin hefst kl. 10 á laugardag og verður ræst út fram yfir hádegi. Keppnin er 36 holu höggleikur og verða leiknar 1 8 holur á laugardaginn og 18 holur á sunnudaginn. ÍSAL gefur öll verð- laun, eins og fyrirtækið hefur gert frá upphafi þessarar keppni, en þetta er i sjötta sinn sem hún fer fram. Hichael Ferguson þjálfaði Akurnesinga f störfum hjá félaginu, þótt keppnistfmabilið sumar, sé ekki en hefur á enda. nú hætt Ferguson tók pokann sinn — Jú, það er rétt að Ferguson er búinn að taka pokann sinn, og er farinn frá okkur, sagði Gunnar Sigurðsson formaður knatt- spyrnuráðs Akraness 1 viðtali við Morgunblaðið I gær, en eins og fram kom f viðtali Morgunblaðs- ins við Gunnar eftir leik ÍA og tyrkneska liðsins Trabzonspor á dögunum, þá var kominn fram óánægja með störf Fergusons með Akranesliðið og það sérstak- lega undirbúning hans með liðið fyrir úrslitaleikinn I Bikarkeppni KSl og Evrópubikarleikinn. — Stjórn knattspyrnuráðsins hélt fund með leikmönnum liðs- ins, og þar var samþykkt sam- hljóða, að ef Ferguson færi utan n.k. mánudag myndum við skoða það sem uppsögn hans hjá félag- inu, sagði Gunnar, — var honum tilkynnt þessi ákvörðun, og kvaðst hann þá myndu fara. Kom það okkur satt að segja dálftið á óvart, þar sem við höfðum haldið að hann myndi leggja metnað sinn I það að undirbúa liðið betur undir leikinn I Tyrklandi en hann gerði fyrir leikinn á Laugardals- vellinum. — Það má ef til vill segja að við I knattspyrnuforystunni á Akra- nesi höfum verið linir að taka ekki fastar á þessum málum fyrr, sagði Gunnar. — En bæði var, að erfitt var að fá þjálfara á miðju keppnistfmabili, og eins trúðum við þvf í lengstu lög að Ferguson tæki sig á. Það var ekki fyrr en undirbúningur liðs okkar fyrir bikarúrslitaleikinn hófst að upp úr sauð. Þá fékk Ferguson leyfi til þess að fara snögga ferð tif Englands, m.a. í þeim tilgangi að afla sér upplýsinga um hina tyrk- nesku mótherja okkar f Evrópu- bikarkeppninni. Hann var sex dögum lengur í þeirri ferð en gert hafði verið ráð fyrir og kom ekki með neinar upplýsingar til baka. Afleiðingar þessa voru svo þær að Skagaliðið mætti illa undirbúið í úrslitaleikinn í bikarkeppninni og f Evrópubikarkeppnina og f þessum leikjum misstu Skaga- menn andlitið, ef svo má að orði komast. — Auðvitað gerum við okkur grein fyrir þvf, að það var erfið- ara fyrir Akurnesinga að ná ár- angri f sumar en var t.d. í fyrra- sumar, sagði Gunnar Sigurðsson. — Nokkrir mjög traustir leik- menn hafa hætt. Þar má nefna Harald Sturlaugsson, en ég hygg að fáir geri sér grein fyrir þvf hversu mikilvægur hann var fyrir liðið, Jón Affreðsson sem fór ekki að æfa fyrr en keppnistímabilið var langt komið, eða um sama leyti og við misstum tvo aðra leik- menn: Matthías Hallgrfmsson og Davíð Kristjánsson. — Gunnar sagði að Helgi Hannesson fþróttakennari á Akranesi og fyrrverandi leik- maður með Akranesliðinu myndi undirbúa liðið fyrir seinni leikinn f Evrópukeppninni. Hann gæti hins vegar ekki farið með því utan, og óráðið væri hver stjórn- aði liðinu i leiknum f Tyrklandi. —Að lokum var Gunnar að því spurður hvort þessi reynsla yrði til þess að Skagamenn hættu að fá til sín erlenda þjálfara. — Það tel ég ekki, sagði Gunn- ar, — en vel getur verið að við leitum á önnur mið en áður. Við reyndum f fyrra að fá þjálfara frá Póllandi, og ekki ólfklegt að við könnum þau mál betur. R EYKJAVIKURM EISTARAMOTIÐ I HANDKNATTLEIK HEFST í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.