Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 ! ÁRARAÐIR hefur bandarfski markaðurinn verið aðal- sölusvæði fyrir afurðir fslenzka hraðfrystiiðnaðarins. Á sfðustu áratugum hefur þýðing þessa markaðar vaxið með ári hverju. Nú er svo komið, að árið 1975 fór þangað 74.1% allra útfluttra frystra sjávarafurða frá tslandi miðað við verðmæti. Var um að ræða útflutning að verðmæti kr. 13.331 milljón, en það var 28.1% af öllum vöruútflutningi landsins á þvf ári. ISLENZK FYRIRTÆKI Ástæður þessarar þróunar eru margþættar. Hinar helztu eru: 1. Góð lffskjör og mikill kaup- máttur alls almennings í Bandaríkjunum skapa mjög ákjósanleg söluskilyrði fyrir góðar vörur. 2. Á síðustu áratugum hefur sjávarútvegi Bandaríkjanna hnignað mikið. Á það einkum við um þá tegund útgerðar, er lýtur að þorskfiskveiðum. Framboð Bandarfkjanna sjálfra á þorski, ýsu, karfa, keilu, löngu, ufsa og steinbft eða þeim fisktegundum, sem Is- lendingar hafa helzt að bjóða, hefur dregizt stórlega saman. 3. Bandaríska þjóðin er nú um 216 milljón manns og fjölgar stöðugt. Þörfin fyrir eggja- hvítu-auðuga fæðu er mikil og éykst vegna breyttra neyzlu- venja. Fiskur flokkast undir holla fæðu og verður stöðugt eftirsóknarverðari. 4. Einstaklega duglegir og fram- sýnir Islendingar, sem ráðnir voru til að fjalla um þessi mál, gerðu sér fljótlega grein fyrir hinum miklu möguleikum, sem bandaríski markaðurinn bauð upp á í fisksölumálum. Settu þeir á laggirnar þegar f upphafi sjálfstæð fyrirtæki og skipu- lögðu sölukerfi, sem hafa reynzt frábærlega vel. I þessum efnum standa Islendingar öðr- um þjóðum framar f Bandaríkj- unum, sem m.a. má sjá af því, að fyrirtæki S. H., Coldwater Seafood Corporation stofnað árið 1947, er nú orðið hið stærsta sinnar tegundar þar. Árssala fyrirtækisins 1975 var $ 100.6 milljónir eða 17.100 milljónir kr. á gengi krónunnar 1975. Áætlað er að salan í ár verði um $ 130 milljónir eða 24.219 milljónir kr. á gengi krónunnar í dag. Fyrirtæki Sambands islenzkra samvinnu- félaga, Iceland Products Ltd., seldi fyrir um $ 36 milljónir árið 1975. Einnig má gera ráð fyrir söluaukningu hjá þvf fyrirtæki í ár. Að öllum líkind- um munu þessi 2 fyrirtæki selja frystar sjávarafurðir f Bandarfkjunum fyrir um $ 170 milljónir á þessu ári. Miðað við gengi dollarans f dag eru það um 31.671 milljón króna. Árið 1975 var verðmæti allra út- fluttra sjávarafurða 37.339 milljónir króna. Gefur það nokkra hugmynd um stærð og umsvif þessara tveggja islenzku fyrirtækja í Banda- ríkjunum. INNFLUTNINGUR Innflutningur Bandarfkjanna á frystum fiskflökum og fiskblokk- um hefur aukizt jafnt og þétt á síðustu áratugum. Er þá verið að vitna til þróunar í innflutningi þeirra fisktegunda er varða ís- lendinga mest þ.e. til innflutnings á þorski, ýsu, ufsa, karfa, keilu, löngu og steinbít. Til hægðarauka verða þær í grein þessari nefndar þorskfisktegundir. Árið 1961 eða fyrir 15 árum var heildarinnflutningur Bandarfkj- anna á framangreindum tegund- um í formi fiskflaka og fisk- blokka 91.000 smálestir. Árið 1975 var innflutningurinn kominn' í 236.194 smálestir (521.4 millj. pund) og hafði því aukizt um 159.6% á umræddu tímabili. Aukning í innflutningnum hef- ur að meðaltali verið um 11% á ári. Línurit 1 gefur glögga hug- mynd um þróún innflutnings Bandaríkjanna á fiskflökum og fiskblokkum tímabilið 1961—1975. Tölurnar eru fengnar úr bandarískum innflutnings- skýrslum og eru f pundum. (iuðmundur II. Garðarsson, alþm. Bandaríski fiskmarkaðurinn grein Utanríkismál — utanríkisviðskipti Sem fyrr er frá greint eru meginástæður hins aukna inn- flutnings þorskfiskafurða eftir- farandi: 1. Samdráttur í eigin fiskveið- um Bandarfkjanna. 2. Aukin fiskneyzla. 3. íbúafjölgun. 4. Aukin sölu- og markaðsstarf- semi. 5. Nýir framleiðsluhættir. Á þeim rúmlega 30 árum, sem íslendingar hafa stundað skipu- lagða sölustarfsemi í Bandaríkj- unum fyrir fyrstar sjávarafurðir, hefur bandarísku þjóðinni fjölgað um tæplega 70 milljón manns. NEYZLA Þótt segja megi að fiskneyzla á íbúa hafi ekki tekið miklum breytingum, hefur hún aukizt nokkuð. Árið 1950 var neyzla fersks og frysts fisks á íbúa 6.3 pund. Tímabilið 1955—1964 var árleg neyzla á íbúa á bil inu 5.5—5.9 pund. Síðan hefur hún verið yfir 6.0 pund og frá 1970 að meðaltali 6.9 pund á ári. HEILDARFRAMBOÐ íbúafjölgunin samfara aukinni fiskneyzlu á íbúa hefur kallað á stóraukna fiskútvegun. Banda- rískur sjávarútvegur hefur ekki getað mætt hinni auknu þörf fyrir neyzlufisk, eins og sést á yfirliti yfir framboð á neyzlufiski í Bandarlkjunum tímabilið 1957—1975. Er fiskurinn einkum seldur ferskur, frystur, niðursoð- inn eða frekar unninn I fisk- iðnaðarverksmiðjum. Millj.lbs. Heildarinnfluttningur Bandaríkjanna á frystum fiskflökum og fiskblokkum 1961-1975 þeirri þróun mála nokkur skil, skal tekið fram að tölfræðilegar upplýsingar um bandaríska fisk- markaðinn áratugi aftur í tímann hafa tekið nokkrum breytingum í útfærslu. Gætir því ekki alltaf fulls samræmis í skýrslum, en þó má á grundvelli þeirra draga upp heildarmynd þessara mála allt frá árinu 1948 eða yfir það tlmabil, sem Islendingar hafa verið að vinna íslenzkum sjávarafurðum markað þar. Sem fyrr er frá greint teljast eftirtaldar fisktegundir til þorsk- orðið hefur í framboði þorskfisk- afurða síðustu þrjá áratugina, eins og sjá má af töflu 2 og mynd- skýringu. Þótt í töflu 2 sé stiklað á áratug- um hefur þróun mála ár frá ári jafnt og þétt verið með þeim Framhald á bls. 18 2. TAFLA FRAMBOÐ ÞORSKFISKAFURÐA 1948—1975 Eigin framl. millj. Ibs. % Innfl. millj. Ibs. % Samtals millj. Ibs. 1948 137.8 72.0 53.6 28.0 191.4 1958 99.1 40.3 146.6 59.7 245.7 1968 55.0 12.4 390.2 87.6 445.2 1975 41.0 7.4 513.8 92.6 554.8 FRAMBOÐ A NEYZLUFISKII BANDARlKJUNUM 1957—1976 Eigin afli millj. Ibs. % Innflutt millj. lbs. % Samtals millj. lbs. 1957 2.475 61.4 1.557 38.6 4.032 1961 2.490 57.4 1.845 42.6 4.335 1965 2.586 50.1 2.576 49.9 5.162 1969 2.321 40.9 3.353 59.1 5.674 1973 2.400 33.8 4.709 66.2 7.109 1975 2.430 38.2 3.929 61.8 6.359 Árið 1957 var eigin afli Banda- ríkjamanna I heildarframboði neyzlufisks 2.475 millj. lb. eða 61.4% og innflutningurinn 1.557 millj. lb. eða 38.6%. Tveim ára- tugum sfðar hefur dæmið algjör- lega snúizt við, þá er innflutning- urinn kominn f 3.929 millj. pund (1.779.837 smál.) og hefur aukizt um 152.3% og hlutdeildin orðin 61.8% á móti 38.2% eigin fram- boðs. Framangreind mynd af heildarframboði neyzlufisks f Bandaríkjunum segir í sjálfu sér lítið og hefur takmarkaða þýð- ingu fyrir Islendinga. Þorsk- fiskafurðir eru aðeins hluti þess framboðs sem hér um ræðir. Aðr- ar tegundir sjávarafurða eins og t.d. túnfiskur, rækjur, lax o.fl. eru þungar á vogarskálunum. Að sjálfsögðu hafa þessar afurðir mikil áhrif á framboð og eftir- spurn sjávarafurða, en mestu máli skiptir fyrir Island hver er staða þorskfiskafurða á markaðn- um. Áður en reynt er að gera fiskafurða í þessari grein: Þorsk- ur, ýsa, ufsi, karfi, keila, langa, steinbítur og hvítingur. Er það m.a. gert til einföldunar og hægðarauka með tilliti til fyrir- liggjandi upplýsinga um þessi mál. Höfundi þessarar greinar er ljóst, að það er ekki strangfræði- lega rétt, en það breytir f litlu efnisniðurstöðum, auk þess sem það auðveldar lesendum skilning á meginatriðum þessara mála. FRAMBOÐ Á ÞORSKFISKAFURÐUM Heilarframboð fisks í Banda- rfkjunum hefur tekið miklum breytingum með tilliti til eigin framboðs og innkaupa, sem fyrr er vikið að. En sú breyting, sem þar hefur á orðið, er smáræði samanborið við þá byltingu, sem Framleiðsla Bandaríkjanna á þorsk- fiskafurðum og innflutningur 1948 1975 1948 1958 1968 1975 □□ Eigin framleiðsla Innflutningur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.