Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 Meirihhitinn keðjutékkar — útgefnir í heimildarleysi VEGNA leyndar við rannsókn ávlsanakeðjumálsins svonefnda brá Seðlabankinn út af þeirri venju að senda kærulista yfir þá reikninga sem við sögu málsins koma til allra bankanna heldur var hringt I hvern banka fyrir sig og tilkynnt um að tilteknir reikningar á þeirra vegum hefðu verið kræðir og bæri þvl að loka þeim. Fram hefur komið við yfir- standandi dómsrannsókn á mál- inu, að ekki hafi öllum reikning- um, sem við sögu koma, verið lokað, en samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér er ástæðan fyrir því, að mennirn- ir sem kærðir hafa verið, voru með fleiri en einn reikning i ýms- um bönkum, sem að litlu eða engu leyti hafa verið notaðir. Aðal- reikningnum var lokað en hinir hafa farið fram hjá mönnum og þess vegna farizt fyrir að loka þeim. Varðandi staðhæfingar einstakra reikningshafa, sem við þetta mál eru riðnir, um að þeir hafi notið sérstakrar yfirdráttar- heimildar hjá bönkunum, þá herma heimildir Morgunblaðsins að slíkt hafi verið raunin á um þann hluta tékkanna, sem bókaðir voru og mynduðu skuld hjá bönkunum. Þess vegna megi til sanns vegar færa, að bankinn hafi tekið reikningshafann í sátt hvað þessa tékka varðar. Hins vegar er meginhluti tékk- anna keðjutékkar, sem ekki hafa innstæðu eða „góðir“ sem banka- menn kalla svo, þegar þeir voru seldir i banka en orðnir „góðir“ fyrir tilstuðlan annarra tékka, þegar þeir komu til bókunar ein- um eða tveimur sólarhingum seinna. Þar af leiðandi er það skoðun heimildarmanna Morgun- blaðsins, að tékkarnir séu seldir i heimilidarleysi og reiknings- hafarnir séu þannig brotlegir. Allt öðru máli gegni um þá tékka sem hafa verið bókaðir og hafa myndað skuld með samþykki bankanna, en menn eiga ekki að geta verið samtimis með marga aðra tékka í gangi, sem ekki er innstæða fyrir og mynda ekki skuld og verða þvi aldrei teknir í sátt né heldur áritaðir um greiðslufall. Slikir tékkar eru ekki gefnir út i góðri trú að mati þeirra sem Morgunblaðið aflaði þessara upplýsinga hjá. Hafði jakkaskipti í tízkuverzhininni ÞAÐ BAR til tlðinda f tfzku- verzlun i miðborg Reykjavfkur sl. þriðjudag, að maður einn um þrftugt vatt sér inn f búðina og bað um að fáað máta 30 þúsund króna leðurjakka. Var það auðsótt mál. Eftir litla stund uppgötvaðist að maður- inn var farinn. Hafði hann gengið út f nýja jakkanum en skilið sinn gamla eftir á herða- tré en það var snjáður leður- Ifkisjakki. Rannsóknarlög- Framhald á bls. 22 Beinn ráðstefnukostnaður ríkisins erlendis 65 millj. — Upplýsingar um óbeinan kostnað liggja ekki fyrir hendi LtKLEGT má telja að kostnaður við ráðsstefnuhald það, sem ráðu- neytin taka þátt f erlendis fyrir fslenzka rfkið, muni á þessu ári vera um 65 milljónir króna. Hér er þó um ágfzkunartölu að ræða að þvf leyti að sfðustu tölur, sem þekktar eru um þessa út- gjaldaliði, eru frá árinu 1974. En séu tölurnar frá 1973 bornar sam- an kemur f ljós að meðaltals- hækkun miili ára er um 25% og haldist það hlutfall 1975 og 1976, má gera ráð fyrir að nýjustu tölur séu 65 milljónir. Hér er þó ekki allur kostnaður ríkisins vegna funda og ráðstefna erlendis, sem embættismenn sækja, þar sem inn f þetta vantar kostnað af ferð- um fulltrúa rfkisstofnana ýmiss konar erlendis. Þá eru heldur ekki inni f þessari mynd ferðalög, sem farin eru á vegum Alþingis. Vegur þar mest eflaust þinghald Norðurlandaráðs, sem Alþingi ber kostnað af. Samkvæmt uppiýsingum Grét- ars Áss Sigurðssonar, forstöðu- manns rikisbókhaldsins, hefur á ríkisreikningi verið tekinn saman kostnaður ráðuneytanna við þátt- töku manna í ráðstefnuhaldi er- lendis, vegna þess að yfirskoðun- armenn ríkisreikningsins bera jafnan fram spurningu um þenn- an kostnað. Ferðakostnaður áðu- neytanna vegna ráðstefnuhalds eða funda á árinu 1974 var 41,5 milljónir króna. Skiptist þessi kostnaður þannig á milli ráðu- neytanna, að forsætisráðuneytið var með 2.1 milljón króna, Framhald á bls. 22 Menntamálaráðherra um veitingu aðstoðarskólastjórastöðunnar: Ákvörðun byggð á áliti skóla- meistara og fræðslustjóra MORGUNBLAÐINU barst f gær greinargerð frá Vilhjálmi Hjalmarssyni menntamálaráð- herra vegna blaðaskrifa um veit- ingu embættis aðstoðarskóla- stjóra við Fjölbrautarskólann f Breiðholti f Reykjavfk. Greinar- gerðin er svohljóðandi: „Vegna blaðaskrifa um veit- ingu embættis aðstoðarskóla- stjóra við Fjölbrautaskólann i Breiðholti vil ég greina frá meðferð málsins. Umsækjendur voru þrír, dr. Bragi Jósefsson, blaðamaður, Rögnvaldur Sæmundsson, skóla- stjóri, og Frfmann Ingi Helgason, tæknifræðingur. Skólameistari, Guðmundur Sveinsson, segir í bréfi til fræðsluráðs dags. 28. ág.: „Hinn 20. ágúst s.l. rann út um- sóknarfrestur um starf aðstoðar- skólastjóra við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þrjár umsóknir bárust um stöðuna og fylgja þær bréfi þessu. Að vandlega athug- uðu máli er það tillaga undir- ritaðs að Rögnvaldur Sæmunds- son, verði ráðinn I starf aðstoðar- skólastjóra. Tillaga undirritaðs byggist í senn á þvf að Rögn- valdur Sæmundsson hafi þá fyllstu menntun sem krafizt verði tjl að rækja umrætt starf og óvenju mikla reynslu í skóla- stjórn er hlýtur að teljast ávinningur, einkum þegar hins er gætt að mikið og gott orð fer af forystu hans í þeim skóla, er hann hefur starfað lengst við.“ Afgreiðsla fræðsluráðs Reykja- vikur á fundi 6. sept. 1976 var þannig: „Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til að dr. Bragi Jósefsson verði ráðinn í stöðuna. Rögnvaldur Sæmunds- son hlaut eitt atkvæði en einn seðill var auður. Atkvæðagreiðsla var skrifleg." Menntamálaráðuneytið leitaði umsagnar fræðslustjórans í Reykjavfk, Kristjáns Gunnars- sonar. Er hún á þessa leið: ,Á> grundvelli upplýsinga um Framhald á bls. 22 „Fagna ummælumWaldheims” — segir Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður UMMÆLI Kurt Waldheims, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, sem birtust í Morgun- blaðinu f gær, þar sem hann segir að fulltrúar á þingum Sameinuðu þjóðanna séu haldnir véizlusýki og óstund- vfsi hafa að vonum vakið at- hygli. Sagði Waldheim að starf- semi samtakanna myndi ganga ólfkt betur fyrir sig ef fulltrúar mættu stundvfslega á fundi og semdu skjöl og samþykktir með orðalagi, sem venjulegt fólk skildi. Morgunblaðið bar þessi um- mæli Waldheims undir Eyjólf Konráð Jónsson, alþingismann, en hann er nýkominn af haf- réttarráðstefnunni. Eyjólfur sagðist sammála hverju einasta orði f ummælum Waldheims og sagðist þann fagna þeim. Eyjólfur sagðist sjálfur hafa óbeint skýrt frá þessari skoðun sinni f fréttagreinum, sem hann hefði sent Morgunblaðinu frá ráðstefnunni. Sagðist Eyjólfur engan vilja undan- skilja þessari gagnrýni. Á viðræðufundi menntamálaráðherra og starfsmanna sjónvarpsins I menntamálaráðuneytinu f gær. Frá vinstri, umhverfis borðið, sitja: Oddur Gústafsson, Pétur Guðfinnsson, Knútur Hallsson, skrifstofustjóri menntamálaráðuneytisins, Vilhjálmur Hjálmars- son, Andrés Björnsson, Eiður Guðnason og örn Sveinsson. — Ljósm.: ÓI.K.M. Sjónvarpsdeilan: Óvissa, þrátt fyrir langa og stranga fundi MIKIL fundahöld voru f gær milli menntamálaráðherra, Vil- hjálms Hjálmarssonar, og full- trúa Starfsmannafélags sjón- varpsins og þegar fundum lauk f gærkveldi um klukkan 19,30 var deilan, sem nú hefur valdið þvf að ekki hefur verið sjón- varpað f viku, óleyst. Fundir hófust f gærmorgun f mennta- málaráðuneytinu klukkan 09 og var mikið rætt um myndun nefndar eða starfshóps til þess að ræða stöðu sjónvarpsins og starfsfólks hennar — en ekki varð samkomulag. Viðræðum aðila lauk sfðan með bréfa- skiptum og bað ráðherra starfs- fólkið þá að hefja útsendingar. Þær hófust ekki f gærkveldi, hefjast ekki f kvöld og er þvf óvissunni fleytt fram á morg- undaginn. Eins og áður sagði hófust fundir klukkan 09 í gærmorg- un. Til hans boðaði mennta- málaráðherra Andrés Björns- son útvarpsstjóra, Pétur Guð- finnsson, framkvæmdastjóra, og fulltrúa starfsmannafélags- ins, þá Odd Gústafsson, for- mann þess, Eið Gunnarsson, formann samninganefndar Framhald á bls. 22 Vanskilavextir hækk- aðir um á mánuði BANKASTJÖRN Seðlabanka Is- lands hefur f samráði við banka- ráðið tekið ákvörðun um nokkrar breytingar á reglum um vexti við innlánsstofnanir. I fyrsta lagi er um að ræða hækkun á vanskila- vöxtum, dráttarvöxtum um W% f 2'A% á mánuði, f öðru lagi er breytt reglum um það hvenær reikna éigí vanskilavexti af skuldum á hlaupareikningum og f þriðja lagi er ákveðið hámark vaxta af skuldabréfum með eftir- ágreiddum vöxtum, sem eru með vaxtagjalddaga oftar en á 6 mán- aða fresti. 1 fréttatilkynningu frá Seðla- bankanum, sem Mbl. barst f gær, segir: „Bankastjórn Seðlabankans hefur í samráði við bankaráðið tekið ákvörðun um nokkrar breyt- ingar á reglum um vexti við inn- lánsstofnanir. I fyrsta lagi er um að ræða hækkun á vanskilavöxtum (drátt- arvöxtum) úr 2% í 2V4% á mán- uði eða fyrir brot úr mánuði. Van- skilavextir voru ekki hækkaðir við vaxtabreytinguna 1. maf sl„ enda þótt almennir útláhsvextir hækkuðu þá um 1 % á ári og tek- inn væri upp nýr flokkur útlána, vaxtaaukalán, með 22V4% ársvöxt- um. Hefur reynslan nú sýnt, að nauðsynlegt er að breikka bil út- lánsvaxta og vanskilavaxta til að auka aðhald I útlánamálum og vinna gegn greiðsluvanskilum hjá innlánsstofnunum. I öðru lagi er nú bætt inn í vaxtareglurnar skilgreiningu á því, hvenær heimilt sé að reikna Framhald á bls. 28 Guðjón Styrkársson úr stjórn Húsbyggingar- sjóðs Framsóknarfélaga GUÐJÓN Styrkársson hrl. hefur óskað eftir þvf við Morgunblaðið að það birti meðfylgjandi bréf, sem hann hefur sent Húsbygg- ingarsjóði Framsóknarfélaganna f Reykjavík. Fer bréfið hér á eftir orðrétt: ekki verio í neinm avisanaKeoju, en hins vegar hefur nafn mitt verið bendlað við þetta mál sök- um framsals á 3 ávísunum frá einum þeirra aðila, sem talinn er vera undir rannsókn, þ.e. Jóni Ragnarssyni, veitingamanni í Val- Húsbyggingarsjóður Fram- sóknarfélaganna f Reykjavfk. Ég óska hér með eftir þvi, að varamaður minn I stjórn Hús- byggingarsjóðs Framsóknarfélag- anna í Reykjavík taki sæti mitt í stjórninni fyrst um sinn. Ástæðan fyrir þessari ósk minni er sú, að ég hef verið bor- inn röngum sökum í sambandi við ávísanakeðjumál, sem nú er í rannsókn. 1 þvi sambandi vil ég taka fram, að ég er ekki og hef höll. Það er von mín, að þessi rann- sókn gangi hratt og greiðlega fyr- ir sig, svo hið sanna megi koma í ljós sem allra fyrst. En þar sem hugsanlegt er, að þessar röngu sakargiftir i minn garð verði til þess að skaða Framsóknarflokk- inn, tel ég rétt að víkja sæti úr stjórn Húsbyggingarsjóðsins unz nafn mitt hefur verið hreinsað af þessum áburði. Virðingarfyllst Guðjón Styrkársson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.