Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 10
Rabbað við Bjarna Hákonar- son bónda í Haga á Barðaströnd MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 „Rokkurinn er orðinn gamaU, það er ég líka” ÞÆR eru ekki orðnar margar konurnar á landinu, sem enn þann dag i dag vinna alla ull sjálfar sem þær prjóna síðan úr. Eina þeirra hittum við í Litlu- Hlíð á Barðaströnd hún heitir Guðrún Finnboga- dóttir og er 84 ára gömul. Hún nær sér í ullar lagðana sjálf, kembir, spinnur og gerir það sem nauðsynlegt er fyrir ullina áður en hún prjónar úr henni aðskiljan- legustu hluti. Sokkar og vettlingar á yngri sem eldri sendir hún síðan viðs vegar út á land þvi afkomendurnir eru orðnir margir ' og dreifðir um landið. — Hvað heldurðu að þú sért að setja mynd af gamala- menni ein$ og mér í blöðin. Það er tóm vitleysa, segír Guðrún en heldur áfram vinnu sinni. Tekur ullarlagð undan rúmi og byrjar að nostra við hann. — Þegar ég var yngri voru krakkarnir látnir skilja tog frá þeli á kvöldvökunum, nú geri ég þetta bara sjálf. Þar sem ég ólst upp voru oft fjórar konur við að spinna í baðstofunni á kvöldvökunum. Rokkurinn á gólfinu við gluggann vekurathygli okkar og Guðrún byrjar að spinna. — Þessi rokkur kom hingað 1916. Hann smíðaði Albert rokkasmiður á Bíldudal. Maðurinn var annars kallaður rokkadraujari, voða- leg vitleya að kalla manninn þetta, en þetta var víst úr dönsku eins og svo margt annað, segir Guðrún. Hún heldur áfram að spinna, en reimin eða þráðurinn, sem knýr rokkhjólið áfram, slitnar. — Já, þræðirnir eru orðnir slitnir, það er ég líka, segir Guðrún. Allt milli himins og jarðar SVEINN Þórðarson bóndi i Innri- Múla á Barðaströnd hefur i rúm 10 ár rekið verzlun á staðnum og er þar hægt að fá allt milli himins og jarðar — Þetta hefur gengið ágæt- lega og ég hef gaman af þessu, sagði Sveinn í viðtali við Morgun- blaðið á dögunum — Ég er þó ekki að þessu til að græða, langt frá þvi Ég hef gaman af þessu og auk þess er fólk allt of háð kaupfélögun- um — Það versta við þennan verzlunarrekstur er þó að ég má ekki hafa þá álagningu sem ég vil á vörunum, Ég verð að hafa 20% lágmarksálagningu og þó ég hafi ekkert að gera við svo mikla álagningu þá umreiknar skattstjór- inn alla mína reikninga yfir á lág- marksálagingu og sendir mér siðan bakreikninga Ég sel yfirleitt allar vörur eins ódýrt og ég mögulega get og kæri mig ekkert um að vera kallaður kaupmaður eða græða peninga af þeim sem verzla við mig, sagði Sveinn. „Engar ýkjur að segja að hann hafi blásið hér af vestan í heil tvö ár” GELDNEYTADRASL AÐ AUKI Það er þó fyrst og fremst landbúrt- aðurinn, sem þeir stunda bændurnir á Barðaströndinni og í rabbi okkar um þá hlið atvinnumálanna sagði Bjarni að menn hefðu almennt verið farnir að tala um að hætta búskap þegar gerði fjóra góða þurrkdaga eftir höfuðdag Þessir fjórir dagar björguðu miklu fyrir okkur og sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa votheysgryfjur, segir Bjarni —Hér á Barðaströnd eru Framhald á bls. 18 Heimilisfólkið í Haga á Barðaströnd, • sem var heima við þegar Morgun- blaðsmenn bar að garði; frá vinstri Kristín Bjarnadóttir, Björg ekkja Hákonar Kristóferssonar, Björg yngri Bjarnadóttir, Kristin eiginkona Bjarna, Gunnar Bjarnason, Haraldur Bjarnason og Bjarni Há- konarson í Haga Fremst á myndinni er fyrsta afabarn- ið, Edda Kristín. Þrjú börn Bjarna og Kristínar voru ekki heima við. fennti, fraus eða bleytti í vor kom- ust menn hér ekki í fjall til eggja vegna klaka og er það mjög óvenju- legt Að vísu var vorið allgott hér að öðru leyti og þá fiskaðist vel hér á firðinum, bæði grásleppa og á hand- færi Þvi er ekki að neita að grá- sleppuveiðarnar hafa tekið tíma frá búskapnum á vorin, en hins vegar minnka búin ekki hér Þvert á móti nota menn þann fljóttekna pening sem fæst i sleppunni til að byggja upp og bæta bú sin. í vor voru gerðir út 1 5—20 bátar á grásleppu- veiðarnar og þeim er alltaf að fjölga Við erum i rauninni orðnir skit- hræddir hérna um að grásleppan verði eyðilögð fyrir okkur Stóru- bátarnir eru farnir að sækja á miðin hérna, sem við viljum hafa fyrir okkur og þessir bátar eru með hundruð neta og stunda hreinlega rányrkju — Það eru um 10 ár liðin siðan farið var að stunda grásleppuveið- arnar héðan og þeim fjölgar með hverju árinu, sem gera út á þessar veiðar Handfæraveiðarnar verða einnig stöðugt meira sóttar og það er athyglisvert í sambandi við þær að fyrir svona 20 árum var aðeins hálftímastim á góð mið, en nú þurf- um v.ð, t d héðan frá Haga, að KLEIFABÚINN. Á leið sinni til Patreksfjarðar þurfa Barðstrendingar að fara yfir Kleifaheiði og fara þá fram- hjá þessari myndarlegu vörðu, sem vegagerðar- menn reistu. siglaí þrjá tima framhjá þessari myndarlegu vörðu, sem vegagerðar- menn reistu Texti og myndir: Ágúst I. Jónsson búskap með föður sinum. bænda höfðmgjanum og alþmgismanmnum Hákoni Kristóferssyni, árið 1955, en Hákon lézt árið 1967, þá níræð ur að aldri Hagi er kirkjustaður og þar var sýslumannssetur til forna Siðastur var þar sýslumaður skáldið Jón Thoroddsen FENNTI, FRAUS EÐA BLEYTTI En við erum ekki komin á Haga til að fræðast um liðna tíma heldur til að ræða umbúskaparháttu á Barða strönd almennt og gefum Bjarna Hákonarsyni aftur orðið — Það eru engar ýkjur að segja að hann hafi blásið hér af vestan í heil tvö ár og þetta er alversta áttin fyrir okkur hérna á Ströndinni Það eru ekki bara sumrin sem eru slæm Síðasti vetur var sá leiðinglegasti sem ég man eftir Stöðugir um- hleypmgar og það var ýmist að Birkimelur á Barðaströnd. Þar er nú verið að byggja leiguíbúðir á vegum hreppsins, skóla og dýralæknisbústað og í vetur á að bora þar eftir batni. Lengst til vinstri á myndinni er félagsheimilið á Birkimel. — ÞETTA sumar hefur verið með afbrigðum slæmt fyrir bændur hér á Barðaströndinni, var eitt af þvi fyrsta sem Bjarni bóndi Hákonar- son á Haga á Barðaströnd sagði við fréttamann Morgunblaðsins er við börðum upp á hjá honum á dögunum. — Ég vona að bændur gleymi þessu óþurrkasumri sem allra fyrst. Það þýðir ekkert að vera að hugsa um þá martröð sem þetta sumar hefur verið, en ef við bændur fáum aftur slíkt óþurrka- sumar riæsta ár þá þýðir ekkert fyrir okkur að halda þessu búskaparbasli okkar áfram. Hagi cr eitt myndarlegasta býlið á Barðaströnd, tún eru þar mikil og ræktuðum hekturum fer fjölgandi með hverju árinu Útræði hefur í háa herrans tíð verið stundað frá Haga og bæði til sjós og lands býður jörðin upp á margvisleg hlunnmdi Bjarni Hákonarson byrjaði félags-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.