Morgunblaðið - 23.09.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976
23
Portúgal
komið í
Evrópuráðið
Strassborg, 22. sept.
AP. Reuter.
PORTCGAL varð 19. aðild-
arrfki Evrópuráðsins I dag
og Jose de Madeoros Ferr-
eira utanrfkisráðherra kall-
aði það sögulegan atburð.
Hann sagði að stjórn sín
væri eindregið á móti ein-
ræði og segir að eitt helzta
verkefni hennar væri að
tryggja hag rúmlega einn-
ar miiijónar portúgalskra
verkamanna sem starfa f
öðrum Evrópulöndum.
Grænn og raúður fáni
Portúgals var dreginn að
húni milli fána Svfþjóðar
og Noregs á þaki byggingar
ráðsins og þjóðsöngur
Evrópu var leikinn að við-
stöddu ýmsu stórmenni.
Utanríkisráðherrann sagði að
aðild Portúgals að ráðinu væri
fyrsta skrefið f þá átt að gera land-
ið að þátttakanda f samfélagi
Evrópulanda, sem stöðugt yrðu
auðugri, frjálsari og sterkari.
Ráðherrar 18 aðildarlanda ráðs-
ins ákváðu f gær að bjóða Portúgal
aðild þar sem lokið væri hálfrar
aldar einræði í landinu og lýðræð-
islegt stjórnarfar hefði skotið rót-
um.
Portúgalskir þingmenn munu
taka sæti f ráðinu á næsta fundi
þess f janúar. De Ferreira utanrík-
isráðherra hefur áður sagt að
Portúgal muni sækja um aðild að
Efnahagsbandalaginu þegar tfm-
inn til þess verði hentugur. Hann
tiltók ekki hvenær.
Noregur:
Lög í undirbúningi um
£rí vegna veikinda bama
Ósló 22. sept. Ntb.
NORSKA blaðið Aftenposten
skýrir frá þvf ( dag, að nú sé til
meðhöndlunar f neytenda- og
stjórnunarráðuneytinu drög að
frumvarpi um að allir launþegar
fái rétt til að vera heima f allt að
tfu daga á ári vegna veikinda
barna þeirra sem eru undir tfu indi launþegans sé að ræða. 1
drögunum er sagt að ef til vill
verði leyfið lengt í 20 daga fyrir
hjón, en einstæðir foreldrar fá
ekki meira en tfu daga og mun
þetta ákvæði hafa valdið nokkr-
um ágreiningi. Samkvæmt þess-
um drögum eru konur og karlar
jafnrétthá hvað snertir að taka
þessa fridaga.
ára aldri.
Samkvæmt þeim drögum sem
fyrir liggja verður leyfi af slfku
tagi veitt svo fremi ekki sé hægt
að leysa málið á annan veg og
verður atvinnurekendum bættur
skaðinn eins og um almenn veik-
Verðstöðvun í
þrjá mánuði
í Frakklandi
Samkomulag við
brezka farmenn
Búizt er við að frumvarpið verði
siðan lagt fyrir norska þingið i
vetur eftir að umsögn hefur feng-
izt frá ýmsum aðilum sem þarna
eiga hagsmuna að gæta.
Paris, 22. september. Reuter.
FRANSKA stjórnin ákvað f dag
að frysta verðlag á allri vöru og
þjónustu til að hamla gegn verð-
bólgu. Raymond Barre forsætis-
ráðherra sagði þegar hann skýrði
frá þessum ráðstöfunum að
franskt efnahagslff væri orðið
alvarlega sjúkt.
Hann skýrði frá því að nokkrar
hækkanir yrðu á sköttum meðal-
og hátekjufólks og verulegar
hækkanir á sköttum á bensíni og
áfengi, bifreiðaskatti og sköttum
á ýmiss konar afþreyingu auðugs
fólks eins og golfi og veiðum. Þótt
verðfrystingunni ljúki 31. desem-
ber leggur stjórnin til að kaup- og
verðhækkanir verði takmarkaðar
við 6,5% á næsta ári.
Barre hefur unnið að þessum
efnahagsráðstöfunum þegar
Valery Giscard d’Estaing forseti
skipaði hann forsætisráðherra
fyrir einum mánuði og fól honum
sérstaklega að berjast gegn verð-
bólgu og koma efnahagsmálunum
á réttan kjöl. Verðbólgan í Frakk-
landi er 12 % á ári og Barre benti
á að hún væri þrefalt meiri en i
Vestur-Þýzkalandi og
Bandarfkjunum.
Áætlun Barres virðist að sumu
leyti eiga að þóknast verkalýðs-
hreyfingunni sem hefur kvartað
yfir of mikilli skattabyrði verka-
manna miðað við hátekjufólk. Að-
eins þeir sem greiða 4.500 franka
í skatta verða fyrir nýju álögun-
um. Þorri þeirra fær 4% auka-
skatt en þeir sem greiða meira en
20.000 franka fá 8% aukaskatt.
Virðisaukaskattur lækkar úr
20% f 17.6% en aðstöðugjald
hækkar um 4%, ýtt veröur undir
fjárfestingar með 3.600 milljóna
franka rfkislánum (um 132
milljarðar kr.).
Bifreiðaskattar hækka um
Reyndi að
kveikja í
NATO-vélum
Stafangri 22. sept. Reuter
NORSKUR liðþjálfi reyndi að
kveikja f tveimur bandarfskum
orrustuþotum f dag og að svo
búnu reyndi hann að svipta sig
lífi. Bandarfsku vélarnar taka
þátt f heræfingunum „Team-
work“ sem fara fram á vegum
Atlantshafsbandalagsins.
Liðþjálfinn kom fyrir tunnum
með eldfimu efni við vélarnar og
skaut siðan að þeim. Eldurinn var
slökktur fljótlega án þess að
miklar skemmdir yrðu. Lið-
þjálfinn skaut sig i höfuðið og er
líðan hans sögð alvarleg.
helming, bensínverð um 15% og
skattur á áfengi um 10%. Barre
hefur haft samráð við verkalýðs-
leiðtoga og atvinnurekendur um
þessar ráðstafanir og kvaðst vona
að verulega drægi úr oliunotkun,
sem á mikinn þátt í gifurlegum
greiðsluhalla Frakka.
London 22. september. Reuter
FULLTRUAR brezkra farmanna
og skipaútgerða náðu samkomu-
lagi f dag um uppkast að nýjum
launasamningi eftir 22 klukku-
stunda stanzlausar viðræður.
Farmannasambandið hafi boð-
að verkfall frá og með miðnætti á
laugardag. Upphaflega átti verk-
fallið að hefjast fyrir 10 dögum en
sambandið féllst á að fresta því
samkvæmt áskorun annarra
verkalýðssambanda.
Upphaflega kröfðust sjómenn
sex punda launahækkunar, það er
tveggja punda meiri Iauna-
hækkunar en gert er ráð fyrir
samkvæmt stefnu stjórnarinnar
um baráttu gegn verðbólgu. Nú
hafa farmenn fallizt á minni
beinar launahækkanir en fá f
staðinn hærri lífeyri, matar- og
ferðapeninga ogönnur hlunnindi.
Aðalritari verkalýðssambands-
ins (TUC), Len Murray, fagnaði
lyktum deilunnar og sagði að í
lausninni fælist ekkert fráhvarf
frá stefnu stjómarinnar um bar-
áttu gegn verðbólgu í samvinnu
við verkalýðshreyfinguna.
ERLENT
Svört fegurð
frá
RAOI(||)NETTE
Glæsilegt, nýtísku tæki fyrir nútíma heimili.
Þetta glæsilega stereotæki hefur vakið verð-
skuldaða athygli fyrir einstaklega stílhreint
útlit og vandaðan hljómflutning.
Útvarpið er með langbylgju, miðbylgju 1, miðbylgju 2
og FM-bylgju. Ljósfærsla á kvarða.
Magnarinn er 2x35 W músik (2x20 W sinus).
Sérbyggðir styrkrofar fyrir hvora rás.
Sérbyggðir hátóna og lágtóna rofar, styrkleikamælar.
Við magnarann má tengja hljóðnema og nota tækið sem
kallkerfi.
Soundmaster 40 C
Cassettu segulbandstækið er bæði fyrir upptöku og
afspilun i stereo.
Tækið er gert fyrir standard-bönd og einnig fyrir chrome-
bönd, sem gefa miklu betri tóngæði Tækið er útbúið
með sjálfvirku stoppi og sjálfvirkri opnun á kassettulok-
inu, um leið og spilun er lokið. 3ja stafa teljari
Verð kr: 148.355.— án hátalara.
Verð kr.: 1 79.675 — með 2 stk. TK 200 hátölurum.
SÉRSTÖK KYNNINGARKJÖR: 50.000 við móttöku,
síðan 18.000 á mánuði. ÁRS ÁBYRGÐ.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI 10A
SÍMI 1-69-95
Útsölustaðir:
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri
Kjarni s.f. Vestmannaeyjum
Verzl. Sig. Pálmasonar, Hvammstanga.