Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 20

Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. . Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ár-ii Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22480 Askriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasolu 50,00 kr. eintakið Sjálfsagt er hægt að færa mörg rök að því, að opinberir starfs- menn hafi á undanförnum árum dregizt aftur úr í launakjörum í hlutfalli við laun, sem greidd eru á hin- um almenna vinnumark- aði. Verður þó í því sam- bandi að hafa i huga ýmiss forréttingi þeirra svo sem æviráðningu, sem veitir at- vinnuöryggi á atvinnuleys- istímum, sem alltaf geta komið komið og verð- tryggóan lífeyrissjóð, sem hefur verið ómetanleg trygging fyrir eftirlauna- menn og skipað opinberum starfsmönnum á allt annan bekk en launþegum al- mennt. Nú stefnir hins vegar í þá átt, að lífeyrir verði almennt verðtryggð- ur og er það vel. Ef finna á einhverja eina skýringu á því, að opinber- ir starfsmenn hafi ekki haldið til jafns við aðra launþega í launum á síð- ustu árum er hennar vafa- laust að leita í „olíusamn- ingunum“, sem svo voru nefndir og gerðir voru í árslok 1973. Enda þótt hlutur opinberra starfs- manna hafi verið leiðrétt- ur talsvert á árinu 1974 með flokkatilfærslum og fleiru er ekki ólíklegt, að við gerð kjarasamning- anna í árslok 1973 og í febrúar 1974 hafi skapazt launabil, sem ekki var áður til staðar. En jafnvel þótt færa megi rök að þvi, að opin- berir starfsmenn eða til- teknir hópar þeirra hafi dregizt aftur úr í launum réttlætir það í sjálfu sér ekki lögbrot. Kjarasamn- ingar hafa verið gerðir m.a. fyrir hönd opinberra starfsmanna á þessu ári og fulltrúar þeirra hafa undir- ritaó þá samninga. Þeir eru í gildi fram á mitt næsta ár. Ef einstakir hópar opin- berra starfsmanna telja sig órétti beitta í þessum efn- um hljóta þeir að nota þennan tima til þess að vekja athygli á sínum mál- um og undirbúa röksemdir fyrir leiðréttingu umfram aðra, ef þær eru til. Ein- stakir hópar launþega eiga um ýmsar leiðir að velja til þess að vekja athygli á hagsmunamálum sínum, en lögbrotum verða menn að hafna sem færri leið í því skyni. Á sl. vori samþykkti Al- þingi ný lög um kjaramál opinberra starfsmanna, sem m.a. gerðu ráð fyrir takmörkuðum verkfalls- rétti. Lög þessi öðlast ekki gildi fyrr en 1. júlí á næsta ári. Samkvæmt hinum nýju lögum getur BSRB sem heild boðað verkfall í þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafna sinna í deilu um aðalkjarasamning með þeim skilyrðum og takmörkunum, sem lögin greina. Einstökum hags- munahópum innan BSRB er hins vegar óheimilt að efna til vinnustöðvana til stuðnings sérkröfum. I okkar litla samfélagi skiptir öllu máli að lögin séu haldin en vissulega verða lögin að vera þannig úr garði gerð að þau mis- bjóði ekki réttlætiskennd almennings. I þessu tilviki er á það að líta, að hags- munasamtök opinberra starfsmanna undirrituðu fyrir nokkrum mánuðum samkomulag um þann tak- markaða verkfallsrétt, sem síðan var lögfestur. Þess vegna mætti fyrirfram ætla, að opinberir starfs- menn væru reiðubúnir til þess að gefa þessum lögum tækifæri til að sýna gildi sitt í reynd. Ef það fer að verða al- menn regla í okkar þjóðfé- lagi, að lög verði brotin er hætta á feróum. Þess vegna snerist Morgunblað- ið harkalega gegn forystu verkalýðssamtakanna vor- ið 1975, þegar þau beittu sér fyrir því að lög, sem þá voru sett í kjaradeildu starfsmanna við ríkisverk- smiðjur, yrðu ekki virt. Hvernig, sem menn líta á málin er alveg ljóst, að öng- þveiti og upplausn blasir við, ef einstaklingar eða hópar taka upp á því sem sjálfsögðum hlut að brjóta lög. Og með þessum rökum er engin afsökun til fyrir framferði starfsmanna sjónvarpsins síðustu daga. Þeir hafa augljóslega haldið uppi ólöglegum verkfallsaðgerðum. í því sambandi skiptir engu þótt þeir hafi mætt á vinnustað. Þeir hafa ekki sinnt þeim störfum, sem þeir hafa verið ráðnir til. Með verk- fallsaðgerðum þessum hafa starfsmenn sjónvarpsins brotið gildandi lög um samningamál opinberra starfsmanna og vinnu- brögð þeirra eru einnig i ósamræmi við þau nýju lög, sem taka gildi á næsta ári. Þess er að vænta að starfsmenn sjónvarpsins geri sér grein fyrir því að þeir hafa farið út á ranga braut í kjarabaráttu sinni. Þeir eiga þess kost að vekja athygli á kjaramálum sínum og því ranglæti, sem þeir telja sig beitta með margvíslegum öðrum hætti en með því að fremja lög- brot. Þeir, sem ráða sig til starfa í þágu hins opin- bera, hljóta að gera sér grein fyrir þeim réttindum og þeim skyldum, sem því fylgja. Og þau réttindi fylgja ekki starfi hjá sjón- varpinu, að starfsmenn þess megi gera verkföll, hvort sem það er með þeim hætti sem raun ber vitni eða einhverjum öðrum. Það er þeim bezt kunnugt um sjálfum. Hins vegar er auðvitað sjálfsagt að kjara- mál þeirra verði skoðuð ofan í kjölinn og þá m.a. með samanburði við það, sem tíðkast í svipuðum eða sambærilegum störfum á hinum almenna vinnu- markaði. Verkfall sjónvarpsstarfsmanna London, 22. september. AP. „ÞEGAR íslendingar lýstu yfir 200 mílna fisk- veiðilögsögu sendu Bret- ar flotann af stað. Nú ætla Bretar að fara að dæmi þeirra og má þá búast við íslenzkum varð- skipum við Hjaltland?“ spyr Daily Mirror f forystugrein í dag. Fleiri blöð fjalla um málið í forystugreinum í dag og öll fagna útfærslunni. Blaðið segir ástæðurnar þær að Bretar vilji treysta kröfu sína til olíunnar í Norðursjó og hjálpa brezkum sjómönnum. Sjómenn í kjördæmi Anthony Croslands utanríkisráðherra geti verið ánægðir og hann eigi heiður skilið fyrir að binda enda á þorskastrlðið. „En erfitt hefur verið að kyngja þeim eiginhagsmunasjónarmiðum sem mótað hafa afstöðu Breta til fiskveiðimarka okkar og ís- lendinga,“ segir Daily Mirror. Financial Times segir að stjórnin „muni standa and- spænis gífurlegum erfiðleikum í fiskveiðimálum þótt sam- komulag takist innan Efnahags- bandalagsins. Án slíks sam- komulags er hætt við að hún muni virðast bæði máttlaus og hlægileg. Bráðabirgðasamning- urinn við Islendinga rennur út í nóvember, búizt er við að Norðmenn taki sér 200 mílur, Kanadamenn munu fara að dæmi þeirra 1. janúar- og Bandaríkjamenn skömmu síð- ar. Allar þessar einhliða ráð- stafanir munu líklega beina veiðum áönnur mið, sumpart á ofnýtt mið við Bretland.“ Blaðið segir að Bretar geti ekki samið við Norómenn eða aðra þar sem aðild að EBE feli I sér samþykki við fiskveiði- stefnu bandalagsins og Bretar geti ekki samið fyrir milligöngu bandalagsins þar sem það hafi ekki mótað sameiginlega af- stöðu. „Málið er einkum erfitt með tilliti til hugsanlegs samnings við íslendinga þar sem sakmmtímasamningunnn sem batt enda á þorskastríðið kvað á um að hvers konar síðari samning yrði að gera við banda- lagið I heild. Ástæðan ti) þess að Crosland hótaði einhliða að- gerðum var greinilega sú að hvetja bandalagið til að hafa hraðan á.“ Financial Times bendir einn- ig á erfiðleika gagnvart Rúss- um, Austur-Þjóðverjum og Pól- verjum sem ekki sé hægt að semja við um gagnkvæm réttindi og segir að Rússar hefðu á réttu að standa ef þeir segðu að einhliða aðgerðir Breta eða Efnahagsbandalags- ins væru ólöglegar. „Auðvitað væri auðveldara að fást við mál- ið ef bandalagið kæmi fram I sameiningu, en ef Bretar verða einir á báti verður tekið til al- varlegrar athugunar að senda freigátur gegn sovézkum togurum eins og gegn varð- skipunum við ísland? Og hvað gerist ef Rússar svara í sömu mynt?“ spyr blaðið. „Vegna verndunarsjónar- miða er ákvörðunin um að færa brezku landhelgina út I 200 mfl- ur bæði rétt og lífsnauðsynleg," segir The Times. Það bendir á aukna ofveiði sem hafi valdið rýrnun fiskstofna við Bretland, hættu á aukinni ásókn skipa sem verói bægt frá öðrum mið- um og fyrirhugaða útfærslu Bandaríkjamanna, Kanda- manna og Norðmanna. Blaðið segir að þótt ákvörð- unin kunni ekki að mælast vel fyrir innan EBE sé eini veru- legi ágreiningurinn um stærð einkalögsögu sem brezkur sjáv- arútvegur vilji að verði 50 mfl- ur. Blaðið telur það of væga afstöðu hjá stjórninni að vilja semja um 12—50 mílna einka- lögsögu og harmar yfirlýsingu Hugh Brown aðstoðarráðherra Skotlandsmála sem segir að Bretar hafi enga von um 50 mflna lögsögu. „Áframhaldandi tilvera blómlegs sjávarútvegs er brezkt þjóðarhagsmunamál og það ætti ekki að meðhöndla eins og peð f pólitískum hrossa- kaupum sem margar ákvarðan- ir bandalagsins byggjast á. Stjórnin á að berjast áfram fyr- ir 50 mílna lögsögu handa brezkum sjómönnum ein- göngu.“ The Guardian segir að að- staða Breta sé veik f Brússel þar sem þeir njóti aðeins stuðn- ings íra. 200 mílurnar muni bægja burtu Rússum, Búlgör- um og Rúmenum en ekki EBE- skipum, og ekki sé nóg að gefa út yfirlýsingu. „íslendingar hafa kennt Bretum að 200 mílna lögsögu • verður að vernda," segið blaðið. I sam- bandi við veiðar innan 200 mílna telur blaðið heppilegra að tiltaka hámarksfjölda skipa semTái að veiða en ákveða afla- kvóta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.