Morgunblaðið - 23.09.1976, Page 15

Morgunblaðið - 23.09.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 15 minnst beri á ofbeldi i njóti gífurlegra vinsælda (þar á með- al þættirnir „Mary Tyler Moore“ og „The Waltons"), en þaö kemur ekki heim við þá staðhæfingu að ofbeldi sé nauð- synlegt ef sjónvarpsþættir eigi að vera vinsælir. Rannsókn sem auglýsingafyr- irtækið J. Walter Thompson gerði vegna aukinnar gagnrýni á ofbeldi i sjónvarpi leiddi I ljós að 8% sjónvarpsáhorfenda forðast þætti sem þeir telja ein- kennast um of af ofbeldi. Stórfyrirtækið General Motors, sem ver 140 milljónum dollara til auglýsinga á ári, hef- ur ákveðið að hætta að auglýsa í tiu mestu ofbeldisþáttunum (þar á meðal „SWAT“ og „The Rookies") og Johnson telur að fleiri muni fara að dæmi þess. I fyrra ákváðu sjónvarpsfyr- irtækin að sjónvarpa aðeins fjölskylduefni frá klr 7 til 9 vegna kvartana um ofbeldi og það hefur orðið til þess að of- beldisþættirnir hafa færzt aftar á dagskrána. En kannanir sýna að fimm milljónir barna undir 12 ára aldri horfa á þætti eins og „The Rookies" og að ung- lingar hafa miklu meiri áhuga á sllkum þáttum en þáttum eins og „The Waltons" sem eru tald- ir meinlausir. Sjónvarpsframleiðendur kvarta hins vegar yfir afskipta- semi um gerð þátta þeirra og segja að þeir búi við dulbúna ritskoðun. Jafnvel framleiðend- ur þátta eins og „Mary Tyler Moore“ segjast ekki lengur geta tekið fyrir umdeild mál Bretum /eióast ríkuArabarnir Martin Luther King Forstjóri Fortnum & Mason i Piccadilly, Garfield Weston, var kurteis en ákveðinn. Nei, giæsilegasta stórverzlun heims- ins var ekki tii sölu, jafnvel þótt milijónir punda væru i boði. Þeir sem buðu I hana voru um morðið á King MEÐAL uppiýsinga, sem hafa leitt til þess að bandarfska þingið hefur ákveðið að rannsaka að nýju morðið á blökkumannaleiðtog- anum Martin Luther King, eru ásakanir þess efnis að lögregiumað- ur og tveir slökkviiiðsmenn i Memphis hafi fengið skipun um að fara heim skömmu áður en King var myrtur þar. Uppiýsingarnar voru reyndar birtar fyrst 1968, en stutt er síðan athygii ekkju Kings og þingmanna blökkumanna var vakin á þeim. Þeir sem það gerðu voru leikritaskáldið Abby Mann og rithöfundur- inn Mark Lane, sem fyrstur varð til að gagnrýna rannsóknina á morði Kennedys forseta. Sumar uppiýsingar virðist alrfkislögregl- an FBI aldrei hafa rannsakað. Samkvæmt upplýsingum Lanes og Manns fékk Edward E. Reddit, blökkumaður sem stjórnaði öryggisráðstöfunum lögreglunnar t Memphis vegna heimsóknar Kings 4. sprfl 1968, skipun frá yfir- manni lögreglunnar og slökkviliðsins f borginni, Frank C. Hollo- man, kl. 4 e.h. þann dag um að fara heim þar sem hótað hefði verið að myrða hann. Redditt fór heim tii sfn og heyrði f útvarpinu að King hefði verið myrtur á svölum Lorraine-hótelsins. James Earl Ray, sem játaði á sig morðið, afplánar nú 99 ára fangelsisdóm. Slökkviliðsmennirnir, sem voru sendir heim, virðast einnig hafa fengið skipanir sfnar frá Holloman. Hann starfaði f 25 ár f FBI og var um tfma starfsmaður f skrifstofu yfirmanns alrfkislögreglunn- ar. J. Edgar Hoovers, sem tók þátt f ófrægingarherferð gegn King eins og frám hefur komið f rannsókn þingnefndar. Slökkviliðsstöðin stóð gegnt hótelinu þar sem King var myrtur og annar slökkviliðsmaðurinn, Floyd Newsum, kveðst hafa fengið óvænta skipun um að fara til annarrar stöðvar kvöldið áður en King var myrtur. Newsum var þá nýkominn frá fundi þar sem King flutti ávarp. auðvitað rfkir Arabar sem Bret- ar hafa fengið fmugust á vegna kaupæðis. Þeir eru ekki allir eins stór- tækir og þrir frændur olíu- fursta nokkurs sem eyddu hálfri milljón punda í sex tíma verzlunarferð í sumar. En talið er að um 400.000 Arabar komi til London á þessu ári, að minnsta kosti 30% fleiri en í fyrra, og eyði um 200 milljón- um punda. Bretum veitir ekki af slikri tekjulind eins og ástatt er I efnahagsmálum þeirra, en það sem vekur gremju þeirra er að Arabarnir hafa eytt að minnsta kosti 300 milljónum punda í viðbót til að komast yfir fast- eignir og fyrirtæki. Samkvæmt brezkum lögum ir verið í fasteignakaupum. Þeir hafa hirt margar þær fast- eignir á markaðnum sem hafa þótt eftirsóknarverðastar með- al annars kastala, sveitasetur, góð hótel, íbúðarblokkir með lúxusíbúðum I London og jafn- vel tilraunabú og stórar landar- eignir. Þannig hafa aðilar i Saudi- Arabiu keypt hið fræga Dorch- ester-hótel fyrir níu milljónir punda. Mohammed Mahdi al- Tajir, sendiherra Sameinuðu arabisku furstarikjanna við Persaflóa, hefur keypt Mere- worth-kastala sunnan við Lond- on ásamt 395 ekra jörð og 14 stöðuvötnum. Ford Belvedere, þar sem Ját- varður VII lagði niður völd 1937 svo hann gæti kvænzt frú Wallis Warfield Simpson, hef- ur verið selt ónafngreindum arabískum auðkýfingi fyrir ótilgreinda upphæð. As Salim fursti i Kuwait hefur keypt eitt stærsta fasteignafyrirtæki Bretlands, St. Martin’s Corp., fyrir 107 milljónir punda. Bretar fögnuðu dollaraflóð- mega útlendingar ekki eiga meira en 10% hlutabréfa í fyr- irtækjum, en vitað er að þeir eiga 25% i bankanum Edward Bates, verulegan hluta í stór- fyrirtækinu Lonhro, 58% i verkfræðifyrirtækinu Beyer Peacock. Ymsir óttast að hafin sé tilraun Araba til að ná undir sig fyrirtækjum sem bera sig illa með tiltölulega auðveldum hætti. Umsvifamestir hafa Arabarn- inu frá Arabalöndunum þegar það hófst fyrir tveimur árum, en Arabarnir hafa sprengt upp verð á fasteignum svo að jafn- vel rikum Bretum blöskrar. Ar- abarnir eyða gróða sinum af hækkuðu oliuverði, sem er ein af orsökum verðbólgunnar sem Bretar búa við. Bretum mis- leíkar hvernig Arabar auglýsa auðlegð sína í landi sem hefur orðið fyrir barðinu á oliuhækk- uninni. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT BAÐMOTTUSETI 4. leikvika — leikir 18. sept. 1976 Vinningsröð: 1 2X — XX1 — 1X1 — 221 1 vinningur: 1 2 réttir — kr 244 500' " 295 (Borgarnes) 2. vinningur: 1 0 réttir — kr 34.900 — 4556 — 5486 — 40697 Kærufrestur er til 11 október kl 12 á hádegi Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrif- stofunni Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur eru teknar til greína Vinningar fyrir 4 leikviku verða póstlagðir eftir 1 2, október GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK AL'ta.YSINGASIMINN KH: 22480 ^ Jtlergwnlilaötb V E R Z LU N I N QEYsÍP" Barna kúrekastígvél, íoöfóöruö með trébotnum komin aftur. Stærðir 24—34. Póstsendum Fimleikadeild r Armanns Æfingar í áhaldafimleikum hefjast í Fellaskóla laugard. 25. sept. III fl. (byrjendur) miðvikud. kl. 19.10 og laugprd. kl. 1 4.50. II fl. miðvikud. kl. 20.00 og laugard. 16.10. I fl. miðvikud. kl. 20.00 og laugard. kl 17.10. Uppl. ítímum. Fimleikadeild Ármanns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.