Morgunblaðið - 23.09.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976
3
Verð á rækju
hefur lækkað
— VERÐÞRÖUNIN ð rækju-
mörkuðunum erlendis hefur
orðið önnur sfðustu tvo mánuðina
en maður átti von á og hefur
rækjan heldur lækkað I verði þðtt
ekki sé það mikið. Um þessar
mundir er hægt að selja kflóið á
21—21.75 krónur sænskar, sagði
Ingimundur Konráðsson hjá
lslenzku útflutningsmiðstöðinni f
samtali við Morgunblaðið f gær.
Ingimundur sagði að ástæðan
fyrir þvi að verð á rækju hefði
staðið f stað og jafnvel lækkað
svolítið, væri að mikil rækjuveiði
hefði verið við Grænland ísumar
og einnig við Danmörku. Þá ættu
Norðmenn miklar birgðir af heil-
frystri rækju, sem þeir hefðu þýtt
pillað og fryst aftur, og sett hana
þannig inn á makaðinn i Svfþjóð á
lægra verði en aðrir byðu.
Þá sagði Ingmundur að þrátt
fyrir þetta hefðu ekki safnazt
fyrir neinar birgðir í Svíþjóð en
ekki væri að sjá að neinar breyt-
ingar yrðu á markaðnum þar
næstu 1—2 mánuðina, þar sem
eftirspurn væri í minna lagi. Ekki
kvaðst hann óttast neiná sölu-
tregðu á rækju á næstunni, þar
sem f Frakklandi, Þýzkalandi og
Belgíu væri hægt að fá álika hátt
verð fyrir rækjuna og f Svíþjóð. I
Þýzkalandi væri þó 4% tollur á
innfluttri rækju, en í Sviþjóð
væri sértollur 33 aurar sænskir
pr. kiló og skipti engu máli hvort
Svíar veiddu rækjuna eða hún
væri flutt inn. Um Bretland sagði
hann, að þangað þýddi ekki að
reyna að selja rækju. Bretar
hefðu ekki efni á að bjóða jafn
mikið í rækjuna og fyrrnefndar
þjóðir, auk þess sem pundið hefði
fallið mikið, sem gefði útflutning
frá Islandi til Bretlands mun
óhagkvæmari en áður. Bretar
keyptu nú mikið af rækju frá
Chile og frá öðrum löndum sem
veiddu rækju i heitum höfum. Sú
rækja væri mun lélegri að gæðum
en sú sem veiðist í Norðurhöfum.
Vilhjámur Bergsson við nokkur verka sinna. LJðsm. Ól.K.M.
„Ljós og lífrænar vídd-
ir” 1 Norræna húsinu
VILHJALMUR Bergsson opnar
málverkasýningu í sýningarsöl-
um Norræna hússins kl. 20.00
fimmtudagskvöldið 23. sept.
Sýningin ber nafnið „Ljós og
lifrænar víddir" og ber nafnið
að nokkru leyti með sér
viðfangsefni Vilhjálms I
myndunum á sýningunni.
Vilhjámur sagði að á undan-
förnum árum hefðu ný viðhorf
í listum verið að ryðja sér til
rúms, sem væru talsvert
frábrugðin abstrakt og popplist
undanfarinna áratuga, hvað
það snerti að í stað nær blæ-
brigðalausra litaflata væru
koiúnar ómælisvíddir. Birtan
kæmi frá duldum ljósgjafa inn-
an eða utan myndarinnar og
sama máli gegndi um formin,
sem væru á víðtækan hátt
tengd móður náttúru f nánd og
firrð.
Vilhjálmur kvaðst hafa byrj-
að á þessari tegund málaralist-
ar 1964, en hann væri hissa á
því hve lítilli útbreiðslu þessi
list hefði náð á Islandi, þó væri
dálítið að örla á henni og þá
kannski helzt í graffk, en þó
einnig i málaralist.
Vilhjálmur stundaði nám f
Kaupmannahöfn á árunum
1958—60 og sfðan í Parfs til
ársins 1962. Hann hefur haldið
fjölda einkasýninga og tekið
þátt f samsýningum bæði
hérlendis og erlendis.
A þessari sýningu nú eru 46
málverk og er meginhluti
þeirra frá síðustu þrem árum.
Þetta er sölusýning og er verð
myndanna frá 65 þús. til 450
þús.
Sýningin verður opin daglega
frá 15.00—22.00 fram til 3.
október.
Krafla:
Tíðni jarð-
skjálftavex
Tfðni jarðskjálfta á Kröflusvæð-
inu vex jafnt og þétt og eru jarð-
skjálftar nú orðnir um 110 að
meðaltali á sólarhring, að sögn
Páls Einarssonar, jarðeðlisfræð-
ings. Snarpasti kippurinn sem
komið hefur til þessa mældist 3,3
stig á Richter og varð nú I vik-
unni.
Borunarframkvæmdir við
Kröflu sækjast vel, að sögn tsleifs
Jónssonar, forstöðumanns jarð-
borunardeildar Orkustofnunnar.
Jötunn er nú kominn niður á 2
þúsund metra dýpi, og lofar holan
góðu enda þótt ennþá verði ekk-
ert fullyrt um endanlegan
Framhald á bls. 28
Hey á óþurrkasvæðunum:
FYRSTU niðurstöður
mælinga á fóðurgildi
heyja af óþurrkasvæðun-
um sunnan- og vestan-
lands frá sl. sumri liggja
nú fyrir. Að sögn Gunn-
ars Ólafssonar, fóður-
fræðings hjá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins,
er fóðurgildi heyjanna
mjög misjafnt eða frá 1,7
kg heys í hverja fóður-
einingu upp í 4,5 kg.
Þessi mikli mismunur á
fóðurgildinu gerir erfitt
fyrir um allar leiðbein-
ingar um fóðrun en
Gunnar sagði þó ljóst að
hey á þessum svæðum
væru örlítið lakari að
fóðurgildi en í fyrra.
Eggjahvítuinnihald í
þeim heysýnum, sem
rannsökuð hafa verið, er
að sögn Gunnars lægra
en i fyrra. Gísli
Kristjánsson hjá
Búnaðarfélagi íslands
sagði að ljóst væri að nóg
framboð væri af heyi í
landinu en engar upplýs-
ingar lægju enn fyrir um
heyforða hjá einstökum
bændum frá forðagæzlu-
mönnum og þeirra væri
ekki að vænta fyrr en
komið væri fram í
nóvember.
Eins og áður hefur komið
fram í Mbl. beittu landbúnaðar-
ráðherra og búnaðarmálastjóri
sér fyrir því að gerð yrði sér-
stök úttekt á gæðum og hey-
magni hjá bændum á óþurrka-
svæðunum. Einn þáttur þessar-
ar úttektar fól í sér töku hey-
sýna á svæðinu og sagði Gunnar
Ölafsson, að nú þegar hefðu
Rannsóknastofnun land-
búnaðarins borizt um 200 sýni
frá ráðunautum á svæðinu frá
Mýrdalssandi til tsafjarðar-
djúps. Nú er búið að efnagreina
um 25% af þessum 200 sýnum
og benda þær niðurstöður, sem
þar hafa fengizt, til að fóður-
gildi heyja hjá bændum áþessu
svæði sé mjög misjafnt. Eggja-
hvftuinnihald þeirra sýna, sem
rannsökuð hafa verið, er lægra
en var I heyjum frá sumrinu
1975 en magn steinefna I heyj-
unum virðist svipað og í fyrra.
Gunnar sagði að gert væri ráð
fyrir að endanlegar niðurstöður
úr þessum mælingum lægju
fyrir í byrjun október og þá
yrði haldinn fundur starfs-
manna Rannsóknastofnunar-
innar og ráðunauta Búnaðar-
félagsins þar sem samdar yrðu
einhverjar leiðbeiningar um
fóðrun búfjárins á þessum
svæðum á komanda vetri.
Gísli Kristjánsson umsjónar-
maður forðagæzlu hjá Búna-
aðarfélaginu sagði að þrátt
fyrir óþurrkana um stóran
hluta landsins væru I heild til
mikil hey I landinu og sæist það
— Nóg
framboð
á heyi
bezt á því mikla framboði sem
væri af heyi til sölu um þessar
mundir. Forðagæzlumenn úti
um land hefjast ekki handa um
að gera úttekt á fóðurforða
bænda fyrr en að aflokinni
haustslátrun, þannig að það
verður ekki fyrr en komið
verður fram I nóvember, sem
einhverjar upplýsingar fara að
berast frá þeim til Búnaðar-
félagsins.
— Það eru bæði til góð og
léleg hey hér sunnanlands en
ég sé ekki að það verði miklir
heyflutningar milli Suður- og
Norðurlands nema þá hjá
hestamönnum, sagði Gisli að
lokum.
Graskögglaverksmiðjurnar i
landinu framleiða að öllum
likindum á þessu sumri um
7500 tonn af graskögglum en
framleiðsla þeirra í fyrra nam
5500 tonnum. Arni Jónsson,
landnámsstjóri sagði i gær að
erfitt væri að segja fyrir um
hversu miklu af þessari fram-
leiðslu væri búið að ráðstafa en
gizkaði þó á um 1500 tonn og
síðan bættust við þær pantanir,
sem þegar hafa verið gerðar.
Verð á graskögglum er nú, að
sögn Arna 42.000 krónur hvert
tonn og er þá miðað við að
kögglarnir séu teknir hjá verk-
smiðjunni. Gefinn er 10% af-
sláttur fram til 1. október n.k.
ef keypt er meira en 50 tonn af
kögglunum i einu. I fyrra
kostaði tonnið af graskögglun-
um 35.000 krónur.
Erfitt reyndist í gær að afla
upplýsinga um gangverð á heyi
um þessar mundir en eftir þvi
sem næst verður komizt hafa
bændur norðanlands selt hey á
milli 16 og 18 krónur hvert kíló
komið á bil en sunnan lands
virðist gangverðið á kilóinu
vera um 18 krónur komið á bil.
Flutningskostnaður á heyinu er
mjög breytilegur og gera má
ráð fyrir að það hey sem selt
verður seinna i haust úr hlöð-
um, verði dýrara og má í því
sambandi nefna að i fyrra-
sumar var meðalverð á heyi 15
krónur kilóið en komst upp í 25
krónur um veturinn.
1,7 til 4,5
kg þarf
í hverja
fóður-
einingu