Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 Bragi Ásgeirsson Snemma sumars barsl undirrituðum í hendur ritling- ur er bar heitið Hvitbók F.Í.M., og er hér um að ræða greinargerð Félags islenzkra myndlistarmanna um deilu þess og borgarráðs Reykja- víkur vegna Kjarvalsstaða. Ekki er getið höfundar þessa ritlings, en mér kemur það spánskt fyrir sjónir að félagið í heild er gert ábyrgt fyrir þeim skoðunum er þar koma fram, þ.e. hver og einn fé- lagsmaður. Mér er ekki kunnugt um að þessi ritling- ur hafi verið lagður fram á almennum fundi til umræðu og samþykktar Hér virðist mér um innan- félagsmál að ræða, en með því að fram kemur að ritlingi þessum hefur verið dreift til ýmissa aðila utan félagsins, án þess að greinargerð sé gerð fyrir því hverjir þeir aðil- ar eru, fer málið að vandast. Margt bendir til að ritsmíð þessari sé beint til annarra en félagsmanna, vegna þess að ýmislegt kemur þar fram er öllum myndlistarmönnum á að vera kunnugt um, og þvi með öllu óþarft að vera að skóla þá í þeim fræðum, t.d. kaflinn ,,Hvað er myndlist" (!). Margt þar hefði átt heima i opnum umræðum meðan á deilunni stóð og mátt skoðast sem innlegg í það mál. Vísa ég hér til þess.að einungis einn myndlistarmaður, er ekki ritar að staðaldri í blöð, birti skörulega grein um þessi mál (Kjartan Guðjóris- son), aðrir völdu þögnina, tel ég þá ekki fram ómálefnalegt pex. — Liðveizla myndlistar- manna, listfræðinga og áhugamanna var þannig í lágmarki á opinberum vett- vangi í þessu mikilsverða baráttumáli, allan tímann sem deilan stóð, en þvi meir var unnið á bak við tjöldin, og vissi í rauninni enginn hvernig mál stóðu fyrr en deilan var leyst, og félags- mönnum þá hóað saman til þess að samþykkja þegar ráðinn hlut. Sú mun þó venja í fagfélögum að leggja mál fyrir boðaða félagsfundi þar sem fundarmál eru kynnt til umræðu og atkvæðagreiðslu áðar en félagsstjórnir ráða málum til lykta. Á nefndum fundi kom það fram að fund- armenn ættu þann eina kost að samþykkja framkomin samningsdrög, ella ræki allt i strand um ófyrirsjáanlega tið Þótti mér og raunar fleirum, að upplýsingar til óbreyttra félagsmanna væru i lágmarki undir umræðum og allt á huldu í svörum ef að var spurt. Þessum pistli er þó alls ekki ætlað að snúast um Kjarvalsstaðadeiluna né megininnihald Hvitbókarinn- ar, sem er umfjöllun og skýrsla um gang mála, og þanníg séð góðra gjalda verð. En hér koma fram mis- sagnir ásamt fullyrðingum, sem ekki er rétt að láta ómót- mælt og gefur þá um leið tilefni til nokkurra hugleið- inga um félagsmál myndlist- armanna alnennt — en þau tel ég í ólstri, og þá fyrst og fremst vegna skorts á félags- hyggju, auk þess að málum er ekki skipað af hægri víð- sýni sem heild. — Það er aðallega þrennt sem ég vil beina athygli að í nefndri Hvítbók og ber þá fyrst að nefna þá staðhæf- ingu í fyrstu málsgrein „að FÍM sé fagfélag þeirra er gert hafa gerð myndlistarverka að ævistarfi". Ég vil álíta, að i þeim skilningi sem almennt er lagður á fagfélög og með tilvísun til skilgreiningar orðabókar, geti slíkt ekki með öllu staðizt, vegna þess að hér er um lokað félag að ræða, sem fjöldi starfandi myndlistarmanna stendur ut- an við og það hefur tekið margan vel menntaðan myndlistarmann langan tíma að fá inngöngu i „helgidóm- inn". Það er einnig sérstætt sem átt hefur sér stað, að viss „kjarni" innan félagsins hefur getað haldið utangarðs Bragi Asgeirsson Hvítbók FIM— og félags- mál mgnd- listarmanna starfandi myndlistarmönnum árum saman þrátt fyrir að þeir hafi uppfyllt öll ákvæði laga félagsins til inngöngu — verið teknir með á tilskil- inn fjölda haustsýninga og jafnvel haldið margar einka- sýningar að auki — Slík meðferð mála mun ekki vera fyrir hendi í neinu félagi er nefna vill sig fagfélag og hér hafa myndlistarmenn haft strangari reglur en t.d. félög annarra listgreina. . . Félagið hefur þannig, allt frá klofningi þess uppúr 1950, starfað í megindrátt- um til skamms tima sem lok- aður listhópur, þar sem fáir útvaldir fengu inngöngu, og þeir sem ekki reyndust þar á réttri línu áttu ekki framavon. Það er fyrst nú hin síðari ár að bjarmar af nýjum tíma, og þróunin hefur beinzt i þá átt að félagið verði fagfélag í reynd, og það mun flestra ósk að svo verði fyrr en siðar. Munu þá margir þeir ganga í félagið sem staðið hafa utan þess um árabil, t.d. vafalítið hópur sá er yfirgaf það fyrir nokkrum árum. Hlutverk félags er velur sér það virðulega heiti „Félag ís- lenzkra myndstarmanna", hlýtur að eiga nokkrum skyldum að gegna gagnvart áhugamönnum um lands- byggð alla — og með slíkt baksvið starfar t d finnska myndlistarsambandið. FÍM virðist því miður, enn sem komið er, einangrast við höf- uðborgarsvæðið Fagfélag myndlistarmanna verður þó að teljast forsvari slikra um land allt og því er hér viðtækt starf að rækja Innan þessa fagfélags eiga að starfa list- hópar með eigin stefnumörk og fórna þeim kröftum sin- um, en ekki að standa i stríði við heildarsamtökin i þvi skyni að leggja það undirsig. Fagfélagið á m a. að greiða fyrir sýningum listhópa frá dreifbýlinu, greiða fyrir upp- lýsingafræðslu, en hvorki að segja þeim fyrir verkum né marka þeim bás.— Hér er það vöxtur og við- gangur allrar íslenzkrar myndlistar sem er í húfi, og það er ekki fyrr en FÍM hefur sett sér slíkar starfsreglur að það geti með réttu nefnt sig fagfélag íslenzkra myndlistar- manna. — Fjórði liður fyrstu grein- ar hermir frá þvi, að félagið (FÍM) „hafi kynnt meir og betur íslenzka myndlist á er- lendri grund en nokkur opin- ber aðili". Engin ástæða er til að hreykja sér hátt, þótt hér sé farið með rétt mál, þvi að félagið hefur að mínum dómi jafnan setið á bossanum og beðið eftir að boð um sýning- ar bærust erlendis frá. Það hefur ekki haft frumkvæði að því að kynna á eigin spýtur islenzka myndlist erlendis, ekki staðið fyrir útgáfu kynn- ingarrita, veglegra sýningar- skráa né bókar um list félag- anna, og ekki leitað hófanna um sýningarskipti við er- lenda aðila Kenna má hér um féleysi, en þó öllu fremur skorti á framtaki, þvi að þetta reyndist á færi ungs fólks er stóð að félagsskapnum SÚM, margfalt fámennari og fátækari, en það hefur upp- skorið ríkulegan ávöxt gegn- um sambönd víðs vegar. FÍM hefur ekki átt frum- kvæði að aðild að Norræna listabandalaginu (sambandi norrrænna myndlistar- manna). Bandalag það hefur reynzt svo máttvana að það hefur klúðrað niður banda- lagssýningum er haldnar voru á tveggja ára fresti um áratugaskeið. Sem betur fer er bandalag þetta aftur í sókn um þessar mundir, a.m.k. hvað samskipti listamanna innbyrðis áhrærir, en þó einkum hvað fundarhöld og firnalangar ályktsgerðir áhrærir, sem einungis fáir sérvitringar nenna að lesa. Hvað alþjóðleg samskipti áhrærir þá erum við ennþá ekki félagar í myndlistargeira UNESCO, þótt okkur hafi boðizt það gegn tiltölulega litlum pening. Þá var ekki þegið boð til stjórnar FÍM, um að senda sérstaklega 2 aðila á fundinn í Schwerin sumarið 1975, en þar sátu þó fulltrúar íslands sjálfkrafa þeir er settu upp sýningar- deild félagsins á Biennalin- um í Rostock (undirritaður og Gylfi Gíslason). Norrænir starfsbræður mínir og áhrifa- menn í félagsmálum í heima- löndum sínum hafa um ára- bil margir hverjir margsinnis spurt mig hvers vegna ís- lendingar væru ekki í þess- um samtökum (AIAP) — Association Internationale Des Arts Plastiques — og ég hef svarað því til, að það væri okkur um megn fjár- hagslega. Þessir menn hafa um árabil reynt að fá ákvæð- um breytt og tókst það á næstliðnum fundi, og varð það m.a. til þess að íslend- ingum var sérstaklega boðið á fundinn. Óskiljanleg töf og hik klúðraði boðinu, og var það boð þó af hárri gráðu fyrir FÍM. Með þátttöku í þessum samtökum öðlast að- ilar margs konar réttindi, og vist er að FÍM myndi virtara í augum ráðamanna væri það tengt samstarfi þjóða. Aðalritari skrifstofunnar í París, Dunbar Marshall- Malagola. sem lét sér mjög annt um okkar hlut, kvað íslendinga verða að koma í samtökin og væri það þó 20 árum of seint! Hann kvaðst ekki skilja landsmenn — staddur á íslandi ári áður heimsótti hann Listasafnið með tilhlökkun til þess, sem hann sæi þar m.a. eftir Erró, en þar var ekkert að sjá frá hendi þessa málara. Mig hafði naumast dreymt um að fá að taka þátt í jafn virðu- legri samkundu. Á leiðinni frá Rostock til Schwerin var ekið um Mechlenburg og set- in þar veizla ! ævafornri höll — alla leiðina fylgdu okkur lögregluþjónar á mótorhjól- um, sem væru hér þjóðhöfð- ingjar á ferð, og fánar dregn- ir á allar stengur vegna ráð- stefnunnar fyrir framan hótelið í Schwerin alla ráð- stefnudagana — það glæsi- legasta hóte! sem ég hef gist. Voru heimamenn hér að votta Unesco virðingu sina. Við Gylfi komum heim með upplýsingar um eðli og starfsemi þessa myndlista- geira og hliðstæða starfsemi annarra listgreina, svo að það eitt var eftir, að FÍM setti sig í beint samband við skrif- stofu Unesco í Paris. í stað þess er skotið saman fundi eftir dúk og disk og nefnd sett á rökstóla til þess að athuga málið! Ég verð að viðurkenna að þessi meðferð málsins olli mér ómældum vonbrigðum og neitaði ég að eiga sæti i slíkri nefnd. Hér hefðu skjót og eðlileg við- brögð leitt til mikilla happa, því að sjálfsögðu er það ómetanlegur hagur fyrir okk- ur að taka þátt í sem víðtæk- ustu alþjóðlegu samstarfi á myndlistarsviðinu og getur skipt sköpum fyrir framtíð og frama margra myndlistar- manna, er lifa hér einangrað- ir, bundnir þröngum og skipulagslausum markaði — Að lokum upplýsir Hvit- bók það alvarlega atriði að það var FÍM sem virðist hafa átt frumkvæðið að þvi að staða framkvæmdastjóra yrði skipuð listfræðingi, en sömu menn hafa reynt að telja félögum sinum trú um að það hafi verið krafa borgar- ráðsmanna og um leíð var veitzt að núverandi forstjóra, m.a. vegna þess að hann væri ekki listlærður — starf hans nefnt eins konar hús- varðarstarf með forstjóra- heíti Að sjálfsögðu verða listfróðir og þ.á m. listfræð- ingar að vera ráðgefendur um það er lýtur að listrænni hlið i starfsemi hússins, en það er einungis slagorð að framkvæmdastjórinn verði að vera listlærður frá skóla, enda gefur enginn skóli próf til slikra athafna. — Aðalrit- ari finnska myndlistarsam- bandsins Veli Pekka Vahanen, er ólærður um myndlist, en hann hefur list- fræðinga i þjónustu sinni og lýtur allt skrifstofu- og rekstrarhald sambandsins hans forsjá. Hér er það rekstrarþekking sá drifkraft- ur, ásamt útsjónarsemi, sem máli skiptir, og því eiga störf framkvæmdastjóra og list- ráðunauts að vera aðgreind. Um starfsemi AIAP skal þess getið, að auk athafna- semi í Kraká i Póllandi og Vancouver á árinu fóru fundarhöld fram í Bagdad í Persíu í maí sl. og var þá tveimur þátttakendum hvers Norðurlanda boðið (ásamt mökum). Bárust mér þaðan kveðjur, og spurzt var um „af hverju ísland væri ekki enn komið i samtökin", og kem ég þeirri spurningu hér með á framfæri til að ýta við því máli. Örugglega hefðu tveir farið héðan til Persíu ef skjótt hefði verið brugðizt við, og þá m.a. sérstaklega verið boðið á slóðir Súmera, elztu þekkjanlegrar menningar, og hefði ég sannarlega unnað öllum mínum félögum þá dýrlegu upplifun. — En máski hefur enginn áhuga á slikri för? — það á eftir að sýna sig, og m.a. með við- brögðum við þessum pistli, sem ætlað er að vekja til umræðu og athafna. Að endingu vil ég víkja að því að svo lengi sem félags- mál eru ekki borin upp á reglulegum almennum félagsfundum, en ákvarðanir um mikilsverð félagsmál teknar utan funda og jafnvel gefin út „Hvítbók" sem hirðisbréf stjórnenda félags- ins, — þá virðist hinn opni vettvangur eini vegurinn til leiðréttingar misvisandi skrif- um Hvítbóka af þeirri gerð, er hér um ræðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.