Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 19 Kosningaúrslitin í Svíþjoð Segir sænska alþýðu- sambandið nýju st]óm- inni stríð á hendur? Gunnar Nilsson, annar af leiðtogum sænska alþýðusambandsins, og Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra. • „SAMVINNAN milli verka- lýðshreyfingarinnar og jafnað- armanna dregur smátt og smátt úr völdum atvinnurekendanna og eykur öryggið," segir I kosn- ingahandbök sænska aiþýðu- sambandsins, LO, I ár. Þessi setning gengur þó út frá þeim forsendum að jafnaðarmenn séu i stjórnaraðstöðu. Nú, eftir kosningarnar á sunnudag, er hins vegar ijóst að jafnaðar- menn verða á næstunni I stjórnarandstöðu. Og þrátt fyr- ir tiltölulega varfærnislegar yf- iriýsingar leiðtoga LO enn sem komið er búast margir við þvf að sambandið muni nú ekki iáta sér þetta „smátt og smátt“, sem um getur ( tilvitnuninni hér að ofan, nægja. Telja sænskir fréttaskýrendur ein- sýnt að mikil hætta verði á auknum átökum á vinnumark- aðinum f Svfþjóð á valdatíma borgaraflokkanna og að LO muni f þeim kjarasamningum sem standa fyrir dyrum grfpa til „strfðsaðgerða" til að koma kröfum sfnum áleiðis. Þar eð LO og Jafnarmanna- flokkurinn hafa svo að segja gengið hönd í hönd gegnum stjórnmála- og verkalýðsmála- sögu Svíþjóðar allt frá þvi fyrir sfðustu aldamót hafa þessir tveir aðilar stöðugt orðið að taka tillit hvor til annars. Jafn- framt því sem LO hefur fengið kröfum sinum framgengt þurfti sambandið á meðan jafn- aðarmenn voru í rikisstjórn að sýna vissa samábyrgðartilfinn- ingu, LO varð að gæta þess að leggja ekki kapp á kröfur sem gætu orðið til þess að fella rík- isstjórnina. Slik krafa sem ef til vill varð til þess að fella stjórn Palmes var hin umdeilda tillaga Rudolf Meidners, hagfræðings LO, um launþegasjóði. Annar af leið- togum LO, Gunnar Nilsson, seg- ir að ljóst sé að sá ótti sem borgaraflokkarnir hafi með áróðri sinum skapað meðal kjósenda i garð þessarar tillögu hafi greinilega átt sinn þátt í falli Palmes. Hann kvaðst sann- arlega hafa vonazt til þess að jafnaðarmannastjórn yrði áfram I landinu til að vinna að þeim lýðræðislegu umbótum I atvinnulífinu sem byrjað var á siðustu árin. Hann lét jafn- framt í ljós þá skoðun að nú myndu áhrif atvinnurekenda á stjórnina aukast. Nú eiga því margir von á þvi að „sam- ábyrgðartilfinning" sænsku verkalýðshreyfingarinnar muni víkja fyrir róttækri, her- skárri stefnu — bæði i garð hinnar borgaralegu rikisstjórn- ar og atvinnurekenda. (byggt ft Dagens Nyheter og Göteborgs Posten). SÍglU’ Og ósigur > «■ ! ■ : Þeir eru sainstarfsmenn Falldins í stjórn sænskra borgaraflokka: Per Ahlmark Gösta Bohman • PER AHLMARK. leiStogi ÞjóSarflokksins, er 37 ára. Hann er með fil.kand. gráSu og var áður í mörg ár blaðamaður við Express- en og ritari aðalritstjóra Dagens Nyheter. Þá var hann fylgjandi þvl að Sviar útveguðu sér kjarnorku- vopn og skrifaði m.a. þar um. i kosningarbaráttunni nú var hann oftlega spurður að þvi hvernig þvi væri farið að hann væri nú hatrammur andstæðingur kjarnorkustefnu Palmestjórnar- innar. Hann mun hafa bjargað sér með þvi að segja að hér hafi verið um að ræða bernskubrek á þeim tima sem hann hafði ekki einu sinni kosningarétt. Ahlmark varð strax er hann var 21 árs formaður æskulýðssam- taka Þjóðarflokksins. Þritugur varð hann þingmaður og i fyrra tók hann við af Gunnar Helén sem leiðtogi flokksins. Hann er yngsti og umdeildasti leiðtogi borgara- flokkanna, snarpur og orðhvatur ræðumaður, og honum tókst að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem verið hafði á fylgi Þjóðar- flokksins. Sem þingmaður hefur Per Ahl- mark verið einarður baráttu mað- ur fyrir málstað Ísraels i utanrikis- málum og er i stjórn Sænsk- israelska félagsins. Hann er sá af leiðtogum borgaraflokkanna þriggja sem mest minnir á Olof Palme. Dagens Nyheter kallaði hann nýlega ,.Palme borgarastétt- arinnar". Hann þykir alla vega ekki vera eftirbátur forsætisráð- herrans að andlegu atgervi. Þá má geta þess að Ahlmark hefur sagt sig úr sænsku þjóðkirkjunni Hann var andvígur sölu milliölsins, svo getið sé afstöðu hans i öðru hita- máli (byggt á Politiken og Berlingske Tidende). W GÖSTA Bohman, er 55 ára. Hann er majór i varaliði sænska stórskotaliðsins. lögfræðingur að mennt og var i mörg ár forstöðu- maður kauphallarinnar i Stokk- hólmi. Hann hefur setið á þingi frá árinu 1958 og formaður Hægfara einingarflokksins, sem er ihalds- flokkur Svíþjóðar, varð hann árið 1970. Áður hafði flokkurinn að verulegu leyti verið lamaður vegna kreppu i forystuliðinu og tiðra formannsskipta. Nú gengur flokknum betur og hann hefur ver- ið i vexti undanfarin þrjú ar. Boh- man virðist með dugnaði og skarp- skyggni hafa getað höfðað afar auðveldlega til sænsku borgar- astéttarinnar. Bohman hefur lagt sérstaka rækt sem stjómmálamaður við samnorræn mál. Hann bjó sem barn i fjögur ár i Noregi, nánar tiltekið Ósló. Hann er áhugasamur fulltrúi i Norðurlandaráði og Evrópuráðinu. En hið mikla áhuga- mál Bohmans eru varnarmálin. Hann hefur átt sæti i tveimur varnarmálanefndum, og er þar fyr- ir utan virkur varaliðsmaður, sem fyrr segir. framúrskarandi skamm- byssuskytta og skíðamaður, jafn- framt því sem hann tekur virkan þátt i frjálsum iþróttum. f kosn- ingabaráttuferðum sinum hefur Bohman haft sérstakt dálæti á að heimsækja gömlu herbúðirnar sin- ar. þar sem hann gegndi herþjón- ustu og sagt soldátasögur við mik- inn fögnuð. Heimilislff Bohmans er sagt pólitiskt i meira lagi. Eiginkona hans, Gunnel, er yfirbókavörður i sænska þinginu. Þess má geta að Bohman greiddi atkvæði með þvi að hið umdeilda milliöl yrði áfram á boðstólum i Sviþjóð. (Byggt á Politiken og Berlingske Tidende). • SÖGULEG MVND — Olof Palme afhendir forseta sænska þingslns, Henry Allard. afsögn sfna sem forsætisrMherra s.l. minudagskvöld. Þar með var loklö 44 ára valdatlma sænska JafnaAarmanna- flokksins. • SÖGULEGT PLAGG — Hin stuttorAa afsögn Palmes: ,j£g óska hér meA eftir þvl aö verAa leystur undan embættl forsætis- rftðherra." • STJÖRNAKMYNDUN TIL UMR/EÐU — Helztu fyrlrllðar MIAflokksins, f.v. Johannes Antonsson, Thorbjörn Falldin og Karln Söder, spjalla saman um væntan- legt stjörnarsamstarf. „Glórulaust að sparka Palme” „ÞAÐ ýrði glórulaust ef Palme viki sem leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins vegna kosn- ingaúrslitanna," segir Tage Er- lander, hinn gamalreyndi leið- togi og forsætisráðherra i blaðaviðtali. „Hann hefur stað- ið sig meistaralega i stjórnmál- unum,“ segir Erlander og bend- ir m.a. á, að stjórn Palmestjórn- arinnar á efnahagsmálunum hafi vakið aðdáun um heim all- an. Um orsök kosningaúrslit- anna segir Erlander: „Það þarf vafalaust mjög nákvæmar rannsóknir til að skýra þau. Augljóst er þó að kjarnorku- málið hefur átt stóran þátt þar í. Vegna þess tapaði Jafnaðar- mannaflokkurinn atkvæðum til miðflokka, sem svo að sama skapi töpuðu atkvæðum, fyrst og fremst til hægri aflanna." Þá segir Erlander að borgaraflokk- unum hafi tekizt að gera sósial- isma þann sem jafnaðarmenn hafa rekið tortryggilegan og nánast hættulegan i augum fjölda fólks — einkum ungs Tage Erlender. ihaldssinnaðs fólks, fremur en gamals stuðningsfólks jafnað- armanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.