Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 Börnin í Bjöllubæ eftir INGIBJÖRGU JÖNSDÓTTUR dýralæknisins og biðja hann um að koma til mín, því að ég var uppi á efstu hæð eins og við erum núna, og fótbrotin kæm- ist ég aldrei niður allar tröppurnar. Lítið þið á símaborðið þaö arna. Jóa Gunna benti með hinum fálmaranum. — Þvotta- konan, sem var hérna þá var ósköp nær- sýn og hún þvoði ekki eins vel og þessi sem er núna. Hún vissi því ekki, að undir símaborðinu bjó stór og grimm köngurló. Ég varð að berjast við köngurlóna, ef ég ætlaði að hringja á hjálp. Ef ég berðist ekki myndi hún éta mig og hún var miklu stærri og sterkari.. . Jóa Gunna þagnaði og sat hugsandi um stund. Strákarnir iðuðu í skinninu eða skel- inni, ef það má segja svo. — Hvað gerðist svo, mamma? spurði Buggur spenntur, þegar ekki leit út fyr- ir, að mamma hans ætlaði að halda sög- unni áfram. — Einhvern veginn varð ég að komast í símann og hringja, svo að ég sótti eina af stóru nálunum, sem vísindamaðurinn notar til að draga vökva upp úr tilrauna- glösunum sinum. Ég notaði nálina eins og spjót, sagði Jóa Gunna. — Hvað er spjót, mamma? spurði Lilli, því að hann hafði aldrei heyrt á spjót minnst, en það hafið þið sjálfsagt öll og gott ef þið hafið ekki líka séð af því mynd eða jafnvel séð sverð í Þjóðminjasafninu. — Spjót er oddhvasst í endann og langt og beitt, sagði mamma þeirra. — Það er notað til að stinga með og skjóta með. Ég rak köngurlóna í gegn með spjótinu eða sprautunni og þá var ég nú hrædd, skal ég skal ég segja ykkur. Köngurlóin reif og tætti í sprautunálina með löngu, loðnu löppunum sinum og reyndi að hrifsa mig til sín og ég var heldur svifasein fótbrot- in. Mikið varð ég fegin því, hvað bjöllu- skel er hörð, þegar lappirnar á henni klóruðu í mig. Nú sagði Jóa Gunna bjöllustrákunum að fara að sofa og sumir þeirra voru raunar sofnaðir áður, þó að sagan hennar mömmu hafi verið spennandi. Jóa Gunna fór og leit á litlu bjöllustelp- urnar sínar. Mikið voru þær góðar að sofna snemma á kvöldin. Það er fátt, sem mömmu finnst leiðinlegra en börn, sem Hlauptu eftir boltanum, vesalingur. f------------------------------ MW MORö'Jh/- KAttlNU GRANI göslari Upp á þakhæðina takk. Hve oft á ég að þurfa að segja þér að taka fæturna niður af _______borðinu Göntul kona gaf betlara tfu krónur og spurði um leið: Hvernig stóð á því, maður minn, að þú lagðir út á þessa braut? Betlarinn: Það er af þvl að einu sinni var ég eins og þú og var alltaf að gefa fátæklingum stórar fjárupphæðir. — O — Eg sé 1 þessari grein, að karl- menn verði sköllóttir af þvl að þeir reyni svo mikið á heilann, sagði hún. — J á og ég hef heyrt að kven- fólki vaxi ekki skegg af þvf það reyni svo mikið á kjálkana, sagði hann. — O — — Hvað er þetta maður, þvf hlærðu svona eins og bjáni. Eru svona góðar skrftlur f blaðinu f dag eða hvað? — Nei, en það er hérna ein sem hefir ekki komið áður. y Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 24 — Með þvf sem þér sögðuð mér á meðan við vorum að borða, já. £ Gott. Þvf fyrr þvf betra. Eða haldið þér það ekki? Greinin verður aðgöngumiði yðar að Jamie, skilst mér. — 6g geri ráð fyrir því. — Við verðum að vona að hann fái einhvern veginn tækifæri til að koma boðum til yðar um hvað verður að gera. Og þá getum við gert okkar ráðstafanir. — Já. — Hvenær verðið þér búnir. — Eftir nokkra daga. Get ég ekki fengið eins konar skriffeg meðmæli frá yður? Þá getur verið að mér gangi betur að komast hjá vörðunum? — Ég get bara hringt til Reg Curtiss núna og sagt honum að mér finnist það sjálfsagt og árfð- andi. Þá verður hann tðneyddur tii að sýna Ift. — Það væri frábært, sagði Jack hlægjandi. — Réttið mér sfmann. Það er aukatæki f næsta herbergi. Þér getið hlustað þaðan. Fyrstu dyrnar f forstofunni stóðu f hálfa gátt. Jack hratt þeim upp og gekk inn. Enda þótt her- bergið virtist einna helzt minna á listaverkasal var ýmisfegt sem benti til að þetta væri svefnher- bergi forieggjarans, þvf að bækur lágu eins og hráviði út um allt. Sfmínn stóð á gólfinu, annars staðar var ekki piáss fyrir hann. Hann tók upp tækið og settist á rúmið. — Reg? Þetta er Dwight Percy. Hvernig Ifður rithöfundinum okkar? — Prýðllega. Hapn er að vinna. Hvernig Ifður þér? ' — Vel, Reg, þakka þér fyrir. Eg býst við að innan tfðar verði ég orðinn fleygur og fær og geti brugðið mér til ykkar. — Ágætt. Ég vlssi ekki að þú værirSVONA hress. — Heyrðu mig, Reg. Manstu eftir fréttamanninum Jack Seavering frá blaðinu Per- spektiv? — Já. — Hann er að skrifa grein um iff og starf Jamies. Jamie gaf grænt Ijós á þetta þegar hann kom á dögunum út á búgarðinn en vildi sjá greinina áður en hún væri prentuð. Seavering hefur iokið við greinina og vill koma sem fyrst með hana. Getur Jamie komið f sfmann og staðfest það? Hlátur heyrðist f sfmanum. — Þú veizt hvað er erfitt að fá húsbóndann f sfmann. Hann sökkvir sér niður f vinnu og vill ekki tala við neinn. Getur maður- inn ekki sent greinina. Þarf hann endilega að koma sjáifur. — Já, og sem forleggjari Jamies tel ég að það sé nauðsyn- legt að Seavering komi f eigin persónu. Honum væri f lófa lagið að prenta greinina eins og hún er úr garði gerð og skeyta engu hvað Jam+e segði. En mér finnst skyn- samlegra að Jamie fái að Ifta á hana og fullvissa sig um að engin vitleysa sé f henni. — Ég skil hvað þú átt við. Ég man reyndar að Jamie sagði við þennan Seavering að hann vildi slá greinina. Segðu honum bara að koma. — Hvenær? — Hvenær sem er. — Gott. Ég geri ráð fyrir að hann verði um kyrrt f nokkra daga. Segðu húsbónda þfnum að ég hafi hringt og þú hafir ekki viljað leyfa mér að tala við hann. — Ég skal gera það... Reg Curtiss lagði tólið á. Dwight Percy beið Jacks með dulráðu brosi. — Mér fannst skynsamlegt að gera honum pfnulftið hverft við með þvf að láta hann vita að ég gæti birzt hvenær sem væri. Ekki gat ég merkt hvort það fór f taug- arnar á honum eða ekki. — Getið þér farið fljótlega? — Nei, læknirinn leggst reynd- ar gegn þvf... sagði Percy hugs- andi. — Þér gerið yður grein fyrir að þér takið mikla áhættu með þvf að fara þangað og tala við Jamie. — Eigið þér við að ég reki-haus- inn f gin I jónsins? — Já. — Ég fæ ekki séð hvað ég gæti gert annað. Ég fer sjálfsagt þaðan aftur án þess að hafa orðið nokk- urs vfsari. Hvaða tak hafa þeir eiginlega á honum? Dwight Percy svaraði ekki spurningu hans en sagði: — Þér gerið það fyrir mig að sýna ftrustu varfærní. — Ég skal sannarlega gera það. Jack fannst traustvekjandi að hafa Percy á sfnu bandi. 5. kafli. Svo langt sem augað eygði var ekkert að sjá. Aðeins endalausa vfðáttuna. A þessu svæði var ekki einu sinni búfénaður á beit. Hamingjan mátti vita hversu lengi hún hafði riðið og hvar landamerkin milli Carrington búgarðsins og Everest búgarðsins voru. Hún hafði verið heimsk. Helene fér sjálfsagt í útreiðartúr á hverjum morgni eins og hennar var vandi en ekki f þessa átt. Ef henni var haidið til fanga var hún sjálfsagtneydd til að halda sig innan ákveðins svæðis, svo að þeir gætu fylgzt með henni. En það var sem sagt forvitnin sem hafði rekið Sue Ann Carrington alla þessa leið...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.